« september 17, 2003 | Main | september 20, 2003 »

The Bachelor - Hágæða sjónvarspefni

september 18, 2003

Þá er nýjasta serían af The Bachelor byrjuð. Vandaðara sjónvarpsefni er varla hægt að finna. Framleiðendum þáttanna finna stöðugt upp nýjar leiðir til að teygja sem allra mest úr því efni, sem þeir hafa. Þannig var ég til að mynda að ljúka við að horfa á þátt, þar sem nákvæmlega ekki neitt gerðist.

Annars voru gellurnar í þættinum ekkert voðalega miklar gellur (bæ the vei, getur einhver útskýrt fyrir mér muninn á gellu og pæju?). Frekar mikið af alveg stórkostlega væmnum amerískum stelpum, sem litu út fyrir að vera 30 ára þrátt fyrir að þær væru bara 21 árs.

Ein fær reyndar 5 stjörnur fyrir að vaska upp í síðkjól og með kórónu, sem hún vann fyrir einhverja fegurðarsamkeppni í einhverjum smábæ. Alger snilld! Ég er að spá í að byrja að vaska upp í takkaskóm og með medalíuna, sem ég fékk þegar ég varð Íslandsmeistari í 5. flokk í fóbolta. Það væri sko æði.

Annars fannst mér gaurinn ekkert sérstaklega myndarlegur, allavegana þegar hann var ómeikaður. EN, ég verð að viðurkenna að ég er sennilega ekki besti maðurinn til að dæma um það. Það er þó bókað að gellurnar eiga algerlega eftir að tapa sér. Enda er það staðreynd að stelpur fríka út þegar þær eiga í samkeppni við aðrar stelpur um karlmenn fyrir framan myndavélar. Það sannar til að mynda þessi þáttur (já, og btw, af hverju sýnir engin íslensk stöð Elimidate? Betra menningarefni er ekki hægt að fá. Það leyfi ég mér að fullyrða).

Jei, svo byrjar Amazing Race næsta þriðjudag. Þá verður gaman.

Djöfull er Tiny Dancer gott lag.

263 Orð | Ummæli (4) | Flokkur: Sjónvarp

Opið bréf Michael Moore til Wesley Clark

september 18, 2003

Fyrir nokkrum dögum skrifaði Michael Moore þetta opna bréf til Wesley Clark, sem ég var núna að rekast á í gegnum BoingBoing. Þar hvetur Moore Clark til að bjóða sig fram til forseta og virðist sú áskorun hafa borið árangur.

Satt best að segja líst mér ágætlega á Clark, ekki síst útaf þeim ástæðum sem Moore nefnir. Hann er hófsamur jafnaðarmaður og hann er nógu sterkur til að geta sigrað Bush.

You have said that war should always be the "last resort" and that it is military men such as yourself who are the most for peace because it is YOU and your soldiers who have to do the dying. You find something unsettling about a commander-in-chief who dons a flight suit and pretends to be Top Gun, a stunt that dishonored those who have died in that flight suit in the service of their country.

...


But right now, for the sake and survival of our very country, we need someone who is going to get The Job done, period. And that job, no matter whom I speak to across America -- be they leftie Green or conservative Democrat, and even many disgusted Republicans -- EVERYONE is of one mind as to what that job is:

Bush Must Go.

This is war, General, and it's Bush & Co.'s war on us. It's their war on the middle class, the poor, the environment, their war on women and their war against anyone around the world who doesn't accept total American domination. Yes, it's a war -- and we, the people, need a general to beat back those who have abused our Constitution and our basic sense of decency.

The General vs. the Texas Air National Guard deserter! I want to see that debate, and I know who the winner is going to be.

By the way, mér finnst það cool að Moore birtir alltaf email addressuna sína með greinum, sem hann skrifar. Hann fær sennilega slatta af pósti daglega.

332 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Stjórnmál

Gemmér allt! Þú færð ekki neitt!

september 18, 2003

SH skrifar á Múrinn í dag um Halldór Ásgrímsson og ráðstefnuna í Cancun: Fáfræði Halldórs stendur umræðu fyrir þrifum.

Ég átta mig ekki alveg hver stefna Múrsmanna í þessum málum er. Þeir virðast vera á móti auknu frelsi í alþjóðaviðskiptum, en samt eru þeir sárir yfir því að Vesturlönd lækkuðu ekki tolla á landbúnaðarvörur. Er það furða að sá stimpill vilji festast við Vinstri-Græna að þeir séu á móti öllu. Ég verð þó að viðurkenna að það getur vel verið að ég hafi bara ekki verið nógu duglegur að rýna í greinina til að finna stefnu þeirra.

Ég missti reyndar af þættinum með Halldóri en það er með ólíkindum hvernig þrjóska Evrópubúa og Bandaríkjanna eyðilagði ráðstefnuna í Cancun. Halldór er einmitt fulltrúi flokks, sem stendur fyrir öllu því, sem eyðileggur alþjóðaviðskipti. Hann vill vernda íslenskar landbúnaðar- og iðnaðarvörur (hvað er kjúklingur annað en iðnaðarvara?) fyrir eðlilegri samkeppni sama hvað það kostar skattgreiðendur.

Íslendingar eru reyndar með ólíkindum ósanngjarnir í þessum málum og í þessum umræðum kemur bersýnilega í ljós hræðilegur tvískinnungsháttur okkar þjóðar. Við viljum nefnilega takmarka (eða eyða) öllum höftum í sjávarútvegi, sem er okkar helsta útflutningsvara. Við fríkum út ef að einhver þjóð setur hömlur á innflutning á fiski. Hins vegar gerum við ALLT til þess að vernda landbúnaðarvörur, sem eru helsta útflutningsvara vanþróðari ríkja. Þetta er óþolandi ástand. Ef við værum hinum megin borðsins, þá værum við alveg brjáluð.


Það sama á í raun við um marga hluti. Við viljum að önnur þjóð hjálpi okkur í varnarmálum og þáðum þróunaraðstoð lengi vel. Hins vegar nú þegar við erum rík þjóð, þá gefum við ekki neitt tilbaka. Við PR skrifuðum fyrir nokkrum árum grein í róttækt blað (sem lifði stutt), þar sem við gagnrýndum harðlega þá þjóðarskömm okkar Íslendinga að við veitum minna en nær allar vestrænar þjóðir í þróunaraðstoð. Þessi grein var birt fyrir 6 árum en samt á hún alveg jafnvel við í dag. Það hefur ekkert breyst.

Við getum ekki ætlast til að fá allt í hendurnar á okkur en gefa aldrei neitt tilbaka. Það er ekki sanngjarnt.


Draumurinn um sjálfstæða bóndann

Ég er fylgjandi því að tollar á landbúnaðarvörur verði felldir niður. Það er hins vegar athyglisvert að niðurfelling tolla virðist vera orðin tískumál hjá mótmælendum á þessum ráðstefnum. Michael Lind skrifar athyglisverða grein um þá staðreynd að ef tollum verði létt þá sé ólíklegt að upp spretti litlir og ríkir bændur í þróunarlöndunum einsog draumur mótmælenda virðist vera. Mun líklegra sé að landbúnaðurinn verði iðnvæddari, noti tæknina og verði hagkvæmari. Það mun þýða að færri hafa atvinnu en að land verður betur notað. Mjög athyglisverð grein, þrátt fyrir að ég sé ekki endilega sannfærður um að hún standist.

447 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33