« mars 21, 2004 | Main | mars 25, 2004 »

Damien Rice

mars 24, 2004

Ég og PR fórum á Damien Rice á Nasa síđasta föstudag. Gummijóh og hagfrćđingurinn, sem má ekki linka á, hafa fjallađ ágćtlega um tónleikana.

Ég verđ ađ viđurkenna ađ ţetta var svo miklu miklu betra en ég átti von á. Vissulega er “O” fínn diskur međ sćmilega grípandi lögum, en ég bjóst ekki viđ neinni flugeldasýningu.

Ţess vegna var svo ótrúlega gaman ađ upplifa ţessa mögnuđu tónleika. Rice setti gríđarlegan kraft í lögin međ ţví međal annars ađ nota hljóđeffekta á frábćran hátt. Ţađ var bara eitthvađ viđ framkomuna, sönginn og kraftinn sem var alveg magnađ. Ţađ er auđvitađ hneyksli ađ líkja “O” viđ “Grace” međ Buckley en hins vegar hefur mađur á tilfinningunni ađ Rice geti átt eitthvađ í Buckley međ árunum.

Eina sem skemmdi fyrir ţessu voru glamgellurnar á barnum, sem voru símalandi og pantandi kokteila. Lögin eru sum hver ţađ róleg ađ ţađ ţurfti algjöra ţögn á stađnum.

En ţađ skemmdi ţó ekki fyrir ţessum tónleikum. Sannarlega međ bestu tónleikum, sem ég hef fariđ á. Damien Rice er sko rétt ađ byrja.

175 Orđ | Ummćli (2) | Flokkur: Tónleikar

EOE.is:

Blađur um hagfrćđi, stjórnmál, íţróttir, netiđ og mín einkamál.

Á ţessum degi áriđ

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síđustu ummćli

Gamalt:Ég nota MT 3.33