« March Madness | Aðalsíða | Innflytjendaeftirlit í hæsta gæðaflokki »

Tölvuhlé

mars 13, 2002

Ég er búinn að vera að skrifa stjórnmálafræðiritgerð á bókasafninu í allan dag.

Auk þess er ég búinn að skoða póstinn minn 8 sinnum, skoða allar mögulegar Liverpool fréttir, skoða Pressuna fjórum sinnum, lesa meirihlutann af kommentunum á Metafilter og tékka á tenglasíðunni minni að minnsta kosti 15 sinnum.

já, og ég skrifaði 9 blaðsíður af stjórnmálafræði. Þó held ég að ég hafi eytt meiri tíma á netinu en í Word. Ég held að ég þyrfti að fara að skrifa ritgerðirnar mínar á gamaldags ritvél. Það myndi eflaust fækka netheimsóknunum mínum.

Ég gafst þó upp rétt fyrir sjö og kom mér hingað heim. Undeclared og 24 eru í sjónvarpinu og því get ég náttúrulega ekki misst af.

Einar Örn uppfærði kl. 01:20 | 118 Orð | Flokkur: Skóli



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?