« október 04, 2004 | Main | október 07, 2004 »
Silfurlitaður bíll
Þegar ég var í sambúð var kærastan mín dyggur lesandi allra kvennablaða, sem gefin eru út í Bandaríkjunum. Í þeim blöðum er endalaust af einhverjum könnunum og prófum um karlmenn.
Samkvæmt þeim blöðum geta stelpur fundið út hvort karlmenn henti þeim bara með því að vita hvort þeir fíli popptónlist, gangi í gráum sokkum og bori í nefið á rauðu ljósi. Allavegan, rakst á þetta á netinu í dag. Samkvæmt þessu, þá á að vera hægt að dæma menn af litnum á bílnum þeirra.
Jæja, samkvæmt því er ég svona:
Silfurlitaður bíll
“Reglumenn elska silfurlitaða bíla. Svo ef að þú vilt fá reglu í líf þitt, skaltu kíkja eftir karlmanni sem ekur silfurlituðum bíl. Fyrir utan það að vera reglumenn eru þeir jákvæðir, jarðbundnir og sjálfsagaðir”
Spurningin mín er bara þessi: Hvernig fær fólk vinnu við að skrifa svona hluti? Önnur möguleg spurning er þessi: Gæti höfundurinn ekki reynt að láta okkur eigendur silfurlitaðra bíla hljóma aaaðeins leiðinlegri. “Reglumenn, sjálfsagaðir og jarðbundnir?” Zzzzzzz! (Via B2.is)
Annars er byrjunin á þessari viku búin að vera hrein geðveiki. Hef verið langt fram eftir í vinnu undanfarna daga og það lítur svosem ekki út fyrir að þetta sé að minnka á allra næstu dögum.
Fyrir vikið var íbúðin mín orðinn hreinasti viðbjóður, en ég er búinn að laga ástandið umtalsvert eftir að ég kom heim í kvöld. Ég er enn eldhúslaus, þannig að ég hef verið að prófa nýja veitingastaði að undanförnu. Stefni að því að prófa 7 nýja veitingastaði á næstu viku. Er það ekki göfug tilraun?
Er Járnskvísan virkilega hætt að blogga? Það er stórkostlegur ósigur fyrir íslenska netmenningu ef hún er hætt!
Leit:
Síðustu ummæli
- Kristján Atli: Til hamingju Sigurjón! Þér var hlíft við þessu óþa ...[Skoða]
- Einar Örn: Sigurjón, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. ...[Skoða]
- Sigurjón: Æ æ æ æ .... Ef niðurstaðan verður Man Utd vs Liv ...[Skoða]
- Einar Örn: Takk ...[Skoða]
- einsidan: Til hambó með þetta ...[Skoða]
- Gaui: Skál fyrir því, Einar minn! ...[Skoða]
- Hjördís Yo: ó já! Ég elska sko líka Liverpool !! ...[Skoða]
- Gummi: Jamm, var lengi að jafna mig á rangstöðunni. En Re ...[Skoða]
- Fannsa: Ömurlegt þegar dómarinn dæmdi ranglega rangstöðu.. ...[Skoða]
- Snorri: Ég sé EKKI fyrir mér að Árni komist inn á þing til ...[Skoða]
Flokkar
Almennt | Bækur | Dagbók | Ferðalög | Fjölmiðlar | Hagfræði | Íþróttir | Kvikmyndir | Liverpool | Myndablogg | Myndir | Netið | Sjónvarp | Skóli | Stjórnmál | Tónleikar | Tónlist | Topp10 | Tækni | Uppboð | Viðskipti | Vinna |Gamalt:
Topp 10:
Ég nota MT 3.33