« mars 31, 2004 | Main | apríl 02, 2004 »

Heimaræktað spaghettí

apríl 01, 2004

Ég vísaði reyndar á þessa síðu í fyrra, en þetta hefur breyst eitthvað: Top 100 April Fool’s Day Hoaxes of All Time. Toppsætið er æði! BBC var með frétt um það að vegna milds vetrar hefði spaghettí uppskeran í Sviss verið óvenju góð. Það er meira að segja hægt að horfa á vídeó-ið með þessari frétt. Mjög fyndið!

“For those who love this dish, there’s nothing like real home-grown spaghetti.”

Mun fyndnara en það að ___________ sé á Íslandi og sé að fara að ___________ í kvöld. Það má alveg fara að hvíla þann brandara.

98 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Netið

Fyrrverandi SUS-arar og gleymdar hugsjónir

apríl 01, 2004

Rosalega er það magnað að sjá gamla SUS-arann Guðlaug Þór verja það að atvinnurekendur geti tekið lífssýni úr starfsfólki þegar þeim hentar. Hugsjónin um réttindi einstaklingsins er fljót að gleymast hjá Íhaldsmönnum.

Það er svo sem ekki nýtt að SUS-arar gleymi málefnunum um leið og þeir nálgast völd, en er þetta ekki toppurinn á öllu? Að fyrrverandi hægrimenn séu að verja það að atvinnurekendur njósni um starfsmenn sína. Sorglegt en satt. Þetta hefur kannski ekki mikil áhrif strax, en þetta setur hættulegt fordæmi.

Er það bara ég, eða er þessi ríkisstjórn smám saman að auka eftirlit með okkur? Þetta er allt gert í nafni aukins öryggis. Þessi lífssýnataka á að auka öryggi í einhverjum kerskálum og bla bla bla. Það er alltaf rosalega auðvelt að afsaka skerðingu á frelsi einstaklingsins með þeim rökum að við séum að auka öryggi hinna? Þvílíkt bull!

Ágúst Ólafur er töffari!

146 Orð | Ummæli (4) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33