« Someone saved my life tonight | Aðalsíða | Heimskasti maður í heimi er... »

Tengsl kommúnismans og Steven Gerrard

júní 25, 2004

Ok, nú fer ég heim og græt mig í svefn: Chelsea net Gerrard

Hugsið ykkur bara, þetta er allt Ronald Reagan að kenna! Hann sigraðist á kommúnismanum, sem varð til þess að Sovétríkin hrundu. Eftir að þau hrundu ákvað Jeltsín að einkavæða öll helstu ríkisfyrirtækin í Rússlandi.

Hann ákvað hins vegar að gera það á sem óheiðarlegastan hátt, og því fengu vinir hans og félagar að kaupa fyrirtækin á fáránlega lágu verði. Einn af þessum félögum hans átti góðan viðskiptafélaga, sem heitir Roman Abrahamovits. Þessir glæpamenn fengu að kaupa rússnesk olíufyrtæki á fáránlega lágu verði gegn því að vera ekki með neinn skæting gagnvart Kreml.

Allavegana, olíufyrirtækin hækkuðu gríðarlega í verði og þessir menn urðu ekki aðeins ríkustu menn Rússlands, heldur ríkustu menn heims. Á meðan að almenningur í Rússlandi bjó við hungur, skemmtu þessir menn sér á snekkjum í Miðjarðarhafinu og eyddu illa fengnum olíupeningum.

Einn þeirra fékk svo leið á að leika sér í Miðjarðarhafinu og datt í síðasta sumar í hug að kaupa fótboltalið. Hann valdi Chelsea, lið á barmi gjaldþrots og keypti liðið. Hann hefur síðan eytt milljörðum í rándýra og fégráðuga knattspyrnumenn.

Þetta var nógu slæmt, þangað til í sumar þegar menn fóru að bera peninga í Steven Gerrard, uppáhald okkar Liverpool manna. Og núna virðist það vera að bera árangur. Blöðin staðfesta að Gerrard sé á leið til Chelsea. Þannig að í stað þess að olíupeningar Rússa fari í að fæða sárafátækan almenning í Rússlandi, þá eru þeir notaðir til að kaupa enska knattspyrnumenn.

Þannig að endalok kommúnismans hafa valdið því að einn af uppáhaldsleikmönnunum mínum er núna á leið frá Liverpool. Það er ljóst að ég mun ekki lengur líta á endalok kommúnismans sem blessun fyrir heiminn.

Einar Örn uppfærði kl. 13:58 | 284 Orð | Flokkur: Íþróttir



Ummæli (1)


En gaman að endalok kommúnismans hafi gert Liverpool að lélegra liði, tvær flugur í einu höggi… samhryggist samt sem áður :-)

Genni sendi inn - 30.06.04 01:28 - (Ummæli #1)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu





EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Leit:

Síðustu ummæli

  • Genni: En gaman að endalok kommúnismans hafi gert Liverpo ...[Skoða]


Ég nota MT 3.121

.