Take me home…

Manchester ferðin var bara helvíti fín. Ég var þarna með hópi af fólki frá Íslandi, sem Skjár Einn hafði boðið. Við djömmuðum tvisvar, á laugardaginn á [þessum stað](http://www.tigertiger-manch.co.uk/) og svo aftur á sunnudagskvöldið.

Já, og fórum auðvitað á Old Trafford og [rek ég á Liverpool blogginu söguna af leiknum](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2004/11/09/19.46.12). Þar er líka nokkrar myndir, þar á meðal tvær hræðilegar myndir af mér. Allavegana, þrátt fyrir að þetta hafi nú verið Old Trafford þá var þetta rosalega skemmtilegt. Núna er auðvitað stefnan að fara næst á Anfield.


Það er ekkert eðlilega erfitt að skilja Manchester búa. Á seinna djamminu lenti ég á spjalli við stelpu frá borginni og þurfti hún að endurtaka allar setningar að minnsta kosti þrisvar til að ég gæti skilið hana.

Eigandi World Class var með í ferðinni og kom ég á framfæri umkvörtunarefni mínu varðandi þá stöð. Það er að það væri ekki nógu mikið af sætum stelpum á aldrinum 17-27 ára í hádeginu.


Mikið svakalega er mikill munur á kvenfólki á Íslandi og Englandi. Strax þegar ég kom aftur uppí flugvél eftir að hafa djammað tvo daga á Bretlandi gat ég ekki annað en glaðst yfir því að vera Íslendingur.


Samkvæmt auglýsingu frá Íslandsbanka er ég 100% manneskja. Það er náttúrulega frábært!

3 thoughts on “Take me home…”

  1. jesus godur! mikid ertu sorglegur! slysadist inna bloggid thitt og las sma. eg er hef buid i manchester i 3 ar og verd ad segja ad thessi er borg samanstendur af frabaerara folki en island mun nokkurn timann bjoda uppa! ef thu thakkar gudi fyrir thessar fau hrokafullu islensku stelpur sem til eru versus thaer yfir milljon aedislegu manchesterstelpur tha er eitthvad mikid ad! held thu aetti bara ad halda thig vid ad glapa a fotbolta i imbanum a islandi og hlifa englandi fra hrokanum i ther! lifi manchester!

  2. Hvaða hvaða. Ég sagði aldrei að það væri ekki frábært fólk í Manchester. Allir, sem ég kynntist voru mjög fínir (fyrir utan helvítis leigubílstjórinn, sem lagði mig í einelti).

    Ég ætla nú ekki að fara að þræta við þig um magn af fallegu kvenfólki á Englandi og Íslandi. Miðað við þá skemmtistaði sem ég fór á í Manchester (um 5-6 talsins) þá er hlutfallið af fallegum stelpum heldur lægra en á Íslandi, þrátt fyrir að auðvitað hafi verið eitthvað af sætum stelpum þar.

    Og by the way: “hlifa englandi fra hrokanum i ther”? Hvað nákvæmlega í þessu var hrokafullt? Er það hroki að segja að mér finnist vera fleiri sætar stelpur á Íslandi?

  3. Já, og skrifa undir nafni maður/kona! Ef þú vilt kalla mig sorglegan, reyndu að vera þá nógu hugrakkur/hugrökk til að gera það undir nafni. Öll skrif mín hér eru undir nafni, svo ég á það sama skilið frá þér.

    OK? 🙂

Comments are closed.