Reykstofan

19. apríl, 2007
Einhvern tímann þarf einhver fróður einstaklingur að útskýra fyrir mér hvernig fólk, sem reykir ekki, getur lifað af inná Ölstofunni í meira en klukkutíma. Eflaust er ég frekar viðkvæmur fyrir sígarettureyk. Aldrei hefði mér dottið það í hug að það...... (Skoða færslu)

Helgin

15. apríl, 2007
Helgin er búin að vera fín… Fór á Peter, Björn og John tónleikana á föstudagskvöld með Jensa. Þeir voru verulega góðir. Sprengjuhöllin hitaði upp og þar sá ég þá spila Samfylkingarlagið í fyrra skipti af tveimur þessa helgi. Svo kom...... (Skoða færslu)

Landsfundur

13. apríl, 2007
Ég gerði heiðarlega tilraun til að mæta á landsfund okkar jafnaðarmanna í dag. Ætlaði að stoppa örstutt á Serrano í leiðinni til að sækja gleraugun mín. Það stopp reyndist vera nærri því tveir tímar og því missti ég af öllu...... (Skoða færslu)

Hausverkur

12. apríl, 2007
Ég vil leggja fram opinbera kvörtun yfir því að ég skuli vera með fáránlegan, dúndrandi hausverk annan daginn í röð. Ranglæti heimsins er óendanlegt....... (Skoða færslu)

67% íslenskra stelpna á föstu?

9. apríl, 2007
Fyrir 4 árum skrifaði ég pistil á þessa síðu, sem vakti talsverða athygli: “Eru allar stelpur á Íslandi á föstu?”. Þá var ég tiltölulega nýfluttur til Íslands og hafði lent í því nokkrum sinnum að reyna við stelpur á skemmtistöðum,...... (Skoða færslu)

Páskafrí

6. apríl, 2007
Fyrir utan frábæra páska í fyrra hef ég eytt síðustu páskum á Íslandi að stóru leyti í vitleysu. Blanda af djammi, sjónvarpsglápi og almennri leti. En ég ætlaði að breyta til þessa páska og gerði þess vegna actually to-do lista...... (Skoða færslu)

Páskar

29. mars, 2007
Jösssss, syngjandi páskastelpan frá Ölgerðinni er farin að birtast í sjónvarpinu. Ég er því officcially kominn í páskaskap.
* * *
Í dag endurheimti ég uppáhaldsúlpuna mína. Á laugardagskvöldið setti ég hana á gólfið inní horn á Vegamótum, þar sem...... (Skoða færslu)

Grand Canyon, Guacamole og George Foreman

21. mars, 2007
Í útvarpinu hljómar nú auglýsing frá Fljótt & Gott hjá BSÍ, sem eru nágrannar okkar á Serrano Hringbrauti. Auglýsingin inniheldur meðal annars þessa línu: “Ekkert guacamole kjaftæði” Ég segi bara “I’m flattered!” (Uppfært: Samkvæmt Svansson er þetta lína úr Mýrinni)...... (Skoða færslu)

Dúdúrúmmmm

18. mars, 2007
Jæja, þá getum við þakkað Vinstri Grænum fyrir það að við munum ekki geta keypt áfengi í matvörubúðum. Alveg get ég ekki skilið af hverju þetta er svona mikið mál.
* * *
Á föstudagksvöld inná Boston (sem er skemmtistaður...... (Skoða færslu)

Blogg?

10. mars, 2007
Þegar ég renni yfir síðustu færslur á þessari síðu þá er ekki laust við að ég skammist mín fyrir leiðindin sem ég hef verið að skrifa hérna inn að undanförnu. Af ýmsum ástæðum hafa fáar áhugaverðar færslur verið settar hingað...... (Skoða færslu)

Salsa update

18. febrúar, 2007
Jæja, ég kláraði salsa námskeiðið á föstudagskvöld. Er búinn að vera á því í sex vikur og þetta er búið að vera verulega skemmtilegt. Stelpan sem ég dansa með hafði aldrei prófað salsa, en ég hafði lært það mjööög óformlega...... (Skoða færslu)

Verkir

15. febrúar, 2007
Í vikunni byrjaði ég að lyfta aftur eftir að hafa einbeitt mér að hlaupum í ræktinni að undanförnu. Afleiðingar þess eru einhverjar fáránlegustu harðsperrur sem ég hef fengið. Einnig hef ég farið tvisvar í fótbolta í vikunni og uppskorið tvær...... (Skoða færslu)

Ferð

14. febrúar, 2007
Kristján Atli er búinn að skrifa á Liverpool blogginu um ferðina sem ég er að fara í núna eftir tvær vikur. Ég er semsagt að fara með hinum Liverpool bloggurunum (mínus Aggi) til Liverpool þar sem ég mun sjá uppáhaldsliðið...... (Skoða færslu)

Sófinn minn

12. febrúar, 2007
Þessi helgi er búin að vera einstaklega skemmtileg. Ég er löngu hættur að halda þessu bloggi út sem einhvers konar dagbók, en ætla að breyta útaf vananum núna. Málið er að þegar ég var á ferðalagi í Asíu þá skráði...... (Skoða færslu)

Í dag

8. febrúar, 2007
Áðan var ég í Melabúðinni þegar ég sá fyrrverandi kærustu mína framan á Séð & Heyrt (nei, ekki Sirrí!) og ákvað að kaupa blaðið í fyrsta skipti í langan tíma. Þegar ég kom heim las ég blaðið. Sú athöfn tók...... (Skoða færslu)

Ömurlegheit

7. febrúar, 2007
Ég er með stíflað nef og kvef. Af því leiðir að ég er með hræðilegan hausverk Og augun á mér eru þurr. Og rauð og sjúskuð. Og íbúðin mín er skítug Og to do listinn minn í vinnunni er komin...... (Skoða færslu)

Salsa!

13. janúar, 2007
Á meðan Emil félagi minn á Serrano var uppá fæðingardeild þar sem hann og Ella eignuðust litla stelpu (til hamingju!!!) var ég í fyrsta tímanum mínum á salsa námskeiði. Ég er lengi búinn að ætla að fara á námskeið í...... (Skoða færslu)

41

10. janúar, 2007
Síðan klukkan 21 er ég búinn að senda út 41 mismunandi email. Þessi dagur byrjaði ekki vel, en hann hefur skánað verulega og núna er ég loksins að fá fullan vinnustyrk. :-) Núna eru bara 17 dagar í að við...... (Skoða færslu)

Þunglyndi

Í gærkvöldi lét ég í fyrsta skipti í langan tíma fótboltaleik eyðileggja algjörlega fyrir mér kvöldið. Ég var svo dapur yfir úrslitunum að ég fór að sofa leiður og vaknaði í morgun í vondu skapi. Ég er enn að láta...... (Skoða færslu)

Áramóta-ávarp 2006

31. desember, 2006
Ok, árið um það bil að klárast. Þarf maður þá ekki að skoða sitt líf? Þetta er búið að vera furðulegt ár. Ég hef lent í hlutum sem mig hefði aldrei grunað í byrjun árs, flesta þá ræði ég ekki...... (Skoða færslu)

Næstsíðasta laugardagskvöld fyrir jól

16. desember, 2006
Fyrir 364 dögum skrifaði ég eftirfarandi: Hvað gerir ungur piparsveinn á laugardagskvöldi? Jú, í mínu tilfelli þá hef ég eytt síðustu 5 klukkutímunum inní eldhúsi á Serrano, skerandi kjúkling og búandi til sósur. Það var hressandi Einhvern veginn varð þetta...... (Skoða færslu)

3 speed

9. desember, 2006
life is funnybut not ha ha funnypeculiar I guessyou think I got it going my waythen why am I such a fuckin’ mess? Af einhverjum ástæðum líður mér einsog það sé sunnudagskvöld. Ég er ógeðslega þreyttur, ennþá þunnur og...... (Skoða færslu)

Greyið ég!

Er ekki gaman að lesa færslur sem byrja á “Sjiiiiiii, ég er þunnur”? Allavegana, ég er fáránlega þunnur eftir að hafa djammað í gær. Ég fór með fyrrverandi vinnufsfélögum á Domo í mat. Sá staður er algjörlega frábær. Ég var...... (Skoða færslu)

Hryllileg djammtónlist

2. september, 2006
Ég fór á djammið í gær. Skemmti mér virkilega vel, þrátt fyrir gæði íslenskra skemmtistaða. Ég veit að ég er búinn að pirra mig á þessu oft áður, en ég bara verð. Kvöldið niðrí miðbæ hófst á Hressó þar sem...... (Skoða færslu)

Efsta stig þynnku

20. ágúst, 2006
Undanfarnar tvær helgar hefur þynnkan hjá mér náð ákveðnu hámarki. Vanalega hefur þynnkan lýst sér í nokkuð slæmum hausverk, sem sæmilega auðvelt er að losna við. Í gær og síðasta sunnudag var þó toppnum náð. Þynnkan var svo slæm að...... (Skoða færslu)

Nýtt líf, dagur 1

1. ágúst, 2006
Í gær hætti ég í vinnunni. Ég sagði upp í desember, en vegna ýmissa mála ákvað ég að vinna svona lengi. Í gær pakkaði ég loksins saman dótinu á skrifborðinu mínu og labbaði út eftir rúm 3 ár í fullu...... (Skoða færslu)

Vá!

20. júlí, 2006
Vá… Vá Hvað ég er orðinn brúnn! Vá! Ryan í OC var að verða átján. Gaurinn, sem leikur hann er ári yngri en ég. Vá hvað ég datt gjörsamlega úr öllu formi í þessum veikindum. Ég reyndi að hlaupa eftir...... (Skoða færslu)

Skortur á góðum drykkjum

8. júlí, 2006
Eitt, sem getur hugsanlega talist gott við veikindi er að ég losna við allt samviskubit sem tengist áti. Ef mig langar í kex með mjólk í morgunmat, popp í hádegismat og nammi í eftirmiðdagskaffi, þá fæ ég nákvæmlega ekkert samviskubit...... (Skoða færslu)

Fáar og lélegar færslur

5. júlí, 2006
Ég hef að undanförnu verið í talsverðum efa um innihald og framhald á þessari ágætu bloggsíðu. Þeir, sem hafa fylgst með henni í langan tíma, hljóta að hafa tekið eftir því að færslum á þessari síðu hefur fækkað og innihaldið...... (Skoða færslu)

Helgin

5. júní, 2006
Ja hérna, Halldór hættur sem forsætisráðherra! Helgin er búin að vera verulega góð - eða allavegana kvöldin. Fór útað borða með kærustunni og svo á smá pöbbarölt á föstudaginn og á laugardag fór ég í giftingu til vina minna. Drakk...... (Skoða færslu)

Kosningar, djamm og hettuklætt fólk

29. maí, 2006
Ég verð að játa það að ég er ennþá svekktur yfir úrslitum kosninganna. Hef bara svo lítið álit á Sjálfstæðismönnum að ég efast stórlega um að þeir geri margt til að gera Reykjavík að skemmtilegri eða meira spennandi borg. Flestir,...... (Skoða færslu)

Hár, reykköfun og Seltjarnarnes

3. maí, 2006
Ef ég hefði sent inn bréf til Skjás Eins fyrir tveim mánuðum með þeirri hugmynd að búa til hálftíma sjónvarpsþátt, þar sem 20 krakkar fara saman í reykköfun og í leiki uppí sveit, ætli hugmyndinni hefði verið vel tekið? Ég...... (Skoða færslu)

Út

27. mars, 2006
Ég er að fara út í fyrramálið. Fer til Utrecht í Hollandi, þar sem ég mun sitja ráðstefnu um sælgæti. Hún mun vera fram á fimmtudag. Föstudeginum ætla ég að eyða á Rijksmuseum í Amsterdam. Hef ekki enn farið á...... (Skoða færslu)

Síðustu vikur

23. mars, 2006
Á síðustu vikum hef ég: Ekki nennt að blogga (nema á Liverpool blogginu) Verið hamingjusamur Farið á laugardagskvöldi á Ólíver (enn léleg tónlist), Rex (ég er ekki enn nógu gamall fyrir þann stað), Victor (verulega skrýtið), Vínbarinn (í 15 mínútur,...... (Skoða færslu)

Fótboltaferð

5. mars, 2006
Ég er að fara út í fyrramálið í massíva fótboltaferð. Vona að hún verði jafn vel heppnuð og síðasta fótboltaferð. Planið er semsagt að fara út á morgun til Barcelona. Þar verð ég á þriðjudag á fundum hjá fyrirtæki, sem...... (Skoða færslu)

Hvalkjöt á diskinn minn (hóst)

16. febrúar, 2006
Ég get hreinlega ekki lengur verið með línurit sem efstu færslu á þessari bloggsíðu. Verð bara að skrifa…um eitthvað. Allavegana… Á miðvikudaginn var ég með útlendinga í mat á Humarhúsinu. Það er ekki frásögu færandi nema fyrir eina staðreynd. Á...... (Skoða færslu)

Djammið er dáið!

5. febrúar, 2006
Ég held að ég hafi komist nálægt því að gefast endanlega uppá íslensku skemmtanalífi í gær þegar ég fór með vini mínum á djammið í miðborg Reykjavíkur. Ég skemmti mér frábærlega, en það var ekki gæðum skemmtistaðanna að þakka, heldur...... (Skoða færslu)

Sverige

18. janúar, 2006
Ég held því fram eftir þennan dag að ég viti meira um barnamat en þú!
* * *
Hitti systur mína og fjölskyldu í gær í Köben. Mikið var það næs. Eyddi deginum í spjall, lét litla frænda minn rústa...... (Skoða færslu)

Út!

16. janúar, 2006
Jæja, fyrsta utanlandsferðin mín í ár er plönuð á morgun. Ætla að eyða næstu dögum í sæluríki jafnaðarmannastefnunnar, Svíþjóð. Á að fljúga til Köben, þar sem ég ætla að hitta systur mína og fjölskyldu. Þaðan er planið að fara til...... (Skoða færslu)

Tilraun dagsins

15. janúar, 2006
Í tilraun dagsins ákvað ég að prófa að setja iPod Nano í þvottavél og kanna hvort hann myndi lifa af einn klukkutíma í 40 gráðu heitu vatni. Niðurstaðan: Nei, hann þolir það ekki. Fokk, fokk ,FOOOOKKKK! Í gærkvöldi var ég...... (Skoða færslu)

2006

3. janúar, 2006
Á árinu ætla ég að… Læra nýtt tungumál Verða betri salsa dansari en ég er í dag Læra box Eyða minni tíma á netinu Hitta vini mína oftar en á síðasta ári Ferðast Eru þetta ekki ágætis áramótaheit?...... (Skoða færslu)

Punktar í upphafi árs

2. janúar, 2006
Af því að ég hef ekki nægt efni í heila færslu um eitt málefni: Ég get ekki gert upp við mig hvort sé merkilegra: 1. Hversu hryllilega lélegt þetta Áramótaskaup var - eða 2. Að fulltaf fólki í fjölmiðlum finnist...... (Skoða færslu)

Áramóta-ávarp

30. desember, 2005
Af einhverjum ástæðum hef ég undanfarna daga hlustað nær stanslaust á síðasta lagið á nýju(stu) Eels plötunni, “Things the grandchildren should know”. Þetta er án efa besta lag plötunnar og einhvern veginn finnst mér það passa svo vel við þessi...... (Skoða færslu)

Heimsótt lönd á árinu

26. desember, 2005
Þetta ár hefur verið ágætt að sumu leyti en slæmt að öðru leyti fyrir mig persónulega. Eitt það ánægjulegasta er að ég hef getað ferðast talsvert á árinu. Til að halda utanum þetta í anda Flygenrings eru hérna þau lönd,...... (Skoða færslu)

Jól

24. desember, 2005
Jæja, þá er ég búinn að eyða öllum morgninum með Emil við að keyra út gjafir til starfsmanna Serrano. Næst er það svo að leita að leiðum niðrí Fossvogskirkjugarði. Það þýðir víst að það eru komin jól. Ég segi því...... (Skoða færslu)

Skata

23. desember, 2005
Ég fór í hádeginu á mitt fyrsta skötuhlaðborð. Pabbi var búinn að reyna að draga mig í hlaðborð í nokkur ár og ég ákvað loksins að skella mér með honum þetta árið. Hef alltaf haft lúmskan grun um að skötuát...... (Skoða færslu)

Laugardagksvöld fyrir jól

17. desember, 2005
Hvað gerir ungur piparsveinn á laugardagskvöldi? Jú, í mínu tilfelli þá hef ég eytt síðustu 5 klukkutímunum inní eldhúsi á Serrano, skerandi kjúkling og búandi til sósur. Það var hressandi Einhvern veginn varð þetta síðasta laugardagksvöld fyrir jól ekki...... (Skoða færslu)

Punktar á föstudagskvöldi

2. desember, 2005
Þar sem ég þarf að vinna klukkan 8 á morgun, þá sit ég einn heima á föstudagskvöldi og geri ekki neitt. Horfði á Bachelorinn og fokking sjitt hvað þetta var leiðinlegur þáttur. Þáttastjórnendur slógu í gegn með öðru product placement-i,...... (Skoða færslu)

Hlutir, sem ég hef lært yfir helgina

27. nóvember, 2005
Hlutir, sem ég hef lært yfir helgina Það á ekki að blanda saman rauðvíni, hvítvíni, vodka, líkjör og bjór Það er ekki fræðilegur möguleiki á að halda uppi samræðum á Vegamótum. Hreinlega ekki sjens. Hverfisbarinn er enn opinn. Það að...... (Skoða færslu)

Gullkindin

21. nóvember, 2005
Á heimasíðu XFM geta menn núna kosið um Gullkindina, sem eru verðlaun útvarpsþáttarins Capone fyrir ýmsa hluti, sem hafa þótt óvenju lélegir á árinu. Þarna er m.a. hægt að velja uppákomu ársins (ég kaus Kristján Jóhannsson og rauðu brjóstin), versta...... (Skoða færslu)

Djamm á Íslandi

6. nóvember, 2005
Í gær fór ég á djamm í Reykjavík. Það hefði seint talist til tíðinda, nema að ég hef ekki djammað í Reykjavík í einhverja 80 daga. Vegna ferðalaga hef ég verið erlendis nær allar helgar síðan um miðjan ágúst. Þannig...... (Skoða færslu)

Síðustu dagar (uppfært)

28. ágúst, 2005
Það er ótrúlega magnað að lesa og skoða myndir af því að það sé verið að tæma New Orleans af mannfólki fyrir morgundaginn. Hræðilegt að þetta skuli þurfa að koma fyrir mest sjarmerandi borg Bandaríkjanna. Ef að fellibylurinn verður jafn...... (Skoða færslu)

28

21. ágúst, 2005
Eitt ár liðið og merkilega lítið hefur breyst eða gerst. Baby this town rips the bones from your backIt’s a death trap, it’s a suicide rapWe gotta get out while we’re young‘cause tramps like us, baby we were born to...... (Skoða færslu)

Punktar

Búinn að kaupa eftirfarandi: 1 farseðill til Baltimore. Brottför 31.ágúst klukkan 16.40. Heimkoma 4. október. Kostnaður: 0 krónur + flugvallarskattur = 7.550 krónur. Ég eeeeeelska Vildarpunktana mína. Elska þá! Þá er bara að vona að Genni verði á staðnum. Ætla...... (Skoða færslu)

You know that feeling you get

Ég þegar ég kom heim af djamminu á föstdudaginn Orð fá því varla lýst hversu hræðilega þunnur ég var í gær. Ég var vakinn klukkan 9, og svo aftur klukkan 9.15 og 9.30 vegna vesens uppá Serrano. Ein stelpan...... (Skoða færslu)

Stelpur í London og Jackson 5

7. ágúst, 2005
Eitt athyglisvert við London, sem ég veit ekki hvort aðrir strákar hafa tekið eftir: Allar sætustu stelpurnar í London eru af indverskum uppruna! Semsagt afkomendur innflytjenda frá Indlandi, Sri Lanka, Pakistan og þeim löndum. Ég held að ég sé alveg...... (Skoða færslu)

London um helgina

28. júlí, 2005
Ég er að fara út á laugardaginn. Hef ekki farið til útlanda síðan ég sá Liverpool verða EVRÓPUMEISTARA í Istanbúl í maí. Það er auðvitað orðið alltof langt síðan. :-) Allavegana, fer til London. Á miðvikudaginn á ég fund í...... (Skoða færslu)

Andvaka

26. júlí, 2005
Ég get ekki sofnað! Drakk of mikið af kaffinu hjá Jensa og Þórdísi. Fokk! Búinn að panta mér flug til London um næstu helgi. Sameina bissness og vonandi ánægju. Fundur næsta miðvikudag, þannig að ég hef laugardag-þriðjudag í London. Ég...... (Skoða færslu)

Helgi á Grundarfirði

24. júlí, 2005
Æ mikið var þetta gaman. Ég var alveg að tapa mér í einhverri fýlu á föstudaginn og var við það að hætta við að fara í útilegu. Guði sé lof fyrir að ég fór. Ég var að koma heim aftur...... (Skoða færslu)

Útilega

22. júlí, 2005
Ok, ætla að gleyma öllu því sem pirrar mig í dag, því helgin skal vera skemmtileg. Er á leiðinni í útilegu. Grundartangifjörður er víst áfangastaðurinn. Þar verður gaman. Eða svo vona ég allavegana. Ég er allavegana kominn í stuttbuxur, svo...... (Skoða færslu)

Dagurinn í dag

17. júlí, 2005
Búinn að þrífa íbúðina mína. Búinn að hlaupa 8 kílómetra í sólinni. Er á leiðinni í BBQ boð og svo á SNOOP!!! Jamm, þetta er góður dagur. Fór á djammið á föstudaginn. Lá í leti í gær. Hef ekki skrifað...... (Skoða færslu)

Sunnudagur til sjónvarpsgláps

10. júlí, 2005
Ég fokking HATA þetta veður! Í alvöru talað, á ekki að vera sumar hérna? Er einhver þjóð í HEIMINUM fyrir utan Grænland, sem þarf að þola annað eins veðurfar og við Íslendingar? Í alvöru talað! Það er eflaust hægt að...... (Skoða færslu)

Fótboltaslúður og hárið mitt

4. júlí, 2005
Ég hef sjaldan verið jafnspenntur á fréttasíðum á netinu og í dag. Enda sést það af afköstum okkar Kristjáns á Liverpool blogginu í dag. Úff, þvílíkur rússíbani sem þessi dagur er búinn að vera varðandi Liverpool mál. 4 nýjir leikmenn...... (Skoða færslu)

Kanye, golf og markaðsmál

1. júlí, 2005
Ef ég byggi í Bandaríkjunum, þá myndi þetta sennilega hljóma einsog ég hefði verið að uppgötva Coldplay í fyrsta skipti, en allavegana, ég var að uppgötva Kanye West. Hef náttúrulega hlustað á plötur, sem hann hefur pródúserað, en undanfarna daga...... (Skoða færslu)

Án titils

27. júní, 2005
Veit einhver hvar ég fæ svona tæki á Íslandi? Ég gerði fullt gagnlegt og skemmtilegt um helgina, þrátt fyrir vandræði mín. Tók til heima (núna er aftur allt í drasli), kláraði smá vefsíðudót (by the way, veit einhver hvernig ég...... (Skoða færslu)

Jæja, hvað á ég *svo* að gera?

25. júní, 2005
Þetta er skrítin helgi. Í fyrsta skipti í margar, margar vikur er nákvæmlega ekkert skipulagt hjá mér yfir heila helgi. Ég þarf svo sem ekkert að vinna, vinir eru flestir að gera eitthvað annað og því varð það úr að...... (Skoða færslu)

Vinnupartý og útilegur

18. júní, 2005
Mér finnst vanalega alveg óstjórnlega leiðinlegt að keyra. Ég keyri fram og aftur úr vinnu nánast í einhverju móki, alveg hugsanalaust. Gleymi mér oft þegar ég ætla að fara uppá Serrano á leiðinni heim og er kominn hálfa leið í...... (Skoða færslu)

Góður dagur

16. júní, 2005
Sko, í fyrsta lagi þá trúi ég því ekki enn að enginn hafi kommentað á Los Pericos færsluna mína. Ég hélt að það myndi allt flæða yfir af tölvupóstum og kommentum, þar sem mér væri þakkað fyrir að benda fólki...... (Skoða færslu)

Þynnkumeðal

12. júní, 2005
Ég ætla að forðast það að vera með miklar yfirlýsingar um að mér hafi tekist að finna lausn við þynnkavandamálum mínum. Einu sinni hélt ég m.a.s. að ég væri ónæmur fyrir þynnku. Fyrstu árin, sem ég drakk áfengi, þá varð...... (Skoða færslu)

...

5. júní, 2005
Mér leiðist. Takk fyrir....... (Skoða færslu)

Bleeeeh!

1. júní, 2005
Þessi síða er að drabbast niður í algjöra meðalmennsku og skortur á nýju efni fer að verða vandræðalegur. Af einhverjum ástæðum get ég ekki fengið mig til að skrifa eitthvað. Ég er of önnum kafinn í vinnunni til að blogga...... (Skoða færslu)

Helgin

22. maí, 2005
Mikið er þetta búin að vera góð helgi. Þetta byrjaði á því að ég fór með hópi frá vinnunni á Ungfrú Ísland á föstudagskvöld. Við vorum þarna 8 saman auk stelpunnar, sem var Oroblu stelpan í fyrra. Ég var þarna...... (Skoða færslu)

Istanbúl

16. maí, 2005
Jæja, núna er það orðið nokkurn veginn pottþétt að ég er að fara til Istanbúl í næstu viku. Mun þar horfa á mitt lið, Liverpool, mæta AC Milan í úrslitum Meistaradeildarinnar. Ég einfaldlega gat ekki látið þetta tækifæri framhjá mér...... (Skoða færslu)

Dagur í lífi

15. maí, 2005
Miðað við að ég vaknaði með þynnkuhausverk klukkan 8 í morgun, þá hefur þetta verið ansi indæll dagur. Þegar ég vaknaði hafði ég rænu á því að fara fram úr og fram á klósett, þar sem ég fékk mér tvær...... (Skoða færslu)

Ha, var fótbolti í kvöld?

3. maí, 2005
Svona lít ég út akkúrat núna: Skýringuna má finna hér Walk on…. walk oooooooooon with hope in your heart…And you’ll never walk aaaaaaaaaloneYou’ll nee-eeever walk alone. Ég elska Liverpool. ELSKA ÞETTA LIÐ!!! Er orðinn hás af því að syngja You’ll...... (Skoða færslu)

Haglél

2. maí, 2005
Það er haglél í Vesturbænum. HAGLÉL!!! Eruði ekki að grínast í mér? Ég þoli ekki veðrið á þessari eyju....... (Skoða færslu)

Tónlist og djamm

1. maí, 2005
Á rípít þessa dagana: I’m the Ocean - Neil Young (af Mirror Ball) Natural beauty - Neil Young (af Harvest Moon) Landslide - Fleetwood Mac Beverly Hills - Weezer (af óútkominni plötu Make Believe) Speed of Sound - Coldplay (af...... (Skoða færslu)

Er ég kominn heim?

29. apríl, 2005
Kominn aftur í Vesturbæinn. Ég var ólýsanlega þunnur í fluginu í dag. Langaði að æla á sænsku tuskuna við hliðiná mér. Þetta var með erfiðari flugum, sem ég hef upplifað. Þessi þynnka á sér sínar skýringar. Ég er búinn að...... (Skoða færslu)

Til útlanda

19. apríl, 2005
Er að fara út í fyrramálið vegna vinnu. Byrja á því að fara til Varsjár í gegnum Stokkhólm. Verð þar í tvo daga. Annan daginn þarf ég að vinna, en hinn ætla ég að nýta í labb um borgina, sem...... (Skoða færslu)

Petals around the rose

16. apríl, 2005
Yeesss!!! Ég rakst á þessa þraut á síðunni hans Halla. Í gær glímdi ég við þetta í hálftíma en áttaði mig ekki á lausninni. Svo áðan datt mér eitt í hug og prófaði það og það virkaði! Þannig að ég...... (Skoða færslu)

Hvað á barnið að heita?

10. apríl, 2005
Það má segja að gærkvöldið hafi markað ákveðin tímamót í mínu lífi. Í fyrsta skiptið var ég staddur í strákapartýi með vinum mínum, þar sem talað var um barnanöfn!!! Þegar þetta rann upp fyrir mér bað ég viðkomandi vinsamlegast að...... (Skoða færslu)

Spurningalisti

6. apríl, 2005
Jæja, þá er síðan með Ungfrú Reykjavík komin upp. Ég get nú lítið talað um að sú keppni sé sponsor-uð, nema þá að K sé eitthvað að styrkja keppnina. En allavegana, hver keppandi fær þennan líka ljómandi skemmtilega spurningalista, sem...... (Skoða færslu)

Í boði?

2. apríl, 2005
Glöggir lesendur þessarar síðu komu fyrir nokkrum vikum auga á það að keppnin um Ungfrú Vesturland var í boði Diet Coke En hvaða fyrirtæki ætli styrki fegurðarsamkepppni Norðurlands? Mér dettur ekkert í hug! Annars var ég að horfa á Liverpool...... (Skoða færslu)

Föstudagurinn

25. mars, 2005
Í dag hef ég gert eftirfarandi hluti: Vaknað með hausverk og hálsríg klukkan 9 Unnið í fjóra klukkutíma - og losnað þar með við samviskubitið Drukkið kaffi og búið mér til samloku. Horft á 101 Most Sensational Crimes of fashion,...... (Skoða færslu)

5 daga frí

24. mars, 2005
Ég er ekki mikill frí-á-Íslandi maður. Ég lifi fyrir sumarfrí og ferðalög, en ég veit hins vegar ekkert hvað ég á að gera með þessi 4-5 daga frí, sem koma upp tvisvar á ári hér á Íslandi. Byrjaði daginn á...... (Skoða færslu)

Spurning dagsins

19. mars, 2005
Þessi síða er a) Auglýsing fyrir Coke Light b) Síða tileinkuð keppninni um Ungfrú Vesturland Svar óskast. Eru menn ekkert að grínast? Er verið að velja fallegustu kókflöskuna, eða fallegustu stelpuna? Annars var ég í tvítugsafmæli hjá frænku minni í...... (Skoða færslu)

Gleraugnakaup

13. mars, 2005
Ok, ég keypti mér semsagt gleraugu í vikunni. Fékk mér Oakley gleraugu. Ég er verulega sáttur við þau og er svona aðeins að venjast þeirri tilhugsun að vera með gleraugu. Ég þarf þó alls ekki að vera með þau daglega....... (Skoða færslu)

"I've been chatting online with babes all day"

12. mars, 2005
Einhvern veginn líður mér einsog það sé mið nótt því ég er eitthvað undarlega þreyttur. Var alveg að sofna áðan en ákvað að fá mér einn Tuborg í tilefni dagsins og er aðeins að hressast við það. Var í matarboði...... (Skoða færslu)

Don't think twice, it's all right

6. mars, 2005
Af því að ég er svo góður, þá ætla ég að deila með ykkur uppáhaldslaginu mínu í dag: Bob Dylan - Don’t think twice, it’s all right (MP3 - 5,13 mb) Á rólegum sunnudagskvöldum er hægt að spila þetta á...... (Skoða færslu)

Fótbolti og geðheilsa mín

5. mars, 2005
Það er ekki einsog ég hafi þurft frekari sannanna við, en það er alveg ljóst að gengi Liverpool hefur gríðarleg áhrif á skap mitt. Ég vaknaði frekar snemma í morgun, fékk mér Weetabix og stökk útúr húsi í voða fínu...... (Skoða færslu)

Af hverju ertu ekki á föstu?

3. mars, 2005
Ok, þetta er ekki færslan, en eflaust tengt henni. Eflaust eiga einhverjir vinir mínir eftir að hneykslast á því að ég skuli tala um þetta hér. En mér er nokk sama. Læt þetta bara flakka. Eftir að hafa lesið aftur...... (Skoða færslu)

I want to fly and run till it hurts

27. febrúar, 2005
Í janúar í einhverju mellonkollí ástandi byrjaði ég að skrifa færslu á þessa síðu um hvar ég stæði og hvað mig langaði að gera í þessu lífi. Á sunnudagskvöldum langar mig alltaf til að bæta við þá færslu, en geri...... (Skoða færslu)

Gleraugu

26. febrúar, 2005
Ok, prófaði að taka mynd af mér með gleraugun. Það er eitthvað yndislega sorglegt að vera að velta fyrir sér gleraugnakaupum á laugardagskvöldi, en hverjum er svo sem ekki sama :-) Allavegana, þetta eru önnur af tveim gleraugum, sem koma...... (Skoða færslu)

Einar Örn fer næstum því á Idol

Í gærkvöldi fór ég næstum því á Idol. Málið er að ég er í stjórn starfsmannafélagsins í vinnunni og við skipulögðum ferð á Idol fyrir allt fólkið. Ég ætlaði ekki að fara, en það var skotið mikið á mig þar...... (Skoða færslu)

Merkilegir hlutir

22. febrúar, 2005
Í dag gerði ég nokkra merkilega hluti: Ég keyrði uppí Grafarvog! Jei! Það gerist varla nema við hátíðleg tilefni að ég fari þangað. Ég fór í klippingu. Það telst vissulega til stórtíðinda á þessari síðu, enda leiðist mér ekki að...... (Skoða færslu)

Gengið á svelli

20. febrúar, 2005
Var á djammi í gær. Það er ekki gott þegar að vekjaraklukkan hringir áður en maður sofnar. Ein af Serrano stelpunum var með partí og svo fórum við saman í bæinn. Fórum á Road House, sem er þar sem Thomsen...... (Skoða færslu)

...

17. febrúar, 2005
Ég er uppgefinn. Mæli ekki með því að fara í líkamsrækt í hádeginu og körfubolta klukkan 6. Eftir 10 mínútur í körfunni þurfti ég að fara upp og kaupa mér að borða því mér leið einsog það væri að líða...... (Skoða færslu)

Snooze, Gwen og lokuð augu á Hverfisbarnum

14. febrúar, 2005
Gwen Stefani er ekki bara fáránlega sæt, heldur á hún líka annað af tveim uppáhaldslögunum mínum í dag, What you waiting for. Hitt uppáhaldslagið er Drop it like it’s hot. Þessi lög bera það með sér að ég er nýkominn...... (Skoða færslu)

Ný debetkoramynd

12. febrúar, 2005
Ég var að fá nýtt greiðslukort og fattaði þá að myndin af mér á kortinu er orðin frekar gömul. Ég var að reyna að átta mig á því hversu gömul hún er. Ég er enn með eyrnalokk á henni, en...... (Skoða færslu)

24, gleraugu og bjór

11. febrúar, 2005
Á einhver fyrstu þrjá þættina af nýju seríunni af 24 á tölvutæku formi, eða getur sagt mér hvernig á að nálgast þá. Ég missti af þeim þegar ég var úti. Ég stökk næstum því útá svalir þegar ég heyrði alltíeinu...... (Skoða færslu)

Föstudagskvöld

28. janúar, 2005
Tvö kvöld í röð hef ég lent í því að vinna með laptop-tölvuna fyrir framan sjónvarpið, þar sem ég þarf að undirbúa ansi marga fundi fyrir næstu daga. Í gær var það American Idol, sem ég sat undir, en í...... (Skoða færslu)

I get unbearably wonderful

25. janúar, 2005
Ég vil bara koma því á framfæri að Shannyn Sossamon er fáránlega sæt!.Eru menn ekkert að grínast í mér með þennan handboltaleik? Hvernig í fokking andskotans ósköpunum tókst okkur að klúðra þessu? Kræst! Er það óeðlilegt að hoppa við...... (Skoða færslu)

So come on courage, teach me to be shy

22. janúar, 2005
Ég verð að segja að ég hálfpartinn dáist að fólki, sem getur pikkað út manneskju á djamminu, gengið uppað henni og hafið samræður um ekki neitt. Ég fer á djammið vegna þess að mér finnst það skemmtilegt, en auðvitað...... (Skoða færslu)

Þunglyndi og markverðir frá Póllandi

15. janúar, 2005
Það er ekki á mann leggjandi að byrju þynnkudag á því að Liverpool tapi fyrir Man United. Ég er búinn að vera hálf þunglyndur í allan dag. Var á djammi í gær en reif mig upp þegar nokkrir vinir komu...... (Skoða færslu)

Apple & fótbolti

12. janúar, 2005
Ég er að prófa enn eitt meðalið við þessu spam rugli, svo látið mig vita ef þið lendið í vandræðum með að senda inn komment. Hef allavegana ekki fengið spam í einhverja 4 klukkutíma, svo þetta veit á gott. 7-9-13...... (Skoða færslu)

Dagur 4

11. janúar, 2005
Jæja, fjórði veikindadagurinn í röð. Ég er að drepast úr leiðindum. Er búinn að hanga á netinu í bland við það að horfa á Cheers síðan ég vaknaði. Sýnist ekki að ég muni jafna mig á þessu í dag, þannig...... (Skoða færslu)

Blogg, veikindi og fleira

10. janúar, 2005
Ég er orðinn verulega pirraður á því að vera veikur. Ég er búinn að vera heima alla helgina og ákvað því að drífa mig í vinnuna í morgun, þrátt fyrir að ég væri raddlaus og hefði hóstað upp hálfum lungunum...... (Skoða færslu)

Mayaaaa hiiii

8. janúar, 2005
Ok, ég er búinn að opna fyrir kommentin. Ef þessir kanadísku SPAM bjánar halda þessu áfram, þá verður bara að hafa það. Síðan fór yfir 100.000 flettingar í gær. Ég setti upp teljarann fyrir um 6 mánuðum, þannig að það...... (Skoða færslu)

Djöfulsins verkur

5. janúar, 2005
Ef það er eitthvað, sem ég er góður í þá er það að vorkenna sjálfum ógurlega mér þegar ég er með hausverk. Sjá til dæmis þessa færslu frá því í nóvember Allavegana, ég er veikur og búinn að vera það...... (Skoða færslu)

Dans, dans, dans

3. janúar, 2005
Sá áðan auglýsingu fyrir Salsa námskeið hjá einhverju dansstúdíó-i. Ég þóttist einu sinni vera ýkt góður að dansa salsa og merengue, enda dansaði ég nánast hverja einustu helgi þegar ég var skiptinemi í Caracas í Venezulea fyrir alltof mörgum árum....... (Skoða færslu)

2. janúar 2005

2. janúar, 2005
Já, Gleðilegt Ár! Gamlárskvöld var það rólegasta í mörg ár. Einsog vanalega var ég heima hjá foreldrum. Fór svo heim til vinar míns einsog flest gamlárskvöld. Hlustaði á Dylan og talaði við skemmtilegt fólk. Var edrú allt kvöldið og keyrði...... (Skoða færslu)

Tvöþúsundogfjögur

31. desember, 2004
Ok, árið er búið. Ég fokking trúi þessu ekki. Ætlaði að skrifa rosa dramatískan pistil um hvar ég stæði á þessum tímamótum, en ég á eftir að gera helling í dag og svo er ég veikur fyrir pólitískum umræðum í...... (Skoða færslu)

Jólin

25. desember, 2004
Þá eru stærstu jólaboðin afstaðin og þetta hefur verið indælt hingað til. Var hjá bróður mínum í gær og svo mömmu og pabba í kvöld. Fékk kalkún í gær og nautakjöt í kvöld. Ég get ekki beðið um það betra....... (Skoða færslu)

Festivus for the rest of us!

24. desember, 2004
Þetta er snilld. Samkvæmt NY Times, þá er fullt af fólki í Bandaríkjunum, sem heldur árlega uppá “Festivus” hátíðina. Fyrir þá, sem fatta ekki brandarann strax, þá er Festivus hátíð, sem pabbi George í Seinfeld fann uppá. Hann var orðinn...... (Skoða færslu)

I'm slipping under...

21. desember, 2004
Úff, ég er alveg búinn. Ég vaknaði pirraður, Weetabix-ið var búið og því fór ég útúr húsi með tóman maga. Sat svo ráðstefnu allan daginn um mjög áhugavert mál, en var alltaf pirraður útí allt og alla. Komst svo...... (Skoða færslu)

Jólaþynnka

19. desember, 2004
Æ! Er svona um það bil að ná mér eftir frekar slæman þynnku dag. Þegar Eldsmiðjupizzan kemur eftir hálftíma, held ég að ég nái fyrri styrk. Var í matarboði með góðum vinum í gær. Það var helvíti skemmtilegt. Allir strákarnir...... (Skoða færslu)

Jakkafataþreyta

15. desember, 2004
Ok, ég er búinn að komast að stórmerkilegum hlut. Málið er nefnilega að ég verð örmagna af þreytu af því einu að vera í jakkafötum allan daginn. Ég segi bara Guði sé lof fyrir að ég vinn ekki í banka....... (Skoða færslu)

Pósturinn minn.

10. desember, 2004
Nei, nú segi ég stopp. Þetta pósthólf hérna á Hagamelnum hlýtur að vera leiðinlegasta pósthólf í heimi. Tölvupóstur hefur fyrir löngu séð til þess að maður er hættur að fá skemmtilegan póst. Núna fæ ég bara endalausa reikninga og auglýsingapóst....... (Skoða færslu)

23:23

4. desember, 2004
Mikið afskaplega hefur þetta verið róleg helgi, sem nær svona nokkurn veginn hámarki þegar maður er á netinu á laugardagskvöldi. En þetta var jú allt planað. Ég var ákveðinn í að djamma ekki, heldur reyna að taka lífinu rólega. Veitir...... (Skoða færslu)

Matarboð

28. nóvember, 2004
Nýja U2 platan er gargandi snilld. Einu sinni þótti mér flott að kalla U2 leiðinlega hljómsveit, en í dag eru þeir æði. Síðustu tvær plötur eru frábærar. Er búinn að vera í tveim massívum matarboðum síðustu tvo daga. Fór í...... (Skoða færslu)

Spurning?

25. nóvember, 2004
Ferðin til Danmerkur var fín. Við eyddum mestum tímanum í smábæ um klukkutíma frá Kaupmannahöfn. Við höfðum líka smá lausan tíma í Kaupmannahöfn. Ég heimsótti systur mína og fjölskyldu hennar, en þau búa í útjaðri Kaupmannahafnar. Tapaði m.a. 15 sinnum...... (Skoða færslu)

Helgin...

21. nóvember, 2004
Þetta er búin að vera frábær helgi. Á föstudaginn héldum við tveggja ára afmæli Serrano á Pravda. Við héldum aldrei opnunarpartý og ekki heldur uppá eins árs afmælið og því bættum við úr því á föstudaginn. Allavegana, við buðum fulltaf...... (Skoða færslu)

Hausverkur

12. nóvember, 2004
Ég er á því að byrjunin á “This is my truth, tell me yours” sé flottasta byrjun á rokkplötu í sögunni. Tvö fyrstu lögin (The Everlasting og If you tolerate this) myndu bæði komast á topp 20 yfir mín uppáhaldslög....... (Skoða færslu)

Ég HATA SNJÓ!

11. nóvember, 2004
Eruð þið ekki að grínast með þetta veður? Ég get ekki annað en tárast þegar ég hugsa til þess að þessi mynd var tekin fyrir minna en tveim mánuðum. Ef ég þarf að skafa bílinn minn í fyrramálið þá tapa...... (Skoða færslu)

Take me home...

10. nóvember, 2004
Manchester ferðin var bara helvíti fín. Ég var þarna með hópi af fólki frá Íslandi, sem Skjár Einn hafði boðið. Við djömmuðum tvisvar, á laugardaginn á þessum stað og svo aftur á sunnudagskvöldið. Já, og fórum auðvitað á Old Trafford...... (Skoða færslu)

Viðbjóður!

4. nóvember, 2004
Sé að siðustu 8 færslur hafa fjallað um bandarísk stjórnmál. Ég er enn fúll yfir þessum úrslitum, en nenni ekki að skrifa um þau í bili. Annars á kosninganóttina þá fór ég á kosningavöku í boði bandaríska sendiráðsins í Listasafni...... (Skoða færslu)

Hárið mitt, Dylan og Justin

1. nóvember, 2004
Hólí fokking kreisí krapp hvað Blonde on Blonde er fáránlega góð plata. Þetta er ekki fokking hægt. Ok, ég er búinn að þylja þetta upp áður, en hvernig gat ég ekki uppgötvað Bob Dylan öll þessi ár. Undanfarið hef ég...... (Skoða færslu)

Kjúklingagötu- samlokudraumur

31. október, 2004
Ja hérna, ég er farinn að birtast í draumum annarra. Athyglisverð grein á Múrnum. Er mjög sammála punktinum um að það sé ósmekklegt hjá þessum Íslendingum að gera grín að árásinnu, þar sem þar dóu nokkrir aðilar. Það er fyndið...... (Skoða færslu)

Fótbolti, tónlist og vinna

29. október, 2004
Liverpool Bloggið: Eins og rottur á sökkvandi skipi… Okkar álit á Chelsea og Adrian Mutu. Þessi vika er búin að vera hreinasta geðveiki. Vinnan hefur engan enda tekið. Það var því ótrúlega mögnuð þegar ég var að fara útúr vinnunni...... (Skoða færslu)

Veitingahúsarýni Einars

27. október, 2004
Þar sem að eldhúsið er að komast í lag og ég eldaði mínu fyrstu máltíð í langan tíma í kvöld, þá er ekki úr vegi að gera upp veitingastaðaflakk mitt á síðustu 3 vikum. Ég er kannski að fara útá...... (Skoða færslu)

Sjö tannburstar og sex rakvélar

26. október, 2004
O.C. er snilldarþáttur. Þessi helgi var frekar róleg. Fór í afmæli hjá vinkonu minni og þaðan á Vegamót. Samt, frekar edrú þar sem ég þurfti að vinna daginn eftir. Vakti langt fram eftir á laugardeginum til að horfa á Boston...... (Skoða færslu)

Bleeeeeh!

19. október, 2004
Kominn heim frá París. Nú er sú trú mín bjargföst að Charles De Gaulle flugvöllur í París sé sá lélegasti í heimi. Í öðru sæti er Heathrow vegna þess að það er furðu þreytandi að fljúga í hringi yfir Lundúnum....... (Skoða færslu)

Laugardagskvöld með Einari Erni...

16. október, 2004
Voðalega er það huggó að vera svona heima á laugardagskvöldi, hlusta á Dylan og taka til. Er að fara út til Parísar fáránlega snemma á morgun í rómantíska helgarferð með ofurmódeli vinnuferð. Verð þarna í þrjá daga á flugvellinum og...... (Skoða færslu)

Kappræður & djamm

10. október, 2004
Kláraði að horfa á Bush-Kerry kappræðurnar. Bush var umtalsvert betri en í fyrra skiptið, en að mínu áliti vann Kerry þetta aftur nokkuð örugglega. Bush var á tíðum pirraður og reyndi ítrekað að vera fyndinn, sem virkaði ekki alveg. Gunni...... (Skoða færslu)

Nöldur og Leh-Nerd Skin-Nerd

9. október, 2004
Þýðendur á RÚV eru margir hverjir snillingar. Til dæmis var þátturinn af “That 70s Show” áðan stórskemmtilegur. Til að byrja með var orðið “Burrito”, sem ég þekki ágætlega, þýtt sem “Hlöllabátur”!!! Og nei, ég er ekki að grínast. Einnig var...... (Skoða færslu)

Tómt!

1. október, 2004
Eldhúsinnréttingin, eða allavegana stærsti hluti hennar er farin. Það komu hingað hjón áðan og kipptu henni niður. Ofninn og hellurnar farnar og vaskurinn stendur einn eftir, en hann mun fara um helgina. Núna hef ég fullkomlega lögmæta afsökun fyrir því...... (Skoða færslu)

Hugleiðingar við heimkomu (Einar djammar edrú)

27. september, 2004
30 dagar á ferðalagi þýðir að maður hefur nógan tíma til að hugsa sinn gang. Í nær öllum borgunum, sem ég fór til í Bandaríkjaferðinni, gisti ég hjá vinum og hékk með þeim mestallan tímann, þannig að ég var lengstum...... (Skoða færslu)

Is it true that Iceland is green and Greenland ice?

22. september, 2004
Kominn heim. Tekinn í tollinum. Kræst! Framsóknarmaður orðinn forsætisráðherra. Krææst! Jón Steinar í fréttunum. Krææææææst!Damien Rice á morgun. Jeeeeesssss!!Þegar ég kom heim var íbúðin mín tandurhrein! Ég veit ekki hver gerði þetta, en mig grunar mömmu um verknaðinn. Hún...... (Skoða færslu)

27

19. ágúst, 2004
Og án þess að neitt merkilegt hafi breyst í heiminum, þá varð ég 27 ára á þriðjudaginn. Fokking magnað skal ég segja ykkur. Og þó, ég er bara sáttur. Átti rólegan afmælisdag. Eða rólegan og ekki rólegan. Vinnan er búin...... (Skoða færslu)

...

15. ágúst, 2004
Ég er viðbjóðslega þunnur. Þetta er allt þessu bévítans freyðivíni, sem ég drakk í gær, að kenna. Þvílíkt hörmungarástand, sem er búið að vera á mér í allan dag. En nenni ekki þessu væli… Var í brúðkaupi hjá Borgþóri og...... (Skoða færslu)

Áætlanagerð á svölunum

10. ágúst, 2004
Ef ég myndi reyna alveg ofboðslega mikið, þá gæti ég alveg vanist þessu veðri, sem hefur verið síðustu tvo daga á Íslandi. Ég gafst uppí vinnunni um tvö leytið, enda var hitinn alltof mikill. Er núna kominn heim og sit...... (Skoða færslu)

Biðraða-kjaftæði

8. ágúst, 2004
Ok, nú er nóg komið. Þessari geðveiki verður að linna! Ég fór ásamt vini mínum og kærustu hans á Vegamót í gær. Ég og vinur minn vorum bara rólegir, höfðum hangið heima hjá mér um kvöldið og vorum mættir á...... (Skoða færslu)

Haldið norður

30. júlí, 2004
Verslunarmannahelgi og ég er á leiðinni norður á land með vinum. Vonandi verður það jafn skemmtilegt og margar fyrri ferðir mínar til höfuðstaðar Norðurlands og nágrennis. Því verður þessi síða ekki uppfærð næstu daga en Kristján mun halda Liverpool blogginu...... (Skoða færslu)

Íslenskir karlmenn og strípur

28. júlí, 2004
Í morgun setti ég fram kenningu á síðunni hennar katrínar, sem ég hef lengi verið að velta fyrir mér. Það er sú kenning mín að allir íslenskir karlmenn séu með strípur. Ég henti þessu fram, en ákvað svo eftir smá...... (Skoða færslu)

Steggjapartí

25. júlí, 2004
Var í steggjapartíi í gær. Það var æði. Við vinirnir vorum búnir að skipuleggja þetta steggjapartí fyrir Borgþór vin okkar nokkuð lengi. Ég asnaðist til að trúa veðurspánni, en það var búið að spá skýjuðu veðri fyrir laugardaginn alla vikuna....... (Skoða færslu)

Put your hands on the wheel...

11. júlí, 2004
Ef ég væri i ástarsorg (sem ég er sem betur fer ekki), þá myndi ég bara hlusta á Sea Change með Beck á rípít allan daginn, alla daga, allt árið. Ég elska þessa plötu. Ég er þunnur, þreyttur og nenni...... (Skoða færslu)

Box og Kópavogur

9. júlí, 2004
Ég fór í Kópavoginn áðan. Þar var ekki gaman. Í hádeginu fór ég í fyrsta skipti í box tíma. Það var æði, en ég er gjörsamlega uppgefinn. Gat varla vélritað í vinnunni, þar sem puttarnir og hnúar eru ónýtir. Mér...... (Skoða færslu)

Í lyftu

2. júlí, 2004
lyftumynd.jpg... (Skoða færslu)

Heimskasti maður í heimi er...

25. júní, 2004
…ég Ég þarf að fara til Houston í viðskiptaferð, en ég gat nokkurn veginn skipulagt á hvaða tíma ég færi. Upphaflega hafði mér tekist að plana þetta svo snilldarlega að ég gat séð Cubs spila í Houston. En ferðafélagi minn...... (Skoða færslu)

Beastie Boys, Dylan, EM2004 og Texas

21. júní, 2004
Uppfærslur á þessari síðu eru orðnar alveg fáránlega fáar. Fyrir því eru svosem ýmsar ástæður. Kem meira inná það seinna. Spilaði í kvöld minn fyrsta leik í utandeildinni í tvö ár, núna með Magic en áður spilaði ég með FC...... (Skoða færslu)

Arfleið Reagans

13. júní, 2004
Kræst hvað ég hata þynnku. Ég var svo glaður í morgun að sjá að það var enn leiðinlegt veður úti. Það er nefnilega fátt ömurlegra en að vera þunnur í sólskini. Systir mín útskrifaðist úr háskóla í gær og var...... (Skoða færslu)

Ég elska Audrey!

8. júní, 2004
Ég er búinn að vera með útlending í heimsókn í allan dag tengdan vinnunni. Ég veit ekki hvað það er, en ég virðist alltaf vera þreyttari í lok dags þegar ég hef verið á flakki um bæinn í jakkafötum....... (Skoða færslu)

I gotta say it was a good day

6. júní, 2004
Þessi helgi er búin að vera æði. Fór í óvissuferð með vinnunni á föstudaginn. Fórum í rútu til Keflavíkur, þar sem við fórum í GoKart. Þetta var mitt fyrsta skipti í GoKart og fór ég á kostum, eða það fannst...... (Skoða færslu)

Fegurðarsamkeppni og jakkaföt á djamminu

31. maí, 2004
Fór á Ungfrú Ísland á laugardagskvöldið. Það var líkt og síðast mjög fínt. Líkt og í fyrra, komst stelpan, sem mér fannst sætust ekki í úrslit. Eflaust er ég með skrítinn smekk á kvenfólki, en mér finnst þessi stelpa sætari...... (Skoða færslu)

Ræktin

26. maí, 2004
Jedúddamía, ég veit ekkert hvað ég á að skrifa á þessa síðu núna þegar Liverpool færslurnar eru komnar yfir á Liverpool Bloggið, sem er uppfært oft á dag. Snýst líf mitt bara um Liverpool? Ég er farinn að halda það....... (Skoða færslu)

Á leið til útlanda

8. maí, 2004
Ég er að fara til Spánar á morgun. Á flug til London og þaðan til Bilbao. Þar verð ég á fundi allan mánudaginn, en mun hafa þriðjudaginn lausan og ætla m.a. að kíkja á Guggenheim safnið þar í borg. Á...... (Skoða færslu)

Djammmmmmmmyndir

4. maí, 2004
Hvurslags er þetta eiginlega. Maður mætur í góðum gír á Hverfis og svo er ekki einu sinni mynd af manni á myndasíðunni! Til hvers er maður eiginlega að djamma ef maður fær ekki mynd af sér útúrdrukknum á þessum skemmtistaðasíðum?...... (Skoða færslu)

Boð

2. maí, 2004
Mikið rosalega var gaman í gær og mikið roooooosalega er ég þunnur í dag. Ég var með matarboð fyrir hinn ofvirka matarklúbb Sigga Majónes. Ég var búinn að plana Suður-Amerískt þema en það fór til andskotans þegar ég áttaði mig...... (Skoða færslu)

Helgarferð

21. apríl, 2004
Ok, ég er að fara til Búdapest á morgun í árshátíðarferð. Gaman gaman! Önnur ferð mín til Austur-Evrópu á einu ári. Verð yfir helgina í þessari ágætu borg, sem ég veit alltof lítið um. Ok, bæ....... (Skoða færslu)

Take your mama out

14. apríl, 2004
Það er ekki fyndið hvað “Take your mama out” með Scissor Sisters er fáránlega grípandi lag. Furðulegt hvað maður getur skipt um skoðun á hljómsveit á nokkrum dögum. Fyrir einhverjum vikum var ég að bölva þeim fyrir cover útgáfu af...... (Skoða færslu)

GB, Metallica og djamm

3. apríl, 2004
Var í Serrano starfsmannapartý í gær, sem var skemmtilegt einsog öll partý tengd þeim ágæta veitingastað. Eftir partýið fór ég með nokkrum í bæinn. Gegn minni betri sannfæringu ákvað ég að fylgja fólki og fara á Felix. Álit mitt á...... (Skoða færslu)

Chevé Chevé Chevé Chevé

2. apríl, 2004
Jei, föstudagur. Ég ætlaði að vera snjall og skipuleggja mig þannig að ég yrði búinn snemma í dag. Það endaði á því að ég sat 3 fundi eftir klukkan 2 og var ekki kominn heim fyrr en hálf sjö. Ég...... (Skoða færslu)

Ísmolabox frá Helvíti

30. mars, 2004
Einsog alltaf á þriðjudagskvöldum horfði ég á Queer Eye. Í miðjum þættinum voru Thom og Ted að versla í IKEA. Skyndilega fékk ég hroðalegt flashback. Þegar þeir voru á leiðinni út ákvað Ted að kaupa ísmolabox, sem honum fannst voða...... (Skoða færslu)

Menning og djamm

28. mars, 2004
Jensi fékk mig til að mæta á samkomu á Seltjarnarnesi í gær. Þar voru fulltrúar frá ungliðahreyfingum allra stjórnmálaflokkana til umræðna um ýmis mál. Aðallega hafði ég áhuga á umræðu um ríkisstyrki til menningarmála, enda Jens með fyrirlestur um það...... (Skoða færslu)

Þreyta

19. mars, 2004
Usssss, hvað þetta er búinn að vera erfiður dagur. Þegar ég er farinn að rífast, þá er tími til kominn að fara að sofa. 12 tíma vinnudagur eftir 4 tíma svefn er ekki sniðugur fyrir mig. Sérstaklega ekki ef að...... (Skoða færslu)

Spjallborð, stelpur og eiturlyf

15. mars, 2004
Úff, var að heyra hvað ég gerði og sagði á djamminu á föstudaginn. Það var ekki skemmtileg saga. Vissi að ég hefði ekki átt að brjóta þá grundvallarreglu að reyna ekki við stelpu þegar ég væri fullur. Mamma sagði mér...... (Skoða færslu)

Ógeðslegasti viðbjóður í heimi er...

13. mars, 2004
Þessi cover útgáfa af einu af mínum uppáhaldslögum: Comfortably Numb. Ég heyrði þetta á FM í dag. Að mínu mati væri réttast að skjóta alla meðlimi þessarar hljómsveitar fyrir þessa nauðgun á þessu yndislega lagi. Allavegana, ég er búinn að...... (Skoða færslu)

Barça, sætar flugfreyjur og Bill Bryson

10. mars, 2004
Einhvern veginn líður mér einsog ég hafi verið í útlöndum í heillangan tíma, þrátt fyrir að á endanum hafi ég bara verið í 3 daga. Síðasta laugardag fengu vinir mínir þá snilldarhugmynd að djamma akkúrat daginn áður en ég átti...... (Skoða færslu)

Út

6. mars, 2004
Ok, ég er að fara í fyrramálið út til Barcelona í bissnes ferð. Sem þýðir að þessi síða verður ekki uppfærð fyrr en í fyrsta lagi næsta fimmtudag. Bæjó!...... (Skoða færslu)

Bla bla bla Röfl bla bla bla

22. febrúar, 2004
Jæja, Liverpool tókst að eyðileggja enn einn sunnudaginn fyrir mér. Laugardagskvöldinu eyddi ég heima hjá mér. Horfði á vídeó og reyndi að sannfæra sjálfan mig um að það væru einhverjir kostir við það að sitja einn heima og horfa á...... (Skoða færslu)

Don't you know that you're toxic

8. febrúar, 2004
Ó, sunnudagar. Alveg er yndislega dásamlegt að vakna óþunnur á sunnudögum. Þá líður mér einsog dagurinn eigi eftir að verða ótrúlega gagnlegur, en svo tekst mér alltaf að gera nákvæmlega ekkert gagnlegt. En þetta er búinn að vera æðislega næs...... (Skoða færslu)

Köln

5. febrúar, 2004
Ok, kominn heim eftir nokkra daga í Köln. Það er svo sem ekki mikið að segja um þetta allt. Þetta var erfitt en gaman. Í raun voru þetta þrír dagar af nær stanslausu labbi um sýninguna og fundir með einhverjum...... (Skoða færslu)

Vinna=Spennó, Einkalíf=leiðinlegt

30. janúar, 2004
Jedúddamía hvað það er lítið að gerast í mínu lífi utan vinnu. Síðustu vikur hafa verið mjög spennandi, skemmtilegar og erfiðar í vinnunni en utan vinnu hefur nánast ekki neitt gerst. Jú, hélt starfsmannapartý Serrano hérna á föstudaginn, sem var...... (Skoða færslu)

Vikan búin

23. janúar, 2004
Vá, hvað þetta er búin að vera vangefin vinnuvika. Ég hef aldrei farið að sofa fyrir klukkan 1 og aldrei komið heim úr vinnunni fyrir klukkan 7. Þannig að ég er frekar þreyttur í lok vikunnar. Verð að hrista það...... (Skoða færslu)

Hárið mitt, þriðji hluti

13. janúar, 2004
Á laugardaginn lét ég verða af því að snoða mig. Ég var kominn með algert ógeð á hárinu á mér. Nennti ekki lengur að hafa áhyggjur af síddinni eða greiðslunni eða öllu þessu kjaftæði. Ég meina hei. Þannig að í...... (Skoða færslu)

Einar setur saman húsgögn á föstudagskvöldi

9. janúar, 2004
Jedúddafokkingmía hvað þetta föstudagskvöld er búið að vera viðbjóðslega leiðinlegt. Ég ákvað nefnilega fyrir nokkru að kaupa mér hillur í stofuna til þess að ég gæti losað mig við fermingarhúsgögnin mín. Ég keypti hillur í Innx og indæl afgreiðslukona þar...... (Skoða færslu)

Áföll í kvennamálum

5. janúar, 2004
Ja hérna, það dynja á manni áföllin í kvennamálum. Fyrst tilkynnti Jens mér það fyrir nokkru að Natalie Imbruglia væri að giftast söngvaranum í Silverchair, sem er áströlsk rokkhljómsveit, sem ég hlustaði einu sinni á. Ég varð yfir mig hrifinn...... (Skoða færslu)

Hárið mitt, annar hluti

4. janúar, 2004
Ég veit að mörgum lesendum þessarar síðu finnst ég alls ekki tala nóg um hárið á mér. Ég hef einhvern tímann talað um að hárið sé alltaf voða krúttulegt daginn eftir fyllerí, sérstaklega strax þegar ég vakna. Þá er það...... (Skoða færslu)

Leiðir að góðu djammi

3. janúar, 2004
Fór á óvænt djamm í gær. Óvænti parturinn er einmitt það, sem gerir djamm geðveikt skemmtilegt. Við vinirnir vorum að kveðja Genna og Söndru vini okkar. Ég átti ekki von á því að djamma en einn bjór á Sólon varð...... (Skoða færslu)

Áramótin

1. janúar, 2004
Hólí fokking krapp hvað þetta Áramótaskaup var lélegt!!! Dr. Gunni skrifar góða gagnrýni um skaupið hér. Ég veit ekki hvort einhverjum á landinu fannst þetta fyndið en í boðinu, sem ég var í var fólk frá 6-63 og ENGUM fannst...... (Skoða færslu)

Jólafærslan

28. desember, 2003
Jólin eru búin að vera fííín. Hefðbundin jólaboð, sem hjá minni fjölskyldu er fá en góð. Setti sennilega met í nammiáti á jóladag, sem ég mun seint slá. Fékk góðar gjafir, en það skringilega er að mér finnst núna í...... (Skoða færslu)

Jólakort

24. desember, 2003
Gleðileg Jól! Ok, þetta er jólakortið, sem ég sendi ekki út. Ég er búinn að fá fullt af jólakortum frá vinum og fæ alveg geðveikt samviskubit yfir því hvað ég er slappur í skrifunum. Ég keypti meira að segja jólakort...... (Skoða færslu)

Deiglujól

23. desember, 2003
Vá, hvað þessi grein á Deiglunni er mikil snilld: Einhleyp(ur) um jólin. Án efa besta grein, sem ég hef lesið á Deiglunni. Ég stó mig að því að skella uppúr nokkrum sinnum. Jólin miðast nefnilega við þetta snargeggjaða parasamfélag þegar...... (Skoða færslu)

Eeeeeeh

21. desember, 2003
Mér tókst að fara á djamm í gærkvöldi. Tveir miklir snillingari sáu til þess. Fórum á Sólon og Felix og skemmtum okkur frábærlega. Ætluðum fyrst inná Hverfis, en biðröðin þar klukkan 1 var fáránleg. Því enduðum við á Sólon, þar...... (Skoða færslu)

Jólastúss

20. desember, 2003
Dagurinn i dag átti að vera ótrúlega gagnlegur í jólastússi. Ég var búinn að ákveða að byrja (og klára) jólagjafainnkaup í dag. Þau plön fuku útí buskann þegar hitaborðið á Serrano í Hafnarstrtæti fór yfirum. Við tók stress við að...... (Skoða færslu)

Svoooooo þunnur

14. desember, 2003
Djamm í gær, þynnka í dag. Þegar ég sat með stelpum, sem ég þekki, í hornsófanum niðri á Hverfisbarnum, þá áttaði ég mig á merkilegum hlut: Það er alveg óhemju mikið af sætum stelpum á Íslandi oooooog það er alveg...... (Skoða færslu)

Muse

10. desember, 2003
Tveir tímar í Muse. Gaman gaman! Það er orðið alltof langt síðan ég fór á tónleika. Er orðinn verulega spenntur....... (Skoða færslu)

Kvót dagsins

8. desember, 2003
Þetta er náttúrulega snilld: Þvagblaðra Haraldar (af Örvitanum) Einu skiptin sem ég vil heyra af fræga og ríka fólkinu er þegar það hefur álpast til að taka upp myndbönd með kynlífi sínu og glutrað spólunni. Meira slíkt, minna slúður. Ég...... (Skoða færslu)

"Slappað af"

Í dag ákvað ég að fresta öllu íbúðarstússi til að bjarga geðheilsu minni. Þess í stað skellti ég mér á snjóbretti og seinni partinn barðist ég við skrímsli í Írak. Mikið var það gaman. Ég er reyndar ennþá haldinn einhverjum...... (Skoða færslu)

Málning dregur úr mér kraft

1. desember, 2003
Ég held svei mér þá að það sé ekkert leiðinlegra en að mála ofna. Jedúddamía, hvílík hörmung. Síðustu daga hef ég verið að klára að mála svefnherbergið mitt, sem er síðasti ómálaði hluti íbúðarinnar minnar. Reyndar var herbergið málað fyrir,...... (Skoða færslu)

Spray, delay, and walk away

25. nóvember, 2003
Einhvern veginn hef ég verið voðalega latur við að skrifa eitthvað hérna undanfarið. Ætli maður sé ekki miku duglegri að skrifa þegar það er eitthvað drama í gangi. Þegar hlutirnir bara ganga nokkuð smooth, þá er minna til að skrifa...... (Skoða færslu)

50 staðir til að fara á áður en þú deyrð (uppfært)

21. nóvember, 2003
Nokkuð skemmtilegar pælingar á BBC: 50 Places to see before you die Þetta var könnun, sem BBC gerðu meðal lesenda. Listinn er áhugaverður og þarna er fullt af stöðum, sem mig langar gríðarlega til að heimsækja, en listinn er líka...... (Skoða færslu)

Vááááá

17. nóvember, 2003
Ja hérna, alltaf kem ég sjálfum mér á óvart. Ég varð að horfa á Ísland í Dag og ég var í fyrsta skipti sammála því, sem Sólveig Pétursdóttir var að segja!! Hún var að rökræða við Jónínu Bjartmarz um vændisfrumvarpsvitleysuna....... (Skoða færslu)

Ó, ég er svo latur

16. nóvember, 2003
Ég er ekki þunnur, en samt er ég of latur til að gera eitthvað af viti. Er að reyna að sannfæra mig um að ef ég geri eitthvað af viti, þá taki þynnka sig upp, þannig að best sé að...... (Skoða færslu)

Fyrirlestur, Rollur, IKEA, Rivaldo og A-Rod

13. nóvember, 2003
Fyrirlesturinn í hádeginu gekk sæmilega. Ég talaði blaðlaust, sem gekk fínt, þangað til að ég gleymdi gjörsamlega hvað ég ætlaði að segja og var einhverjar 10 sekúndur að muna hvað ég ætti að segja. Allavegana, þá mættu einhverjir 15 manns...... (Skoða færslu)

Leiðrétting

12. nóvember, 2003
Af gefnu tilefni vil ég taka það fram að línan um að ég ætti að vera að djamma vegna þess að ein sætasta stelpan í bænum væri aftur komin á laust VAR DJÓK! Ég var bara að skjóta á vinkonu...... (Skoða færslu)

Fyrirlestur í Háskólanum

Á morgun mun ég halda fyrirlestur í Háskólanum (HÍ). Mun hann fjalla um stofnun eigin fyrirtækja. Þar ætla ég að miðla smá af minni reynslu varðandi stofnun og rekstur Serrano. Ég svo sem ekki von á mörgum áhorfendum, þar sem...... (Skoða færslu)

Mánudagsþreyta

10. nóvember, 2003
Líf mitt í dag: Ég er kominn með uppí kok af þessu drasli í íbúðinni minni. Það er ekkert á sínum stað!Ég hef ekki talað um stelpur á þessari síðu í níu færslum í röð. Hér með breytist það.Ég hef...... (Skoða færslu)

Parketdjamm

8. nóvember, 2003
Hvað gera aðaltöffararnir á laugardagskvöldum? Jú, þeir parketleggja heima hjá sér og blogga svo um það. Í dag gerðist sá stórmerki atburður að ég og Emil KLÁRUÐUM að parketleggja íbúðina. Þetta er búið að vera magnað ferli, sem byrjaði í...... (Skoða færslu)

Hvar er rúmið mitt, hvar er þynnkan mín?

2. nóvember, 2003
Í morgun vaknaði ég á miðju stofugólfi, með engan hausverk. Það er sennilega í fyrsta skipti í langan tíma sem ég vakna hausverkslaus á sunnudegi. Ætli það sé þeirri staðreynd að þakka að ég svaf á stofugólfinu eða því að...... (Skoða færslu)

Uppskriftahorn Einars

1. nóvember, 2003
Þessa dagana getur maður varla verið maður með mönnum meðal veitingastaðaeiganda ef maður gefur ekki út matreiðslubók. Ég hef ekki alveg ímyndunarafl í það en hérna er samt snilldar uppskrift. 1 Findus Oxpytt frystiréttur (kartöflur og kjöt) 1 dós af...... (Skoða færslu)

Ég verð bara svo fokkd upp af rommi

26. október, 2003
Djamm tvo daga í röð er búið og ég er furðu hress klukkan 2 á sunnudegi. Fór á Sólon á föstudag og Hverfisbarinn í gær. Djammið á Hverfisbarnum var mun skemmtilegra. Ég var reyndar kallaður hommi af einhverri stelpu á...... (Skoða færslu)

To do

20. október, 2003
Ok, ég er kominn heim. Kom seint í gærkvöldi og var böggaður af tollvörðum enn einu sinni. Í þetta sinn gengu þeir svo langt að þeir létu mig snerta einhvern pappír til að sjá hvort ég hefði höndlað eiturlyf síðustu...... (Skoða færslu)

Út vil ek

10. október, 2003
Ég er að fara erlendis í fyrramálið og því verður sennilega lítið uppfært þangað til 20.okt þegar ég kem heim. Ég er að fara á vinnutengda sýningu í Þýskalandi og svo ætla ég að vera eftir nokkra daga í London....... (Skoða færslu)

100 atriði um mig

8. október, 2003
Ég fæddist 17. ágúst 1977, nokkrum klukkutímum eftir að Elvis dó Fyrstu 20 árin bjó ég í Garðabæ, með smá hléum Þegar ég var 18 ára bjó ég í Caracas í Venezuela Þegar ég var 20 ára bjó ég í...... (Skoða færslu)

Einkamál á netinu

7. október, 2003
Færslan um íslenskar stelpur á föstu hefur fengið fleiri heimsóknir en ég átti von á. Það var linkað á færsluna af batman.is og hafa komið yfir 2200 heimsóknir þaðan. Mér sýnist að Batman sé að aukast í vinsældum, því síðast...... (Skoða færslu)

Kvöld á Hverfisbarnum

5. október, 2003
Ég held að ég og vinir mínir hafi örugglega sett Íslandsmet í viðveru á skemmtistað í gærkvöldi. Eftir að við höfðum borðað á Ítalíu vorum við mættir á Hverfisbarinn klukkan 9. Þar vorum við (eða að minnsta kosti ég) til...... (Skoða færslu)

Á næturvakt

4. október, 2003
Vegna misskilnings, þá mætti einn starfsmaður ekki á næturvakt á Serrano í Hafnarstræti og þar sem Emil var kominn í glas þurfti ég að redda málunum. Þannig að kvöldið, sem átti að fara í andlegan undirbúning fyrir Liverpool-Arsenal varð aðeins...... (Skoða færslu)

Eru allar stelpur á Íslandi á föstu?

2. október, 2003
Að undanförnu hef ég lent í samræðum við nokkrar mismunandi manneskjur um sama hlutinn. Nefnilega: "Eru allar stelpur á Íslandi á föstu?" Einhver hugsar nú með sér: "Bull og vitleysa er þetta í Einari, hann er bara svona óheppinn að...... (Skoða færslu)

Niðurrifsstarfsemi

30. september, 2003
Núna er niðurrifsstarfsemin að hefjast. Ég er kominn á hlýrabolinn, með kúbeinið í hönd. Er hægt að hlusta á eitthvað annað lag en Break Stuff með Limp Bizkit akkúrat núna. Ég veit samt ekki alveg hvort nágrannarnir verða sáttir við...... (Skoða færslu)

Bæ bæ geisladiskar

29. september, 2003
Í tengslum við nýja parketið, sem ég ætla að setja á íbúðina, hef ég verið í brjáluðu tiltektarstuði í dag. Ég erfði nefnilega þann ágæta kost frá pabba mínum, að eiga auðvelt með að henda hlutum. Partur af þessum hreingerningum...... (Skoða færslu)

Parket Nasistinn

28. september, 2003
Ég er ennþá brosandi eftir baseball úrslit gærdagsins. Byrjaði daginn í dag á því að horfa á fagnaðarlætin aftur. Ég veit ekki hvort það er eitthvað að mér, en ég táraðist við að horfa og hlusta á fagnaðarlætin. Hmmm... Kannski...... (Skoða færslu)

It feels like something's heating up

27. september, 2003
Það virðist vera standard á djamminu að það er ávallt einhver stelpa, sem lætur það fara alveg óheyrilega í taugarnar á sér að ég rekist óvart í hana á dansgólfinu. Þetta hefur að ég held gerst þrjú síðustu skiptin, sem...... (Skoða færslu)

Röndótt djamm

22. september, 2003
Er það bara ég, eða er röndótt í tísku? Af einhverjum ástæðum finnst mér voðalega gaman að fletta í gegnum myndasöfn skemmtistaðanna eftir helgar. Ég veit ekki alveg hvað það er sem höfðar til mín. Jú, það er gaman að...... (Skoða færslu)

Flugur

21. september, 2003
Ég hef einhvern tímann minnst á það en mér líður sjaldan jafn skringilega og á sunnudagskvöldum eftir að ég er búinn að ná þynnkunni úr líkamanum. Einhvern veginn virðast allar tilfinningar, áhyggjur, gleði og svo framvegis margfaldast. Dálítið skrítin tilfinning....... (Skoða færslu)

Vekjaraklukka

20. september, 2003
Ef þig vantar góða vekjaraklukku til að sjá til þess að þú fáir aldrei að sofa út um helgar þá geturðu gert tvennt: 1. Eignast barn eða 2. Stofnað skyndibitastað. Starfsfólk skyndibitastaðarins mun nefnilega sjá til þess að þú fáir...... (Skoða færslu)

Home improvement, part deux

17. september, 2003
Það er ekki fyndið hvað ég ótrúlega vitlaus og ómögulegur í öllu, sem viðkemur smíðum og endurbætum á íbúðinni minni. Ég er gersamlega ófær um að gera einfalda hluti rétt. Ég hef reyndar áður skrifað um þessa fötlun mína. Í...... (Skoða færslu)

Ég er fullur

13. september, 2003
Ja hérna, ég er fullur. Ætti maður ekki að skrifa um öll einkamál sín. Allar stelpur, sem ég er skotinn í, allar stelpur sem ég hef reynt við? Ætti ég ekki að bara skrifa nákvæmlega það sem ég er að...... (Skoða færslu)

Styttugarður

6. september, 2003
gardur.jpg... (Skoða færslu)

Rússlandsferð

18. ágúst, 2003
Á morgun er ég að fara í frí. Í fyrsta skipti í mjög langan tíma, sem ég tek mér frí frá vinnu eða skóla. Ég ætla að byrja að fara til Frakklands, þar sem að Jens PR vinur minn ætlar...... (Skoða færslu)

Afmæli og þynnka

17. ágúst, 2003
Gærkvöldið var mun betra en helvítis föstudagskvöldið. Var með grillpartí fyrir vini og svo fórum við niður í bæ, þar sem voru víst einverjir tónleikar. Hins vegar var svo geðveikt mikið að gera á Serrano að ég þurfti að hjálpa...... (Skoða færslu)

Fucking föstudagskvöld

15. ágúst, 2003
Er eitthvað leiðinlegra í þessum heimi en að vera einn heima á föstudagskvöldi?? Ég bókstaflega hata svona kvöld, ég er að morkna úr leiðindum. Víst að ég hafði ekkert planað í kvöld ákvað ég að reyna að þrífa íbúðina en...... (Skoða færslu)

Hrímaður Julio

10. ágúst, 2003
Aðalfyrirsögnin í fréttablaðinu í gær er án efa fyndnasta fyrirsögn ársins: Halldór á öðru máli en Davíð Oddson !! Ef ég væri ritstjóri á Fréttablaðinu þá hefði ég reynt að nota enn stærra letur fyrir slík stórtíðindi. Fór í gærkvöldi...... (Skoða færslu)

Kóka Kóla

5. ágúst, 2003
Ég komst að alveg magnaðri staðreynd um Ísland í dag. Þannig er að hér á landi er ekki selt eitt einasta lyf við ælupest! Ég er búinn að vera svo heppinn að hafa verið ælandi frá 3 í morgun til...... (Skoða færslu)

Hæ hó jibbí jei

1. ágúst, 2003
Vúhú, ég er á leiðinni í útilegu!! Og það á stuttbuxum!! Ég er að spá í að pakka bara stuttbuxum og stuttermabol og sólarvörn. Ég er hins vegar ekki fífl og tek því regngalla með mér. En allavegana veðrið er...... (Skoða færslu)

Ljósmynd

29. júlí, 2003
Ómægod, hvað þetta er sniðug mynd af mér. Ljósmyndarinn hefur greinilega verið að reyna að taka mynd af mér, en hann hefur hrasað á síðustu stundu og tekið mynd af stelpunni fyrir framan mig. Svona kemur fyrir bestu ljósmyndara....... (Skoða færslu)

Núna ertu hjá mér...

28. júlí, 2003
Hvenær var það gert að skyldu að spila "Nínu" með Eyva og Stefáni Hilmars á íslenskum skemmtistöðum? Ég fór tvisvar á djammið um helgina og bæði kvöldin var lagið spilað, á Sólon og Hverfisbarnum. Dan vinur minn skildi ekki upp...... (Skoða færslu)

What's my age again?

23. júlí, 2003
Ég fór að djamma á laugardaginn, sem þykja sennilega ekki stórtíðindi. Beið í röð á Hverfisbarnum í smá tíma og aldrei þessu vant var það bara biðarinnar virði. Inná staðnum hitti ég bara fulltaf skemmtilegu fólki. Ég komst svo seinna...... (Skoða færslu)

Sóóóól!

19. júlí, 2003
Þetta veður er alveg magnað. Ég er hérna inni til að KÆLA mig. Já, þið lásuð þetta rétt. Er búinn að vera að lesa úti á svölum í sólbaði. Veðrið hérna í Vesturbænum er æði. Annars þá fór ég seinni...... (Skoða færslu)

Dásamlegt

18. júlí, 2003
Bara ef að allir dagar á Íslandi væru einsog gærdagurinn, þá væri sko gaman að lifa. Ég tók vinnuna með mér heim og var því búinn með öll verkefni um 4. Ákvað þá að fara í göngutúr (notaði stuttbuxurnar mínar...... (Skoða færslu)

Hárið mitt

14. júlí, 2003
Getur einhver sagt mér af hverju ég er alltaf langánægðastur með hárið á mér þegar ég er einn heima á kvöldin og veit fyrir víst að ég á ekki eftir að hitta neinn það sem eftir lifir kvölds? Einnig finnst...... (Skoða færslu)

Hausverkur

10. júlí, 2003
Mikið djöfull er lífið hræðilega leiðinlegt þegar ég er með hausverk. Einhvern veginn virðast öll verkefni verða hundrað sinnum erfiðari, mér finnst allt vera ómögulegt, allt fer í taugarnar á mér og svo skíttapa Cubs til að koma mér í...... (Skoða færslu)

Fríííí!!!

24. júní, 2003
Jei! Ég er kominn í frí. Heila viku! Ég hef ekki verið svona lengi í fríi á Íslandi síðan ég var 12 ára að ég held. Dan vinur minn (mynd 1 2) frá Bandaríkjunum er að koma til landsins í...... (Skoða færslu)

Gamlir vinir

6. júní, 2003
Einhvern veginn er ég haldinn þeirri hugmynd að það sé bara eitt sorglegra en að sitja einn heima á föstudagskvöldi, og það er að blogga um það að sitja einn heima. En ég meina hei! Dagurinn í dag er samt...... (Skoða færslu)

Helgin - Júróvisjón og Ungfrú Ísland

26. maí, 2003
Einhvern veginn þá gengur mér aldrei betur að vinna heldur en á sunnudagskvöldum, daginn eftir djamm. Sunnudagar eftir djamm eru ávallt gríðarlega kaflaskiptir. Ég vakna með hausverk og eyði fyrsta helmingi dagsins í að reyna að losna við þann ófögnuð....... (Skoða færslu)

Fujimori

10. mars, 2003
Þrátt fyrir að ég sé alltaf að gagnrýna Múrinn á þessari síðu þá hef ég alltaf lúmskt gaman af því að fylgjast með þeim félögum. Einna skemmtilegast er að þeim er annt um stjórnmál í löndum, sem fá litla sem...... (Skoða færslu)

Djammmmm

3. mars, 2003
Fyrir einhverjum tíma ákvað ég að skrifa ekki um djamm á þessari síðu. Núna langar mig hins vegar rosalega að skrifa eitthvað á netið og ég nenni ekki að skrifa þennan langa reiðipistil um Davíð Oddson, sem er að gerjast...... (Skoða færslu)

Úfff, sunnudagur

23. febrúar, 2003
Mikið óskaplega geta sunnudagar verið erfiðir dagar. Á dögum sem þessum sakna ég alveg ofboðslega þess tíma þegar ég varð aldrei þunnur. Fyrst þegar ég byrjaði að drekka áfengi drakk ég ávallt vodka. Ég mætti alltaf í partí með flösku...... (Skoða færslu)

Slys á næturklúbbi

17. febrúar, 2003
Mér brá mjög þegar ég heyrði þessa frétt í útvarpinu áðan. Þegar ég kom heim var náttúrulega það fyrsta sem ég gerði að skoða hvort þetta væri klúbbur, sem að vinir mínir sækja. Svo reyndist ekki vera. Það dóu 21...... (Skoða færslu)

Áramótablogg

31. desember, 2002
Þá er þetta ár alveg að verða búið og þá fer maður náttúrulega að hugsa um hvað hafi gerst á árinu, hvað ég hefði átt að gera betur og svo framvegis. Þetta er búið að vera ótrúlega viðburðarríkt ár. Ég...... (Skoða færslu)

Gleðileg Jól

24. desember, 2002
Jæja, þá er bara klukkutími þangað til að ég fer uppí kirkjugarð að leggja blóm á leiðin hjá ömmum og öfum mínum. Með því hefjast nú jólin formlega. Þannig að ég segi bara gleðileg jól! Hafið það sem best um...... (Skoða færslu)

Jólagjöfin mín í ár

10. desember, 2002
Jæja, þá veit ég hvað mig langar í jólagjöf í ár: Talking George W Bush doll. Jú, og líka iPod. Takk fyrir....... (Skoða færslu)

Nei, hæ!

19. nóvember, 2002
Úfff, loksins er Movabletype komið í lag aftur og ég get farið að skrifa á netið á ný. Þeir, sem sjá um server-inn minn voru eitthvað að fikta í Database málum. Í stað þess að gera mér kleift að nota...... (Skoða færslu)

Ég og McDonald's

8. nóvember, 2002
Já, gott fólk, föstudagskvöldin gerast vart meira spenanndi en kvöldið í kvöld. Ég var að vinna til klukkan 9 og síðan ég kom heim hef ég verið að þvo þvottinn (því þvottavélin í húsinu var frátekin alla aðra daga) og...... (Skoða færslu)

Hvað er ég eiginlega gamall?

7. nóvember, 2002
Fyrir einhverjum tveimur mánuðum varð ég víst 25 ára gamall. Fólk virðist hins vegar eiga eitthvað erfitt með að trúa því. Áðan var ég í afmælisboði hjá bróður mínum, sem er orðinn 40 ára gamall. Tengdamamma hans sagði að ég...... (Skoða færslu)

Serrano dagar 2-4

4. nóvember, 2002
Þá eru hlutirnir á Serrano farnir að ganga mun betur. Byrjunarvesen er að mestu úr sögunni, þó að við eigum enn eftir að þjálfa eitthvað af hlutastarfsfólkinu. En allavegana, þá gengu gærdagurinn og dagurinn í dag mjög vel. Traffíkin í...... (Skoða færslu)

Serrano - Dagur 1

1. nóvember, 2002
Jæja, okkur tókst að opna staðinn okkar í dag. Ég held að ég hafi sjaldan upplifað meira stress og vesen á einum degi. Þetta byrjaði auðvitað á því að ég svaf yfir mig og var ekki kominn niður í Kringlu...... (Skoða færslu)

Serrano

Núna er klukkan að verða 2 um nótt og ég var að koma úr Kringlunni. Emil og Borgþór eru ennþá að vinna uppí Kringlu við að setja upp rafmagn, tengja ljós, vaska og fleira. Ég þurfti að fara heim að...... (Skoða færslu)

Heiða og listin að vera ein(n)....og Twin Peaks

27. október, 2002
Ég rakst inná síðu hjá Heiðu, sem ég þekki ekki neitt. Hún skrifar ansi skemmtilegan pistil um hvernig á að njóta þess að vera einn. Þar talar Heiða um það hvernig henni finnst oft skrítið að fara ein út. Það...... (Skoða færslu)

Serrano - mexíkóskur veitingastaður

23. október, 2002
Ég hef lítið sagt frá mínu lífi undanfarið á þessari síðu. Aðal ástæða þess er að ég hef verið mjög upptekinn og lítið komist nálægt tölvu. Ég er nefnilega, ásamt Emil félaga mínum, að fara að opna mexíkóskan veitingastað í...... (Skoða færslu)

Laugardagsköld

13. október, 2002
Ég fór óvænt á djammið í gær. Var búinn að sætta mig við það að vera heima um kvöldið og horfði því á hræðilega Spaugstofu og aðeins skárri spjallþátt með Gísla Marteini, þar sem nágranni minn Guðni Ágústsson fór á...... (Skoða færslu)

Maus

5. október, 2002
Já, tónleikarnir í gær voru náttúrulega snilld. Ekki var við öðru að búast. Þeir voru haldnir á Grand Rokk og heyrði ég að það hefði verið uppselt, en það komast svo sem ekki margir uppá loft á Grand Rokk. Ég...... (Skoða færslu)

Lof mér að falla að þínu eyra

4. október, 2002
Af hverju í ósköpunum er ég að uppfæra þessa síðu á föstudagskvöldi? Ekki spyrja mig. Ég sá að Maus eru að fara að halda tónleika í kvöld og ætla ég að skella mér. Ég ætla ekki einu sinni að reyna...... (Skoða færslu)

Home Improvement

25. september, 2002
Já, góðir gestir, ég er búinn að fara hamförum í smiðsleik síðustu klukkutíma. Kvöldið byrjaði á því að ég fór í heimsókn til systur minnar, þar sem mágur minn lánaði mér þessa fínu borvél. Ég kom svo hingað heim og...... (Skoða færslu)

Nýtt heimili

24. september, 2002
Ég er búinn að vera frekar latur við að uppfæra þessa síðu undanfarið. Það er þó nóg búið að gerast í mínu lífi undanfarið. Ætli ég fari ekki að færa inn atburði síðustu daga á næstunni. Einna merkilegast er að...... (Skoða færslu)

Hressandi þynnka

22. september, 2002
Já, það er fátt meira hressandi en að vakna þunnur klukkan hálf þrjú á sunnudegi. Ég er búinn að afreka nákvæmlega ekki neitt í dag, nema að laga kaffi og borða Frutibix. Ég ætlaði að setja upp gardínur í íbúðinni...... (Skoða færslu)

11. september

11. september, 2002
Dagurinn í dag er nokkuð merkilegur. Í fyrsta lagi, þá eru liðin 29 ár síðan illmennið Agusto Pinochet rændi völdum í Chile. Svo á Elizabeth vinkona mín 21. árs afmæli. Síðan þá er eitt ár liðið frá því að ég...... (Skoða færslu)

Flutningar

3. september, 2002
Mikið er búið að ganga á í lífi mínu í dag. Kannski einna merkilegast er að íbúðin mín á Hagamelnum er nú loksins laus og því er ég að fara að flytja á morgun. Því er ég búinn að vera...... (Skoða færslu)

Bæ bæ Bandaríkin

26. ágúst, 2002
Á síðustu dögunum mínum í Bandaríkjunum tók ég saman lista yfir það, sem ég vissi að ég myndi sakna. Mér tókst aldrei almennilega að klára listann og uppúr þessu, þá held ég að ég muni aldrei nenna því. Þannig að...... (Skoða færslu)

Ahhh, djamm á Íslandi

18. ágúst, 2002
Ég átti afmæli í gær og er ég núna orðinn 25 ára gamall. Í tilefni dagsins var ég með partí hérna í Garðabænum. Þetta verður ábyggilega eitt af síðustu partíjunum, sem ég held hér í foreldrahúsum enda er ég búinn...... (Skoða færslu)

Aðlögun

12. ágúst, 2002
Ég er í stökustu vandræðum með að ákveða hvað ég á að skrifa nú þegar ég er fluttur heim. Mér fannst áður sjálfsagt að tjá mig um allt, sem ég var að gera. Núna þegar ég er kominn heim finnst...... (Skoða færslu)

Verslunarmannahelgi

5. ágúst, 2002
Ég er alltaf í hálfgerðum vandræðum með að skrifa á þessa síðu þegar ég er kominn til Íslands. Það er allt öðruvísi að tala um það, sem maður er að gera, þegar allir, sem ég tala um, geta lesið og...... (Skoða færslu)

Kominn heim.is

2. ágúst, 2002
Þá er ég kominn aftur heim til Íslands eftir hrikalega leiðinlega flugferð, mikið stress og mjög erfiða kveðjustund. Ég er ennþá að átta mig á hlutunum og er búinn að tala við mjög fáa, enda var ég hálfruglaður í gær....... (Skoða færslu)

Síðustu dagarnir

26. júlí, 2002
Þá eru aðeins örfáir dagar þangað til að ég á flug heim til Íslands. Síðustu daga er ég búinn að vera á fullu við að reyna að ganga frá mínum málum. Svo er ég að reyna að borða á öllum...... (Skoða færslu)

Hermenn og hamborgarar

22. júlí, 2002
Síðustu dagar hérna í Evanston eru búnir að vera góðir. Veðrið er frábært og ég er ekkert alltof busy í vefmálum, þannig að ég hef haft mikið af frítíma. Annars fer þessu nú að ljúka og ég er sennilega á...... (Skoða færslu)

Bahamas

17. júlí, 2002
Þessar ferðasögur hjá mér eru komnar í algjört rugl. Ég hafði alltaf ætlað að skrifa smá um Bahamas en einhvern veginn gerðist það aldrei. Allavegana, þá fór ég á sunnudeginum eftir útskrift með mömmu og pabba til Bahamas. Þessi ferð...... (Skoða færslu)

St. Louis

16. júlí, 2002
Helgin í St. Louis var góð. Við lögðum af stað á laugardagsmorgun í MiniVan, sem mamma Katie á. St. Louis er um 6 tíma akstur suður af Chicago. Við vorum komin þangað um 6 leytið. Við byrjuðum á því að...... (Skoða færslu)

Helgin - St. Louis

12. júlí, 2002
Það verður eitthvað lítið að gerast í kvöld hjá mér. Stelpurnar eru allar að fara á White Stripes tónleika og Dan er eitthvað að vesenast. Á morgun erum við Katie hins vegar að fara til St. Louis, sem er um...... (Skoða færslu)

Síðustu dagar

9. júlí, 2002
Það er nóg búið að gerast hér í Evanston síðustu daga. Ég bý núna hjá Dan vini mínum en ég þurfti að skila íbúðinni minni í byrjun mánaðarins. Ég er að ganga frá öllum mínum málum og að vinna nokkur...... (Skoða færslu)

Hæ hó jibbí jei, það er kominn...

4. júlí, 2002
Í dag er víst fjórði júlí hér í bandaríkjunum, sem og annars staðar. Ég tek náttúrulega þátt í fagnaðarlátunum enda eru Bandaríkin hið besta land. Í gær var árleg flugeldasýning í Grant Park í Chicago. Ávallt í kringum fjórða júlí...... (Skoða færslu)

Útskrift

3. júlí, 2002
Útskriftin mín var fyrir tveim vikum, föstudaginn 20 og laugardagin 21. júní. Þetta var heljarinnar dæmi í kringum allt þetta. Allt byrjaði þetta á föstudagsmorgninum þegar ég fór með mömmu og pabba á Orrington hótelið, þar sem hagfræðideildin var með...... (Skoða færslu)

Hvað er að gerast?

Það er orðið nokkuð langt síðan eitthvað hefur verið skrifað á þessa síðu. Ég er búinn að vera upptekinn, var að útskrifast og svo fór ég með mömmu og pabba í ferðalag. Ég ætla að reyna að fara að skrifa...... (Skoða færslu)

Flutningar

18. júní, 2002
Það er búið að vera nóg að gera síðustu daga vegna þess að ég er að flytja úr þessari holu, sem ég hef kallað mitt heimili síðustu þrjú ár. Ég er búinn að vera að reyna að pakka öllu þessu...... (Skoða færslu)

Leti og djamm

16. júní, 2002
Það er frekar góð tilfinning að hafa ekkert að gera. Þurfa hvorki að læra né vinna þessa vikuna. Þess vegna er ég búinn að eyða síðustu dögum horfandi á baseball og fótbolta, vinnandi í nýju síðunni minni og á djammi...... (Skoða færslu)

Búinn

14. júní, 2002
Þá er ég búinn í prófum. Vá, en skrítið. Er að fara að útskrifast eftir viku. Annars byrjaði dagurinn hræðilega. Ég hafði ætlað að vakna klukkan 6 til að fara yfir smá hagfræði fyrir prófið. Málið var að ég og...... (Skoða færslu)

Kæra dagbók

9. júní, 2002
Jæja, þá er ég búinn að vera að lesa um hagfræði í meira en hálftíma og því kominn tími á pásu. Ætli ég skrifi ekki smá um síðustu daga enda hef ég lítið skrifað á netið og einnig hef ég...... (Skoða færslu)

Síðustu dagur, annar hluti

28. maí, 2002
Af einhverjum yfirnáttúrulegum ástæðum, þá fékk ég í fyrsta skipti frí í skóla í gær en þá var Memorial Day, þar sem bandaríkjamenn minnast fallinna hermanna. Þetta er einmitt í fyrsta skipti í þau þrjú ár, sem ég hef stundað...... (Skoða færslu)

Ja hérna

16. maí, 2002
Þá er ég búinn að skila hagfræði ritgerðinni minni. Ég er búinn að vera að vinna í þessari ritgerð síðan í janúar og er þetta búin að vera ótrúlega mikil vinna, sérstaklega síðustu þrjár vikur. Fyrir áhugasama, þá fjallar ritgerðin...... (Skoða færslu)

Er kominn mánudagur?

3. maí, 2002
Þessi vika er búin að vera skemmtileg geðveiki. Ég er á fullu að reyna að klára þessa ritgerð mína og er ég því búinn að vera að forrita í Stata, sem er ekki alveg jafnspennandi og það hljómar. Anyways, við...... (Skoða færslu)

El fin de semana

23. apríl, 2002
Helgin var fín. Samt ekki eins góð og hjá þessum Northwestern nemanda, sem fékk 1 milljón dollara þegar hann skrifaði undir hjá Oakland Raiders í NFL deildinni. Dan og Becky vinir mínir gerðu heiðarlega tilraun til að hafa matarboð heima...... (Skoða færslu)

Helgin, Hugo og misskilningur Stefáns P.

15. apríl, 2002
Ja hérna, ég er að fara í skólann á stuttbuxum í fyrsta skipti á þessu ári. Jibbííí. Veðrið í gær var líka alger snilld. Ég var að keppa í fótbolta og það var svo heitt að ég var nánast örmagna...... (Skoða færslu)

4 ár

4. apríl, 2002
Ja hérna! Við Hildur erum víst búin að vera saman í fjögur ár. Í dag 4. apríl eigum við fjögurra ára "byrja saman" afmæli. Jei! en gaman! Í tilfeni dagsins er Hildur búin að vinna á bókasafninu í skólanum sínum...... (Skoða færslu)

Gamanið búið

12. mars, 2002
Þá er helgin búin og ég þarf víst að fara að læra aftur. Laugardagurinn var alger snilld. Við Hildur fórum á Crobar, sem er sennilega heitasti næturklúbburinn hérna í Chicago. Þar kostar morðfé inn en þrátt fyrir það er alltaf...... (Skoða færslu)

Fyrirgefðu, var ekki 20 stiga hiti í gær?

10. mars, 2002
Íslendingar vita fátt skemmtilegra en að lesa um veðrið. Veðrið í dag hefur verið ömurlegt. Við ætluðum að vera ýkt dugleg og gera eitthvað skemmtilegt í dag en veðrið var alltof leiðinlegt til að vera úti. Við keyrðum því yfir...... (Skoða færslu)

Yo no quiero Taco Bell

2. mars, 2002
Partíið í gær var nokkuð skemmtilegt. Við sáum þegar við komum að fimm dollararnir (sem við borguðum fyrir bjórinn) voru til styrktar baráttu gegn Taco Bell. Partíið hét hvorki meira né minna en "Revolution Party". Baráttan gegn Taco Bell er...... (Skoða færslu)

Drukkið meðal sósíalista

Ég og Hildur erum að fara í Co-op partí á eftir. Það er partí haldið í co-op húsinu, sem er stórt einbýlishús, þar sem um 30 vinstri-sinnaðir Northwestern nemendur búa. Þar búa m.a. tvær vinkonur mínar, sem kusu báðar Ralph...... (Skoða færslu)

Líf síðustu daga

22. febrúar, 2002
Það eru bara tvær vikur eftir af þessari önn, þannig að síðastu viku er búið að vera frekar mikið að gera. Ég er að vinna að BA ritgerðinni minni á fullu, og svo halda hagfræðikennararnir mínir mér við efnið með...... (Skoða færslu)

Engin hagfræði!! Ég sé að

13. febrúar, 2002
Ég sé að síðustu sjö færslur fjölluðu allar á einn eða annan hátt um hagfræði. Kristján Ágúst snillingur kvartaði einmitt yfir því að á þessari síðu væri of mikið tal um hagfræði, þannig að ég ætla að hvíla mig aðeins...... (Skoða færslu)

Beautiful Mind, Super Bowl og Afghanistan

3. febrúar, 2002
Gærkvöldið var fínt. Ég og Hildur fórum ásamt Dan og Elizabeth vinum okkar út að borða á stað sem heitir Kabul House. Einsog nafnið gefur til kynna var þetta afganskur matur, en ekki hef ég séð marga veitingastaði með mat...... (Skoða færslu)

Mogginn og snjór

31. janúar, 2002
Í gær þegar ég kom heim úr skólanum var enginn snjór úti. Í morgun þegar ég fór út og sótti blaðið mitt var 20 cm. lag af snjó á götunni. Ég hugsaði með mér: 1. Í nótt hefur snjóað 2....... (Skoða færslu)

Síðustu dagar

16. janúar, 2002
Fyrsta helgin hérna í Chicago var bara fín. Á föstudag gerðum við Hildur lítið annað en að horfa á vídeó. Á laugardag fórum við í verslanaleiðangur. Við kíktum fyrst í Woodfield mallið, þar sem ég kíkti í Apple búðina og...... (Skoða færslu)

Land hinna frjálsu...

9. janúar, 2002
Við Hildur erum komin aftur hingað út til lands hinna frjálsu, heimili hinna hugrökku, einsog segir í laginu. Við komum hingað til Chicago á sunnudaginn. Áttum reyndar að koma á laugardag, en fluginu okkar frá Íslandi var frestað, þar sem...... (Skoða færslu)

Búið - Bless

4. janúar, 2002
Jæja, þá er ég búinn að taka til hérna inní vinnu. Ég held að ég hafi ekki náð að klára eitt einasta verkefni, því alltaf var eitthvað nýtt að koma upp. Því hef ég nóg að vinna í þegar ég...... (Skoða færslu)

Gleðilegt Ár

3. janúar, 2002
Takk fyrir það gamla og allt það. Vonandi heldur maður áfram að nenna að skrifa á netið, því það er nokkuð spennandi ár framundan hjá mér. Vonandi útskrifast maður úr háskóla og fer svo á mikið ferðalag....... (Skoða færslu)

Heimsóknir

30. desember, 2001
Á jóladag heimsóttu þrír síðuna mína. Það er nýtt met. Ég held að aldrei hafi jafn fáir komið á síðuna. Gott mál. Annars var ég að djamma með vinum í gær. Drakk amerískan bjór í íbúð í stúdentagörðunum og endaði...... (Skoða færslu)

Komin heim

17. desember, 2001
Við Hildur komum heim á föstudagsmorgun. Allir búnir að spyrja okkur hvernig það sé að vera komin heim. Mér finnst það bara fínt. Síðasta prófið var allt í lagi. Við flugum svo til Boston, þar sem við biðum í fjóra...... (Skoða færslu)

Endasprettur

11. desember, 2001
Þá er ég búinn í þremur prófum af fjórum. Vaknaði klukkan fimm í morgun til að renna yfir 15 blaðsíður af fjármála/stærðfærði formúlum. Tók síðan stærðfræðiprófið klukkan 9. Eftir próf kláraði ég svo félagsfræðiritgerðina mína um Procter & Gamble. Þér,...... (Skoða færslu)

Ísland

7. desember, 2001
Það er nokkuð skrítið að það eru ekki nema fimm dagar þangað til að við Hildur förum heim. Við höfum verið hérna alveg síðan annan janúar. Ég hef lítið verið heima á Íslandi síðustu ár, en samt hef ég bara...... (Skoða færslu)

Dýrt kaffi?

6. desember, 2001
Ágúst hrósar nemendafélaginu í HR fyrir að lækkar verð á kaffi niður í 50 krónur. Það er augljóst að við Northwestern nemendur lifum ekki við slíkan lúxus. Kaffið í Norris stúdentamiðstöðinni (Seattle's Best) kostar 160 krónur. Annars legg ég til...... (Skoða færslu)

Komin heim

27. nóvember, 2001
Við Hildur erum komin aftur til Chicago, heil á húfi eftir frábært frí og hrikalegustu flugferð ævi minnar. Ég á eftir að lesa tvær bækur á næstu 36 tímum, Goldman Sachs og Emperors of Chocolate, þannig að ég skrifa ferðasöguna...... (Skoða færslu)

Klipping og fleira

16. nóvember, 2001
Ég komst því miður ekki að sjá vitleysinginn Pat Buchanan tala á þriðjudag. Um 300 manns komust ekki inn, svo vinsæll var hann. Ég eyddi því kvöldinu bara í að lesa meira um leikjafræði (nánar tiltekið uppboðsfræði). Það var fjallað...... (Skoða færslu)

Hiti

15. nóvember, 2001
Hver hefði trúað þvi? Það er 22 stiga hiti í miðjum nóvember í Chicago. Ég fer sko á stuttermabol í skólann í dag....... (Skoða færslu)

GWU

13. nóvember, 2001
Eftir að Björgvin var að tala um George Washington fótboltaliðið fór ég og skoðaði síðuna þeirra, sem hefur tekið miklum framförum frá því að ég kíkti síðast. Þar er m.a. stutt lýsing á varnarjaxlinum Friðrik Ómarssyni. Í stuttu æviágripi á...... (Skoða færslu)

Merkilegar myndir

9. nóvember, 2001
Ég ætla einhvern tímann að setja inn fullt af myndum frá hinum ýmsu ferðalögum mínum, hérna inná síðuna. Í gær var ég eitthvað að fara í gegnum gamlar skrár á harða disknum mínum og þá rakst ég á þessa mynd,...... (Skoða færslu)

AArrrrrrrggggggggghhhhhhh!!!!!!!!!!!

8. nóvember, 2001
Bíllinn var dreginn í morgun. Ég hafði lagt honum í götunni minni í gær en í morgun var verið að þrífa götuna, svo hann var dreginn í burt. Tekið skal fram að í gær voru ENGAR viðvaranir á götunni um...... (Skoða færslu)

Síðasta helgi - Purdue football

1. nóvember, 2001
Ætli það sé ekki merki um að maður hafi haft mikið að gera undanfarið að ég sé að skrifa um síðustu helgi á fimmtudegi. Ég var að klára tvö miðsvetrarpróf í þessari viku og nú ætti að vera frekar rólegt...... (Skoða færslu)

Skórinn minn er á brú í Indiana

26. október, 2001
Um síðustu helgi fórum við strákarnir í fótboltaliðinu í keppnsiferð til Ann Arbour, þar sem við kepptum við U of Michigan og fleiri skóla. Ég ætla ekki að tala um úrslitin, en þess má geta að nemendur í U of...... (Skoða færslu)

OJ

25. október, 2001
If it doesn't fit, you must acquit...... (Skoða færslu)

Afmæli

15. október, 2001
Þetta er búin að vera fín helgi. Ég fór á fótboltaleik á laugardagsmorgun og þess vegna vorum við bara róleg á föstudagskvöld. Við fórum með Dan út að borða og svo kíktum við á Northwestern "homecoming" skrúðgönguna. Við fórum svo...... (Skoða færslu)

Tímaeyðsla á föstudegi

12. október, 2001
Það var frí í stærðfræitímanum mínum í morgun, þannig að ég var ekki í neinum tímum í dag. Ég ætlaði því aldeilis að nota tækifærið og lesa fullt í stjórnmálafræði. Núna er klukkan að verða sex og ég hef ekki...... (Skoða færslu)

Lærdómur

5. október, 2001
Það er alltaf sama sagan, mér gengur alltaf illa að koma mér af stað í lærdómnum á haustin. Ég þarf þó nauðsynlega að læra eitthvað í dag því ég er að fara með fótboltanum í keppnisferð til Bloomington Indiana, þar...... (Skoða færslu)

Is it cool to make fun of Bush yet?

Við Hildur vorum að koma af Northwestern sýningu með grínistunum David Cross og Lewis Black (sjá mynd). Lewis Black er mun þekktari en hann kemur vikulega fram í the daily show með John Stewart, sem er lang lang lang lang...... (Skoða færslu)

Sigurrós

27. september, 2001
Við Hildur erum að fara að sjá Sigurrós spila í kvöld í The Vic. Það er auðvitað löngu uppselt á þessa tónleika. Þetta er í annað skiptið, sem við sjáum Sigurrós spila hérna í Chicago. Fyrra skiptið var í Park...... (Skoða færslu)

Kmart

11. september, 2001
Kmart búðir hafa hætt að selja byssur. Hvað á maður að segja?...... (Skoða færslu)

Update nr.10

Ok, það er búið að loka skrifstofunni minni. Ekkert alvarlegt, bara varúðarráðstafanir. Ég er farinn heim....... (Skoða færslu)

Update nr.9

Nú er talað um að flugvél hafi hrapað nærri Camp David, sumarleyfisstað forsetans....... (Skoða færslu)

Update nr.8

Núna er búið að senda upp bandarískar orrustuþotur til að mæta flugvélinni, sem er á leið til Washington D.C. Þeir menn, sem fljúga þeirri vél gætu þurft að gera hræðilega hluti, skjóta niður landa sína....... (Skoða færslu)

Update nr.7

Nú hefur önnur flugvél hrapað nálægt Pittsburg. Þetta er án efa einn svartasti dagur í sögu Bandaríkjanna. Skyndilega virkar Chicago ekki endilega örugg. Allavegana er núna verið að tæma allar stærstu byggingarnar í Chicago....... (Skoða færslu)

Update nr.6

Núna er búið að tilkynna að það sé flugvél, sem hafi verið rænt, á leið til Washington D.C. Maður getur bara beðið fyrir fólkinu....... (Skoða færslu)

Update nr.5

Svo virðist núna sem báðir World Trade Center turnarnir hafi hrunið. Um 50.000 manns unnu í byggingunum. Einnig sprakk önnur sprengja í Washington D.C....... (Skoða færslu)

Update nr.4

Önnur World Trade Center byggingin er hrunin...... (Skoða færslu)

Update nr.3

Allur syðri hluti Manhattan er fylltur af reyk. Tilkynnt hefur verið um aðra sprengingu, á fyrstu hæð World Trade Center. Öllum flugvélum hefur verið skipað að lenda....... (Skoða færslu)

Update nr.2

Nú er verið að flytja fólk frá Manhattan, það er búið að loka nær öllum fyrirtækjum, hlutabréfamörkuðum. Einnig er farið að gera varúðarráðstafanir í öðrum borgum, það er verið að koma fólk úr öllum stærri byggingum í Chicago. Einnig hefur...... (Skoða færslu)

Update

Nú segja menn að báðar flugvélarnar hafi verið fullar af fólki. Önnur frá Boston. Þeim var báðum rænt og klesstu fullar af fólki á World Trade Center. Nú eru líka fréttir af því að flugvél hafi klesst á Pentagon, varnarmálaráðuneytið...... (Skoða færslu)

Hryðjuverk

Þetta eru alveg svakalegar fréttir. Allir bandarísku netmiðlarnir eru niðri, það er ekki glæta að komast á CNN.com. Við hérna í vinnunni erum þó að hlusta á útvarpið og þar eru menn að nokkuð vissir um að þetta séu hryðjuverk,...... (Skoða færslu)

Helgin - Djamm og baseball

10. september, 2001
Þá er maður kominn aftur í vinnu eftir helgina. Nú á ég samt bara tvo vinnudaga eftir. Helgin var frábær. Reyndar byrjaði hún ekki skemmtilega. Eftir vinnu á föstudag fór ég með bílinn í viðgerð til að laga afturbremsurnar. Það...... (Skoða færslu)

Brúðkaupsafmæli

6. september, 2001
Mamma og pabbi eiga í þessari viku 40 ára brúðkaupsafmæli. Það finnst mér ekki slakur árangur og óska ég þeim auðvitað til hamingju. Pabbi gifti sig einmitt þegar hann var tvítugur. Ég varð tvítugur fyrir fjórum árum, en samt er...... (Skoða færslu)

Labor Day helgin

4. september, 2001
Það var ekkert smá gott að fá aukafrídag í gær, en þá var Labor Day. Við nýttum því helgina ágætlega. Á laugardag vorum við að hjálpa Ryan, vini mínum, en hann var að flytja út úr co-op húsinu (nokkurs konar...... (Skoða færslu)

Smá meiri vinna

31. ágúst, 2001
Bara 45 mínútur eftir af vinnudeginum. Mikið afskaplega hefur þessi dagur verið lengi að líða. Um helgina er einmitt Labor Day Weekend, sem þýðir að það er frí á mánudaginn. Það þýðir bara tvennt: djamm og strönd. Lifið heil!...... (Skoða færslu)

Notaleg vinna

23. ágúst, 2001
Eitt af því góða við það að vera að vinna í stað þess að vera í skóla er að maður getur farið heim á kvöldin án þess að hafa samviskubit yfir því að maður sé ekki að læra eða gera...... (Skoða færslu)

Tóm skrifstofa

20. ágúst, 2001
Það er búið að vera dálítið skrítið hérna í vinnunni í dag. Þannig er að allir í hönnunardeildinni (nema ég) eru staddir í Los Angeles. Þeir eru þar til að kenna nýjum viðskiptavini á kerfið okkar. Þess vegna er ég...... (Skoða færslu)

Verslunarmannahelgi

9. ágúst, 2001
Í fyrsta skipti síðan ég bjó í Mexíkó var ég ekki heima um verslunarmannahelgi. Þannig að í staðinn fyrir að horfa á Jet Black Joe með vinum mínum var ég staddur hérna í Chicago í 40 stiga hitabylgju. Okkur Hildi...... (Skoða færslu)

Hitabylgja

8. ágúst, 2001
Moggin fjallar um hitabylgjuna, sem hefur farið yfir Chicago og miðvesturríkin undanfarna daga. Ég held að hún hafi nú náð hámarki í gær, allavegana var alveg hrikalegt að sofa því við erum ekki með neina loftkælingu í íbúðinni okkar. Við...... (Skoða færslu)

Rigning

2. ágúst, 2001
Á leiðinni í vinnuna í dag var frekar mikil rigning....... (Skoða færslu)

Síðustu dagar

31. júlí, 2001
Það er orðið dálítið síðan ég skrifaði eitthvað af viti. Allavegana, þá áttum við Hildur fína helgi. Á föstudeginum fórum við í stórt partí, sem er reglulega haldið í einbýlishúsi, þar sem um 25 Northwestern krakkar búa. Þar var fjör...... (Skoða færslu)

Afmæli

26. júlí, 2001
Anna systir mín á afmæli í dag. Til hamingju með það!! Ég vil hvetja alla íbúa Leicester í Englandi til að taka í höndina á henni og óska henni til hamingju....... (Skoða færslu)

Útilega

19. júlí, 2001
Við Hildur fórum í smá útilegu um síðustu helgi. Við fórum í Illini State Park, sem er tveggja tíma akstur suð-vestur af Chicago. Það er nokkuð fallegur þjóðgarður. Það að tjalda í Bandaríkjunum er dálítið öðruvísi en heima. Reglur á...... (Skoða færslu)

Ég verð að uppfæra

13. júlí, 2001
Af einhverjum ástæðum fannst mér nauðsynlegt að skrifa eitthvað svona rétt fyrir helgina. Við Hildur erum ekki alveg viss hvað við erum að fara að gera. Ætlum jafnvel að reyna að fara í Six Flags skemmtigarðinn. Það er afsláttur þar...... (Skoða færslu)

Djamm og dýragarður

9. júlí, 2001
Veðrið var ekki neitt voðalega skemmtilegt um helgina. Á laugardag höfðum við Hildur ætlað að fara í Six Flags Great America skemmtigarðinn en okkur leist ekkert alltof vel á veðrið. Það var skýjað og rakinn var alveg hrikalegur. Það var...... (Skoða færslu)

Vikan

6. júlí, 2001
Þar sem það er kominn föstudagur er ágætt að segja frá því hvað við Hildur höfum verið að gera síðustu viku, en þetta er búin að vera mjög skemmtileg vika. Síðasta föstudag fórum við í partí heim til Ryan, Kate...... (Skoða færslu)

Helgin

26. júní, 2001
Síðasta helgi var mjög skemmtileg. Á föstudag fórum við á nýlistasafnið með nokkrum vinum okkar en þar var verið að opna sólstöðuhátíð, en sumardagurinn fyrsti var einmitt á föstudag. Við sáum þar m.a. mjög athyglisverða kvikmyndasýningu.Á laugardag fórum við svo...... (Skoða færslu)

Vinna

22. júní, 2001
Það er allt í rugli varðandi tölvuna mína hérna í vinnunni, þannig að í morgun hef ég fengið borgað fyrir að skoða Wall Street Journal og flakka um netið. Ætli ég noti ekki tækifærið og segi aðeins frá vinnunni minni....... (Skoða færslu)

Traffic update

16. júní, 2001
Ég var ýkt sáttur þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni, því allt í einu var engin umferð við hringtorgið, þar sem allt er vanalega stopp. Ég hélt að ég myndi núna fljúga heim á 40 mínútum. En nei...... (Skoða færslu)

Beautiful Day

15. maí, 2001
It's a beautiful day The sky falls and you feel like It's a beautiful day Don't let it get away...... (Skoða færslu)

Árekstur

11. maí, 2001
Þegar mamma og pabbi voru hérna um helgina lentum við í árekstri á leiðinni niður í bæ. Við vorum í leigubíl, föst í umferðinni flegar tveir bílar klesstu aftan á okkur. Stelpan, sem var í aftari bílnum var ekki með...... (Skoða færslu)

Feitir Kanar

1. maí, 2001
Eg var ad kaupa mer ithrottaboli um helgina, sem er svo sem ekki merkilegt. Eg lenti hins vegar enn einu sinni i thvi ad finna ekki retta staerd a mig. Malid er nefnilega ad herna i Bandarikjunum er allar staerdir...... (Skoða færslu)

Skóli

27. apríl, 2001
Tha er adal midsvetrarproftornin buin. Eg er buinn ad vera i fimm profum, skila einni storri ritgerd og 4 verkefnum a sidustu 10 dogum, en nu er thetta allt saman buid. Jibbi. Svo nuna klukkan 5 er thad BBQ party...... (Skoða færslu)

Chicago

25. apríl, 2001
Eg er endanlega kominn a tha skodun ad Chicago er frekar stor borg. Eg thurfti ad fara i Schaumburg, sem er eitt uthverfi borgarinnar i dag. Su rutuferd tok tvo tima, en samt var madur enntha inni a midju Chicago...... (Skoða færslu)

SNILLD!!!!

20. apríl, 2001
SNILLD!!!!...... (Skoða færslu)

Hallo!

17. apríl, 2001
Hallo!...... (Skoða færslu)

Misrétti

15. apríl, 2001
Thetta er nokkud merkileg frett. Madur her i Chicago aetlar nefnilega ad kaera White Star Lounge, sem er einn af minum uppahalds naeturklubbum fyrir thad ad their rukki meira fyrir karla en konur. Thetta er nokkud algengt her i borg,...... (Skoða færslu)

Þá er ég búinn með

12. mars, 2001
Þá er ég búinn með tvö lokapróf, kláraði hagfræðina í morgun og var það bara fínt. Núna á ég bara stærðfræði á morgun, linear algebra í allri sinni dýrð. Og ég ætla að byrja að læra...........núna....... (Skoða færslu)

Grein

4. mars, 2001
Ég er búinn að skrifa nýja grein, sem birtist á Hrekkjusvínum.Annars er ég þunnur eftir djamm í gær. Til að toppa það, þá reif ég mig upp klukkan 11 í morgun til að horfa á hrikalega lélegt Liverpool lið tapa...... (Skoða færslu)

Field Museum

20. febrúar, 2001
Hildur og ég fórum um helgina á Field Museum, sem er nokkuð merkilegt safn hérna í Chicago. Þar er m.a. risaðlan Sue, sem er stærsta T-Rex risaeðlan, sem hefur varðveist í heiminum. Þetta var mjög fróðleg ferð. Þegar við vorum...... (Skoða færslu)

Rólegt

21. janúar, 2001
Annars ætlum við bara að vera róleg í kvöld. Við ætlum að fara á Traffic í bíó. Við reyndum að sjá hana um síðustu helgi en þá var allt uppselt, þannig að við fórum á Crouching Tiger Hidden Dragon, sem...... (Skoða færslu)

Onion

19. janúar, 2001
Við Hildur vorum úti að borða á Flattops. Á leiðinni heim náði ég mér í nýtt eintak af The Onion, sem er besta blað í heimi. Aðal fyrirsögnin á forsíðunni er mjög fyndin að mínu mati....... (Skoða færslu)

C

14. janúar, 2001
Ert þú búinn að fá þinn dagskammt af C-vítamíni?...... (Skoða færslu)

Á leið út

2. janúar, 2001
Núna eru bara 4 tímar þangað til að ég á flug út til Boston, og svo tengiflug þaðan til Chicago. Þetta jólafrí er náttúrulega búið að líða alveg fáránlega hratt. Gamlárskvöld var frábært, ég hef sjaldan eða aldrei skemmt mér...... (Skoða færslu)

Á miðnætti

31. desember, 2000
Mér datt eitt í hug áður en ég hætti á þessu ári. Ég lýsi því yfir að sá maður, sem bloggar á miðnætti í kvöld er hetja. Gleðilegt ár...... (Skoða færslu)

Í lok árs

Annars er ekki gott að enda árið á pólitískri færslu, því ég er í alltof góðu skapi. Ég óska bara öllum gleðilegs árs. Vonandi hafið þið það sem allra best á nýju ári....... (Skoða færslu)

Mánudagar

27. desember, 2000
Ég elska mánudaga, sem eru í raun miðvikudagar....... (Skoða færslu)

Gleðileg jól, allir!

25. desember, 2000
Gleðileg jól, allir! Jens er með fallega jólamynd á síðunni sinni....... (Skoða færslu)

Vinna

20. desember, 2000
Það er nú ekki margt spennandi búið að gerast síðan ég kom heim til Íslands. Helgarnar hafa jú verið skemmtilegar, en virku dagarnir hafa verið alger geðveiki. Ég er búinn að vera frá 8 á morgnana til 11 á kvöldin...... (Skoða færslu)

Kominn heim

11. desember, 2000
Jæja, ég er kominn heim frá Bandaríkjunum. Síðasta vikan úti leið frekar hratt. Ég var í síðasta prófinu á miðvikudag, en það var hagfræði. Síðan eyddi ég deginum við að klára að versla jólagjafirnar og svo fórum við Hildur útað...... (Skoða færslu)

Thanksgiving

25. nóvember, 2000
Þetta er búin að vera fín helgi. Ég gerði ekki mikið á Thanksgiving Day, við Hildur lágum heima, horfðum á sjónvarp og tókum það rólega. Um kvöldið borðuðum við svo kalkún með stuffing, cranberry sósu og tilheyrandi, svo apple pie...... (Skoða færslu)

Leti

23. nóvember, 2000
Í dag er Thanksgiving day. Það þýðir einfaldlega að ég ætla að liggja í leti í allan dag og borða kalkún í kvöld. Ég keypti kalkún á sunnudag og held ég að hann sé fullstór fyrir okkur tvö. Þannig að...... (Skoða færslu)

Annars...

16. nóvember, 2000
Annars erum við að fara á Macy Gray á eftir, en hún er að spila í Aragon. Ég er búinn að hlusta mikið á diskinn hennar undanfarið og finnst mér hann mjög góður, þannig að ég er frekar spenntur....... (Skoða færslu)

Circus

Ég og Hildur fórum á djammið seinasta laugardag. Við fórum á Circus, sem er einn allra vinsælasti næturklúbbur í Chicago og var það alveg frábært. Við ákváðum svo að vera geðveikt sparsöm og taka lest og strætó heim. Meðan við...... (Skoða færslu)

Ok, mér finnst þetta fyndið:

11. nóvember, 2000
Ok, mér finnst þetta fyndið:...... (Skoða færslu)

Ég er að fara......

30. október, 2000
Ég er að fara á tónleika með Eminem og Limp Bizkit í kvöld. Ójá, það verður geðveiki!...... (Skoða færslu)

Vetrartími

29. október, 2000
Það var verið að breyt yfir í vetrartíma í nótt og því fagnaði ég með því að fara í tvö partí, eitt á campusnum og hitt í íbúð hérna rétt hjá. Hvað á maður svo að gera við þennan auka...... (Skoða færslu)

Próf og vinna

26. október, 2000
Þar, sem helsta miðsvetrarprófatörnin er núna búin þá hef ég loksins haft tíma í að byrja að klára þá vinnu, sem ég var búinn að lofa í sumar. Þetta er m.a. endurgerð á danol.is og fleiri minni verkefni. Annars er...... (Skoða færslu)

Línuskautar

22. október, 2000
Ég og Hildur erum búin að eyða deginum á línuskautum meðfram Lake Michigan. Enda er veðrið ennþá alveg frábært. Það var ótrúleg traffík af fólki á hjólum og línuskautum þarna. Annars er ég ekki alveg viss hvað ég ætla að...... (Skoða færslu)

Helgin

18. október, 2000
Helgin var bara mjög fín. Á föstudaginn fórum við á djammið á Dragon Room, sem var flottur klúbbur, reyndar ekki alveg einsog við bjuggumst við en samt fínt. Á laugardag gerði ég lítið. Við Hildur fórum með Dan og Ryan...... (Skoða færslu)

Djamm

14. október, 2000
Jæja, þá er maður á leiðinni á djammið. Hildur á afmæli í dag og því fórum við út að borða áðan á Olive Mountain, sem er snilldar staður með mat frá Líbanon. Við erum að fara á djammið með Kára,...... (Skoða færslu)

Fedex

9. október, 2000
Fedex er rusl. Ég átti að fá skjá og tölvu frá Apple, en fékk bara skjáinn. Hvað í andskotanum á ég að gera við skjá?...... (Skoða færslu)

Boltinn

Ég var að koma heim frá Champaign, þar sem ég er búinn að vera síðan í gær að keppa í fótbolta. Við komum þangað um klukkan 3 og voru þá 10 mínútur í fyrsta leik, sem var á móti University...... (Skoða færslu)

Annars...

7. október, 2000
Annars er ég núna að fara til Champaign, að keppa í fótbolta við University of Illinois....... (Skoða færslu)

Ómægod. Ég var pirraður eftir

3. október, 2000
Ómægod. Ég var pirraður eftir að heyra að Liverpool hafi tapað, en eftir að hafa séð mörkin á Fox, er ég ógeðslega fúll. Góða nótt....... (Skoða færslu)

Zentra

2. október, 2000
Zentra klúbburinn var bara fínn. Mjög stór og með flottum bakgarði, sem var opinn, enda var veðrið frábært. Það kom mér þó á óvart hvað það var lítil biðröð fyrir utan, en staðurinn var flottur....... (Skoða færslu)

Kínahverfið

Við Hildur fórum í Kínahverfið, sem er í suðurhluta Chicago, í gær. Þetta er fínn staður, með fullt af vetingastöðum og búðum. Við versluðum eitthvað smá, keyptum okkur ginseng og te. Ég keypti einnig ginseng tyggjó, sem var frekar skrítið...... (Skoða færslu)

Djammið

30. september, 2000
Við erum að spá í að fara á djammið inní Chicago. Ég held að við förum á Zentra....... (Skoða færslu)

Limp Bizkit og Eminem eru

29. september, 2000
Limp Bizkit og Eminem eru að koma til Chicago 30.október. Það er gott mál, en sennilega verður erfitt að ná í miða. Ég mun þó gera mitt besta á Ticketmaster.com....... (Skoða færslu)

Matvöruverslanir

25. september, 2000
Þegar ég kem inní góða matvöruverslun hérna í Bandaríkjunum líður mér oft einsog ég sé frá Kúbu. Hérna er ótrúlegt vöruúrval. Maður getur valið um 40 tegundir af gosdrykkjum, 50 tegundir af jógúrti og svo framvegis. Alltaf virðist vera að...... (Skoða færslu)

Síðasta færslan

18. september, 2000
Þá er það sennilega síðasta færslan frá Íslandi. Ég á flug til Minneapolis klukkan 5 í dag og þaðan á ég tengiflug til Chicago. Get ekki beðið eftir því að byrja í skólanum aftur. Ég verð svo væntanlega með reglulegar...... (Skoða færslu)

Ég sá það í sjónvarpinu

16. september, 2000
Ég sá það í sjónvarpinu að Stöð 2 ætlar að vera með íslenska útgáfu af Who wants to be a Millionaire. Ég er mikill aðdáandi þáttanna í Bandaríkjunum en einhvern veginn efast ég um að íslensku þættirnir verði jafnskemmtilegir. Það...... (Skoða færslu)

Ziege

6. september, 2000
Gaman að sjá Christian Ziege í réttum búningi!...... (Skoða færslu)

Tvær greinar

Ég var voðalega duglegur og skrifaði tvær greina á Hrekkjsvín í gær: Einsemd Garcia Marques og Enski boltinn: Allir hinir....... (Skoða færslu)

Tres Locos

3. september, 2000
Ég fór á Tres Locos í gær. Það er ekki góður veitingastaður. Í fyrsta lagi þurftum við að bíða í 50 mínútur eftir matnum. Maturinn var ekkert spes. Svo þegar við vorum enn að borða byrjuðu starfsmennirnir að taka saman...... (Skoða færslu)

Dauft

2. september, 2000
Það virðist ekki vera mikið að gerast á netinu í dag, enda veðrið frábært. Ég er núna í matarhléi, er aðeins að reyna að vinna í dag. Seinna í dag fer ég svo auðvitað á landsleikinn. Það verður stuð....... (Skoða færslu)

Ég horfði á Kastljós í

25. ágúst, 2000
Ég horfði á Kastljós í gær og var þátturinn mjög áhugaverður. Þar voru Arnþór Helgason og Björgvin G. að þræta um heimsókn Li Peng. Ég hef séð Arnþór halda ræður nokkrum sinnum, aðallega í tengslum við mótmæli á viðskiptabanninu við...... (Skoða færslu)

Afmæli

19. ágúst, 2000
Ég þakka þeim, sem óskuðu mér til hamingju með afmælið um daginn. Takk takk. Annars var ég að klára að vinna og sit núna fyrir framan tölvuna að bíða eftir því að miðar á Moby í Chicago fari á sölu....... (Skoða færslu)

Jibbííí, ég á afmæli í

17. ágúst, 2000
Jibbííí, ég á afmæli í dag. Er orðinn 23 ára. Þá er ekki úr vegi að kíkja á stjörnuspána mína í dag:Leo: (July 23--Aug. 22) the pale morning mist reveals your prints on the fat dead prostitute's ass...... (Skoða færslu)

Futurice

12. ágúst, 2000
Ég fór á Futurice í gærkvöldi og var það bara fín sýning. Það var reyndar helvíti erfitt að standa samfleytt í 4 klukkutíma. Ég var líka orðinn mjög svangur í endann, enda borðaði ég bara Opal og Chupa Chups allan...... (Skoða færslu)

Ég var núna að kaupa

4. ágúst, 2000
Ég var núna að kaupa mér miða á Buena Vista Social Club, sem verða með tónleika í Chicago Theatre í Október. Það eru snillingar. Ég var reyndar pínulítið svekktur að missa af tónleikum með Molotov og Café Tacuba, sem verða...... (Skoða færslu)

Egilsstaðir

12. júlí, 2000
Ég er núna staddur á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Fínt hótel í þessum fallega bæ, þar sem alltaf er gott veður. Í dag er ég búinn að selja í bæjunum hér í kring. Ég gisti síðustu nótt á Djúpavogi. Það...... (Skoða færslu)

Annars er ég að fara

10. júlí, 2000
Annars er ég að fara í söluferð á Austfirði á morgun. Ég heimsæki alla bæi frá Höfn að Kópaskeri. Gisti annað kvöld á Djúpavogi og svo tvær nætur á Egilsstöðum. Þetta er þriðja árið, sem ég fer í þessa ferð...... (Skoða færslu)

Einu sinni...

26. júní, 2000
Einu sinni hélt í uppi síðu, sem mér fannst ýkt flott. En svo kom illur andi í Blogger og eyðilagði allt sem ég gerði. Þannig að núna er síðan mín alveg ofboðslega einföld...... (Skoða færslu)

Djamm

18. júní, 2000
Þá er djamm helgarinnar búið. Þetta er búið að vera fínt. Á föstudag var ég í partýi allt kvöldið en í gær ég í partýi niðrí í bæ og fór svo á einhverja skemmtistaði. Það hlýtur að vera markaður fyrir...... (Skoða færslu)

Kominn heim

14. júní, 2000
Allavegana þá kom ég til Íslands í gærmorgun eftir alveg fáránlega langa ferð frá Chicago. Það voru náttúrulega seinkanir og vesen einsog alltaf. En Flugleiðir redduðu málinu með að setja mig af einhverjum ástæðum á Saga Class. Það er ekkert...... (Skoða færslu)

Á Íslandi

Ég er núna kominn aftur til Íslands. Náttúrulega er maður strax kominn inní vinnu. Það er reyndar enginn kominn ennþá og kaffivélin virkar ekki, þannig að ég ákvað bara að blogga....... (Skoða færslu)

Gifting

31. maí, 2000
Ég var að frétta að Genni vinur minn og Sandra, kærastan hans væru að fara að gifta sig í Júlí. Þvílík snilld. Þar sem Genni veit ekki hvað tölvupóstur er, þá er ekkert hægt að óska honum til hamingju, en...... (Skoða færslu)

Menning

Hildur og ég fórum á Art Institute of Chicago, sem er sennilega með merkari söfnum í heiminum. Við vorum að fara í fyrsta skiptið á þetta safn og var það alveg frábært. Þarna eru mörg fræg verk, einsog Mao eftir...... (Skoða færslu)

Clubbing

28. maí, 2000
Ég og Hildur fórum í gærkvöldi á Circus, sem er einn stærsti næturklúbburinn hérna í Chicago. Hann er geðveikur. Maður sér hvað það vantar mikið almennilegan næturklúbb heima á Íslandi....... (Skoða færslu)

Hár

Í gær, þá litaði ÉG hárið á Hildi brúnt. Kannski ætti ég að fara í hárgreiðslunám? Hildur snoðaði mig líka fyrir nokkrum dögum og tókst henni nokkuð vel upp....... (Skoða færslu)

Dillo

21. maí, 2000
Ég veit að ég ætti sennilega að vera að læra núna, en ég nenni því einfaldlega ekki. Gærdagurinn var skemmtilegur. Við eyddum deginum niður við vatnið, þar sem voru tónleikar allan daginn. Um kvöldið var svo bara fjör....... (Skoða færslu)

Í dag er aðal partídagur

20. maí, 2000
Í dag er aðal partídagur Northwestern nemenda, Dillo Day. Þannig að núna er ég að fara niður á strönd, þar sem verða tónleikar og læti í allan dag. Jibbííí!...... (Skoða færslu)

Crobar

14. maí, 2000
Í gærkvöldi fórum við Hildur á Crobar, sem er einn vinsælasti næturklúbburinn hérna í Chicago. Þetta er m.a. uppáhaldsstaðurinn hans Dennis Rodman. Það ætti að segja nokkuð mikið um staðinn. Allavegana þá er staðurinn hreinasta snilld. Við skemmtum okkur þvílíkt...... (Skoða færslu)

Línuskautar

Hildi tókst loksins að sannfæra mig um að kaupa mér línuskauta. Þannig að í gær á meðan Íslendingar voru að horfa á Eurovision fórum við niðrí miðbæ og keyptum línuskauta. Í gærkvöldi spreytti ég mig í fyrsta skipti. Þvílíkir tilburðir...... (Skoða færslu)

Whassup

10. maí, 2000
Hérna er enn ein útgáfan af Whassup auglýsingunum. Þessi útgáfa blandar saman The Matrix og Whassup. Ef þú hefur ekki ennþá séð Whassup auglýsingarnar þá verðurðu að kíkja á Budweiser.com visi.is, þar sem eitthvað par, sem var á ferðalagi um...... (Skoða færslu)

Lottó

8. maí, 2000
Ég spilaði í Lottóinu um helgina. Vinningurinn var 230 milljónir dollara. Ég keypti miða fyrir 2 dollara. Ég trúi því ekki ennþá að ég hafi ekki unnið....... (Skoða færslu)

Heimsókn

Þetta er búin að vera góð helgi. Pabbi og Októ bróðir minn voru hérna Í Chicago í viðskiptaferð. Við Hildur gistum á hótelinu, sem þeir voru á. Herbergið okkar var stærri en íbúðin okkar. Ég held að það segi nokkuð...... (Skoða færslu)

Chicago

6. maí, 2000
Chicago borg er alveg æðisleg í svona góðu veðri. Það er búinn að vera um 25 stiga hiti hérna síðustu daga, sem er ekki mjög gaman þegar maður er í próflestri, en ég var búinn í bili í gær og...... (Skoða færslu)

Tap og Eurovision

29. apríl, 2000
Það er nú ekki mikið að gerast núna. Það er nokkuð svekkjandi að vakna klukkan átta á laugardagsmorgni, fara í lest í klukkutíma niður í bæ á írskan bar og horfa svo á enska fótboltaliðið sitt tapa. Ekki gaman. Annars...... (Skoða færslu)

Elian True

28. apríl, 2000
Dan vinur minn benti mér á þessa síðu, sem er alger snilld, Elian True. Þessi síða er sennilega enn fyndnari ef þú hefur séð auglýsingarnar, sem hún er byggð á. Þetta eru Whassup Budweiser auglýsingarnar, sem eru bestu auglýsingar, sem...... (Skoða færslu)

Gleðilega páska

23. apríl, 2000
Gleðilega páska. Ég hef ekki mikið að segja enda gerist ekki mikið á páskunum. Hildur fékk þó páskaegg í póstinum og nýja Verzlunarskólablaðið, þannig að maður hefur eitthvað að gera því það er bannað að læra á páskunum. Annars vil...... (Skoða færslu)

Aðalmálið hérna í Bandaríkjunum í

Aðalmálið hérna í Bandaríkjunum í dag er auðvitað Elian Gonzales. Í fréttunum í dag hafa verið stanslausar útsendingar frá Miami þar sem nokkur hundruð Kúbverskir flóttamenn hafa eitthvað verið að kvarta yfir því að lögunum hafi loksins verið framfylgt.Langflestir bandaríkjamenn...... (Skoða færslu)

Byrjun

22. apríl, 2000
Jæja, þá ætla ég að reyna að koma þessari heimasíðu minni á netið. Ég er búinn að vera að vinna í þessu síðustu vikuna og var núna að klára að setja upp reikning á Blogger. Þessi reikningur gerir mér auðvelt...... (Skoða færslu)



EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33