« Undirtónablikk | Aðalsíða | Vikan »

Neytendamarkaður fyrir tölvur

júlí 06, 2001

Mjög athyglisverð grein á abcnews.com. Í henni er fjallað um það hversu lítið tölvufyrirtæki græða á því að selja beint til neytenda. Hagnaður tölufyrirtækja í dag byggist fyrst og fremst á sölu til fyrirtækja.

Höfundur greinarinnar spáir því að tvö fyrirtæki muni ráða einkatölvumarkaðinum í framtíðinni, Apple og Sony. Athyglisverð ályktun, en samt ekki eins vitlaus og manni virðist í fyrstu. Stærstu fyrirtækin í einkatölvuiðnaðinum, Compaq, Dell og HP hafa verið að færa sig æ meira inná fyrirtækjasviðið. Talað er um að Compaq hafi í huga að hætta algerlega að framleiða tölvur fyrir heimilin. Gateway, sem framleiðir nær einungis fyrir heimilin, hefur átt í miklum erfiðleikum undanfarið og hafa þeir m.a. verið að loka mörgum "Gateway Country" búðum hér í Bandaríkjunum.

Það er þó ljóst að Apple og Sony þurfa að vinna í því að tengja betur saman tæki einsog lófatölvur við einkatölvuna til að ná góðri stöðu á heimilismarkaðinum. Það er mikið talað um það þessa dagana að Apple hyggist gefa út lófatölvu, en þeir voru einmitt frumkvöðlar á því sviði fyrir nokkrum árum.

Einar Örn uppfærði kl. 16:38 | 176 Orð | Flokkur: Tækni



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?