Ó, þetta er of fyndið

Af einhverjum ástæðum slökkti ég ekki á sjónvarpinu eftir að ég hafði þolað lygar Skjás Eins, sem sviku loforð sitt um að sýna lokaþáttinn af Bachelor.

Allavegana, ég horfði á Jay Leno af því að Triumph, the insult comic dog var gestur hans. Og þvílík snilld! Ég hef ekki hlegið svona mikið lengi. Ég fór á netið eftir þáttinn og fann nokkur vídeó með Triumph. Vá, hvað þau eru fyndin.

Bestu eru án efa Judging Simon, MTV, Star Wars og Westminster 99 og 2000. Æ, þetta er allt snilld. Þið verðið að skoða þetta.

5 thoughts on “Ó, þetta er of fyndið”

  1. Hvað er málið með að horfa á piparsveininn!? Ég gúddera JT en ekki piparsveininn! Iss…

  2. Hmmm… ég veit ekki alveg hvað það er, sem heillar við The Bachelor. Ætli maður fái ekki eitthvað skrítið kick að sjá fullt af sætum stelpum algjörlega tapa sér yfir einhverjum lúða. Það gefur manni ferska sýn á lífið 🙂

  3. Fór á leit.is og skrifaði “fyndið” fann þar linkinn um Triumph. OMFG, shitt hvað ég er búin að drepast úr hlátri yfir þessu. Þetta er viðbjóðslega fyndið. Þakka þér fyrir þessa snilld dauðans.

Comments are closed.