« október 01, 2004 | Main | október 04, 2004 »

Kappræðurnar

október 03, 2004

Ég horfði á kappræðurnar milli Bush og Kerry um helgina. Samkvæmt könnunum Newsweek, þá eru yfir 60% kjósenda á því að Kerry hafi unnið kappræðurnar. Ég get ekki annað en verið þeim hjartanlega sammála.

Ég reyni alltaf að sannfæra sjálfan mig um að vanmeta ekki George W. Bush með því að halda að hann sé vitlaus. En þegar maður horfir á hann í 90 mínútur, endurtakandi 4 punkta, sem aðrir skrifuðu greinilega fyrir hann, þá getur maður ekki að því gert að halda að hann sé ekki heill. Einsog Newsweek benda á, þá er ágætis ástæða fyrir því að Bush heldur nánast aldrei blaðamannafundi. Hann er hreinlega ekki uppá sitt besta þegar öll spjót beinast að honum. 90 mínútur af George W. eru ansi langur tími.

Á tíðum var nær óbærilegt að horfa á Bush. Þegar hann var spurður hvort Írak væri virði þeirra bandarísku lífa, sem hann hefur fórnað, þá komhann með einhverja 2 mínútna ræðu um að hann hafi hitt einhverja ekkju í Norður Karólínu og hvernig hann hafði huggað hana, í stað þess að svara spurningunni. Bush var einnig greinilega ákveðinn í að hamra á því, sem hann heldur að sé sinn stærsti kostur, það er að hann skiptir aldrei um skoðun. Sama hversu vitlaus hans stefna hans er, þá álítur hann það algjörlega nauðsynlegt að skipta ekki um skoðun. Það að skipta aldrei um skoðun verður í mínum augum aldrei mannkostur.

Bush hamraði á því að Kerry skipti oft um skoðun varðandi stríðið í Írak. Bush er auðvitað að skjóta úr glerhúsi, því Bush sjálfur hefur skipt um ástæðu fyrir stríðinu margoft. Fyrst voru það gereyðingarvopn, svo að útrýma pyntingarklefum Saddam, svo að koma með lýðræði og kosningar til Írak og núna væntanlega eitthvað nýtt.

Það eina, sem ég skil ekki eftir þessar kappræður er það hvernig í ósköpunum fólk gat í upphafi sagt að þetta hafi verið jafnt. Kerry vann þetta með yfirburðum! Hvernig getur fólk séð þetta öðruvísi? Er ég orðinn svona blindaður af áliti mínu á George W. Bush að ég sjái ekki eitthvað, sem aðrir sjá? Kannski. En ég hef aldrei á ævinni verið jafnviss í pólitík og ég er í þeirri sannfæringu minni að John Kerry verði betri forseti en George W. Bush. Við skulum bara vona að þessar kappræður hafi verið upphafið á nýrri sókn Kerry.

Já, og eitt að lokum: You forgot Poland

395 Orð | Ummæli (9) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33