« ágúst 10, 2004 | Main | ágúst 13, 2004 »

O'Reilly vs. Paul Krugman

ágúst 11, 2004

Bill O’Reilly, stjórnandi The O’Reilly Factor (sem, eftir aðdáun hans á Ann Coulter að dæma, væri pottþétt uppáhaldsþáttur Björns Bjarna), mætti hagfræðisnillingnum Paul Krugman á CNBC um helgina.

Krugman, sem er núna pistlahöfundur á NY Times, hefur gagnrýnt Bush stjórnina harkalega en O’Reilly hefur varið Bush og kallar alla þá, sem ekki dýrka hann og dá, föðurlandssvikara.

Allavegana, O’Reilly hefur hrósað sjálfum sér afskaplega mikið undanfarna daga fyrir að hafa staðið sig svo vel í þessu viðtali. Jim Gilliam, höfundur Outfoxed er ekki alveg sammála og tók saman smá myndbút úr þessu viðtali og bætti inn tengdum staðreyndum.

Myndbandið er skemmtilegt fyrir þá, sem hafa áhuga á bandarískri pólitík:

Krugman vs. O’Reilly hjá Tim Russert - 12 mb Quicktime skjal.

Þessi færsla er tileinkuð Óla snillingi, sem virðist alveg vera hættur að blogga

via MeFi

135 Orð | Ummæli (4) | Flokkur: Sjónvarp & Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33