« október 13, 2004 | Main | október 15, 2004 »

Kappræður, þriðji hluti

október 14, 2004

bush-debate.gif

Ég gafst uppá að vaka í nótt. Ætlaði að horfa á baseball og kappræðurnar, en var orðinn of þreyttur. Ætla því að horfa á þær í kvöld.

Andrew Sullivan vitnar í kannanir eftir kappræðurnar:

CNN finds a clear victory for Kerry in their insta-poll, 53 - 39. CBS gives it to Kerry as well: 39 - 25, with 36 calling it a tie. In ABCNews’ poll, you get a 42-41 tie, but the poll is slanted toward Republicans, giving Kerry an edge. Critically, independents went for Kerry 42 - 35 percent. If these numbers hold, and the impression solidifies that Kerry won all three debates, Bush’s troubles just got a lot worse. ¨

Þannig að samkvæmt þessu, þá vann Kerry þetta örugglega. Kristján var vakandi og horfði á kappræðurnar. Ég þarf hins vegar að bíða eftir því að komast heim til að horfa á þær. Bush laug allavegana einu sinni í kappræðunum.

152 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Stjórnmál

GWB vs. JFK í Valhöll

október 14, 2004

Mæli með þessu! (tekið af sus.is:

“Samband ungra sjálfstæðismanna og Ungir jafnaðarmenn standa saman fyrir málefnafundi um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem fram fara í byrjun nóvember.

Málfundurinn hefst með því að sýndar verða auglýsingar úr baráttum Demokrata og Republikana og síðan verða stuttar umræður um kosningarnar.

Í pallborði verða: Einar Örn Einarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Karl Th. Birgisson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.

Fundarstjóri er Friðjón R. Friðjónsson. Fundurinn verður haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 20.30 á föstudag, 15. október. Léttar veitingar verða bornar fram gegn vægu verði.”

Ha! Hljómar þetta ekki spennandi? Núna á föstudaginn (15.okt) verða semsagt umræður um bandarísku kosningarnar í Valhöll þeirra Íhaldsmanna. Formið er nokkurn veginn þannig að það eru tveir frá hverjum flokki, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðismennirnir munu taka að sér að verja Bush en við Jafnaðarmenn Kerry.

Þetta verður náttúrulega ljómandi skemmtilegt. Ég meina, pallborðsumræður með BÆÐI mér og Gísla Marteini! Það hreinlega getur ekki klikkað, eða hvað? Ég er allavegana spenntur.

Karl Th. er náttúrulega snillingur, en ég þekki ekki þessa Þorbjörgu (ég er voðalega lítið inní ungmenna pólitík). Hún er ein af Tíkar gellunum og ef marka má skrif hennar á þeim vef, þá fílar hún hvorki R-listann, né Össur!!! Magnað.

En allavegana, ég hvet alla til að mæta. Ég verð ábyggilega eitthvað taugaóstyrkur, enda að glíma við sjóaða menn í bransanum, en ég reyni að verða mér ekki til skammar :-)

p.s. Því verður seint haldið fram að Ungum Sjálfstæðismönnum leiðist að hafa myndir af sjálfum sér á heimasíðunum sínum sus.is og frelsi.is.

253 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33