Næsta ríkisstjórn

Samkæmt könnun Fréttablaðsins í morgun, þá myndi þingmannfjöldi flokkanna á Íslandi verða svona ef gengið yrði til kosninga í dag.

Framsókn: 4
Sjálfstæðisflokkur: 25
“Frjálslyndir”: 7
Samfylking: 19
Vinstri-Grænir: 8

Nú hefur Ingibjörg Sólrún sagt að stjórnarandstaðan muni stefna að því að mynda ríkisstjórn ef að stjórnin fellur. Samkvæmt þessari skoðanakönnun er ríkisstjórnin með 29 þingmenn og því fallin. Að mínu mati þarf þó Samfylkingin að tilkynna að forsendur fyrir þessari yfirlýsingu Ingibjarar eru brostnar með þessari stefnubreytingu Frjálslyndra. Samfylkingin á ekkert erindi í ríkisstjórn með Frjálslyndum.

Það er ljóst að vinstri stjórn er ekki lengur möguleiki, ekki einu sinni með þáttöku Framsóknar. Einnig myndi ég telja að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri Grænir myndu aldrei mynda stjórn með svona naumum meirihluta.

Það er því að mínu mati aðeins einn ríkisstjórnarmöguleiki, sem kemur til greina – ekki bara fyrir Samfylkinguna, heldur yfir höfuð. Það er ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfsstæðisflokks. Ég sé ekki nokkurn annan möguleika í stöðunni ef að svona fer.

8 thoughts on “Næsta ríkisstjórn”

  1. Frjálslyndir munu ekki halda þessu fylgi á þessu máli yfir kosningar, þessi vandi er einfaldlega ekki til og fólk mun ekki ginnast til að kjósa út af honum, þó það æsi sig í eina viku.

    Og VG er varla að tapa fylgi til Frjálslyndra út af þessu, frekar út af tilraun Ögmundar til að “púlla Kerry” en hann hlýtur að láta sér að kenningu verða (þó að maður hefði líka haldið að Kerry vissi betur) og hætta að segja kjánalega hluti fram að kosningum.

    Þannig að þessi könnun hefur lítið forspárgildi fyrir næstu kosningar. Á hinn bóginn verður örugglega lag fyrir Samfylkinguna að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum þannig að áhugamenn um það þurfa ekki að hafa áhyggjur.

  2. Kanski væri það best eins og komið er núna, þetta er það sem kjósendur í Þýskalandi neyddu stóru flokkana þar til að gera, hví ekki hérna??

  3. Enga adra moguleika?

    Hvad med Sjalfstaedisflokkur, Framsokn og Frjalslyndir.

    Mer taetti tad mjog likleg nidurstada ef tetta vaeru urslit tingkosninna. Algert horror.

    En a hinn boginn finnst nu ekkert serlega liklegt at tetta verdi urslit tingkosninganna.

  4. … enda langsamlega besti kosturinn þ.e. S&D.
    Það er löngu kominn tími á að hætta sandkassaleiknum og gera það sem er best fyrir landsmenn.
    Lifi Viðreisn!

  5. Jesús Kristur – framsókn, frjálslyndir og íhaldið? Það yrði einhvers konar súrealísk martröð ef það myndi gerast.

    Ég veit auðvitað að það er ekki hægt að gefa sér að þetta fylgi “fjálslyndra” haldi sér, en allavegana ef staðan væri svona eftir kosningar, þá sé ég bara S+D.

    Sem er auðvitað ágætis kostur að mínu mati 🙂

  6. Ef þessar tölur myndu haldast þurfa Sjallarnir nú enga Framsókn lengur, þeim dygðu alveg “Frjálslyndir” til að ná meirihluta – og miðað við hvað 1/4 þingflokksins var æstur í að hoppa uppí með þeim yrði það örugglega auðsótt.

Comments are closed.