Uppboð 2007: Dót

**Árlega uppboðið mitt til styrktar góðgerðarmálum er komið aftur í gang. [Hérna er yfirlitssíðan](https://www.eoe.is/uppbod2007) fyrir uppboðið og hér að neðan getur þú boðið í hluti. Hérna er svo [kynningarfærslan fyrir uppboðið](http://eoe.is/gamalt/2007/12/12/19.57.46)**

* * *

Ég var spurður hvort ég ætlaði að bjóða upp hlut, sem seldist ekki í fyrra og ákvað því að skella þessu inn.

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst á einarorn@gmail.com og ég set inn þá upphæð.

At-At

Ég fékk At-At í gjöf frá mömmu og pabba þegar ég var lítill og man að sjaldan eða aldrei hef ég verið jafn glaður. At-At ið er í ágætu ástandi, en alls ekki fullkomnu. Það virka ekki lengur byssurnar sem einu sinni virkuðu og ég hef leikið mér mikið með það.

Þetta hefur persónulegt gildi fyrir mig og því er lágmarksboð 3000 kall.

Uppboði lýkur á föstudag, 21.des kl 23.59

12 thoughts on “Uppboð 2007: Dót”

  1. Hola! Eg aetla nu ekki ad bjoda i neinn hlut en langadi ad hrosa ther fyrir virkilega gott framtak! Er sjalf nuna i Nikaragva og kem til med ad verda naestu 6-7 manudina. Er au pair. Neydin er mikil. For ad lesa bloggin thin fra thvi ad thu varst i mid ameriku og er buin ad hlaeja mikid. Margt sem eg kannast vid … =))

    Allavegana … Vildi kvitta fyrir komuna og hrosa ther fyrir “the good job” Gangi ther allt i hagin i komandi aevintyrum ! =))

    adios

  2. ég býð 3.500 í AT-AT. Er mikill StarWars fan þannig að hann fær gott heimili hjá mér.

    En mjög flott framtak hjá þér

  3. mér langaði að hrósa þér og koma með kannski hugmynd að þú getir haldið þessu áfram – öll eigum við ömmur og afa, mömmur og pabba sem eiga geymslur 🙂 – mér finnst þetta vera framtak sem ætti ekki að detta niður – sjálfur er ég til í að leggja lið að ári og láta þig fá hluti sem þú gætir boðið upp – hvet aðra til þess sama – ert flottur tappi með flott framtak – hvet þig til að halda áfram með þetta, vantar fleiri fólk með hjarta eins og þú ert með
    kv Raggi

Comments are closed.