« nóvember 01, 2004 | Main | nóvember 03, 2004 »

Kerry vinnur!

nóvember 02, 2004

Ég sagði það fyrir þremur vikum (reyndar ekki í ræðunni, heldur í fyrirspurnartíma) og ég segi það aftur núna:

John Kerry vinnur þessar kosningar!

Ég veit að allir halda að Bush taki þetta, en ég er sannfærður um að Kerry vinni. Ég hef bara of mikið álit á Bandaríkjamönnum til að ætla þeim að þeir kjósi yfir sig 4 ár til viðbótar af George W. Bush.

Þegar ég var á ferðalagi mínu í september, þá rann það upp fyrir mér hversu mikla óbeit fólk hefur á Bush. Þeir, sem eru á móti honum, eru ekki á móti honum einsog við erum á móti Davíð Oddssyni. Nei, þeir hata hann, fyrirlíta hann og vilja gera allt til að koma honum frá honum.

Þetta er sérstaklega augljóst meðal ungs fólks. Fólks, sem hefur vegna aldurs eða áhugaleysis ekki kosið áður. Þetta fólk er reitt. Það sér hvernig Bush hugsar meira um hag stórfyrirtækja og þeirra ríku, heldur en almennings. Það sér hvernig stríðið í Írak hefur farið með þjóðina og orðspor landsins. Og trúið mér, þessu fólki er annt um það hvað öðrum finnst um Bandaríkin.

Ég held að þetta fólk muni ásamt svertingjum (sem var farið illa með í síðustu kosningum) og öðrum minnihlutahópum fjölmenna á kjörstað sem aldrei fyrr. Og það mun ekki kjósa Bush.

Í síðustu kosningum, þá var Bush með nokkurra stiga forskot síðustu dagana, en demókrötum gekk mun betur að smala fólkinu á kjörstað. Ég held að svipað verði uppá teningnum núna. Munurinn er bara sá að Kerry og Bush eru alveg jafnir, og því er ég handviss um að Kerry muni vinna.

Ég allavegana vona svo innilega að Kerry muni vinna þetta. Það væri synd að sjá George Bush og hans hyski draga orðspor þessa frábæra lands endanlega niður í ræsið.


Hvað finnst ykkur? Hverju spáið þið?

300 Orð | Ummæli (9) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33