« apríl 23, 2003 | Main | apríl 30, 2003 »

Femínismi og dómstóll götunnar

apríl 28, 2003

Þessar pælingar áttu upphaflega að birtast sem komment hjá Má en ég ákvað að setja þetta bara á þessa síðu. Þetta eru því viðbrögð við þessum skrifum hjá Má og þessum hjá Svansson.net.

Mér finnast þessir draumar femínistans Gyðu vera alveg ótrúlega magnaðir (ég hvet alla til að lesa draumana). Ég vil fyrst og fremst setja STÓRT spurningamerki við Veru drauminn:

Mig dreymdi Veru. Veru var boðið út að borða og í leikhús af Kunningja sínum. Kunningi bauð Veru síðan í kaffi heim til sín þar sem hann nauðgaði Veru. Vera fór upp á bráðamótttöku í leigubíl, öll rifin og tætt.

Þar hringdi hún í Ofbeldisvarnarhóp FEMÍNISTAFÉLAGSINS. Þau fóru saman heim til Kunningja og límdu miða á bílrúðurnar á bíl Kunningjans. Á miðunum stóð: SVONA GERIR MAÐUR EKKI?. Kunningi átti í mestu vandræðum með að ná miðunum af; þurfti að þola illt auga nágrannanna; á meðan hann skrapaði og skrapaði. Kunningi þurfti einnig að útskýra seinkun sína í vinnuna.

Þau biðu líka nokkur úr Ofbeldisvarnarhópi FEMÍNISTAFÉLAGSINS fyrir utan vinnustaðinn eftir að vinnutíma lauk. Kunningi komst ekki hjá því að sjá þau. Þau sögðu ekkert, horfðu bara á hann og hann vissi að þau vissu. FEMÍNISTARNIR voru viss um að skömmin og niðurlægingin hefði fundið sinn heimastað. Vera sat eftir með reiðina sem hún nýtti sér á uppbyggilegan hátt. Vera gekk til liðs við Ofbeldisvarnarhóp FEMÍNISTAFÉLAGSINS.

Þarna finnst mér á afar óábyrgan hátt vera að gefa það í skyn að konur eigi að taka lögin í sínar eigin hendur. Þarna er verið að hvetja til þess að þær ráðist á kynferðisafbrotamenn og reyni að niðurlægja þá á opinberum vettvangi.

Ok, áður en einhverjir bjánar telja mig vera að verja nauðgara þá vil ég náttúruega setja þann fyrirvara að svo er auðvitað ekki.

Jafnvel þótt að réttarkerfið sé ekki alltaf réttlátt þá er það ótrúlega óábyrgt í siðuðu þjóðfélagi að hvetja almenning til andlegs ofbeldi til þess að refsa mönnum fyrir gjörðir þeirra. Réttara væri að berjast fyrir úrbótum í réttarkerfinu.

Það er verið að fara útá mjög hálan ís þegar ákveðnir hópar í þjóðfélaginu telja sig hafa einhvern rétt til þess að dæma menn og deila út refsingum, sem þeir (þær) telja við hæfi.

365 Orð | Ummæli (16) | Flokkur: Stjórnmál

Movable Type og Typepad

apríl 28, 2003

Þau Trott hjónin, sem eru snillingarnir á bak við Movable Type eru að fara að setja af stað blogg þjónustu, svipaða og Blogger, sem mun nefnast Typepad. Þetta mun verða þjónusta, sem notendur borga mánaðargjald fyrir. Þar mun fólk geta sett upp einfalt en fullkomið blogg, sem er vistað útí heimi. Þannig þarf fólk ekkert að hafa kunnáttu á PHP eða FTP eða Perl, sem er nauðsynleg til að fólk geti sett upp Movable Type, sem er án efa besta blogg kerfið í dag.

Ben Hammersley hefur fengið að prófa Typepad og hann skrifar um forritið í The Guardian. Þar segir meðal annars:

The features are remarkable: there is a very powerful, but extremely simple, template builder. Users can redesign their weblogs and create fully compliant XHTML pages, with out knowing what that last phrase means. There is a built-in photo album, built-in server stats, so you can see who is coming to visit you and from where, built-in blogrolling (listing the sites you like to read), and built-in listing for your music, books and friends, producing a complete friend-of-a-friend file for every user.

Þetta kerfi lofar mjög góðu og það verður spennandi að sjá hvernig þetta mun virka. Sennilega mun þetta ekki höfða til Movable Type notenda, þar sem þeir eru búnir að ganga í gegnum allt vesenið við að koma upp blogginu sínu, heldur fyrst og fremst þeirra, sem nota Blogger í dag en vilja bæta við eiginleikum við bloggin sín.

By the way, þá hvet ég alla, sem nota Movable Type til þess að leggja fram pening fyrir notkunina. Þau hjónin eiga það svo sannarlega skilið.

273 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33