Líf síðustu daga

Það eru bara tvær vikur eftir af þessari önn, þannig að síðastu viku er búið að vera frekar mikið að gera. Ég er að vinna að BA ritgerðinni minni á fullu, og svo halda hagfræðikennararnir mínir mér við efnið með stanslausum verkefnum.

Allavegana, þá var síðasta helgi frekar viðburðalítil. Við Hildur fórum í partí á föstudeginum, sem var til styrktar Dance Marathon, sem er góðgerðarstarfsemi, sem Northwestern nemendur standa í einu sinni á ári. Þetta er reyndar þau góðgerðarsamtök, sem safna mestum pening af öllum samtökum tengdum háskólum í Bandaríkjunum. Allavegana, partíið var fínt, nóg af bjór, sem virtist aldrei ætla að klárast (og reyndar kláraðist ekki).

Ég var furðu daufur á laugardeginum, þannig að nánast gerðum við ekki neitt. Við fórum þó með vini mínum í bíó um kvöldið. Sáum In the Bedroom, sem mér fannst mjög góð. Nú vantar mér bara að sjá Gosford Park til að ég hafi séð allar myndirnar, sem eru tilnefndar til Óskarsverðlauna í ár.

Í vikunni gerðist nú ekki mikið. Jú, ég fór með Dan og Marie á körfuboltaleik, sáum Northwestern vinna Purdue. Þannig að draumurinn um “march madness” er ennþá lifandi í skólanum mínum. Þeir verða þó að vinna Illinois á morgun, þar sem ég verð á fremsta bekk, öskrandi einsog geðsjúklingur.