Seðlabankinn og verðbólga

Til hamingju Ísland!

Getum við sótt um ESB aðild núna?

Eða má ekki enn ræða það því að krónan gæti hrunið enn frekar ef við baktölum hana?

(p.s. skoðið grafið á síðu 4 í Peningamálum. Samkvæmt því er bjartsýna spá Seðlabankans að gengi evru verði í kringum 130 árið 2011. Svartsýna spáin gerir ráð fyrir því að gengi evru verði í kringum **170** árið 2011).

13 thoughts on “Seðlabankinn og verðbólga”

  1. Maður hugsar nú bara til þess með hryllingi að þurfa lifa við krónuna 3 ár í viðbót.

  2. Nú er verið að tala um að evran fari upp í 180 og það trúlega í næstu viku kræst. Hvænær ætlarðu að skrifa grein um hvernig er að vera í fyrirtækjarekstri á tímum sem þessum. Ég bíð spennt, vonandi áður en þessir kallar setja mig á hausinn!!!! Ég hef verið að reyna að sækja um gjaldeyri en það gengur ekki vel og fæ ég misgáfuð svör frá bankafólki (sem því miður ekki virðist vera upplýstara en við hin) og jafnvel sýnir manni hroka þar sem maður er svo “óheppinn að vera ekki að flytja inn “nauðsynjar” þ.e. mat, lyf og olíu. Drífa sig í að skrifa eitthvað af viti og koma því jafnvel áfram í fjölmiðla þetta er orðið algjörlega óþolandi ástand.

  3. Það getur enginn sagt til um hvaða gengi Evran verður í eftir 2-3 mánuði, hvað þá eftir 2-3 ár. Ef ég ætti að skjóta á gengisbil sem ég væri svona 75% viss um að myndi standast myndi ég skjóta á 100-500, sem svarar til að meta líkurnar á að stjórnin missi algjörlega stjórn á landi og efnahag um 20% og gefandi hruni í Evrulandi um 5% líkur.

  4. Nei, Elísabet, en yfirlýsing um upptöku evru (sem myndi jú taka tíma) væri sennilega besta leiðin til að friða markaðinn um krónuna og besta leiðin til að koma á stöðugleika.

  5. Ég held að þessi áhrif geti vel verið ofmetin. Þetta gæti, eins og svo margar aðrar ákvarðanir sem hafa “átt” að skila einhverjum árangri bitið okkur í rassinn og endanlega rúið krónuna öllu trausti til frambúðar. Þá myndi 5 eða 10 eða 100.000 ára Evruupptökuferli verða okkur enn þungbærara og við þyrftum líklega að leggjast á hnén og biðja um einhverja flýtimeðferð, sem auðvitað er ekki ókeypis. Þetta myndi gerast vegna þess að aðgerðin væri séð sem neyðarráðstöfun, en ekki yfiverveguð ákvröðun til að verja hag lands og þjóðar, eins og svona ákvörðun á að vera.

    Mér leiðist það hvað Evru-umræðan dómínerar ESB-aðildar umræðuna og hvað Evrópusinnar éta upp hver eftir öðrum svona tuggur sem enginn hefur neitt grip á hvort réttar reynast eða ekki. Það eru eflaust einhverjir kostir ESB-aðildar sem mér þætti gaman að heyra sem snúast ekki um Evruna, því ég kaupi þau rök ekki.

    Það þarf allavega eitthvað mikið til til þess að það geti verið snjallt fyrir okkur að ganga inn í þetta ESB-samstarf peningasvarthola, samstöðuleysis, atvinnuleysis, ægivaldi fárra þjóða, ókjörinna fulltrúa og þar fram eftir götunum og ég hefði gaman af því að heyra önnur rök en Evruna.

  6. Með fullri virðingu. Víst þú kýst að kalla ESB…

    samstarf peningasvarthola, samstöðuleysis, atvinnuleysis, ægivaldi fárra þjóða, ókjörinna fulltrúa og þar fram eftir götunum

    …Þá efast ég stórlega um að mér takist að sannfæra þig um kosti aðildar.

  7. Það mætti nú samt reyna, þetta er sú sýn sem ég hef í dag, en hún skapast með lestri, rökhugsun og skoðanamyndun.

    Þekki fáa Evrópusinna og væri til í að bæta þeim í sarpinn svo ég skilji betur þennan mikla ávinning sem menn segjast ætla að fá. Ég hef hingað til ekki fengið skýr svör… fyrir utan Evruna, sem ég leyfi mér að draga í efa.

  8. Sæll Einar,

    Nú hef ég ekki myndað mér skoðun á því afhverju við ættum að ganga í ESB og afhverju ekki. Ég hef eitthvað heyrt rök með og á móti en það væri áhugavert að fá að vita af hverju þú og þá væntanlega þínir félagar í ungum jafnaðarmönnum viljið ganga í ESB. Það væri grein sem ég hefði mjög gaman af því að lesa því ég vil fá sem víðust sjónarmið áður en ég mynda mína eigin skoðun og þú virðist hafa kynnt þér þetta vel frá sjónarmiði þess sem vill ganga í ESB.

Comments are closed.