Stelpur í London og Jackson 5

Eitt athyglisvert við London, sem ég veit ekki hvort aðrir strákar hafa tekið eftir: *Allar sætustu stelpurnar í London eru af indverskum uppruna!* Semsagt afkomendur innflytjenda frá Indlandi, Sri Lanka, Pakistan og þeim löndum. Ég held að ég sé alveg ágætlega dómbær um þetta. Hefur einhver annar tekið eftir þessu? Nánast undantekningalaust voru sætustu stelpurnar, sem ég sá í London, af þessum uppruna. Magnað, ekki satt?


Síðan hvenær varð “I want you back” með Jackson Five að skylduspilun á íslenskum skemmtistöðum? Ég held að ég geti fullyrt að þau síðustu fjögur skipti, sem ég hef verið á íslenskum skemmtistöðum á laugardögum (þrisvar Ólíver, einu sinni Vegamót), þá hefur það lag *alltaf* verið spilað, jafnvel oftar en einu sinni á hverju kvöldi.

Borgþór og Björk vinir mínir eignuðust litla stelpu í gær. Í tilefni af því fórum við barnlausa fólkið úr Verzló vinahópnum út í gærkvöldi. Núna erum við bara sjö eftir barnlaus. Fórum á Ólíver, sem var fínt. Ég held að borðin við hurðina á Ólíver séu bestu borðin í bænum, þar sem að opna hurðin gerir það að verkum að nánast engin sígarettulykt finnst. Ég þefaði af peysunni minni í morgun og fyrir utan Benetton ilmvatnslykt, þá gaf engin lykt það í skyn að ég hefði verið á skemmtistað í gærkvöldi. Yndislegt alveg hreint. Meira svona!


Jæja, seinni hálfleikur af Góðgerðarskildinum að byrja. Ég elska það að vakna á sunnudögum og getað séð fótbolta um leið og ég kveiki á sjónvarpinu. Það er yndislegt!

5 thoughts on “Stelpur í London og Jackson 5”

  1. Vann eitt sumar í London, 1997. Fallegasta konan sem ég sá var að vinna með mér, hún var… af indversk / pakistönskum uppruna og alveg fáránlega falleg.

  2. Jamm. Þetta gefur allt til kynna að þið séuð báðir að tala um Púndjaba. Fíngert og fallegt fólk. Skyld þjóð eru síðar Persar (Íranir). Þar finnast jafnvel enn fegurri konur. Verst að karlar þar sjá sig tilneidda til að fela þær fyrir öðrum körlum :confused:

Comments are closed.