« desember 24, 2004 | Main | desember 26, 2004 »

Jólin

desember 25, 2004

Þá eru stærstu jólaboðin afstaðin og þetta hefur verið indælt hingað til. Var hjá bróður mínum í gær og svo mömmu og pabba í kvöld. Fékk kalkún í gær og nautakjöt í kvöld. Ég get ekki beðið um það betra. Fékk fullt af skemmtilegum gjöfum og skemmti mér konunglega í gærkvöldi. Held ég hafi þó minnst á það áður að ég er orðinn það gamall að mér finnst skemmtilegra að sjá viðbrögð annarra við gjöfunum frá mér, heldur en mér finnst sjálfum að taka upp mína pakka. Var búinn að pæla vel í þessu öllu fyrirfram og sýndist allir vera mjög ánægðir með gjafirnar frá mér. Sem er gott.

Við fjölskyldan horfðum svo á Love Actually í jólaboðinu áðan. Ég sá myndina fyrir ári og fannst hún algjört æði. Hún var alveg jafngóð núna. Og ég er svo sannarlega ekkert minna ástfanginn af Keira Knightley núna en ég var eftir að ég sá myndina í fyrsta skiptið.

Ætla ekki að gera neitt af viti á morgun og ég get varla beðið. Ætla að reyna að halda áfram stórkostlegum frama mínum í glæpaheimi San Andreas og svo auðvitað horfa á fótbolta. Svo ætla ég að hella mér uppá kaffi og borða smákökur. Serrano er lokað, sem og hinni vinnunni minni, svo það getur enginn truflað mig. Já, þetta verður indælt.

Og já, þið sem senduð mér jólakort. TAKK! Ég stefni á að skrifa kort á næsta ári :-)

237 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33