Smá útúrdúr varðandi pyntingar.

Smá útúrdúr varðandi stjórnmál. Ég var líka að setja inn [nýjan ferðapistil](https://www.eoe.is/gamalt/2006/09/30/7.45.21/), sem er hérna fyrir neðan.

Þegar ég [var í Tuol Sleng fangelsinu](https://www.eoe.is/gamalt/2006/09/25/7.00.13/) gat ég ekki forðast það að hugsa um tilgangsleysi og mannfyrilitningu Rauðu Khmeranna. Í fangelsinu pyntuðu þeir fólk eingöngu til að fá fram játningar, sem voru oftast rangar, til að réttlæta óumflýjanlega aftöku fanganna. Pyntingaraðferðir Khmeranna voru sérstaklega hannaðar til að vera eins hræðilegar og hraðvirkar til að fá fram sem flestum fölskum játningum á sem skemmstum tíma frá örvæntingarfullum föngum.

Í fangelsinu voru aðallega notuð tvö pyntingartæki, í öðru héngu menn á slá í langan tíma þangað til að þeir féllu í yfirlið en þá var þeim skellt oní vatn til að þeir vöknuðu og voru svo hengdir aftur upp. Í hinu pyntingartækinu var fólk fest við spýtur og vatni hellt ofan á hausinn á því til að líkjast því að fólkið væri að drukkna – einsog sést á [þessari mynd úr fangelsinu](http://www.davidcorn.com/archives/Waterboard3-small.jpg).

Af hverju á þetta við okkur í dag?

Jú, af því að fyrir Bandaríkjaþingi liggur í dag tillaga um það að leyfa vitnisburð, sem er fenginn með vissum pyntingaraðferðum, sem sumir kalla “vægar”. Hver ætli sé ein af þeim aðferðum, sem á að leyfa? Jú, akkúrat [sama aðferð og að Rauðu Khmerarnir](http://www.davidcorn.com/archives/Waterboard3-small.jpg) notuðu til að pynta fanga sína í Tuol Sleng fangelsinu fyrir 30 árum.

Með öðrum orðum, Bandaríkjamenn stefna í dag á að gera löglega sömu pyntingaraðferð og var í uppháldi hjá **Rauðu Khmerunum**!

3 thoughts on “Smá útúrdúr varðandi pyntingar.”

  1. Saell vinur. Vonandi naerdu ther fljott af thessari matareitrun. Eg maeli med 2 foldum konna a hverju kvoldi eftir ad thu hefur verid ad bora eitthvern mis hreinlegan mat. Virkar vel ad halda maganum godum.

    Koh Samui er edal chill stadur, Angthong var lika flott.

    kv,
    Fridrik.

Comments are closed.