KR-Karfan

16. apríl, 2007
Ég tek tilbaka allt slæmt, sem ég hef sagt um íslenskan körfubolta. Það er kannski ekki mjög skemmtilegt að horfa á lið af Suðurnersjunum spila - en þegar lið, sem ég hef taugar til, er að spila - þá verður...... (Skoða færslu)

Framundan

10. apríl, 2007
Næst á dagskrá: Klukkutími af innifótbolta og síðan 3 klukkutímar af Meistaradeildinni í sjónvarpinu. Ahhh, ég elska svona kvöld....... (Skoða færslu)

Baseball!

2. apríl, 2007
Til hamingju með daginn!!! Cubs töpuðu samt, sem er ekki gott. En það er jú 161 leikur eftir....... (Skoða færslu)

Liverpool - Barca

21. febrúar, 2007
Úffff, ég er orðinn verulega spenntur fyrir kvöldinu. Það er ekki oft sem að uppáhaldsliðin mín tvö mætast, en það gerist í kvöld. Mér þykir afskaplega vænt um Barcelona bæði sem borg og lið en það á einfaldlega ekkert lið...... (Skoða færslu)

Super Bowl XLI (uppfært kl 2.45)

4. febrúar, 2007
Og allir saman nú: Let’s go Bears! Let’s go Bears!Löng nótt framundan. Uppfært í hálfleik kl 00.58: Staðan er 19-14 fyrir Indianapoli. Nei, fokking A - Vinatieri klikkaði!!! Staðan er 16-14. Ja hérna. Sko, ef ég væri í partíi -...... (Skoða færslu)

BEARS!!!

21. janúar, 2007
Ég bið nágranna mína velvirðingar á sífelldum hrópum á þessu sunnudagskvöldi. En Chicago Bears eru komnir í Super Bowl!!! Þulurinn á Sýn afskrifaði Chicago og Rex bara svona 150 sinnum í útsendingunni, en hann hafði þokkalega rangt fyrir sér því...... (Skoða færslu)

Wade

29. desember, 2006
Þetta er ágætlega gert hjá stráknum:...... (Skoða færslu)

Wallace

4. júlí, 2006
Þetta eru góðar fréttir!!...... (Skoða færslu)

HM - Breyttar áherslur

30. júní, 2006
Í kjölfar atburða dagsins og árangurs síðustu umferðar hef ég ákveðið að breyta um áherslur á HM. Á einstakan hátt hefur mér tekist að breyta því með hvaða liðum ég held. Núna held ég því með Ítalíu, Portúgal og Frökkum....... (Skoða færslu)

16 liða úrslitin

27. júní, 2006
Þetta eru leikirnir, sem eru búnir í 16 liða úrslitum HM. Þýskaland - Svíþjóð: Einar Örn hélt með Svíþjóð Mexíkó - Argentína: Einar Örn hélt með Mexíkó England - Ekvador: Einar Örn hélt með Englandi Portúgal - Holland: Einar Örn...... (Skoða færslu)

Life during the World Cup

26. júní, 2006
Ég hef ekki mikið að segja á þessari síðu. Flest, sem vekur upp reiði mína og gleði er rætt á þessari síðu, þar sem ég hef ákveðið að halda öllum HM skrifum mínum. En það má alveg koma því fram...... (Skoða færslu)

Barça Evrópumeistarar

17. maí, 2006
Í fyrra var það Liverpool og í ár Barça. Ég get alveg vanist því að liðin mín vinni Evrópumeistaratitil á hverju ári. Núna þurfa bara Holland eða Mexíkó að vinna á HM í sumar og þá er ég sáttur....... (Skoða færslu)

Barca!

22. febrúar, 2006
Hólí sjitt hvað Barcelona er gott lið! Það er yyyyndislegt að sjá Chelsea liðið tekið í nefið og það er ekki leiðinlegt þegar það er annað af upphaáldsliðunum mínum, sem á í hlut. Lionel Messi er 18 ára! Hann er...... (Skoða færslu)

Íþróttahelgin mikla

8. maí, 2005
Fyrir þessa helgi hafði ég ætlað mér þrjá hluti: að horfa á mikið af íþróttum í sjónvarpinu, að fara í ræktina að minnsta kosti einu sinni og að klára vefsíðu, sem ég er að vinna í. Mér tókst að fara...... (Skoða færslu)

Húnar og Naut

6. maí, 2005
Jööössss! Sýn ætla að sýna leik 6 í einvígi Washington og Chicago í NBA á miðnætti í kvöld. Þannig að klukkan hálf átta get ég horft á Mark Prior kasta fyrir Chicago Cubs gegn Philadelphia og svo get ég horft...... (Skoða færslu)

Da da da dara!

13. apríl, 2005
Ó, ég er svo glaður SVO GLAÐUR! Ég elska fótbolta!...... (Skoða færslu)

Svartasti dagurinn í sögu Liverpool

3. apríl, 2005
Á þriðjudaginn mætast Liverpool og Juventust í 8-liða úrslitum í Meistaradeild Evrópu. Ég skrifaði pistil á Liverpool bloggið um þennan leik, en þetta er í fyrsta skipti sem liðin mætast eftir hörmungarnar á Heysel fyrir 20 árum. Held að margt...... (Skoða færslu)

7 í röð

1. apríl, 2005
Ég vildi bara benda áhugasömum á þetta: Bulls win 7th straight. Gaman gaman! Hvernig væri nú ef að Sýn myndi taka sig til og sýna einn leik með Bulls, ha? Chicago eru núna í 4. sæti í Austurdeildinni. Magnað!...... (Skoða færslu)

I gotta say it was a good day

9. mars, 2005
:-) Liverpool vann. Við erumí 8-liða úrslitum í Meistaradeildinni. Yndislegt! Dásamlegt. Í tilefni dagsins ætla ég að deila með ykkur lagi, sem kemur mér alltaf í stuð. Jafnvel þótt þið fílið ekki hip-hop, þá er bara hreinlega ekki hægt að...... (Skoða færslu)

&#%"&!%§!!!

8. mars, 2005
Ég HATA Chelsea! Takk fyrir og góða nótt....... (Skoða færslu)

Bulls geta eitthvað!!!

27. janúar, 2005
Fyrirgefið, en gerið þið ykkur grein fyrir því að Chicago Bulls eru í 6. sæti í Austurdeildinni?! Sjötta sæti! Einum og hálfum leik á eftir meisturum Detroit! Liðið, sem hefur ekki komist í úrslitakeppnina síðan Jordan hætti og byrjaði leiktíðina...... (Skoða færslu)

Hamingja!

8. desember, 2004
Í kvöld er ég glaður. Ég elska Liverpool. Ég fokking elska þetta lið!!! Þið megið alveg gera grín að þessu, en það er bara fátt skemmtilegra en að horfa á svona frábæra fótboltaleiki með uppáhaldsliðinu sínu. Ótrúlega gaman!...... (Skoða færslu)

Red Sox unnu!

28. október, 2004
Red Sox unnu! Þeir eru meistarar eftir 86 ára bið! Ímyndið ykkur að búa í borg, sem er fjögurra klukkutíma akstur frá þekktustu borg heims og að allir íbúar nágrannaborgarinnar séu fáránlega uppteknir af borginni sinni og hvað hún sé...... (Skoða færslu)

Það tókst!!!

21. október, 2004
Það tókst!!! Red Sox unnu Ég er þreyttur, verulega þreyttur. En mikið er þetta nú yndislegt....... (Skoða færslu)

Löööööng nótt framundan

20. október, 2004
Það er komið að því. Leikur 7 á milli New York Yankees og Boston Red Sox. Þetta verður rosalegt. Það er engin furða að ESPN spyrji sig hvort þetta sé “The Most anticipated game ever” Ég ætla sko að vaka...... (Skoða færslu)

Sund á Ólympíuleikunum

17. ágúst, 2004
Þrátt fyrir að pabbi minn hafi verið margverðlaunaður sundmaður, þá hef ég alla ævi verið blessunarlega laus við áhuga á sundi (auk þess, sem ég er alveg skuggalega lélegur sundmaður). Þetta blogg hjá Sverri Jakobs um sundkeppnina á Ólympíuleikunum minnti...... (Skoða færslu)

Tímamót

13. ágúst, 2004
Fyrir ykkur, sem fylgjast ekki með fótbolta, þá eru stórtíðindi að gerast. Málið er að uppáhaldsknattspyrnumaðurinn minn, Michael Owen er að fara til Real Madrid. Þetta er magnað. Owen hefur verið í gríðarlegu uppáhaldi hjá mér síðustu 3-4 ár. Það...... (Skoða færslu)

Nooomah!

2. ágúst, 2004
Ja hérna. Ég kem heim úr góðri þriggja daga útilegu, kíki á netið og hvað sé ég? Nooooomar er kominn til Chicago Cubs!! Ég veit að það eru sirka einn Íslendingur (ég), sem er spenntur yfir þessu, en ég...... (Skoða færslu)

Kim-Jong Tiger

8. júlí, 2004
Þetta brjálæðislega komment minnti mig á atriði, sem ég ætlaði að fjalla um fyrir löngu. Það er gríðarlegir golfhæfileikar Kim Jong Il, leiðtoga Norður-Kóreu. Málið er að einsog NY Times fjalla um í þessari grein, þá er Kim-Jong Il, leiðtogi...... (Skoða færslu)

Tengsl kommúnismans og Steven Gerrard

25. júní, 2004
Ok, nú fer ég heim og græt mig í svefn: Chelsea net Gerrard Hugsið ykkur bara, þetta er allt Ronald Reagan að kenna! Hann sigraðist á kommúnismanum, sem varð til þess að Sovétríkin hrundu. Eftir að þau hrundu ákvað Jeltsín...... (Skoða færslu)

Someone saved my life tonight

23. júní, 2004
Hvað get ég sagt meira um Milan Baros. Hann er sennilega uppáhaldsleikmaðurinn minn hjá Liverpool, ótrúlega skemmtilegur og sterkur framherji. Og hvað gerir hann í kvöld? Jú, Þjóðverjar máttu ekki vinna Tékka, því þá hefðu mínir menn, Hollendingar, dottið úr...... (Skoða færslu)

Beastie Boys, Dylan, EM2004 og Texas

21. júní, 2004
Uppfærslur á þessari síðu eru orðnar alveg fáránlega fáar. Fyrir því eru svosem ýmsar ástæður. Kem meira inná það seinna. Spilaði í kvöld minn fyrsta leik í utandeildinni í tvö ár, núna með Magic en áður spilaði ég með FC...... (Skoða færslu)

Umfjöllun um Liverpool Blogg

14. júní, 2004
Liverpool bloggið okkar Kristjáns hefur farið gríðarlega vel af stað. Síðan er uppfærð nokkrum sinnum á dag og hefur aðsóknin verið mikil. Alls um 6.000 heimsóknir á þessum tæpu þrem vikum, sem síðan hefur verið í loftinu. Í dag bætist...... (Skoða færslu)

Liverpool blogg

26. maí, 2004
Draumurinn hans Jensa hefur ræst Hið íslenska Liverpool Blogg Ég er búinn að setja upp þessa síðu ásamt Kristjáni, Liverpool aðdáenda. Er búinn að setja inn fyrstu færslurnar. Þetta verður uppfært oft og verður vonandi skemmtilegur umræðuvettvangur. Endilega bendið öllum...... (Skoða færslu)

Maddux

19. febrúar, 2004
Greg Maddux, einn besti kastari í hafnabolta er kominn aftur til Chicago. Eru ekki allir jafn spenntir og ég??? Ég er að deyja. Af hverju getur þetta blessaða hafnaboltatímabil ekki byrjað strax. Welcome home, Greg Maddux. You'll find Wrigley Field...... (Skoða færslu)

Hoooooooolland!!

19. nóvember, 2003
Það er víst ekki oft þessa dagana, sem ég fæ sérstakt tækifæri til að gleðjast yfir fótbolta. En í kvöld var sko gaman, því ég var að horfa á Holland vinna Skotland 6-0. Ég held að Skotar hafi komist svona...... (Skoða færslu)

Cubs Win! Cubs Win! Cubs win!

28. september, 2003
Holy Cow, Cubs unnu!!!! Chicago Cubs unnu. Í fyrsta skipti í 14 ár unnu þeir deildina sína. Cubs win Cubs win Cubs win Já, UNNU DEILDINIA SÍNA. Ég gæfi allt til að vera í Bleacher sætum á Wrigley Field akkúrat...... (Skoða færslu)

Root root root for the Cubbies

20. september, 2003
Ok, ég ætla að fjalla um hafnabolta. Hér er megin reglan á þessari síðu þegar fjallað er um hafnabolta. Það er stranglega bannað að koma með einhverjar alhæfingar um hafnabolta, svo sem einsog: "uh, þetta er leiðinleg íþrótt" eða "uh,...... (Skoða færslu)

Pippen og Kobe

20. júlí, 2003
Fyrir þá, sem hafa ennþá áhuga á NBA deildinni, þá er ýmislegt athyglisvert að gerast. Til dæmis er Scottie Pippen kominn aftur til uppáhaldsliðsins míns, Chicago Bulls. Sam Smith skrifar góðan pistil um málið en hann telur að þetta sé...... (Skoða færslu)

Pulsur

4. júlí, 2003
Þetta er einhver almagnaðsti íþróttamaður í heimi: Takeru Kobayashi Hann vann í dag Nathan's International Hot Dog Eating Contest, þar sem keppendur slást um það hver geti borðað flestar pulsur á 12 mínútum. Kobayashi borðaði 44 pulsur á þessum tíma,...... (Skoða færslu)

Foe

27. júní, 2003
Þetta er alveg hræðilegt! Hvernig getur 28 ára maður dottið niður í fótboltaleik og dáið? Það að sjá þetta í sjónvarpinu var ótrúlegt. Það hafa nokkrir leikmenn í Bandaríkjunum hnigið niður í miklum hita, svo að ég viti. Þannig lenti...... (Skoða færslu)

Baseball!!!

30. mars, 2003
Vúhúúúú!! Baseball tímabilið byrjar á morgun. Eru ekki allir spenntir?? Ég veit að ég er allavegana hrikalega spenntur. Mitt lið, Chicago Cubs er með nýjan þjálfara, Dusty Baker, sem kom San Fransisco Giants í World Series í fyrra. Margir eru...... (Skoða færslu)

Where did it all go wrong?

24. febrúar, 2003
Það er vissulega alveg hrikaleg hlutskipti að vera Liverpool aðdáandi þessa dagana. Þetta eru alveg ólýsanleg vandræði hjá þessu liði. Ég bara skil ekki hvernig þetta hefur allt gerst. Fyrir tæpum tveimur árum skrifaði ég þessa færslu. Hvað hefur gerst?...... (Skoða færslu)

Blindskák

13. febrúar, 2003
Helgi Áss, fyrrum bekkjarfélagi minn úr Verzló, sló í gær Íslandsmetið í blindskák þegar hann tefldi við 11 manns. Þetta er alveg hreint ótrúlega magnað. Ég man að í Verzló þá tefldi ég, ásamt tveimur öðrum strákum úr bekknum, blindskák...... (Skoða færslu)

Ó nei!

9. nóvember, 2002
Það er ótrúlegt hvað maður er fljótur að gleyma öllum góðu hlutunum þegar Liverpool tapar. Ég horfði á leikinn í dag og það var hörmung. Ég hefði frekar átt að eyða tímanum í að skera papriku á Serrano. Mér finnst...... (Skoða færslu)

Ó nei!

Það er ótrúlegt hvað maður er fljótur að gleyma öllum góðu hlutunum þegar Liverpool tapar. Ég horfði á leikinn í dag og það var hörmung. Ég hefði frekar átt að eyða tímanum í að skera papriku á Serrano. Mér finnst...... (Skoða færslu)

Landsleikurinn

12. október, 2002
Leikurinn við Skota í dag var svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir. Fyrra mark skota var náttúrulega fáránleg óheppni og eftir það var þetta erfitt fyrir íslenska liðið þrátt fyrir ágætis spretti inná milli. Ég horfði á leikinn...... (Skoða færslu)

Ferguson

15. ágúst, 2002
Skemmtileg grein um Alex Ferguson og eilífar afsakanir hans. Annars hefur það gerst, að ég held að Arsene Wenger fari meira í taugarnar á mér en Ferguson. Það þykir mér merkilegt. Wenger er sífellt að væla. Nú síðast var það...... (Skoða færslu)

Mexíkó og Bandaríkin

18. júní, 2002
Ég og Dan horfðum á Mexíkó og Bandaríkin í fyrradag. Ég hélt með Mexíkó en hann auðvitað með Bandaríkjunum. Ég vorkenni Mexíkóum afskaplega mikið eftir þennan ósigur. Það er nefnilega þannig að fótboltinn var nokkurn veginn það eina, sem Mexíkóar...... (Skoða færslu)

The Economist og HM

11. júní, 2002
Það er fátt betra til að hvíla sig á hagfræðilærdómi en að lesa The Economist með hádegismatnum. Í síðasta blaði fjallar blaðið ítarlega um heimsmeistarakeppnina í fótbolta. Þar er m.a. nokkuð fyndin lýsing a keppni Afríkuríkja. The tournament started with...... (Skoða færslu)

Damn Yankees!

28. maí, 2002
Jammm, við Hildur erum að fara ásamt Dan á Chicago White Sox - New York Yankees, sem verður á Comiskey Park í kvöld. Ég þoli ekki White Sox af því að ég er Cubs aðdáandi og ég þoli ekki Yankees...... (Skoða færslu)

Fyrsta HM færslan

24. maí, 2002
Fréttir af HM undanfarna daga hafa ekki verið mjög skemmtilegar, þar sem bæði Danny Murphy og Steven Gerrard eru meiddir og spila ekkert með. Því verða bara fimm Liverpool leikmenn á HM, Owen, Heskey, Dudek, Hamann og Xavier. Það er...... (Skoða færslu)

Ó já, meiri baseball

6. maí, 2002
Núna er 25 stigi hiti úti, sem er frekar svekkjandi akkúrat þessa stundina, þar sem ég er að vinna í tölvuverkefni. Hins vegar er ég að fara í kvöld á baseball leik. Það er fátt skemmtilegra í svona góðu veðri...... (Skoða færslu)

Aaaarrgghhh!!

24. apríl, 2002
Jamm, Cubs töpuðu í gær. Bere klúðraði málunum einsog ég hafði spáð fyrir. Reyndar vann Sosa einvígið við Bonds, þar sem Sosa náði einu Home Run í sjöttu lotu. Klukkan 9.11 var mínútu þögn til að minnast þeirra, sem dóu...... (Skoða færslu)

Sosa og Bonds

23. apríl, 2002
Yesss!!! Við Hildur erum að fara á baseball leik í kvöld. Ég er viss um að lesendur þessarar síðu eru strax orðnir spenntir. Í kvöld erum við að fara að sjá Chicago Cubs vinna San Fransisco Giants. Það er reyndar...... (Skoða færslu)

Liðið mitt

12. apríl, 2002
Miðað við hvað gengi Liverpool hefur gríðarlega mikil áhrif á skap mitt, þá finnst mér ég hafa skrifað furðu lítið um fótbolta hér á síðunni undanfarið. Liverpool duttu víst út úr Meistaradeildinni á þriðjudag. Það tap hafði ekki jafn neikvæð...... (Skoða færslu)

Auðvitað

6. apríl, 2002
Auðvitað tókst Bulls að tapa í gær. Cubs töpuðu líka í gær og Arsenal og Man Utd unnu í dag. Hvar endar þetta helvíti? Leikurinn var annars nokkuð góður. Allir púuðu á Charles Oakley, sem var gaman. Svo er það...... (Skoða færslu)

Bulls og Air Canada

Við Hildur erum að fara á NBA leik á eftir. Hildur hefur aldrei farið á körfuboltaleik hérna, þannig að við ákváðum að kaupa okkur miða á Bulls-Raptors. Það er nokkuð síðan ég keypti þessa miða, sem kostuðu 15 dollara og...... (Skoða færslu)

March Madness

12. mars, 2002
Þá er ég buinn að fylla út NCAA bracket-ið mitt. Ég skora á alla, sem vita eitthvað um bandarískan háskólakörfubolta að reyna að gera betur. Ég spái því að Duke vinni skólann hennar Thelmu, Maryland í úrslitunum. Jason Williams verður...... (Skoða færslu)

Rose og Chicago

22. febrúar, 2002
Sjáið bara hvað Jalen Rose er ánægður með að vera fluttur til alvöru borgar. Hann bjó í Indiana, sem mér finnst vera asnalegt ríki. Ég hef reyndar ekki komið til Indianapolis, en vinkona mín sagði mér að það væri asnaleg...... (Skoða færslu)

NBA og Chicago

20. febrúar, 2002
Af einhverjum ástæðum byrjaði ég að halda með Chicago Bulls stuttu eftir að ég flutti hingað til Chicago. Einu sinni héldu allir, sem ég þekki heima á Íslandi með Bulls, en ég efa að margir séu eftir í þeim aðdáendahópi....... (Skoða færslu)

Persónulegt íþróttamet (Liverpool, Bulls, Bears, Northwestern, Patriots)

21. janúar, 2002
Ég veit ekki alveg hvort ég hafi sett persónulegt met í íþróttaglápi. Allavegana horfði ég í gær á 5 íþróttaleiki. Geri aðrir betur. Dagurinn byrjaði klukkan 11 en þá horfði ég hérna heima á Liverpool-Southampton. Þar sem Liverpool leikir valda...... (Skoða færslu)

Liverpool...????

11. janúar, 2002
Mitt lið, Liverpool hefur verið að leika alveg hræðilega undanfarið. Ég var að vona að eitthvað myndi lagast í gær, en þá var Liverpool-Southampton sýndur í sjónvarpinu. Þannig að í hagfræðitíma gat ég ekki beðið eftir því að geta komist...... (Skoða færslu)

Bæ bæ Fowler

28. nóvember, 2001
Maður er búinn að búast lengi við þessum tíðindum, en það er samt sorglegt að sjá fletta gerast. Því verður fló ekki neitað að Fowler er ekki nema framherji númer þrjú hjá Liverpool og á sennilega ekki mikinn sjens í...... (Skoða færslu)

Yndislegur sunnudagur

5. nóvember, 2001
Dagurinn í gær var alveg einsog bestu sunnudagar eiga að vera. Ég vaknaði klukkan 10 og fór að horfa á Liverpool - Manchester United, þar sem Liverpool yfirspiluðu United algjörlega og unnu glæsilegan sigur 3-1. Síðan um eftirmiðdaginn horfði ég...... (Skoða færslu)

Megi ESPN fara til helvítis

30. október, 2001
ESPN var eitt sinn ein af mínum uppáhaldsstöðum. Fín íþróttastöð. Ég horfði á Sport Center nær daglega. Í dag hins vegar var ég næstum því búinn að brjóta sjónvarpið í reiði. Ég komst nefnilega að því að þeir höfðu hætt...... (Skoða færslu)

New York Yankees

29. október, 2001
Einn strákur í hagfræði tímanum mínum hefur gengið með New York Yankees húfu hvern einasta dag í haust. Í dag var hann hins vegar búinn að skipta um húfu. Ég fagna því auðvitað, því ég hata Yankees! Ég held að...... (Skoða færslu)

Fótbolti og fótbolti - Hoosier daddy?

9. október, 2001
Ég fór um helgina með fótboltaliðinu í keppnisferð til University of Indiana, sem er í Bloomington í Hoosier ríkinu. Okkur gekk ágætlega. Við spiluðum tvo leiki, unnum Ball State 7-1, þar sem ég skoraði tvö mörk en töpuðum naumlega fyrir...... (Skoða færslu)

......og einu sinni enn!

10. september, 2001
Vá, enn ein færslan um baseball. Ég verð að fara að hætta þessu, þar sem svona fimm Íslendingar hafa áhuga á þessari íþrótt. Allavegana, þá er ég eftir vinnu að fara á leik. Hildur er að læra undir próf, þannig...... (Skoða færslu)

Liverpool la la la

4. september, 2001
Þetta er athyglisverður listi fyrir alla knattspyrnuáhugamenn....... (Skoða færslu)

Ótrúlegur dagur fyrir Liverpool!

31. ágúst, 2001
Það er búið að vera magnað að fylgjast með bresku knattspyrnusíðunum í dag. Mest lætin eru í kringum markvaraðakaup Liverpool. Þetta virðist allt hafa endað með því að Liverpool eru búnir að kaupa TVO markverði. Bæði Jerzy Dudek, markvörð pólska...... (Skoða færslu)

MJ snýr aftur

Það eru eflaust margir, sem hafa áhuga á endurkomu Michael Jordan. Fyrir þá, sem vilja fylgjast vel með í þeim málum vil ég benda á tvo afbragðs pistlahöfunda, sem skrifa fyrir tvö stærstu dagblöðin hér í Chicago. Þeir eru Sam...... (Skoða færslu)

Breytingar hjá ManUtd

30. ágúst, 2001
Mjög sniðug þessi nýja stefna í leikmannakaupum hjá Manchester United. Í fyrsta lagi þá var það augljóst að vörnin var veikasti hlekkurinn hjá liðinu og því ákvað framkvæmdstjórinn að selja besta varnarmanninn til Lazio. Í öðru lagi virðist það vera...... (Skoða færslu)

Sammy Sosa

23. ágúst, 2001
Ég veit að það eru ekki margir Íslendingar, sem hafa áhuga á hafnabolta. Flestir halda að þetta séu allt einhverjir feitir gaurar, sem geti ekki hlaupið, en það er auðvitað vitleysa. Þetta er mjög skemmtileg íþrótt að horfa á í...... (Skoða færslu)

Hristo Stoichkov

13. ágúst, 2001
Hristo Stoichkov var einn af mínum uppáhaldsleikmönnum, þegar hann lék með Barcelona. Hann leikur núna með Chicago Fire, sem er besta liðið í MLS, bandarísku atvinnudeildinni. Ég og Hildur fórum á leik með þeim fyrir nokkru, en fyrir leikinn gat...... (Skoða færslu)

Pistlar um fótbolta

9. ágúst, 2001
Lang skemmtilegustu pistla um fótbolta, sem ég hef lesið, skrifar Paul Tomkins á síðunni BootRoom. Þessi síða er tileinkuð Liverpool, sem er einmitt besta lið í heimi. Allavegana, þá mæli ég með þessum pistlum fyrir alla. Nýjasti pistillinn fjallar um...... (Skoða færslu)

Kvennafótbolti

3. ágúst, 2001
Ég var að komast að því að það er búið að setja af stað atvinnu knattspyrnudeild fyrir konur hérna í Bandaríkjunum. Hins vegar myndi ég ekki hafa hugmynd um þessa deild ef ekki væri fyrir morgunblaðið á netinu. Þeir flytja...... (Skoða færslu)

Hafnabolti

27. júlí, 2001
Þetta kalla ég sko góðar fréttir....... (Skoða færslu)

Sumar og fótbolti

9. júlí, 2001
Það leiðinlegasta við sumarið er að það er enginn enskur fótbolti í sjónvarpinu. Það eina, sem maður getur gert er að lesa fótboltasíður á netinu í von um að eitthvað sé að gerast í kaupum á leikmönnum og slíku. Svo...... (Skoða færslu)

Fleiri myndir í tilefni dagsins

17. maí, 2001
... (Skoða færslu)

Houllier

Þessi maður er SNILLINGUR!!...... (Skoða færslu)

Liverpool Evrópumeistari!!!

16. maí, 2001
Ég er ein taugahrúga eftir að hafa horft á leikinn. Nágrannarnir halda sennilega að ég sé eitthvað geðveikur. Þetta er einhver sá allra skemmtilegasti fótboltaleikur, sem ég hef séð þvílíkt lið!!...... (Skoða færslu)

Davids

Ég vil bara segja að Edgar Davids er fífl. Þetta þýðir að það verður erfitt fyrir Holland að verða heimsmeistarar á næsta ári, einsog ég var búinn að plana....... (Skoða færslu)

Sigur!

12. maí, 2001
... (Skoða færslu)

Liverpool heimasíða

10. maí, 2001
Nýja Liverpool heimasíðan, Liverpoolfc.tv er alger snilld. Ég er búinn að vera að horfa á fullt af viðtölum við leikmenn og fleira slíkt. Gaman að hlusta á leikmennina, t.d. er varla hægt að skilja hvað sumir ensku leikmennirnir eru að...... (Skoða færslu)

Aukaspyrna

16. apríl, 2001
Ef menn vilja laera ad taka aukaspyrnur af 44 metra faeri og redda i leidinni deginum, tha vil eg benda a thennan videobut....... (Skoða færslu)

Fótbolta kjaftæði

31. mars, 2001
Þessi frétt er af Vísi.is, þeim merka fréttavef, Góður sigur hjá Liverpool Liverpool vann í morgun góðan sigur á Englandsmeisturum Manchester United, 2-0. Greinilegt var strax frá byrjun að United-menn myndu ekki gefa allt í leikinn, bæði vegna stöðu sinnar...... (Skoða færslu)

Liverpool-Porto

16. mars, 2001
Ég var að horfa á Liverpool-Porto áðan. Þetta var bara nokkuð góður leikur, Liverpool hafði algera yfirburði í leiknum. Porto áttu einhver tvö skot á markið og Westerveld varði þau nokkuð örugglega. Annars þakka ég bara Guði fyrir að við...... (Skoða færslu)

Fótbolta læti

23. febrúar, 2001
Ég lenti í svakalegum leik í fótboltadeildinni, sem við strákarnir úr Northwestern fótboltaklúbbnum, spilum í. Við vorum að keppa á móti einhverjum aulum og unnum 9-2. Þeir voru ekkert alltof sáttir við það. Til að byrja með í fyrri hálfleiknum...... (Skoða færslu)

Knattspyrnuveisla

25. janúar, 2001
Það er búin að vera sannkölluð knattspyrnuveisla hér við Simpson stræti undanfarna daga. Málið er nebbnilega að við erum komin með bestu stöð í heimi, Fox Sports World. Þessi stöð sýnir bæði enska og ítalska boltann í beinni, auk þess...... (Skoða færslu)

4-0

23. desember, 2000
Ég sé að það er nú ekki mikið búið að vera um skrif á naggnum undanfarið. Ég er búinn að vera á kafi í vinnu og því hef ég litlum tíma eytt í að skoða netið. Ég ætla bara að...... (Skoða færslu)

Loksins!

17. desember, 2000
Loksins!Loksins!Loksins!Loksins!...... (Skoða færslu)

Stoke-Liverpool

29. nóvember, 2000
Ég var að hlusta á beina lýsingu á Stoke-Liverpool á Liverpool heimasíðunni. Þetta var auðvitað frábær leikur og góð úrslit. 8-0 er ekki slæmt....... (Skoða færslu)

Fox Sports

27. nóvember, 2000
Hann fer ekkert smá í taugarnar á mér, þátturinn um enska boltann, sem sýndur er á mánudögum á Fox Sports. Þeir sýna alltaf fullt úr einhverjum rusl leikjum, með liðum einsog Derby og Middlesborough. Svo núna beið ég í tvo...... (Skoða færslu)

Northwestern

29. október, 2000
Northwestern átti ótrúlegan leik gegn Minnesota í gær. Þeir voru undir 35-14 þegar um 10 mínútur voru til leiksloka en náðu einhvern veginn að jafna. Svo þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka sendi Zak Kustok 60 yarda sendingu og Northwestern...... (Skoða færslu)

Figo

23. október, 2000
Þessi málsgrein er úr frétt af mbl.is. Framkomu stuðningsmanna Barcelona má aðallega rekja til óánægju þeirra með Luis Figo og ákvörðun hans að yfirgefa Barcelona fyrir Real Madrid í sumar. Stuðningsmennirnir blístruðu og öskruðu að honum ókvæðisorð í hvert sinn...... (Skoða færslu)

5-0

19. október, 2000
Við voru að keppa við Northern Illinois University í DeKalb og unnum þá örugglega 5-0, þrátt fyrir að við höfðum verið einum færri í fyrri hálfleik, vegna þess að strákar, sem voru á einum bílnum villtust á leiðinni....... (Skoða færslu)

Vincedunk

29. september, 2000
Hægt er að nálgast hina ótrúlegu troðslu Vince Carter á Ólympíuleikunum hér....... (Skoða færslu)

Leikur

28. september, 2000
Hægt verður að horfa á leik Liverpool og Rapid Bucharest á vefnum, í bodi BBC. Hægt verður að fylgjast með leiknum með sérstakri Kopcam, sem verður meðal áhorfenda, að mer skilst....... (Skoða færslu)

Sigur

25. september, 2000
Annars vann skólinn minn Wiscounsin í gær. Þvílík snilld!...... (Skoða færslu)

Að vakna

23. september, 2000
Ég vaknaði klukkan níu í morgun, á laugardagsmorgni, til að spila fótbolta. Það er náttúrulega geðveiki. Ég var því frekar rólegur í gær, fór útað borða og svo í eitthvað partí með vinunum, þar sem um 3000 manns voru samankomnir...... (Skoða færslu)

Owen!

7. september, 2000
Owen er mættur aftur! Sex mörk í þremur leikjum er ekki slæmt. Á vef BBC er fjallað um hvernig honum hefur tekist að ná sér á strik á ný eftir erfið meiðsli...... (Skoða færslu)

ManU

6. september, 2000
Þetta er ótrúleg snilld. Þú getur spilað leik, sem er einsog Who wants to be a millionaire (breska útgáfan, reyndar, enginn Regis) en spurningarnar snúast aðeins um David Beckham og fjölskyldu....... (Skoða færslu)

SUPER SUB OWEN SAVES ENGLAND

4. september, 2000
Þetta sýnir bara að maður á aldrei að láta Owen sitja á bekknum: SUPER SUB OWEN SAVES ENGLAND...... (Skoða færslu)

Þjálfari

2. september, 2000
Þjálfarinn í háskólaliðini mínu í körfubolta er hættur. Hann tók að sér starf, sem aðstoðarþjálfari New York Knicks. Ætli þetta sé ekki bara ágætt fyrir skólann minn, þar sem körfuboltaliðið gat ekki neitt á síðasta tímabili....... (Skoða færslu)

Bolti

29. ágúst, 2000
Ég er loksins kominn með bolta á leikmannasíðunni hjá FC Diðrik eftir að hafa skorað mitt fyrsta mark fyrir félagið í jafnteflisleiknum á móti Magic....... (Skoða færslu)

Diðrik

21. ágúst, 2000
Það var ekki leiðinlegt þegar við Diðriksmenn unnum Tekk í gær....... (Skoða færslu)

Leiðindi

18. ágúst, 2000
Mikið óskaplega leiðast mér þessar umræður á milli FC Diðriks og Orators. Á fotbolta.is hefur verið þrasað stanslaust síðustu viku. Einnig var einstaklega leiðinilegt að vera fyrir utan völlinn þegar á leik þessara liða stóð, því þar var mikið verið...... (Skoða færslu)

Rúst

15. ágúst, 2000
Ég er allur í rúst eftir leikinn með Diðrik í gær. Það er óhætt að segja að ég hafi átt betri daga í boltanum. Ekki meira um það...... (Skoða færslu)

Júdas

24. júlí, 2000
Þegar ég var skiptinemi í Venezuela fyrir einvherjum 5 árum horfði ég alltaf á spænska boltann í sjónvarpinu. Uppáhaldsliðið mitt var (og er enn) Barcelona. Ég sá þá í fyrsta skipti Luis Figo spila og fannst mér hann alveg einstakur...... (Skoða færslu)

(Ó)heppni

15. júlí, 2000
Það hefur löngum fylgt mér að lið, sem ég held með, eru alveg afskaplega óheppin. Góð dæmi þess eru Stjarnan í handbolta og Liverpool í fótbolta. Þegar NBA deildin var sem vinsælust fyrir nokkrum árum hélt ég með Boston Celtics,...... (Skoða færslu)

Cubs

7. júní, 2000
Í gær ákvað ég að sleppa því að lesa stjórnmálafræði og skella mér á völlinn. Ég fór með þrem vinum mínum að sjá Chicago Cubs á móti Arizona í hafnabolta. Auðvitað unnu Cubs, 4-1. Wrigley Field er sennilega sá fallegasti...... (Skoða færslu)

EM

28. maí, 2000
Ég var að komast að því að Evrópukeppnin byrjar áður en ég kem heim. Ég verð því að láta taka upp fyrir mig fyrsta leikinn með Hollandi, sem er mitt lið. Reyndar hef ég dálitlar tilfinningar til Tékka, þar sem...... (Skoða færslu)



EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33