VG og Sjálfstæðisflokkurinn

Samkvæmt yfirskúbbaranum og Liverpool aðdáandanum Steingrími Sævarri þá eru hafnar stjórnarmyndunarviðræður á milli VG og Íhaldsins. Þetta hljóta að verða magnaðar viðræður.

Ég ætla að gerast svo góður og flýta fyrir þessum viðræðum milli flokkanna með því að gera hér fyrsta uppkast að stjórnarsáttmála flokkanna.

Stjórnarsáttmáli VG og Sjálfstæðisflokksins

1. gr Við erum Á MÓTI ESB!
2. gr Íslenska landbúnaðarkerfið er fullkomið!
3. gr Stefna í öðrum málum er óljós / of flókin.
4. gr. Við viljum EKKI ESB aðild. Alls alls ekki!
5. gr. Kratar eru asnalegir!

Sko, þetta var nú ekki svo flókið. Þetta verður ábyggilega æðisleg ríkisstjórn.

9 thoughts on “VG og Sjálfstæðisflokkurinn”

  1. Hver er bloggið um “Bónusstjórnina” sem núna er í burðarliðnum?

    Báðir Samfylkingarmennirnir sem ég les hafa ekkert bloggað um málið, hinn er ennþá að fautast yfir Íslandshreyfingunni.

    Hvað finnst þér um D+S?? Blogga svo! 🙂

  2. Hvað finnst þér um D+S?? Blogga svo! 🙂

    Þegar valið stendur á milli þess að blogga um íslensk stjórnmál og þess að skoða sætar sænskar stelpur í sólinni í Stokkhólmi, þá á ég allavegana ekki erfitt með að velja.

  3. Nákvæmlega! Blogga svo! 😉

    Og af hverju er Ágústi Ólafi alltaf ýtt til hliðar? Af hverju er Össur settur á par við Þorgerði Katrínu? Endurnýjun Samfylkingarinnar í hnotskurn, ekki satt 😉

  4. Ætlarðu virkilega að svíkja stóra lesendahópinn þinn fyrir einhverjar lufsur í La Swede? Ég sem er búin að bíða svo spennt… Þetta á eftir að verða lööööng helgi!

Comments are closed.