« apríl 28, 2003 | Main | maí 01, 2003 »

Femínistaumræðan

apríl 30, 2003

Ja hérna, ræðan hennar Gyðu og mótmæli gegn batman.is og tilverunni eru bara orðin efniviður í Kastljósþátt. Áðan voru Haukur, formaður Frjálshyggjufélagsins og einhver kona úr femínistafélaginu, sem ég þekkti því miður ekki, gestir þáttarins.

Allavegana, þá í fyrsta lagi þá fór lokakomment femínistans í taugarnar á mér. Það var eitthvað á þá leið að: "alls staðar, þar sem konur hafa staðið uppog barist, þar hefur verið mótmælt". Þarna er verið að gera rosaleg fórnarlömb úr þessum félögum úr femínistafélaginu. Ég er á því að flestir hafi mótmælt vegna þess að aðferðir og tillögur femínistana hafa verið öfgafullar, ekki vegna þess að menn séu á móti baráttu femínista. Það að menn mótmæli því að femínistar útbýti refsingum án dóms og laga, er ekki það sama og þegar menn mótmæltu kröfum femínista um kosningarétt eða annað slíkt á árum áður.

Það er líka annað, sem fer í taugarnar á mér í jafnréttisumræðunni (og er í raun ótengt efni Kastljós þáttarins). Það er þegar er verið að tala um jafnhæft fólk. Þannig að oft er dæmt í málum á þann veg að umsækjendur hafi verið jafnhæfir vegna þess að þeir hafi sömu menntun/reynslu.

Málið er einfaldlega að það að ráða fólk í vinnu snýst um svo miklu meira en hvort fólk hafi rétta menntun og reynslu. Langoftast (að ég tel) er það hvernig fólk kemur fyrir, hvernig það sér hlutina og hvernig það talar, sem hefur mest áhrif á val á starfsfólki.

Í fyrra þá sóttu einhverjir 20 nemendur úr hagfræðideildinni minni um starf hjá sama fjárfestingabankanum. Þeir voru allir með sömu menntun og allir með svipaða reynslu. Sá, sem fékk starfið fékk það ekki vegna þess að hann væri svartur eða strákur, heldur vegna þess að fulltrúar fyrirtækisins kunnu betur við hann. Kannski var hann skemmtilegri, eða örlítið klárari, eða með skírari markmið heldur en hinir. Þessa þætti er ekki hægt að mæla og því er ómögulegt að staðhæfa að tveir umsækjendur séu jafn hæfir.

Annars, þá líður mér nú ekkert alltof vel að vera að hamast á femínistum. Ég veit að systir mín yrði ekkert alltof ánægð með það. Ég er sammála mörgum kröfum femínista, svo sem að ekki sé mismunað á grundvelli kyns. Ég held þó að þetta félag sé, að mörgu leiti, á villigötum.

Unnur skrifar frábæran pistil um félagið. Ég efast um að það séu bloggarar á Íslandi, sem eru jafn einlægir í skrifum sínum og hún.

401 Orð | Ummæli (15) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33