« apríl 29, 2004 | Main | maí 02, 2004 »

Mary, Bill, Bob og brjóst

apríl 30, 2004

Hmmm… föstudagskvöld og ég er ekki enn búinn að gera neitt af viti og stefni svo sem ekki á það.

Þetta var bilaður dagur. Ég eeelska svona daga. Einhvern veginn færist ég allur í aukana þegar stressið magnast. Kom heim fullur af adrenalínu, en það rann út á svona 10 mínútum og ég lagðist einsog haugur uppí sófa og hlustaði á Ingva Hrafn gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn (ég held að hann hafi fengið malaríu á Florida).

Ég skil ekki hvert orkan fór því á leiðinni heim kom “I don’t like Mondays” með Boomtown Rats á Radíó Reykjavík og ég öskraði nánast með. Ég hef ekki heyrt þetta lag lengi og það er ekkert sérstaklega í uppáhaldi hjá mér en þetta var bara rétt lag á réttum tíma. Vona að enginn hafi séð mig á Hringbrautinni.

Allavegana, ég er að reyna að gleyma þessu Houllier viðtali og er að bíða eftir því að Cubs-Cardinals leikurinn byrji eftir 90 mínútur. Ég gladdist mjög þegar ég kíkti á ESPN og sá að Bill Simmons, besti sportpistlahöfundur í heimi, hafði skrifað nýjan pistil. Snilldar kvót:

(And don’t kill me for watching “The Bachelor” … you’ll understand when you’re married. If you can watch a TV show with your wife, it might as well be a show revolving around the theme “hot chicks acting crazy.” And to be honest, I like the poignant guitar music at the end after some of the girls have been dumped, when they cry into the camera and say, “I don’t know what happened; I thought we really made a connection.”

(You know, the more I’m thinking about it, TNT should play that song every time somebody gets eliminated in the NBA playoffs, when everyone’s shaking hands and stuff. That smarmy Bachelor host could even come out after the buzzer and tell the losing team, “Gentleman, I’m gonna have to ask you to say your goodbyes.” Then we would see Michael Redd hugging Rip and Sheed. I’m telling you, it would be emotional.)

Eftir að ég horfði á 60 Minutes í gær, þá er No More Drama með Mary J Blige búið að vera á repeat hjá mér. Mikið afskaplega er þetta gott lag.

Já, og finnst einhverjum þetta sexí sjónarhorn? Ha?

370 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Netið

Aarrrrgh Houllier, aaaarrrrgh!

apríl 30, 2004

Ég ætti að vita betur en svo að “kíkja aðeins” á netið á föstudagskvöldi. Ég rakst á smá viðtal við elsku dúlluna mína hann Gerard Houllier.

Ég getsvo svarið það, það eina sem gefur Gerard Houllier gildi í lífinu er að pirra MIG!

Trúiði mér ekki? Ég get sannað það.

Fyrsta sönnunargagn (það eina sem þarf) er þetta viðtal af opinberu heimasíðunni: GH: MASSIVE ACHIEVEMENT IF WE FINISH 4TH

Það er ekki oft sem titill á grein gerir mig strax pirraðan, en það text þeim á Liverpool síðunni með þessu bjánalega kvóti. Hvernig í andskotans helvítis andskotanum er það frábært afrek að Liverpool, sigursælasta lið enskrar knattspyrnu, endi í FJÓRÐA FOKKING SÆTI!!!!! AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARGH!!!!

Ok, Einar rólegur. Viðtalið er ekki nema 188 orð, en samt tókst Houllier að pirra mig ógurlega FIMM sinnum. Ég er ekkert að grínast með að þessi maður hafi áhrif á geðheilsu mína. Okei, byrjum á fyrstu setningunni:

He said: “I don’t care what people think, if we finish fourth then it will be a massive achievement for us.

Ok, frábært að honum sé sama hvað við aðdáendur finnst um hlutina. Það eina sem skiptir máli fyrir Houllier er að í hans veruleikafirrta heimi, þá séu hlutirnir í lagi. Fyrir Houllier, þá vil ég taka það fram að það að lenda í fjórða sæti verður ALDREI ásættanlegt fyrir Liverpool, sérstaklega ekki í ár, þegar öll hin liðin í keppninni um 4. sætið hafa skitið á sig viku eftir viku.

Ok, næsta setning.

“Despite everything that has gone against us this season - injuries, refereeing decisions and other problems - we are still in there competing and battling. If we manage to finish fourth then we will be pleased we have brought some joy to the supporters.

Þetta er RUGL! Rugl rugl rugl! Liverpool hefur átt við einhver meiðsl að stríða en það er ekkert til að væla yfir. Þegar svo allir leikmenn Liverpool hafa verið heilir hvað hefur þá gerst? Jú, þeir hafa leikið enn verr en þegar mennirnir voru meiddir.

Ég á erfitt með að horfa með hlutlausum augum á Liverpool leiki. Ég tók til dæmis ekkert eftir því að Henchoz hefði nokkurn tímann varið með hendi á móti Arsenal í Cardiff um árið. Hins vegar þá hef ég ekki staðið upp eftir einn einasta Liverpool leik í vetur og sagt: “við töpuðum af því að dómarinn dæmdi svo illa.” Ef einhver gæti nefnt mér einn leik, þar sem við töpuðum útaf dómaranum en ekki af því að við lékum illa í 85 mínútur, þá væri það vel þegið.

Ok, næsta setning:

“I think if we’d kept our best players fit for most of the season then we would have been challenging for second or third. I doubt we’d have challenged for first because Arsenal have been as good this season as they were two years ago when we came second to them.   Æðislegt! Þannig að þetta Liverpool lið sem hann hefur byggt uppí 6 ár er núna nógu gott til að keppa um annað sætið. Stórkostlegur árangur, Gerard!

“We just haven’t been as clinical as we could have been at times. We’re not a boring team though. You can check the facts and you’ll see that we have had more shots on goal than any other team this season.

HALLÓ GERARD! Ég var búinn að segja að ef að þú myndir nota þessa markskotaafsökun einu sinni enn þá myndi ég fríka út

Ok, ég var í innanhúsbolta síðastliðinn þriðjudag. Þar var ég í ágætisliði og við sóttum meirihluta tímans. Við áttum ábyggilega 150 skot á markið á móti svona 50 skotum hjá hinu liðinu. Hitt liðið vann hins vegar alla leikina nokkuð auðveldlega. Og hverjum er ekki sama um þessi markskot? Sanna þau eitthvað? Sanna þau ekki einungis að við vorum hroðalega lélegir (aðallega Borgþór sko) í að skjóta á markið? Þessi statistík sannar EKKI að við höfum verið með svo sókndjarft og skemmtilegt lið einsog Houllier er að gefa í skyn. Ef þú skýtur boltanum frá miðju uppí 30 röð í stúku þá telst það sem markskot.

“I’m relaxed about the final three games. It’s not about me. It’s about all of us working for the good of the club to try and finish as best we can.”

Ok, hef svo sem ekki mikið um þetta að segja nema að auðvitað snýst þetta um HANN. Ef honum væri annt um liðið þá myndi hann segja af sér strax eftir Newcastle leikinn. Ef hann heldur áfram þá er það einfaldlega útaf eigingirni. Ef honum er virkilega annt um Liverpool þá viðurkennir hann sig sigraðan, segir af sér og leyfir liðinu að leita sér að hæfari þjálfara.

771 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Liverpool

Aarrrrgh Houllier, aaaarrrrgh!

apríl 30, 2004

Ég ætti að vita betur en svo að “kíkja aðeins” á netið á föstudagskvöldi. Ég rakst á smá viðtal við elsku dúlluna mína hann Gerard Houllier.

Ég getsvo svarið það, það eina sem gefur Gerard Houllier gildi í lífinu er að pirra MIG!

Trúiði mér ekki? Ég get sannað það.

Fyrsta sönnunargagn (það eina sem þarf) er þetta viðtal af opinberu heimasíðunni: GH: MASSIVE ACHIEVEMENT IF WE FINISH 4TH

Það er ekki oft sem titill á grein gerir mig strax pirraðan, en það text þeim á Liverpool síðunni með þessu bjánalega kvóti. Hvernig í andskotans helvítis andskotanum er það frábært afrek að Liverpool, sigursælasta lið enskrar knattspyrnu, endi í FJÓRÐA FOKKING SÆTI!!!!! AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARGH!!!!

Ok, Einar rólegur. Viðtalið er ekki nema 188 orð, en samt tókst Houllier að pirra mig ógurlega FIMM sinnum. Ég er ekkert að grínast með að þessi maður hafi áhrif á geðheilsu mína. Okei, byrjum á fyrstu setningunni:

He said: “I don’t care what people think, if we finish fourth then it will be a massive achievement for us.

Ok, frábært að honum sé sama hvað við aðdáendur finnst um hlutina. Það eina sem skiptir máli fyrir Houllier er að í hans veruleikafirrta heimi, þá séu hlutirnir í lagi. Fyrir Houllier, þá vil ég taka það fram að það að lenda í fjórða sæti verður ALDREI ásættanlegt fyrir Liverpool, sérstaklega ekki í ár, þegar öll hin liðin í keppninni um 4. sætið hafa skitið á sig viku eftir viku.

Ok, næsta setning.

“Despite everything that has gone against us this season - injuries, refereeing decisions and other problems - we are still in there competing and battling. If we manage to finish fourth then we will be pleased we have brought some joy to the supporters.

Þetta er RUGL! Rugl rugl rugl! Liverpool hefur átt við einhver meiðsl að stríða en það er ekkert til að væla yfir. Þegar svo allir leikmenn Liverpool hafa verið heilir hvað hefur þá gerst? Jú, þeir hafa leikið enn verr en þegar mennirnir voru meiddir.

Ég á erfitt með að horfa með hlutlausum augum á Liverpool leiki. Ég tók til dæmis ekkert eftir því að Henchoz hefði nokkurn tímann varið með hendi á móti Arsenal í Cardiff um árið. Hins vegar þá hef ég ekki staðið upp eftir einn einasta Liverpool leik í vetur og sagt: “við töpuðum af því að dómarinn dæmdi svo illa.” Ef einhver gæti nefnt mér einn leik, þar sem við töpuðum útaf dómaranum en ekki af því að við lékum illa í 85 mínútur, þá væri það vel þegið.

Ok, næsta setning:

“I think if we’d kept our best players fit for most of the season then we would have been challenging for second or third. I doubt we’d have challenged for first because Arsenal have been as good this season as they were two years ago when we came second to them.   Æðislegt! Þannig að þetta Liverpool lið sem hann hefur byggt uppí 6 ár er núna nógu gott til að keppa um annað sætið. Stórkostlegur árangur, Gerard!

“We just haven’t been as clinical as we could have been at times. We’re not a boring team though. You can check the facts and you’ll see that we have had more shots on goal than any other team this season.

HALLÓ GERARD! Ég var búinn að segja að ef að þú myndir nota þessa markskotaafsökun einu sinni enn þá myndi ég fríka út

Ok, ég var í innanhúsbolta síðastliðinn þriðjudag. Þar var ég í ágætisliði og við sóttum meirihluta tímans. Við áttum ábyggilega 150 skot á markið á móti svona 50 skotum hjá hinu liðinu. Hitt liðið vann hins vegar alla leikina nokkuð auðveldlega. Og hverjum er ekki sama um þessi markskot? Sanna þau eitthvað? Sanna þau ekki einungis að við vorum hroðalega lélegir (aðallega Borgþór sko) í að skjóta á markið? Þessi statistík sannar EKKI að við höfum verið með svo sókndjarft og skemmtilegt lið einsog Houllier er að gefa í skyn. Ef þú skýtur boltanum frá miðju uppí 30 röð í stúku þá telst það sem markskot.

“I’m relaxed about the final three games. It’s not about me. It’s about all of us working for the good of the club to try and finish as best we can.”

Ok, hef svo sem ekki mikið um þetta að segja nema að auðvitað snýst þetta um HANN. Ef honum væri annt um liðið þá myndi hann segja af sér strax eftir Newcastle leikinn. Ef hann heldur áfram þá er það einfaldlega útaf eigingirni. Ef honum er virkilega annt um Liverpool þá viðurkennir hann sig sigraðan, segir af sér og leyfir liðinu að leita sér að hæfari þjálfara.

771 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Liverpool

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33