« mars 21, 2004 | Main | mars 25, 2004 »

Damien Rice

mars 24, 2004

Ég og PR fórum á Damien Rice á Nasa síðasta föstudag. Gummijóh og hagfræðingurinn, sem má ekki linka á, hafa fjallað ágætlega um tónleikana.

Ég verð að viðurkenna að þetta var svo miklu miklu betra en ég átti von á. Vissulega er “O” fínn diskur með sæmilega grípandi lögum, en ég bjóst ekki við neinni flugeldasýningu.

Þess vegna var svo ótrúlega gaman að upplifa þessa mögnuðu tónleika. Rice setti gríðarlegan kraft í lögin með því meðal annars að nota hljóðeffekta á frábæran hátt. Það var bara eitthvað við framkomuna, sönginn og kraftinn sem var alveg magnað. Það er auðvitað hneyksli að líkja “O” við “Grace” með Buckley en hins vegar hefur maður á tilfinningunni að Rice geti átt eitthvað í Buckley með árunum.

Eina sem skemmdi fyrir þessu voru glamgellurnar á barnum, sem voru símalandi og pantandi kokteila. Lögin eru sum hver það róleg að það þurfti algjöra þögn á staðnum.

En það skemmdi þó ekki fyrir þessum tónleikum. Sannarlega með bestu tónleikum, sem ég hef farið á. Damien Rice er sko rétt að byrja.

175 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Tónleikar

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33