« nóvember 28, 2004 | Main | nóvember 30, 2004 »
Afturhaldskommatittsflokkur
nóvember 29, 2004
Ja hérna, Davíð er aftur kominn í ham eftir veikindin. Hver fer í taugarnar á honum í dag?
Jú, Samfylkingin. Samkvæmt Davíð þá er Samfylkingin “afturhaldskommatittsflokkur” Spurning um að fá álit Davíðs á því hvað Vinstri Grænir eru þá?
En ástæðan fyrir því að Samfylkingin er “afturhaldskommatittsflokkur”? Jú, Samfylkingin vill ekki að Ísland styðji árásastríð, sem eru háð á fölskum forsendum. Eflaust gæti maður skrifað pistil um hversu dónalegur og úr takti við samfélagið Davíð er. En ég nenni því ekki. Tekur einhver mark á Davíð þegar hann talar um Írak hvort eð er?
