« apríl 02, 2003 | Main | apríl 07, 2003 »

Hei þú, bloggari!

apríl 03, 2003

Eru þetta ekki merkileg tíðindi í bloggheimum? Einn af guðfeðrum bloggsins að snúa aftur? Allt er hægt, víst Már er byrjaður aftur.

Mig langar að koma á framfæri nokkrum ábendingum til þeirra, sem blogga. Ég held að þær gætu gert aflestur síðna mun betri.

  1. Hafðu mynd á þér á blogginu! Það gefur síðunni meiri karakter. Einhvern veginn missi ég fyrr áhugann á síðum ef ég veit ekki hvernig viðkomandi lítur út. Mér finnst mjög gott að vita að Bjarni lítur svona út og að Katrín lítur svona út.
  2. Reyndu að hafa útlit síðunnar einstakt. Ég er ekki að tala um síður allra eigi að vera einhver listaverk. Það er hins vegar býsna þreytandi að lesa síður sem nota bara basic blogger template-in (til dæmis þetta). Ef þú kannt eitthvað pínku í HTML eða CSS breyttu þá síðunni aðeins (ef þú kannt ekki neitt, fáðu þá einhvern annan til að breyta). Settu aðra liti eða eitthvað. Það er mun betra að aðgreina síðuna ef að útlitið er öðruvísi. Lykilatriðið er að síðan þín sé ekki eins og allar aðrar. Til dæmis er síðan hans Ágústs ekkert hönnunarsnilldarverk en hún er hins vegar einstök. Það gefur henni aðeins meiri karakter.

Þetta voru bara punktarnir tveir, sem ég vildi koma til skila. Eflaust er hægt að bæta bloggsíður á mun fleiri máta en þetta er allavegana, að mínu mati, góð byrjun.

231 Orð | Ummæli (7) | Flokkur: Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33