Uppboð: Gömul tölvuspil

Jæja, þá heldur [uppboðið](https://www.eoe.is/uppbod) til styrktar börnum í Mið-Ameríku áfram.

Núna ætla ég að byrja að bjóða upp gamla hluti, sem sennilega hafa ekki mikið gildi fyrir flesta, en einhverjir safnarar gætu haft gaman af. Í þessum hluta ætla bjóða upp **gömul tölvuspil**. Þetta eru allt Nintendo tölvuspil, sem ég spilaði þegar ég var lítill. Hef ekki prófað þau, en býst ekki við öðru en að þau virki. Tækin eru skiljanlega rispuð (sjá myndir)

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu [mér þá póst](mailto:einarorn@gmail.com) og ég set inn þá upphæð.

Uppboðið mun ljúka á miðnætti á fimmtudag.

Donkey Kong II – Myndir [1](https://www.eoe.is/uppbod/donkeykong.jpg) – [2](https://www.eoe.is/uppbod/donkeykong2.jpg)
GoldCliff- Myndir [1](https://www.eoe.is/uppbod/goldcliff.jpg) – [2](https://www.eoe.is/uppbod/goldcliff2.jpg)
Mario Bros – Myndir [1](https://www.eoe.is/uppbod/mariobros.jpg) – [2](https://www.eoe.is/uppbod/mariobros2.jpg)
Octopus- Myndir [1](https://www.eoe.is/uppbod/octopus.jpg)
Squish – Myndir [1](https://www.eoe.is/uppbod/squish2.jpg)
Donkey Kong Hockey – Myndir [1](https://www.eoe.is/uppbod/dkhockey.jpg)

20 thoughts on “Uppboð: Gömul tölvuspil”

  1. Vegna þess að það gæti verið vandamál að bjóða í þau öll í einu; Segjum þá frekar að þetta sé svona:Donkey Kong II – 1.400
    GoldCliff – 1.400
    Mario Bros – 1.400
    Octopus – 1.400
    Squish – 1.400
    Donkey Kong Hockey – 1.400:-)

  2. Hæ áttu ekki super mario bros 3 fyrir nintendo… væri meira en til í að borga slatta fyrir hann 🙂

  3. Donkey Kong II – 2500

    GoldCliff – 2000

    Mario Bros – 3000

    Octopus – 1400

    Squish – 1400

    Donkey Kong Hockey – 1400

  4. Smá samantekt, þar sem uppboðinu lýkur á miðnætti annað kvöld.

    Nota bene, það hefur bæst við annað eintak af Mario Bros tölvuspilinu, en Sveinn Kristinn Ögmundsson gefur það, sem oeg eintak af [Mickey & Donald](http://www.gameandwatch.com/screen/multiscreen/mickey/index.html)

    Mario Bros eintak 1 – 3.000 – Kolbeinn
    Mario Bros eintak 2 – 3.000 – Borgar
    Donkey Kong 2 – 3.000 – Pallih
    GoldCliff – 2.000 – Borgar
    Octopus – 1.400 – Borgar
    Squish – 1.400 – Borgar
    Donkey Kong Hockey – 1.400 – Borgar

    Ekkert boð hefur auðvitað borist í Mickey & Donald, enda var ég að bæta því við.

  5. Nota bene, ég prófaði öll tölvuspilin áðan. Svo virðist sem að Octopus sé ekki að virka nógu vel – skjárinn er mjög ljós.

    Borgar á hæsta boðið, en ég geri ráð fyrir að það falli út því varla er hægt að nota spilið. Hin virka hins vegar öll ljómandi vel.

  6. Uppboði lokið. Hæstu boð:

    Mario Bros eintak 1 – 3.000 – Kolbeinn
    Mario Bros eintak 2 – 3.000 – Borgar
    Donkey Kong 2 – 6.000 – Nafnlaust
    GoldCliff – 2.000 – Borgar
    Octopus – 1.400 – Borgar
    Squish – 1.400 – Borgar
    Donkey Kong Hockey – 1.400 – Borgar

Comments are closed.