« apríl 07, 2003 | Main | apríl 12, 2003 »

Djöfulsins viðbjóður

apríl 09, 2003

Á leiðinni heim úr vinnunni rakst ég yfir á Létt 96.7. Þar var verið að spila "Baby I Love Your Way/Freebird" með hljómsveitinni Will to Power. Þetta er án efa einhver stórkostlegasti viðbjóður allra tíma. Þarna tók eitthvað 80's band sig til og tók kafla úr Baby I Love Your Way eftir Peter Frampton og kafla úr snilldarlaginu Freebird eftir Lynyrd Skynird, blandaði lögunum saman, settu takt undir og sungu saman. Hörmung!


Ég er ekki mikill aðdáandi Donald Rumsfeld. Hann er samt alveg ótrúlega skemmtilegur á blaðamannafundum. Það væri óskandi að allir stjórnmálamenn væru svona skemmtilegir. Hann svarar spurningum með já/nei í stað þess að halda hálftíma fyrirlestur einsog margir og er auk þess nokkuð fyndinn. Svo stjórnar hann blaðamannafundunum einsog herforingi.
Mikið var gaman að sjá fögnuðinn í Bagdad í dag. Vonandi að þetta sé búið. Meira að segja áróðursmálaráðherra Íraka hvergi sjáanlegur. Vonandi að það verði svo áfram. Samt, þá gerði bandarískur hermaður sig sekan um eitthvað stórkostlegasta PR klúður þegar hann hengdi bandaríska fánann á styttuna af Saddam.

171 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33