« september 18, 2003 | Main | september 21, 2003 »

Root root root for the Cubbies

september 20, 2003

Ok, ég ætla að fjalla um hafnabolta. Hér er megin reglan á þessari síðu þegar fjallað er um hafnabolta. Það er stranglega bannað að koma með einhverjar alhæfingar um hafnabolta, svo sem einsog: "uh, þetta er leiðinleg íþrótt" eða "uh, það eru bara einhverjir feitir kanar, sem spila þetta". Æji, kannski væri bara sniðugara að skrifa PR email, þar sem hann er sennilega sá eini, sem hefur áhuga á þessu.

Núna er bara rúm vika eftir af baseball tímabilinu í Bandaríkjunum og ég er gersamlega að farast úr spenningi. Mitt lið, Chicago Cubs eru í öðru sæti í sínum riðli, tveim leikjum á eftir einhverjum viðbjóð frá Texas.

Cubs spiluðu tvo leiki við Pittsburg í gærkvöldi og sat ég spenntur fyrir framan sjónvarpið (tölvuna) og fylgdist með. Þeir unnu annan leikinn en töpuðu hinum. Houston er hins vegar að spila við St. Louis Cardinals, sem eru erkifjendur Chicago. Margir halda að St. Louis ætli að tapa leikjunum viljandi útaf hatri þeirra á Chicago Cubs. Scott Lange skrifar m.a. snilldar opið bréf til St. Louis. Mjög fyndið.

Annars er Mark Prior mesti snillingur í heimi. Hann lét hafa eftir sér við Tribune: "I dislike the Cardinals so much that I will not even root for them. I hope that Houston beats their brains in and just sends them all the way back to whoever is in fourth place now." Snilld!!!! Og hann er bestur í heimi og bara 23 ára og hann spilar fyrir Cubs. Hæ hó jibbí jei!

Jei! Og svo unnu Liverpool í dag.

Liverpool sigur = Einar Örn í góðu skapi

Annars er ég ekki að meika það að fara á Players að horfa á þessa leiki. Ég er með hausverk vegna þess hversu þungt loftið er þarna inni. Það væri gaman að fara á djammið og fara bara á staði, þar sem reykingar væru bannaðar. Ég er pottþéttur á því að þynnkan væri helmingi minni daginn eftir.

323 Orð | Ummæli (4) | Flokkur: Íþróttir

Vekjaraklukka

september 20, 2003

Ef þig vantar góða vekjaraklukku til að sjá til þess að þú fáir aldrei að sofa út um helgar þá geturðu gert tvennt: 1. Eignast barn eða 2. Stofnað skyndibitastað.

Starfsfólk skyndibitastaðarins mun nefnilega sjá til þess að þú fáir alltaf skemmtileg símtöl snemma á laugardagsmorgnum um að það vanti lykla, hráefni eða eitthvað annað. En annars, þá er það pínku ljúft að vakna svona snemma á laugardegi, sérstaklega þegar veðrið er svona leiðinlegt. Er búinn að lesa fullt af Moggum frá því í síðustu viku yfir morgunmatnum.


Annars hefur sá merkisatburður í mínu lífi gerst að mér hefur tekist að halda íbúðinni tandurhreinni í heila viku, alveg síðan ég hélt fjölskylduboð hérna á sunnudaginn. Á þessari viku hafa ekki safnast saman fatahaugar, né haugar af óhreinum diskum. Ég hef alltaf gengið frá Weetabixinu inní skáp eftir notkun og svo hef ég tekið upp sóp tvisvar í vikunni. Ég er viss um að mamma myndi tárast af gleði ef hún myndi lesa þessa færslu.

Mikið er ég ánægður með Djibril Cisse. Það er sko fótboltakappi að mínu skapi.

Já, og þetta er gott blogg.

186 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33