Svíðþjóð

Ok, ég er að fara til Svíþjóðar í apríl í viðskiptaerindum. Það lítur út fyrir að ég þurfi að fara bæði til Gautaborgar og Stokkhólms. Ég hef sennilega möguleika á að bæta við dvöl yfir helgi í annarri hvorri borginni.

Og þá er spurningin, í hvorri borginni á ég að eyða helginni? Ég hef aldrei komið til Svíþjóðar og veit harla lítið um túrisma í landinu. Hefði viljað kíkja á næturlífið og túristast eitthvað skemmtilegt. Einhvern veginn grunar mig að það sé meira að sjá í Stokkhólmi, en er samt ekki viss. Hefur einhver komið á báða staði og getur gefið mér hint? Er kannski eitthvað spennandi stutt frá annarri hvorri borginni? 🙂

13 thoughts on “Svíðþjóð”

  1. Stokkhólmur of course, Feneyjar norðursins… Vasasafnið er skemmtilegt og rölt um gamla bæinn er rómantískt og færir mann aftur í tímann. Svo er næturlífið fínt 🙂

  2. Stokkhólmur til að skoða flotta borg, Gautaborg vegna stelpna. Reyndar eitt magnaðasta veitingahús sem ég hef farið á er í Gautaborg. Þyrfti kort til að muna hvar það var.

    kv, tobs

  3. Ok, það er greinilegt að allir eru sammála.

    Stokkhólmur skal það vera. Pallih er allavegana ekki að spara yfirlýsingarnar 🙂

  4. Hólmurinn rúlar. Sammála með Vasasafnið, það er merkilegt, það er líka gaman að dekra við skig og panta sér nudd hér: http://www.sturebadet.se/ – Ónýt heimasíða en frábær staður.

    Taka svo einn kaldan hér, ekki allir sem fíla stemmarann þarna, en það eru ekki mikið flottari staðir til að drekka bjór:
    http://www.worldsbestbars.com/city/stockholm/cafe-opera-stockholm.htm

    Uppáhaldsbar er Kvarnen, og langsamlega besti veitingastaður í Stokkhólmi er hér: http://www.kohphangan.nu/framestart.html

    Koh Phangan er Thai staður sem gerir allt til að herma eftir alvöru Thai stemningu, og ég meina ALLT. Það er allt of heitt þarna inni, maturinn er ógeðslega góður og sterkur, þú heyrir í engisprettum og monsúnrigningu og allt er skreytt Thai kitsch ljósum og glingri. Ógleymanleg lífsreynsla, og æðislegur matur.

    Gautaborg er handarkriki Skandinavíu, og það eina góða sem kemur þaðan er kexið 🙂

  5. Takk kærlega, DonPedro. Ég er hreinlega orðinn verulega spenntur fyrir Stokkhólmi. Fólk virðist vera mjög jákvætt í garð þeirrar borgar.

  6. Stokkhólmur er frábær borg og Koh Phangan er magnaður staður. Ég hef að vísu aldrei á ævinni borðað jafn sterkan mat – en hann var hrikalega góður og stemmningin á staðnum var frábær. Þú verður samt að mæta snemma til að fá borð. Góða ferð 🙂

  7. Það er ljótt að sjá þetta maður…

    Það skal viðurkennast að Stokkhólmur er fallegri borg. Enda ekki brunnið niður eins oft og Gautaborg. Gautaborg er hins vegar borg með karakter. Mun meiri karakter heldur en Stokkhólmur, sem er leiðinda snobbbæli.

    Og ekki hlusta á Pallah… hann hefur aldrei komið til Gautaborgar.

  8. Er til veitingastaður sem heitir Koh Phangan?? Er það ekki eyja í tælandi??

    annars er stokkhólmur málið myndi ég halda .. og svo eru sænsku stelpurnar ansi flottar …

Comments are closed.