Uppboðið – Lokahlutinn

stelpur-midam.jpgÝmislegt hefur gert það að verkum að það hefur dregist hjá mér að klára öll mál í tengslum við [uppboðið](https://www.eoe.is/uppbod), sem ég stóð fyrir í desember. Allavegana, núna ætla ég að klára þau mál. Fyrir það fyrsta, þá var mun meiri vinna að koma hlutunum út en ég hafði gert mér grein fyrir. Enn hafa til að mynda nokkrir hlutir ekki verið sóttir, þrátt fyrir að ég hafi sent fjölda tölvupósta á viðkomandi. Einnig hef ég haft mjög mikið að gera undanfarnar vikur og því hefur þetta tafist. En núna ætla ég að klára málin. 🙂

Fyrir það fyrsta ætla ég að opna á frjáls framlög frá fólki. Í öðru lagi er ég búinn að ákveða hvert peningarnir eiga að fara. Og í þriðja lagi, þá ætla ég að bjóða upp nokkra hluti í viðbót.

* * *

Til að byrja með, þá hefur safnast á uppboðinu alls 310.400 krónur. Einhverjir hlutir voru aldrei sóttir, en þetta er peningurinn sem hefur skilað sér inn. Auk þessa, þá hef ég safnað 100.000, sem er bæði mitt eigið framlag, sem og framlög frá fjölskyldu og vinum.

Upphæðin er því alls komin uppí **410.400 krónur** fyrir lokahlutann.

* * *

Ég hef ákveðið eftir talsverða skoðun að peninguinn fari allur til [OXFAM](http://www.oxfamamerica.org). Ég hef skoðað ansi mörg samtök og Oxfam eru samtök, sem nánast allir tala vel um. Samtökin vinna [útum allan heim](http://www.oxfamamerica.org/whatwedo/where_we_work) en framlagið okkar mun þó fara til starfa í [Mið-Ameríku](http://www.oxfamamerica.org/whatwedo/where_we_work/camexca). Þar vinna samtökin að ýmsum málefnum, sem hægt er að lesa um [hér](http://www.oxfamamerica.org/whatwedo/where_we_work/camexca).

* * *

Ef þú vilt leggja inn framlag í þessa söfnun mína, þá getur þú lagt pening inná reikninginn minn: Reikningurinn er 546-26-1708. Kennitalan mín er 170877-3659. Allur peningurinn mun renna til Oxfam í Mið-Ameríku.

* * *

Varðandi það, sem ég á eftir að bjóða upp

iPod Shuffle 512 mb

Lægsta boð: 1.000
Um ársgamall Shuffle í fínu ástandi.

Þurrkarinn minn

Lægsta boð: 1.000
Hann seldist síðast en var aldrei sóttur, þrátt fyrir ítrekaðar tölvupóstst-sendingar mínar, þannig að ég reyni aftur núna. Þessi þurrkari hefur legið niðrí geymslu síðan ég flutti inní íbúðina mína vegna þess að ég hef einfaldlega ekki pláss fyrir þurrkara inní íbúðinni minni. Þurrkarinn er sennilega um 10 ára gamall, en ég veit ekki til annars en að hann virki fullkomlega.

Geisladiskar pakkar 1 – [sjá hér](https://www.eoe.is/gamalt/2006/02/02/19.54.11/)

Geisladiskar pakkar 2 – [sjá hér](https://www.eoe.is/gamalt/2006/02/02/20.15.55/)

16 thoughts on “Uppboðið – Lokahlutinn”

  1. Frábært hjá þér að leggja Oxfam lið. Einu samtökin sem ég hef gefið peninga þar sem einhverjar upphæðir hafa skipt um hendur.

    Frábært framtak og frábær samtök til að leggja lið.

  2. Frábær frammistaða, þú ert æði 🙂 Veit að þetta er ekki beint hefðbundinn hluti af uppboðinu en ég á niðri í kjallara málverk af Gorbatsjov, án valbrár en í ramma sem ég tók úr gámi fyrir utan rússneska sendiráðið. Ég hef ekkert við það að gera, pokarottan í mér hirti það og lét reyndar aðra vita – http://truth.is/archives/000528.html

    Þannig að ef Einar er til og einhver vill kaupa þá er það falt til stuðnings Oxfam. Ef Einar er ekki til (helvítis ruddaskapur í mér að ryðjast inn á uppboðið) þá má alveg setja athugasemd á bloggið mitt með tilboðum.

    Heimurinn væri betri ef fleiri væru eins og þú 🙂

  3. Sæll Einar.

    Ég bauð í Liverpool-búning hérna á sínum tíma. 2000kall, sem ég held að hafi verið hæsta boð. En ég fékk aldrei tölvupóst frá þér. Það gæti verið vitleysa hjá mér að það hafi verið hæsta boð, en ef hann stendur enn til boða, þá stendur mitt tilboð ennþá til boða.

  4. :smile:Sæll Einar
    Ég þarf ekkert að kaupa, mig vantar ekkert. En ef þú gafur upp númer reiknings þá er ég til í að leggja smá aura inn á hann til til stuðnings einstöku framtaki þín. Eins og einhver sagði hér á undan “heimurinn væri betri ef …” og tek ég undir það heilshugar. 🙂

  5. Sigtryggur, reikningsnúmerið er í þessari færslu 🙂

    >Ef þú vilt leggja inn framlag í þessa söfnun mína, þá getur þú lagt pening inná reikninginn minn: Reikningurinn er 546-26-1708. Kennitalan mín er 170877-3659. Allur peningurinn mun renna til Oxfam í Mið-Ameríku.

Comments are closed.