« mars 13, 2003 | Main | mars 17, 2003 »

Ýmislegt

mars 15, 2003

Nokkrir athyglisverðir molar, sem ég er búinn að merkja við undanfarna daga.

Getur einhver sagt mér af hverju yfirlýstur Sjálfstæðismaður fagnar auknum ríkisábyrgðum???. (via gunni.null.is)

Þetta er ótrúlega sorgleg frétt.

Spekingurinn Jason Kottke er með ansi athyglisverða pælingu um Bandaríkin: America 2.0

Fyndin frétt af The Onion

Bush Orders Iraq To Disarm Before Start Of War

Maintaining his hardline stance against Saddam Hussein, President Bush ordered Iraq to fully dismantle its military before the U.S. begins its invasion next week. "U.S. intelligence confirms that, even as we speak, Saddam is preparing tanks and guns and other weapons of deadly force for use in our upcoming war against him," Bush said Sunday during his weekly radio address. "This madman has every intention of firing back at our troops when we attack his country." Bush warned the Iraqi dictator to "lay down [his] weapons and enter battle unarmed, or suffer the consequences.

Og að lokum, snjall rússneskur stjórnmálamaður breytir nafninu sínu í Harry Potter til að fá fleiri atkvæði.

171 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Netið

Egils.is

mars 15, 2003

Jæja, þá er nýjasti vefurinn úr minni smiðju kominn í loftið, egils.is. Ég vann þennan vef algjörlega sjálfur, fyrir utan myndina á menuinu, sem er hannað af auglýsingastofu.

Ég er bara nokkuð stoltur af vefnum, tel að hann sé nokkuð góður. Hann fylgir minni basic stefnu, að fyrirtækjavefir eigi að vera einfaldir í útliti og aðgengilegir. Þar eigi að vera hægt að nálgast allar upplýsingar á fljótlegan og einfaldan hátt. Ég tel að Flash og leikir og læti eigi miklu frekar heima á sérstökum vörumerkjavefjum, einsog þessum hér. Drop-Down menuið er hannað í Fireworks og Dreamweaver en annars er allur annar kóði handskrifaður í BBEdit.

Núna þarf ég að klára starfsmannavef Ölgerðarinnar, sem verður innri vefur fyrirtækisins. Þegar ég er búinn að því er ég hættur að taka að mér ný verkefni í vefmálum. Ég held að ég hefði gott af því að gera eitthvað annað á kvöldin heldur en að vinna.

Einsog ávallt þá eru öll komment um síðuna vel þegin.

164 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Vinna

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33