Tímaeyðsla á föstudegi

Það var frí í stærðfræitímanum mínum í morgun, þannig að ég var ekki í neinum tímum í dag. Ég ætlaði því aldeilis að nota tækifærið og lesa fullt í stjórnmálafræði.

Núna er klukkan að verða sex og ég hef ekki hugmynd hvert dagurinn fór. Ég er búinn að læra frekar lítið, hef lesið einhverjar hundrað blaðsíður. Restin af deginum hefur farið í hangs. Jú, ég fór reyndar að hjálpa Dan vinu mínum að starta bílnum hans en hann var rafmagnslaus. Ég og Ryan mættum á staðinn og vorum við einhvern klukkutíma að vesenast í þessu, þurftum m.a. að fara í Ace og kaupa einhverja varahluti og vesen. En þetta tókst á endanum. Fyrir utan það get ég ekki sagt að ég hafi gert mikið gagnlegt í dag.