Sunnudagsþátturinn

Mikið hlýtur Illugi Gunnarsson, hjálparsveinn Davíðs, að elska röddina sína. Í morgun tók hann viðtal við Guðmund Árna um utanríkisstefnu Samfylkingarinnar og ég leyfi mér að fullyrða að Illugi hafi talað 70% af tímanum. Guðmundur Árni fékk aldrei að setja saman tvær setningar til að skýra stefnuna, sem átti þó að vera takmark viðtalsins.

Takmark spyrilsins á ekki að vera það að sýna hvað hann sé sniðugur og viðmælandinn vitlaus, einsog takmark Illuga virðist hafa verið í dag. Menn sem afskrifa Krata í Samfylkingunni eru einnig á villigötum.