« ágúst 7, 2004 | Main | ágúst 9, 2004 »

Biðraða-kjaftæði

ágúst 8, 2004

Ok, nú er nóg komið. Þessari geðveiki verður að linna!

Ég fór ásamt vini mínum og kærustu hans á Vegamót í gær. Ég og vinur minn vorum bara rólegir, höfðum hangið heima hjá mér um kvöldið og vorum mættir á Vegamót um 1.30.

Þar var biðröð, einsog við var að búast enda er nánast alltaf biðröð fyrir utan Vegamót. Fyrir utan Vegamót, líkt og t.d. Hverfisbarinn eru tvær biðraðir. Önnur vanalega löng, hin stutt. Á Hverfis er þetta kallað “VIP” röð, og ég geri ráð fyrir að svo sé líka á Vegamótum. VIP á ensku stendur fyrir “Very Important Person”. Ég hef ýmislegt á móti þessum “VIP” biðröðum, en fyrst að sögunni.

Allavegana, við förum í biðröðina. Við vorum öll frekar róleg og smám saman færðumst við nær staðnum. Þegar við erum komin uppað hurðinni stoppar biðröðin hins vegar enda staðurinn fullur. Við bíðum í smá tíma. Í hina biðröðina (“VIP” röðina) kemur hins vegar hópur af stelpum. Sennilega ekki mikið eldri en 16 ára (á Vegamótum er 22 ára aldurstakmark). Þær voru 10 saman.

Þær byrja strax að væla í dyravörðunum. Vildu fá að komast inn á staðinn án þess að þurfa að bíða í biðröð. Þær halda áfram að röfla og reyna að daðra við dyravörðinn. Ekkert gengur, en allt í einu opnast hliðið á VIP röðinni og þeim er öllum hleypt inn.

Þannig að eftir 5 mínútna röfl var þeim hleypt inn, aðeins af því að þær fóru í VIP röðina. Þær þekktu ENGAN, þær voru ekki frægar, og voru ólíklegar til að eyða einni krónu inná þessum skemmtistað.

Nú skal ég játa það að ein af ástæðum þess að ég sæki Vegamót er sú að þar er alveg með ólíkindum mikið af sætum stelpum. Í hópnum voru vissulega sætar stelpur. En í biðröðinni fyrir aftan okkur var líka heill haugur af sætum stelpum. Þær stelpur ákváðu hins vegar að fara í rétta röð og taka lífininu rólega. Fyrir það var þeim verðlaunað með að þær fengu að hanga 20 mínútum lengur en stelpurnar, sem röfluðu í “VIP” röðinni.

Er eitthvað vit í þessu?

Við komumst á endanum inn, um 10 mínútum á eftir gelgjunum. Inná staðnum var mjög fínt. Ótrúlega sætar stelpur einsog vanalega og frábær tónlist. Sá stelpu, sem ég er pínu skotinn í (VÁ hvað hún var sæt!) en þorði ekki að segja neitt. Þetta græðir maður á því að fara nánast bláedrú á djammið. :-)


Ég hef pirrað mig útí “VIP” biðraðir áður. Basically, þá virðist “VIP” röð vera fyrir þá, sem þekkja annaðhvort eigendur staðanna eða dyraverði. Þannig að ef þú hefur aldrei verslað fyrir krónu á Hverfisbarnum, en Doddi frændi þinn er dyravörður þar, þá kemstu inn á undan öllum hinum.

Yfirlýstur tilgangur “VIP” raðanna er að verðlauna reglulega gesti staðarins. Það er göfugur tilgangur og get ég fullkomlega sætt mig við það. Vandamálið er bara að eigendur staðanna hafa oft litla hugmynd um hverjir þessir föstu gestir eru. Hvernig eiga þeir eiginlega að vita það? Á ég að tala við eigendur Hverfis eða Vegamóta og sýna þeim Debet korta yfrirlitið mitt? Þá myndu þeir sjá að ég hef verslað við þessa staði nær vikulega síðastu 2 ár. Myndi ég þá vera talinn fastagestur?

Þriðji tilgangurinn er væntanlega sá að hleypa “frægu” fólki inn á staðina. En VIP raðirnar þjóna nánast aldrei þeim tilgangi. Ef að Birgitta Haukdal ætlar á Hverfis, þá er henni hleypt beint inn, án þess að bíða í “VIP” röðinni.

Einnig er hugsanlegaur sá tilgangur að hleypa sætum stelpum inná staðinn, því þær trekkja að stráka, sem eyða meiri pening inná stöðunum. Þetta er hins vegar aldrei gert, þar sem það eru oftast fleiri sætar stelpur í venjulegu röðinni og þeim er ekki hleypt á undan öðrum ómyndarlegri stelpum eða strákum.


Þessar “VIP” raðir virðast hins vegar einna helst vera samkomustaður fyrir frekt fólk, sem telur sig vera merkilegra en annað fólk á djamminu. Fólk, sem er sannfært að það geti rökrætt við dyraverðina um að það og þeirra vinir eigi það meira skilið að komast inn á staðinn.

Ég sætti mig alveg við að bíða í biðröð til að komast inná skemmtistaði. Oftast ganga þessar biðraðir ágætlega og maður er kominn inn á góðum tíma. Það sem hins vegar oftast tefur þessar raðir er að aðeins fólki úr “VIP” röðinni er hleypt inn á löngum tímum. Þannig gengur ein röðin hratt, en hin ekki neitt.

Það besta, sem staðirnir gætu gert fyrir fastagesti einsog t.d. mig :-) væri annaðhvort að finna út góða leið til að meta það hverjir eru fastagestir og verðlauna þá fyrir viðskiptin (á skyndibitastöðum fær fólk t.a.m. kort, þar sem því er verðlaunað fyrir að koma oft á sama staðinn), eða þá leggja þessar “VIP” raðir algjörlega niður. )

Þrátt fyrir að maður sé dyggur viðskiptavinur þessara staða, þá getur maður ekki endalaust látið vaða yfir sig. Eigendur skemmtistaða ættu að muna að þrátt fyrir að það sé biðröð hjá þeim í dag og þeir séu vinsælir staðir í dag, þá getur það breyst á einni nóttu. Til að fresta því að það gerist sem allra lengst, þá væri skynsamlegt af þeim að þeir myndu hugsa betur um góða viðskiptavini sína.

(p.s. Bjarni segir svipaða sögu af Sirkus, þar sem hann er fastagestur. Ég tek þó fram að dyraverðirnir á Vegamótum voru mjög almennilegir. Það er einungis áhersla þeirra á “VIP” röðina, sem fór í taugarnar á mér.)

896 Orð | Ummæli (23) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33