Lof mér að falla að þínu eyra

Af hverju í ósköpunum er ég að uppfæra þessa síðu á föstudagskvöldi? Ekki spyrja mig.

Ég sá að Maus eru að fara að halda tónleika í kvöld og ætla ég að skella mér. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að sannfæra vini mína um að fara því þeir hata allir Maus. Af hverju þeir hata þessa frábæru hljómsveit er ofar mínum skilningi. Þetta er án efa besta rokksveit Íslands. Ég veit að ef ég bið þá um að koma fæ ég bara að heyra einhver komment um það hvað Maus sé afskaplega léleg hljómsveit. Ég eyddi til að mynda tveim árum í að reyna að sannfæra fyrrverandi kærustu mína um að Poppaldinn væri yndislega fallega sungið lag en á árangurs.

Ég hef það fyrir reglu að spila að minnsta kosti tvö Mauslög í öllum partíjum, sem ég held. Hingað til hefur enginn fagnað þeirri ákvörðun. Ég á mér þann draum að komast einhvern tímann í partí, þar sem allir elska Maus, Woody Allen, David Lynch, Frank Sinatra, David Bowie, Bítlana og Pink Floyd. Það væri sko flott partí.

Það er næsta víst að tónlistin í kvöld verður talsvert skemmtilegri en á Nasa síðasta laugardag. Og hananú!

2 thoughts on “Lof mér að falla að þínu eyra”

  1. Ooooo….. nú er ég eiginlega pínu öfundsjúk…
    Maus er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum, en ég hef aldrei séð þá á tónleikum. Poppaldin er æði. Ég vona að þú hafir skemmt þér vel á tónleikunum 😉

  2. Það er náttúrlega alltaf hægt að halda bara ekslúsíft PR-party …eða svona allavega þegar landafræðileg staðsetning okkar beggja leyfir!

Comments are closed.