« Girl Power! | Aðalsíða | Tengsl kommúnismans og Steven Gerrard »

Someone saved my life tonight

júní 23, 2004


Hvað get ég sagt meira um Milan Baros. Hann er sennilega uppáhaldsleikmaðurinn minn hjá Liverpool, ótrúlega skemmtilegur og sterkur framherji.

Og hvað gerir hann í kvöld? Jú, Þjóðverjar máttu ekki vinna Tékka, því þá hefðu mínir menn, Hollendingar, dottið úr leik. Þjóðverjar áttu hvert dauðafærið fætur öðru í stöðunni 1-1. Svo er Baros settur inná, hann fær boltann 40 metra frá markinu, með tvo varnarmenn í sér, en einhvern veginn kemur hann boltanum uppað markinu og skorar framhjá Oliver Kahn.

Ég stökk uppúr sófanum og öskraði. “Jeeeeessss jess jessss jesssssss”! Og svo “Milan Baros, þú ert fokking SNILLINGUR!!”. Ég sver það að mig langaði að kyssa sjónvarpið.

Ég hef sjaldan verið svona svakalega ánægður. Hversu yndislegt var það að uppáhaldsleikmaðurinn minn skyldi sjá til þess að uppáhaldsfótboltaliðið mitt kæmist áfram á EM. Ég get nánast fullyrt að ég hef hrætt hálfa blokkina með öskrum mínum. Reyndar er ég eiginlega með dálítinn verk í hálsinum útaf þessu öllu. Þetta verður ekki mikið betra. Ef ég bara fengi símtalið, sem ég bíð eftir, þá væri þetta orðið helvíti gott kvöld.

Takk, Baros! Þú bjargaðir deginum!

Einar Örn uppfærði kl. 21:33 | 183 Orð | Flokkur: Íþróttir



Ummæli (8)


fegin er ég að við sátum ekki á sama sófasetti að horfa á leikinn!!!!!!!!!!!!

urrrrrrrr :-)

Anna Gyða sendi inn - 23.06.04 23:23 - (Ummæli #1)

Hehe, skrifaði einmitt svipaða færslu á minni eigin vefsíðu áðan.

Þetta er það sem ég myndi kalla gott fótboltakvöld: Baros-mark, hollenskur sigur og bæ bæ Þýskaland… :-)

Kristján Atli sendi inn - 23.06.04 23:48 - (Ummæli #2)

Milan Baros er sterkur leikmaður, hefur styrkst með síkkandi hári og er nú orðinn svona týpískur ítalskur leikmaður í útliti.

…þetta var kannski ekki hrós

Kúrbíturinn sendi inn - 23.06.04 23:53 - (Ummæli #3)

Gott gengi Baros-ar með Tékkum sýnir kannski best hversu “gott” Liverpool-liðið er :-)

Sigurjón sendi inn - 24.06.04 10:33 - (Ummæli #4)

Hey, Sigurjón. Ef þetta var skot á Liverpool, þá veistu að slíkt er bannað á þessari síðu.

Og Anna Gyða. Þýskaland eru leiðinlegir :-)

Einar Örn sendi inn - 24.06.04 14:37 - (Ummæli #5)

sorrí ég gleymdi að hringja :-)

katrín sendi inn - 24.06.04 15:26 - (Ummæli #6)

Var einmitt að velta því fyrir mér hvort það væri enginn annar en ég forvitinn um þetta símtal. Svona er að hafa ekki áhuga á fótbolta.

Hildur sendi inn - 24.06.04 17:29 - (Ummæli #7)

:-)

Einar Örn sendi inn - 24.06.04 18:48 - (Ummæli #8)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu