« júní 02, 2004 | Main | júní 06, 2004 »

Til hvers?

júní 03, 2004

Til hvers höfðu RÚV tvo þáttastjórnendur til að spyrja Davíð spurninga í Kastljósi. Hefði ekki verið einfaldara og ódýrara að leyfa Davíð bara að tala allan tímann af blaði? Niðurstaðan hefði verið nokkurn veginn sú sama.

Davíð er búinn að fullkomna tvo hluti í framkomu sinni. Í fyrsta lagi að tala niður til allra landsmanna og í öðru lagi að virka ávallt rólegur þrátt fyrir að hann sé að segja ótrúlega hneykslanlega hluti. Til dæmis þegar hann sakar forsetann um að ganga erinda Baugs, þá segir hann það með því að nota lægstu mögulegu tóntegund og því virkar þetta yfirvegað og skynsamt, þrátt fyrir að þetta séu ummæli sem eru honum alls ekki til sóma.


Í hvaða lýðræðisþjóðfélagi tíðkast það að forsætisráðherra neiti að tala við fjölmiðla, sem þora að gagnrýna hann? Er það hægt að hann tali ekki við tvö af þremur dagblöðum og aðra af sjónvarspsstöðvunum, bara af því að þau gagnrýna hann?

Getum við látið bjóða okkur að forsætisráðherra þurfi aldrei að svara almennilega fyrir sig? Hann hefur til dæmis ekki enn þurft að svara almennilega í fjölmiðlum fyrir Íraksstríðið, nú þegar það hefur komið í ljós að farið var í stríðið á fölskum forsendum.


Ég studdi stríðið, reyndar af hálfum hug. Ég sannfærðist um lygar Powell fyrir Sameinuðu Þjóðunum. Trúði því reyndar ekki að það stafaði mikil hætta af Írak en ég var sannfærður um að þetta væri eina lausnin á vanda Írösku þjóðarinnar, því ég sá ekki fram á að viðskiptabanninu (sem ég hafði mótmælt oft og mörgum sinnum) yrði aflétt.

En núna sé ég að ég hafði rangt fyrir mér. Bandaríkjamenn lugu að mér. Davíð og Halldór trúðu þessu, alveg einsog ég. Ég hef þorað að viðurkenna mistök mín og tel mig vera meiri mann fyrir. Af hverju gera Davíð og Halldór það ekki?

Telja þeir það vera veikleikamerki að skipta um skoðun? Það er einhver mesta vitleysa í heimi að það eigi að hrósa mönnum fyrir að skipta aldrei um skoðun. Halda Davíð og Halldór að þeir væru minni menn ef þeir viðurkenndu mistök sín?


Auðvitað er þetta ekki tengt fjölmiðlafrumvarpinu en allt þetta saman hefur oldið því að ég, hægri maður og fyrrverandi Sjálfstæðismaður, fæ stöðugt óbragð í munninn þegar ég hugsa um það hvernig æðstu ráðamenn þessa lands haga sér.

Þetta er sorglegt, því á pappírnum ættum við Davíð að vera sammála um ansi marga hluti.

395 Orð | Ummæli (4) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33