Spánn

Ja hérna, hryðjuverkamennirnir unnu! Ok, kannski ekki alveg. En Sósíalistar unnu kosningarnar á Spáni. Þrátt fyrir ótrúlegan efnahagsbata og almennt gott ástand á Spáni ákváðu kjósendur að spreningarnar í Madrid væru Íraksstríðinu að kenna og felldu ríkisstjórnina. Ég var á Spáni fyrir tæpri viku og þá voru allir handvissir um að Íhaldsmenn myndu sigra kosningarnar, spurningin væri einungis með hversu miklum mun.

Það er sennilega erfitt að finna augljósara dæmi um að hryðjuverk hafi haft jafn bein áhrif á kosningar. Magnað!

6 thoughts on “Spánn”

 1. Nei, ríkisstjórnin féll ekki útaf Íraksstríðinu. Þrátt fyrir mikla óánægju með stríðið vildu flestir Spánverjar halda íhaldsmönnum við völd. Alveg þangað til að menn komust að því að Múslimar stóðu á bakvið hryðjuverkin í Madrid.

 2. Getur ekki verið viðbrögð ríkisstjórnarinnar eftir hryðjuverkaárásina hafi haft þarna eitthvað að segja. Þeim lá svo mikið á að kenna ETA um að þeir höfðu ekki fyrir því að bíða eftir sönnunum áður en öllum sendiherrum Spánar var skipað að segja að ETA stæði á bak við sprenginguna. Það var auðvitað pólítískt þægilegra fyrir Aznar og co. en alls ósannað. Reyndar virðist árásin vera út úr karakter fyrir bæði alQuaida og ETA en nú tengja fleiri líkur árásina við þá fyrrnefndu. Spænska hægristjórnin var því heldur fljót á sér að koma sökinni á hin illræmdu ETA samtök.

 3. Mér fannst nú viðbrögðin að vissu leyti eðlileg. Það er eðlilegt að þau hryðjuverkasamtök, sem hafa herjað á Spánverja undanfarna áratugi, séu fyrst grunuð um verknaðinn. Fólk er alveg gríðarlega óþolinmótt í svona rannsóknum og því þurftu stjórnvöld að reyna að koma með einhverjar skýringar áður en var í raun mögulegt.

  Mun alvarlegra er sú tilhugsun að hryðjuverkamenn geti haft svona bein áhrif á lýðræðislegar kosningar í Evrópu.

  Svansson er með svipaðar pælingar um þetta mál hér

 4. Eitt er að halda eitthvað og eins og þú bendir réttilega á þá er ekkert skrýtið að Spánverjum detti ETA í hug þegar gerð eru hryðjuverk þar í landi, allt annað er að skipa sendimönnum ríkisins hjá erlendum þjóðum að segja að þetta hafi verið ETA eins og kom fram í fréttum að ríkisstjórn Aznars hefði gert. Það var þar sem maður fór að hugsa um pólítískan hag þeirra af því að fólk teldi ETA standa á bak við en ekki alQauida. Hið síðarnefnda vekur nefnilega minningar um mjög óvinsælar og, að mínu mati rangar, ákvarðanir spænsku ríkisstjórnarinnar varðandi þátttöku í Íraksstríði hinu síðara.

 5. Verða að taka undir það sjónarmið að það er stór munur á því að gruna fyrst ETA og því að byrja einhverja hálf móðursýkislega PR herferð til að sannfæra alla aðra um það og það áður en nokkrar sannanir liggja fyrir.

  Held að það hafi verið þetta sem felldi ríkisstjórnina en ekki hryðjuverkið sjálft. Það er vanalega þannig með stjórnamálamenn, þeir eru sinn versti andstæðingur og verða að sætta sig við að standa og falla með verkum sínum.

  Aftur á móti er líklegt að þetta gæti veitt Alkaída (ef þetta voru þá þeir sem stóðu að þessu) þá hugmynd að gera eitthvað svipað núna í kringum nóvember í USA. Það er eitthvað sem gæti haft áhugaverðar afleiðingar.

  Strumpakveðjur 🙂

Comments are closed.