Uppboð 2007: Tæki

**Árlega uppboðið mitt til styrktar góðgerðarmálum er komið aftur í gang. [Hérna er yfirlitssíðan](https://www.eoe.is/uppbod2007) fyrir uppboðið og hér að neðan getur þú boðið í hluti. Hérna er svo [kynningarfærslan fyrir uppboðið](http://eoe.is/gamalt/2007/12/12/19.57.46)**

* * *

Jæja, þá er það fyrsti hlutinn af uppboðinu mínu árið 2007 til styrktar börnum í Mið-Ameríku. Sjá nánar um uppboðið [hér](http://eoe.is/gamalt/2007/12/12/19.57.46//)

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst á einarorn@gmail.com og ég set inn þá upphæð. Í þessum fyrsta hluta uppboðsins ætla ég að bjóða upp ýmis tæki.

Uppboðinu lýkur klukkan 23.59 á mánudagskvöld (17.des)

JVC Sjónvarp

Þetta er 2-3 ára gamalt 32″ JVC sjónvarp af gerðinni JVC AV-32H40SU. Sjónvarpið er í mjög góðu ástandi og fjarstýringin fylgir.  Það kostaði einhvern 90.000 kall þegar ég keypti það fyrir 2-3 árum.

Sjá mynd [hér](http://www.flickr.com/photos/einarorn/2106359674/in/photostream/)

Lágmarksboð 10.000

ATV 21 tommu sjónvarp

Þetta er sjónvarp sem hefur verið inní geysmlu hjá mér og ég held að ég hafi ekki horft á það í þrjú ár. Þótt ótrúlegt megi virðast þá nægir mér að hafa eitt sjónvarp og tvær tölvur á heimilinu. Þetta er 21 tommu sjónvarp með fjarstýringu og er í mjög góðu ástandi. Skoða mynd. Lágmarksboð: 5000 kall

Samsung U600 GSM sími

Þennan síma keypti ég í sumar. Hann er örlítið rispaður, en samt ekki mikið. Ég myndi segja að hann væri í mjög góðu ástandi. Kostaði yfir 30.000 krónur útí Svíþjóð í apríl. Hleðslutæki fylgir.

Þetta er með flottustu símum á markaðinum í dag. Eina ástæðan fyrir því að ég er að selja hann er að ég á iPhone.

Sjá mynd [hér](http://www.flickr.com/photos/einarorn/2106363366/in/photostream/)

Lágmarksboð 10.000 krónur.

iPod Nano 4gb

Þessi iPod er EKKI í neitt sérstaklega góðu ástandi. Hann er mjög mikið notaður og mjög rispaður, en hann virkar alveg og með honum fylgir USB snúra og headphones.

Sjá mynd [hér](http://www.flickr.com/photos/einarorn/2105585819/in/photostream/)

Lágmarksboð 1.000 krónur.

Samsung SGH-E730 GSM sími

Nokkra ára gamall samlokusími, sem hefur reynst mér gríðarlega vel. Er samt MJÖG mikið notaður. Ábyggilega fínn sem fyrsti sími handa krökkum. Hleðslutæki fylgir.

Sjá mynd [hér](http://www.flickr.com/photos/einarorn/2106361734/in/photostream/)

Lágmarksboð 1.000 krónur.

33 thoughts on “Uppboð 2007: Tæki”

  1. Gætirðu nokkuð mælt fyrir mig hvað 32´ sjónvarpið er “feitt” þ.e. hversu mikið pláss tekur kassinn bak við það?

  2. þetta er æðislegt hjá þér, man eftir því þegar þú gerðir þetta í fyrra og gaman að þú haldir því áfram.

    frábært framtak, þú ert til fyrirmyndar!

  3. Býð 15.000 kall í JVC tækið.

    Frábært framtak, vona að þetta gangi vel hjá þér.

  4. Þetta uppboð klárast í kvöld. Til að taka saman hæstu boð:

    JVC sjónvarp: 20.000 (Hörður)
    ATV sjónvarp: 5.000 (Maja)
    Samsung U600: 17.000 (skúli)
    iPod: 5.500 (Þórhallur)
    Samsung SGH: 1.000 (Bóndi)

  5. Ok, uppboðið búið. Það barst tilboð í Samsung símann, sem að póstforritið mitt skráði klukkan 23.58.45 uppá 18.500. Ég tel þetta vera nógu seint til þess að ætla að enginn hefði geta boðið hærra fyrir 23.59

    Þannig að hæstu boð eru:

    JVC sjónvarp: 22.000 (Gulli)
    ATV sjónvarp: 10.000 (Þórhallur Jóhannsson)
    Samsung U600: 18.500 (Nafnlaust í gegnum email)
    iPod: 5.500 (Þórhallur Jónsson)
    Samsung SGH: 1.000 (Bóndi)

Comments are closed.