Orð

15. apríl, 2007
Orð gærdagsins: Verðbólguskot. Orð dagsins í dag: Verðbólgukúfur. Hvaða orð ætli Sjálfstæðismenn myndu nota yfir það, þegar að verðbólga er yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabanka í 55 af 72 mánuði? Þegar að þeir hafa ákveðið hvaða orð þeir myndu kalla það, þá...... (Skoða færslu)

Af hverju ekki ESB?

10. apríl, 2007
Í kvöld var rætt um utanríkismál í málefnaþætti á RÚV. Það sýnir nú berlega hversu einangruð við á Íslandi erum, að einu málin sem þóttu þess virði að ræða, voru innflytjendamál á Íslandi og svo ESB aðild Íslands. Önnur utanríkismál...... (Skoða færslu)

Ál-geðveiki og endalokin

1. apríl, 2007
Í morgun vaknaði ég svona rétt sæmilega hress, klæddi mig í íþróttagalla og hljóp niðrá Rauðarástíg þar sem ég sótti bílinn minn, sem ég hafði skilið þar eftir í gærkvöldi þar sem starfsfólkið á Serrano var að skemmta sér. Allan...... (Skoða færslu)

Íslandshreyfingin?

22. mars, 2007
<Moggablogg>Heldur þetta fólk í Íslandshreyfingunni virkilega að einhverjir Sjálfstæðismenn muni kjósa þau? Samfylkingarmaður sem féll í prófkjöri, kona sem féll í varaformannskjöri hjá Frjálslyndum og Ómar Ragnarsson! Á þetta fólk að vinna til sín fylgi frá Sjálfstæðismönnum?! Og svo er...... (Skoða færslu)

Vaknaðir?

13. mars, 2007
Jæja, Ingvi Hrafn er vaknaður Þið liggur við að fylgisaukning vinstri grænna sé hætt að vera fyndin og allt í einu setji að manni hroll við tilhugsun um að þetta fólk gæti komist til áhrifa í þjóðfélaginu og kallað yfir...... (Skoða færslu)

VG og ESB

8. mars, 2007
Af vef Samfylkingarinnar á Akureyri þar sem fjallað er um þá mögnuðu stórfrétt að VG og xD hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu um að vera á móti ESB aðild Íslands: Nú virðast þessir flokkar á ysta kanti íslenskra stjórnmála vera...... (Skoða færslu)

Netlögga

26. febrúar, 2007
Ég trúi því varla að fólk sé að tapa sér yfir ummælum Steingríms J. um að hann vilji stofna netlöggu til að fylgjast með netumferð landsmanna. Ég meina, það er ekki fræðilegur möguleiki á að honum hafi verið alvara með...... (Skoða færslu)

Klámhystería

22. febrúar, 2007
Hvað þýðir það að fólki sé meinuð gisting á Hótel Sögu? Er ég einn um að finnast það viðbjóðslegt að slíkt skuli gerast á landi sem á að teljast frjálst? Hversu langt ætlum við að ganga? Haldiði ekki að fyrrverandi...... (Skoða færslu)

Ingibjörg Sólrún og klámið

19. febrúar, 2007
Ég ætlaði að skrifa lofpistil um Ingibjörgu Sólrúnu byggðan á frábærum pistil Hallgríms Helga í Fréttablaðinu í morgun. En svo segir hún í þinginu í dag eitthvað á þessa leið um væntanlega gesti á klámráðstefnu: Ég spyr þá forsætisráðherra hvort...... (Skoða færslu)

Meira um klám

Á Deiglunni er góð grein um þessa fáránlegu klám hysteríu sem að siðprúðu fólki hefur tekist að peppa landsmenn og þá sérstaklega yfirvöld uppí síðustu daga. Svo ég vitni aðeins í greinina: Hver eru grundvallargildi íslensks samfélags? Hvers vegna vill...... (Skoða færslu)

(Barna)klám

16. febrúar, 2007
Ég nenni varla að blanda mér í umræðuna um þessa blessuðu klámráðstefnu. En þetta finnst mér fullkomlega fáránlegt af borgarstjóra okkar: Borgarstjóri hefur óskað eftir að lögregla rannsaki hvort þátttakendur á klámráðstefnu kunni að vera framleiðendur barnakláms, eða annars ólögmæts...... (Skoða færslu)

Snillingar Davíðs

13. febrúar, 2007
(Þessi færsla birtist líka á Kratablogginu) Við Íslendingar njótum þeirra “forréttinda” (kaldhæðni að hætti Davíðs) að hafa sennilega pólitískasta Seðlabankastjóra í heimi. Í flestum öðrum löndum er embætti Seðlabankastjóra virðingarstaða þar sem menn sitja sem njóta virðingar innan fjármálaheimsins, sem...... (Skoða færslu)

Guðmundur og Heimdallur

31. janúar, 2007
Ég mæli með þessu (spólið svona 1:48 inní þáttinn og njótið). Þarna takast á Guðmundur Steingrímsson frá Samfylkingunni og formaður Heimdallar. Niðurstaðan er ansi mögnuð....... (Skoða færslu)

Fjölskyldur í ófjölskylduvænum hverfum?

6. janúar, 2007
(þetta birtist fyrr í dag á bloggi Nýkrata þar sem ég skrifa) Það er alveg þess virði að vísa á leiðara Jóns Kalddal í Fréttablaðinu í dag, sem fjallar um einstaklega furðulega herferð borgarstjóra Reykjavíkur, sama gamla Villa, gegn spilakassasal...... (Skoða færslu)

Fólk, sem getur hvergi tjáð sig

3. janúar, 2007
Í kvöld í næst vinsælasta fréttaþætti á Íslandi (Ísland í dag) var viðtal við andstæðing stækkunnar álvers í Hafnarfirði um að andstæðingar stækkunnar álvers fengju engin tækifæri til að tjá andstöðu sína við stækkun álversins. Þetta viðtal var byggt á...... (Skoða færslu)

Kynjakvóti?

29. desember, 2006
Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju “kynjakvóti” Vinstri Grænna, sem var notaður í prófkjörunum á höfuðborgarsvæðinu heitir ekki sínu rétta nafni, “karlakvóti”?...... (Skoða færslu)

Björn og Dagur í Kastljósinu

14. desember, 2006
Það er ekki oft sem ég horfi á Kastljósþátt tvisvar sama kvöldið. Ég og Emil horfðum á Björn Inga og Dag B í Kastljósþættinum og ég var svo hissa að ég varð að horfa aftur á þáttinn seinna um kvöldið....... (Skoða færslu)

ISG og GH í Kastljósi

12. desember, 2006
Í kjölfar Kastljósþáttarins áðan vil ég bara segja: Mikið er ég þakklátur fyrir þá staðreynd að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skuli vera formaður míns flokks en ekki Geir Haarde. Af orðum og stolti Geirs Haarde í þættinum mætti halda að bankar...... (Skoða færslu)

Pin8

10. desember, 2006
Ding Dong… !!!...... (Skoða færslu)

Maó?

Á þeim annars ágæta veitingastað Wok Bar Nings (sem serverar fínan mat) þá heita grænmetisblöndurnar eftirfarandi nöfnum: Búddha, Bangkok og Maó Ég spyr: Er þetta í lagi? Ef að sömu aðilar stæðu í rekstri á evrópskum veitingastað myndu þeir þá...... (Skoða færslu)

Ekki drekka gos, börnin mín!

9. desember, 2006
Í fréttum Stöðvar 2 áðan Stjórnvöld senda röng skilaboð með því að lækka gjöld á gos og sykraða drykki. Já, er það? Má ég frekar biðja um það að stjórnvöld HÆTTI AÐ SENDA MÉR SKILABOÐ UM HVAÐ ÉG Á AÐ...... (Skoða færslu)

Botnvörpur

3. desember, 2006
Maður verður ekkert voðalega stoltur við að lesa svona hluti....... (Skoða færslu)

Friedman og dópið

19. nóvember, 2006
Milton Friedman dó í vikunni. Ég hef ekki skrifað um það, en hef lesið slatta af því, sem um hann hefur verið skrifað. Það eru kannski ekki allir sem vita um skoðanir Friedmans á eiturlyfjum. Hann hafði að mínu mati...... (Skoða færslu)

Fléttulistabull

16. nóvember, 2006
Ooooo, svona vitleysa fer í taugarnar á mér. Það sem ég undrast helst er að fólkið sem hefur hæst um að kjósa skuli hæfasta fólkið vill sjaldnast heyra minnst á kynjakvóta eða fléttulista. Fólkið sem segist eingöngu kjósa eftir hæfni...... (Skoða færslu)

Aðalmeðferð

15. nóvember, 2006
Í Kastljósi áðan heyrði ég þessa setningu: Nú er framundan aðalmeðferð í Baugsmálinu. Eruði ekki að fokking grínast í mér? Gátu menn ekki klárað þetta Baugsmál meðan ég var úti? Ég gubbaði næstum því útaf væntanlegum leiðindum, sem þetta mun...... (Skoða færslu)

Prófkjör hjá Samfylkingunni í RVK

9. nóvember, 2006
Jæja, prófkjörið hjá Samfylkingunni í Reykjavík um helgina og ég ætla auðvitað að kjósa - og hvet alla til að gera það sama. Hérna er minn listi. Ingibjörg Sólrún Össur Jóhanna Sigurðardóttir Ágúst Ólafur Kristrún Heimisdóttir Helgi Hjörvar Steinunn Valdís...... (Skoða færslu)

Næsta ríkisstjórn

Samkæmt könnun Fréttablaðsins í morgun, þá myndi þingmannfjöldi flokkanna á Íslandi verða svona ef gengið yrði til kosninga í dag. Framsókn: 4Sjálfstæðisflokkur: 25“Frjálslyndir”: 7Samfylking: 19Vinstri-Grænir: 8 Nú hefur Ingibjörg Sólrún sagt að stjórnarandstaðan muni stefna að því að mynda ríkisstjórn...... (Skoða færslu)

Kosningar

Ég er að endurheimta álit mitt á bandarískum kjósendum. Að mínu mati hafa þeir ekki gert neitt rétt í 10 ár eða síðan Clinton var endurkjörinn. Vonandi að þetta sé ekki bara tímabundið. Stephen Colbert viðurkennir ósigur. Algjör snilld!...... (Skoða færslu)

Silfur Egils í dag

5. nóvember, 2006
Í Silfri Egils töldu stjórnandi og viðmælendur eftirfarandi: Að það væri veikleikamerki á Samfylkingunni að ekki væri næg endurnýjun á framboðslista (ólíkt xD í Reykjavík) og að þingmenn sætu sem fastast á sínum sætum (en vikju ekki einsog t.d. Sólveig...... (Skoða færslu)

Jens í 4. sætið

4. nóvember, 2006
Þetta er auðvitað alltof seint sett hérna inn, en ef einhverjir eiga eftir að kjósa í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kraganum, þá hvet ég þá til að setja Jens vin minn í 4. sætið. Jens er snillingur, hugsjónamaður og eðaljafnaðarmaður. Hann...... (Skoða færslu)

Smá útúrdúr um íslenska pólitík

11. október, 2006
Ekki bara ein, heldur þrjár góðar fréttir úr íslenskri pólitík. Ríkisstjórnin lækkar vörugjöld og vsk á matvælum. Ég hefði aldrei búist við þessu, en það er við hæfi að hrósa íhaldsstjórninni fyrir þetta! Húrra fyrir farmsókn og íhaldinu! Kristrún Heimis...... (Skoða færslu)

Smá útúrdúr varðandi pyntingar.

30. september, 2006
Smá útúrdúr varðandi stjórnmál. Ég var líka að setja inn nýjan ferðapistil, sem er hérna fyrir neðan. Þegar ég var í Tuol Sleng fangelsinu gat ég ekki forðast það að hugsa um tilgangsleysi og mannfyrilitningu Rauðu Khmeranna. Í fangelsinu pyntuðu...... (Skoða færslu)

Castro í jogging-galla

14. ágúst, 2006
Fidel klæðist bara Adidas Ég man ekki eftir mörgum myndum af kallinum þar sem hann er ekki í herbúningnum. Hann virkar voðalega frískur í fánalitunum sínum....... (Skoða færslu)

Kertafleyting gegn Ísrael

10. ágúst, 2006
Jens skrifar um kertafleytinguna og minnist akkúrat á það, sem hefur gert það að verkum að ég hef ekki mætt á þann atburð í nokkur ár: Það var hins vegar fremur pirrandi að hlusta á ræðumann gærkvöldsins blóta Ísrael í...... (Skoða færslu)

Álagningarskrár

28. júlí, 2006
Af hverju heyrist alltaf hæst í SUS þegar að álagningarskrár eru lagðar fram? Ekki það að málefnið er gott, en það er einsog þeir fái alltaf aukinn kraft í kringum þetta eina málefni. Ekki sér maður sama eldmóð þegar kemur...... (Skoða færslu)

Efnahagsleg áhrif

13. júlí, 2006
Samkvæmt Kristjáni Möller í Íslandi í Dag, þá eru efnahagsleg áhrif niðurskurðar uppá 1.100 milljónir í vegakerfinu álíka mikil og ef að ráðherrar myndu sleppa því að fara í bíó í eina viku. Hvað getur maður sagt?...... (Skoða færslu)

LOWEST ENERGY PRICES!!

7. júní, 2006
Þetta er gríðarlega hressandi!: Þetta er tekið úr viðtali við forsvarsmann Alcoa í Brasilíu But the agreed price — 30 dollars per megawatt-hour — was far from ideal. In Iceland, the company pays half that. Semsagt, Alcoa borgar helmingi hærra...... (Skoða færslu)

8. maðurinn

29. maí, 2006
Björn Ingi í kappræðum á NFS (eða var það Kastljós). Valið stendur milli mín og áttunda manns Sjálfstæðisflokksins Ég spyr, er þetta ekki sami maðurinn?...... (Skoða færslu)

F & D (uppfært)

28. maí, 2006
Kæru Sjálfstæðismenn, Til hamingju með að hafa náð næst lélegasta árangrinum í Reykjavík í sögu flokksins, en ná samt að túlka það sem stórsigur. Til hamingju með að eyða hálfri sigurræðunni á RÚV í að tala niður til Samfylkingarinnar og...... (Skoða færslu)

Kjósum Samfylkinguna

26. maí, 2006
Ég hef skipt um skoðun varðandi þessar kosningar í borginni nokkrum sinnum. Ég er jú flokksbundinn í Samfylkingunni, en var þó á báðum áttum hvort ég vildi sjá Sjálfstæðismenn komast aftur til valda í borginni. Fannst stundum einsog ég væri...... (Skoða færslu)

Oh, þessir Sjálfstæðismenn

25. maí, 2006
Á Borgarafundi á NFS, þar sem frambjóðendur Reykjavíkur komu fram núna rétt áðan sagði Vilhjálmur Þ. að honum fyndist réttlætanlegt að taka upp skólagjöld í háskólum, en ekki réttlætanlegt að taka upp stöðumælagjöld á bílastæðum fyrir utan sömu skóla. Ég...... (Skoða færslu)

Innihaldslsaus froða

23. maí, 2006
Ef það er eitthvað, sem hefur komið mér á óvart í þessari kosningabaráttu í Reykjavík, þá er það algjört innihaldsleysið í kosningabaráttu Sjálfstæðismanna. Ekki nóg með að flokkurinn sé að reyna að villa á sér heimilidir sem mjúkur og mildur...... (Skoða færslu)

xF

22. maí, 2006
Ef ég reyni ofboðslega mikið, þá get ég verið sæmilega víðsýnn á íslenska pólitík. Ég get skilið af hverju fólk kýs Sjálfstæðisflokkinn (hringi bara í kallinn og redda lóð!) eða Vinstri Græna (umhverfismálin). Ég kýs auðvitað sjálfur Samfylkinginuna og skil...... (Skoða færslu)

Blessuð börnin

18. maí, 2006
Ég er í þeim merka kjósendahóp “stjórnendur undir 30, sem búa einir í Vesturbænum”, sem nákvæmlega enginn stjórnmálaflokkur reynir að höfða til í þessum blessuðu kosningum. Þess vegna hef ég takmarkaðan áhuga á kosningunum, nema þá helst skipulagsmálum. Þrátt fyrir...... (Skoða færslu)

Eyþór og X-D

15. maí, 2006
Ok, atburðarrás gærdagsins: Eyþór Arnalds keyrir fullur á staur. Hann skiptir við kærustuna sína um sæti í bílnum til að koma sér undan. Flýr svo af vettvangi. Semsagt, þarna sé ég a.m.k. fjögur brot:- Hann keyrir fullur - Eyþór leggur...... (Skoða færslu)

Næsti forseti

Ég spái því hér með, 15. maí 2006, að þetta sé næsti forseti Bandaríkjanna: Mikið væri heimurinn nú betri ef hann hefði bara unnið árið 2000....... (Skoða færslu)

Colbert og Bush

30. apríl, 2006
Fréttamenn, sem fjalla um málefni Hvíta Hússins í Washington, héldu í gær árlegan kvöldverð. Fréttastofur í Bandaríkjunum (og eftirhermur þeirra á Íslandi) fjölluðu nánast eingöngu um skemmtiatriði, sem að George W. Bush og eftirherman hans sáu um, en gleymdu að...... (Skoða færslu)

Frambjóðendurnir í Kastljósi

28. apríl, 2006
Ég horfði á frambjóðendurna í Reykjavík í Kastljósinu í gær. Nenni ekki að skrifa pistil, svona punktar eru svo miklu einfaldari. Þetta lærði ég af því að horfa á frambjóðendurna: Ef ráða má af málflutningi manna, þá er Samfylkingin eini...... (Skoða færslu)

Draumalandið?

17. apríl, 2006
Þessi grein birtist einnig á pólitík.is Í tíma um sögu Sovétríkjanna, sem ég sótti við Northwestern háskóla í Bandaríkjunum, sagði prófessorinn okkur litla sögu. Við lok valdatíma Stalíns í Sovétríkjunum heimsótti hann fjölskyldu þar í landi. Einsog von var á...... (Skoða færslu)

Ál-þjóð

2. mars, 2006
Já, ég veit að efnahagsástandið útá landi er sennilega á mörgum stöðum ekki jafngott og hér í bænum. Og já, ég veit að fólkið þar er sennilega þreytt á því að hinir í bænum séu að flytja suður. En samt,...... (Skoða færslu)

Jafnrétti?

24. febrúar, 2006
Ekki það að ég hafi minnsta vit á málinu (eða það komi mér hið minnsta við), en af hverju í ÓSKÖPUNUM gera menn strax ráð fyrir því að kyn þáttakenda hljóti að skipta einhverju máli í nýsköpunarverðlaunum forsetans. Halda menn...... (Skoða færslu)

Múrinn og Hugo

20. febrúar, 2006
Þau á Múrnum virðast hafa afskaplega veikan blett fyrir Hugo Chávez. Af hverju er erfitt að skilja. Í dag er á Múrnum grein, þar sem agnúast er útí (að mínu mati hálf kjánalegar) yfirlýsingar Condoleeza Rice um Hugo Chávez: Rice...... (Skoða færslu)

Prófkjör Samfylkingarinnar

10. febrúar, 2006
Jæja, prófkjör í Reykjavík hjá afturhaldskommatittum á morgun. Við hér á eoe.is kjósum svona og hvetjum ykkur auðvitað til að gera það líka: Dagur B Stefán Jón Sigrún Elsa Andrés Oddný Helga Rakel Steinunn Valdís Dofri/Stefán Ben/Stefán Jóhann - get...... (Skoða færslu)

Fleiri skopmyndir

9. febrúar, 2006
Hérna er frábært samansafn af skopmyndum þar sem fjallað er um viðbrögðin við skopmyndunum af Múhameð spámanni. Sumar myndanna eru hreint frábærar....... (Skoða færslu)

Teiknimyndasögur

6. febrúar, 2006
Það er magnað að hugsa til þess að þrátt fyrir milljón fréttir og fréttamyndir af mótmælum múslima um allan heim, þá hefur engin fréttastofa (að því minnsta ekki svo ég hef séð) tekið fyrir af hverju múslimar eru brjálaðir akkúrat...... (Skoða færslu)

Kaupum danskt

4. febrúar, 2006
Af gefnu tilefni: Support DenmarkEnd the boycott Og mótmæli múslima í London. Ljómandi....... (Skoða færslu)

Móðgum múslima!

31. janúar, 2006
Þetta hlýtur að vera asnalegasti pistill, sem Egill Helgason hefur skrifað á Vísi.is: Birtum fleiri skopmyndir. Egill fjallar þarna um viðbrögð múslima við því að danskt blað hafi birt skopmynd af Múhameð spámanni. Egill, sem hefur verið iðinn við að...... (Skoða færslu)

Prófkjör í Kópavogi

23. janúar, 2006
Jens vinur minn er að bjóða sig fram í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Ef þú býrð í Kópavogi, þá mæli ég eindregið með því að þú kjósir hann og fáir jafnvel vini og vandamenn til að gera...... (Skoða færslu)

Framsókn á Múrnum

16. janúar, 2006
Góð grein á Múrnum: Hver er ábyrgðartilfinning Framsóknarflokksins? Að þessu sögðu er vert að velta fyrir sér digurbarkalegum yfirlýsingum Hjálmars Árnasonar um DV-málið. Hjálmar, sem seint verður talinn orðheppinn stjórnmálamaður, lét þennan dóm falla á heimasíðu sinni: ,,DV fór yfir...... (Skoða færslu)

Genni!

28. desember, 2005
Það fattar þetta sennilega enginn nema vinir og kunningjar. Eeeeen, þetta er það fyndnasta sem ég hef séð á netinu á þessu ári!! Látum það vera að Björn Ingi þurfi að leita alla leið til Washington D.C. til að finna...... (Skoða færslu)

Elvis og skotárásir í Írak

28. nóvember, 2005
Hérna á þessari síðu er hægt að skoða þetta myndband þar sem sýnt er hvar bandarískir öryggisverðir frá einkareknu öryggisfyrirtæki skjóta á almenna borgara að því er virðist þeim til skemmtunar. Til að gera þetta enn súrealískara er þetta allt...... (Skoða færslu)

Prófkjör

4. nóvember, 2005
Það er eitthvað skrítið að koma yfir mig. Kannski eitthvað svipað og virðist vera að koma yfir Möggu. Mér líst nefnilega bara helvíti vel á Gísla Marten sem borgarstjóra. Nú hef ég aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn á minni ævi, en svei...... (Skoða færslu)

Augnabrýr

26. október, 2005
Er Vilhjálmur Þ, Sjálfstæðismaður búinn að láta plokka augnabrýrnar? Sjá hér: Fyrir og eftir. Hann hlýtur að vera án efa mest metrósexúal frambjóðandinn. Húrra fyrir honum. Hver var samt tilgangurinn með kappræðum hans og Gísla Marteins í Kastljósinu síðasta fimmtudag?...... (Skoða færslu)

...

6. október, 2005
Hvað segiði, gerðist eitthvað í þessu Baugsmáli á meðan ég var úti?...... (Skoða færslu)

Ástandid i Bandarikjunum

4. september, 2005
Eg maeli med thessum pistli fyrir alla, sem hafa ahuga a stjornmalum i Bandarikjunum: When the levees broke, the waters rose and Bush’s credibility sank with New Orleans . Eg aetladi adeins ad kikja a netid til ad setja inn...... (Skoða færslu)

Össur í World Class

23. ágúst, 2005
Mig minnir að ég hafi einhvern tímann skrifað um það að ég óskaði þess að ungir þingmenn myndu tala (og hugsanlega blogga) einsog þeir væru í alvöru ungir, en ekki sextugir karlar í dulargervi. Mig langaði í blogg þar sem...... (Skoða færslu)

Össur í borgina

11. ágúst, 2005
Úr Silfri Egils Annar sem gæti komið til greina er Össur Skarphéðinsson. Hann er náttúrlega fyrsti þingmaður norðurkjördæmisins í Reykjavík – gamall borgarfulltrúi sem tókst á við Davíð í borgarstjórninni í eina tíð. Það er altént víst að borgarstjórakeðjan myndi...... (Skoða færslu)

Varðhald

22. júlí, 2005
Halli: Íslensk heimska Ímyndið ykkur hortugheitin að Íslendingar haldi að þeir geti auðveldlega keypt sér flugmiða, klætt sig í réttu fötin og farið út í heim að berjast fyrir því sem rétt er, og ef þeir lenda í vandræðum þá...... (Skoða færslu)

Merkasti Bandaríkjamaðurinn!

29. júní, 2005
Eru menn ekki að fokking grínast í mér? Reagan voted ‘greatest American’ Mikið geta þessir Repúblikanar í Bandaríkjunum verið miklir bjánar. Að velja Reagan framyfir FDR, Lincoln, MLK. Já, og Oprah lendir líka ofar en FDR. Annars bendi ég áhugafólki...... (Skoða færslu)

Ég er búinn að eyða einum milljarði! Er ég ekki æði?

11. maí, 2005
Ég þoli ekki þegar stjórnmálamenn hrósa sjálfum sér fyrir það að auka útgjöld, búa til nýjar stofnanir og fjölga ríkisstarfsmönnum. Af hverju er það sérstök ástæða til þess að monta sig að ríkið hafi aukið framlög til velferðarmála um einn...... (Skoða færslu)

Tölfræði á Múrnum

7. maí, 2005
Þessi setning á Múrnum er bull (feitletrun mín)! Nú eru 36,2% ekki ýkja mikið fylgi. Í ljósi þess að kjörsókn á Bretlandi hefur hrunið á valdatíma Blairs og nær nú tæplega yfir 60% þá er ljóst að Verkamannaflokkurinn nýtur aðeins...... (Skoða færslu)

Stewart og Venezuela

4. maí, 2005
Þetta er fyndið: Daily Show’s Gay Watch Frjálshyggjumenn eru oft yndislega yfirlýsingaglaðir. Sjá til dæmis þennan pistil á frjálshyggjublogginu (feitletrun mín): Hins vegar er hugleiðingar vert hinn dæmalausi hrifningur vinstrimanna á sameign og þjóðnýtingu sem þrátt fyrir allt eru grunnástæður...... (Skoða færslu)

Varaformannskjör

2. maí, 2005
Stuðningsyfirlýsing: Ég styð Ágúst Ólaf til varaformanns í Samfylkingunni vegna þess að ég tel að endurnýjun þurfi að fara fram í forystuliði Samfylkingarinnar. Ég tel að Ágúst sé fulltrúi nýrra tíma meðal jafnaðarmanna. Í stað þess að þræta um úrelt...... (Skoða færslu)

Mögnuð skrif á Pólitík.is

17. apríl, 2005
Svo ég spyrji svona útí loftið: Er engin ritstjórn á Pólitík.is? Ég veit að ég gæti hringt í einn mann og fengið svar við spurningunni, en ég verð bara að fá að hneykslast opinberlega. Á sú síða ekki að vera...... (Skoða færslu)

Punktar um pólitík

12. apríl, 2005
Á leið úr ræktinni í hádeginu hlusta á oftast á Ingva Hrafn á Talstöðinni. Ég veit ekki almennilega af hverju. Gæti verið vegna þess að “Fólk og Fyrirtæki” með Jörundi á Sögu er sennilega lélegasta útvarpsefni mannkynssögunnar og ég finn...... (Skoða færslu)

Gyðingar og Nasistar

29. mars, 2005
Ég veit að ég er í minnihluta á Íslandi og er sennilega ósammála flestum lesendum þessarar síðu, en mér ofbauð þessi ummæli gagnvart Ísraelsríki: “Jónína segir mjög sláandi og óhugnanlegt að sjá múrinn sem Ísraelsmenn hafi reist. Hann sé 8-12...... (Skoða færslu)

Hallgrímur og ungliðarnir

21. mars, 2005
Jensi benti fyrir einhverjum dögum á þessa ræðu, en ég asnaðist ekki til að lesa hana fyrr en ég sá aðra ábendingu á hana í dag. Allavegana, ræðuna hélt Hallgrímur Helgason, snillingur, á þingi ungliðasamtaka stjórnmálaflokkanna. Ræðan er tær snilld...... (Skoða færslu)

Alþjóðabankinn

16. mars, 2005
Voooooond hugmynd....... (Skoða færslu)

Ályktun á Múrnum

3. mars, 2005
Þessi ályktun þeirra á Múrnum er alger snilld!!!...... (Skoða færslu)

Illugi og Sunnudagsþátturinn

24. febrúar, 2005
Ég hef áður gagnrýnt Sunnudagsþáttinn á þessari síðu. Hugmyndin að þættinum er ágæt, það er að fá menn með mjög ákveðnar skoðanir til að stjórna spjallþætti. Þetta form hefur verið vinsælt í Bandaríkjunum, en þar hafa menn farið alltof langt...... (Skoða færslu)

Guðlaugur og R-Listinn... og tölvupósturinn minn

23. febrúar, 2005
Í huga Guðlaugs Þórs, fyrrverandi SUS-ara og núverandi Alþingismanns, ætli eitthvað vandamál þessa heims sé ekki R-listanum að kenna? Já, og útaf allsherjarklúðri, þá er gamli tölvupósturinn minn, einar77 (@) simnet.is ekki lengur virkur. Nýji tölvupósturinn minn er einarorn (@)...... (Skoða færslu)

Laun þingmanna

14. febrúar, 2005
Veit einhver hvað alþingismenn eru með í laun? Ég get ekki fundið eitt einasta skjal um þetta á Google, sem mér finnst afar slæmt. Ég lenti í þrætum um þetta nýlega og þarf að vita hvort ég hafði rétt eða...... (Skoða færslu)

Stjórnmálavitleysa

24. janúar, 2005
Ég er að fara til útlanda aftur á laugardaginn og verð í nærri tvær vikur í eintómu vinnu stússi. Nú er það ákveðið að ég fer til Kölnar, Frankfurt, Prag (nýtt land, Jibbíííííí) og svo til Amsterdam. Verð yfir helgi...... (Skoða færslu)

Látum þá berjast í friði!

10. janúar, 2005
(via Andrew Sullivan) - Stratfor, sjálfstætt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í hermálum birtir þessa greiningu á ástandinu í Írak: The issue facing the Bush administration is simple. It can continue to fight the war as it has, hoping that a...... (Skoða færslu)

Davíð, Halldór, Írak og Ísland

9. janúar, 2005
Blaðamaður The Economist hefur ferðast með bandarískri hersveit í Írak undanfarnar vikur. Í síðasta blaði birtist grein eftir hann. (úr blaðinu 7.janúar - hægt að sækja um eins dags passa til að sjá hana) Þessi grein er mögnuð, hér eru...... (Skoða færslu)

Sekur eða saklaus?

2. janúar, 2005
Úr frétt af Reuters The Bush administration is preparing plans for possible lifetime detention of suspected terrorists, including hundreds whom the government does not have enough evidence to charge in courts Jahá! Þú ert semsagt saklaus uns sekt er sönnuð...... (Skoða færslu)

Halldór?

6. desember, 2004
Ég var að horfa á Kastljós áðan og þá áttaði ég mig á merkilegum hlut: Ég trúi því ekki enn að Halldór Ásgrímsson sé orðinn forsætisráðherra. Þetta er of magnað til að vera satt. Ok, nú er ég 27 ára...... (Skoða færslu)

Girlie Men?

2. desember, 2004
Í World Class í dag sá ég strák í bol, sem á stóð: “Don’t be economic girlie men”. Ég hélt í alvöru að Genni vinur minn (sem ég hef ekki heyrt frá lengi, hint hint) væri sá eini, sem fyndist...... (Skoða færslu)

Davíð og Geir byrjaðir að hækka skatta

30. nóvember, 2004
Jammm, Davíð og Geir eru strax byrjaðir að hækka skatta eftir að hafa boðað skattalækkanir. En auðvitað er þetta bara áfengisgjald á sterk vín og það vita allir að við, sem drekkum gin, vodka, koníak eða aðra slíka drykki erum...... (Skoða færslu)

Afturhaldskommatittsflokkur

29. nóvember, 2004
Ja hérna, Davíð er aftur kominn í ham eftir veikindin. Hver fer í taugarnar á honum í dag? Jú, Samfylkingin. Samkvæmt Davíð þá er Samfylkingin “afturhaldskommatittsflokkur” Spurning um að fá álit Davíðs á því hvað Vinstri Grænir eru þá? En...... (Skoða færslu)

Íslendingar og virkjanir.

15. nóvember, 2004
Ragnar T. sendi mér póst með eftirfarndi viðtali, sem var sent út í franska ríkisútvarpinu. Viðtalið er við Philippe Bovet, franskan blaðamann, sem hefur dvalið á Íslandi. Ég ákvað að birta þetta hérna, þar sem mér fannst þetta gríðarlega athyglisvert...... (Skoða færslu)

Kosningarnar í Daily Show

5. nóvember, 2004
Ég held að þetta sé ágætis lausn á hinni miklu skiptingu í Bandaríkjunum. Einnig er hérna frábær fréttaskýring á kosningunum hjá John Stewart í Daily Show (Quick Time skrá - 9,8mb) (via BoingBoing og MeFi)....... (Skoða færslu)

Næstu fjögur ár

3. nóvember, 2004
Canada 2.0. Einnig: Dan Gillmour útskýrir hvernig næstu fjögur ár verða í Bandaríkjunum:...... (Skoða færslu)

Kerry viðurkennir ósigur

Til hamingju, Bandaríkin!! Fjögur ár af Bush í viðbót! Ég trúi þessu ekki enn....... (Skoða færslu)

Þunglyndi

Já, ég er ekki enn kominn í stuð að skrifa um þessar helvítis kosningar. Hins vegar eru tveir aðrir pennar, sem skrifa um kosningarnar og er ég 100% sammála öllu, sem kemur fram þar. Nánst einsog ég hafi skrifað þessa...... (Skoða færslu)

Whatever

Góður punktur af MeFi: Úrslit kosninganna KERRY: 56 millionBUSH: 60 millionWHATEVER: 100 million Hvernig geta 100 milljón Bandaríkjamanna setið heima í svona kosningum. Hvað í andskotanum er að í hausnum á þessu fólki?...... (Skoða færslu)

?

Hvað getur maður sagt, nema að ég trúi þessu ekki. Ég trúi þessu ekki! Ég er orðlaus. Allavegana núna. Meira síðar....... (Skoða færslu)

Kosningavaka

Ég held að Ólafur á RÚV geti sótt um á Fox News. Kræst hvað hann er mikill Repúblikani. Hann er búinn að vera að ljúga upp fullt af Kerry kommentum einsog að Kerry hafi líkt efnahagsástandinu við Kreppuna Miklu og...... (Skoða færslu)

Kerry vinnur!

2. nóvember, 2004
Ég sagði það fyrir þremur vikum (reyndar ekki í ræðunni, heldur í fyrirspurnartíma) og ég segi það aftur núna: John Kerry vinnur þessar kosningar! Ég veit að allir halda að Bush taki þetta, en ég er sannfærður um að Kerry...... (Skoða færslu)

Bush Flipp Flopp

30. október, 2004
Ég veit að ég er að predika yfir kórnum, þar sem að ég efast um að margir Bush stuðningsmenn lesi þessa síðu. Veit í raun bara um einn, sem er Genni vinur minn. :-) En þetta myndband er ansi magnað...... (Skoða færslu)

Kerry og Víetnam

29. október, 2004
Mæli sterklega með þessari síðu: Never Forget. Nokkur frábær myndskeið um John Kerry og Víetnam. Kerry talar fyrir þingnefnd Mótmæli gegn stríðinu þegar hann kemur heim Svo eru þarna einnig á síðunni ummæli frá félögum hans á bátum í stríðinu....... (Skoða færslu)

Ræðan mín á politik.is

22. október, 2004
Ljómandi skemmtilegt! Ræðan, sem ég hélt í Valhöll fyrir viku, var birt á pólitík.is. Sjá hér: Forsetakosningar í U.S.A.. Ætli maður sé ekki orðinn frægur núna víst það eru farnar að birtast eftir mann greinar á pólitískum vefritum? Ég sé...... (Skoða færslu)

Kappræður í VALHÖLL

16. október, 2004
Ég tók semsagt þátt í þessum pallborðsumræðum í Valhöll í gær. Jens fjallar um þetta á síðunni sinni. Þarna voru þau Gísli Marteinn og Þorbjörg Helga frá Sjálfstæðisflokknum og svo ég og Karl Th. Birgis frá Jafnaðarmönnum. Við héldum fyrst...... (Skoða færslu)

Kappræður og play listi

15. október, 2004
Kláraði að horfa á kappræðurnar og auðvitað vann Kerry þetta. Ég á alltaf erfiðar og erfiðar með að skilja hvað það er í fari Bush, sem heillar fólk. Og ekki koma með þetta krapp um að Bandaríkjamenn séu svo vitlausir...... (Skoða færslu)

Kappræður, þriðji hluti

14. október, 2004
Ég gafst uppá að vaka í nótt. Ætlaði að horfa á baseball og kappræðurnar, en var orðinn of þreyttur. Ætla því að horfa á þær í kvöld. Andrew Sullivan vitnar í kannanir eftir kappræðurnar: CNN finds a clear victory...... (Skoða færslu)

GWB vs. JFK í Valhöll

Mæli með þessu! (tekið af sus.is: “Samband ungra sjálfstæðismanna og Ungir jafnaðarmenn standa saman fyrir málefnafundi um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem fram fara í byrjun nóvember. Málfundurinn hefst með því að sýndar verða auglýsingar úr baráttum Demokrata og Republikana og...... (Skoða færslu)

Afturvirkur pósitífismi

11. október, 2004
Fínn pistill eftir Jensa á Pólitík.is: Um afturvirkan pósitífisma. Greinin er mun skemmtilegri en titillinn gefur til kynna. Einnig er myndskreytingin við pistilinn án efa sú besta, sem birst hefur á íslensku vefriti. :-) Ég hef áður fjallað um “A...... (Skoða færslu)

Kappræðurnar

3. október, 2004
Ég horfði á kappræðurnar milli Bush og Kerry um helgina. Samkvæmt könnunum Newsweek, þá eru yfir 60% kjósenda á því að Kerry hafi unnið kappræðurnar. Ég get ekki annað en verið þeim hjartanlega sammála. Ég reyni alltaf að sannfæra sjálfan...... (Skoða færslu)

Sjokk! (uppfært)

29. september, 2004
Bíddu, var vinur Davíðs ráðinn í embættið? Ég er í sjokki! Sjokki, segi ég og skrifa. :-) Uppfært kl 19.00: Það kemur mér ekkert á óvart í þessum málum lengur. Ekki það að Jón Steinar sé ekki ágætis kall. Ég...... (Skoða færslu)

Um Jón Steinar

26. september, 2004
Þessi grein á Múrnum er SNILLD: Líkræður um lifandi menn....... (Skoða færslu)

Nýjar þjóðir á Ólympíuleikunum

19. ágúst, 2004
Menn nýta sér margt í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Ansi merkileg auglýsing. “Freedom is spreading througout the world like a sunrise”. Jammm....... (Skoða færslu)

Chavez áfram! Ó kræst!

16. ágúst, 2004
Jæja, nú geta þeir á Múrnum fagnað, því svo virðist sem að Hugo Chavez hafi unnið þjóðaratkvæðagreiðsluna um það hvort hann ætti að fá að sitja áfram. Chavez er vondur forseti, sama þótt að Múrsverjar horfi með aðdáunaraugum til þess...... (Skoða færslu)

O'Reilly vs. Paul Krugman

11. ágúst, 2004
Bill O’Reilly, stjórnandi The O’Reilly Factor (sem, eftir aðdáun hans á Ann Coulter að dæma, væri pottþétt uppáhaldsþáttur Björns Bjarna), mætti hagfræðisnillingnum Paul Krugman á CNBC um helgina. Krugman, sem er núna pistlahöfundur á NY Times, hefur gagnrýnt Bush stjórnina...... (Skoða færslu)

Verið hrædd! (framhald)

3. ágúst, 2004
Ég var að reyna að rifja upp eitthvað kvót úr 1984, því mér finnst þetta hryðjuverka-viðvaranakerfi orðið svo fáránlega líkt einhverju atriði úr 1984. Jæja, einn notandi á MeFi fann rétta kvótið: It does not matter whether the war is...... (Skoða færslu)

Verið hrædd! Verulega hrædd!

Þetta er alveg hreint ótrúlega magnað: US terror plot intelligence ‘old’. Fyrir þá, sem nenna ekki að lesa þetta, þá voru allar þær viðvaranir, sem gefnar voru út í Bandaríkjunum um helgina (um að hryðjuverkamenn ætluðu að ráðast á fjármálafyrirtæki)...... (Skoða færslu)

Fjölmiðlafrumvarps- kjaftæðisendalok

20. júlí, 2004
Við unnum! Davíð tapaði. Ég veit að ég ætti að vera glaðari nú þegar Davíð hefur þurft að viðurkenna fullkominn ósigur. Algjörlega fullkominn ósigur! En þessa þrjá mánuði í lífi mínu fæ ég ekki tilbaka. Davíð er búinn að valda...... (Skoða færslu)

Múrinn og Heimdallarskólinn

19. júlí, 2004
Þau á Múrnum skrifa í dag gott andsvar við grein Hafsteins Þórs, formanns SUS, sem birtist fyrir nokkru á frelsi.is. Hafsteinn Þór er hugsjónarmaður, en umfram allt foryngjahollur og því hefur hann nánast ekkert gagnrýnt flokkinn sinn fyrir atferli hans...... (Skoða færslu)

Ungir framsóknarmenn

14. júlí, 2004
Í Íslandi í dag var viðtal við engan annan en: Formann Ungra Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi Suður! HA ha hahaha! Það þarf enginn að segja mér að í því félagi séu meira en 5 félagar :-) Uppfært: HA HA ha ha!...... (Skoða færslu)

Enskukunnátta Davíðs

6. júlí, 2004
Jens bendir á fréttamannafund Davíðs og Bush. Þar kom í ljós að hann Davíð okkar er bara svona ljómandi sleipur í ensku. Það er náttúrulega ljótt að gera grín, en þar sem forsætisráðherrann brosti að öllum Íslendingum og sagði það...... (Skoða færslu)

Einar Örn tekur til í ríkisfjármálum

5. júlí, 2004
Ég líð gríðarlegar þjáningar í hverjum mánuði þegar ég sé hversu mikill hluti af tekjum mínum fer í skatta. Þess vegna er mér annt um að spara í ríkisfjármálum. Ólíkt Sjálfstæðisflokknum, sem bara vilja minnka tekjurnar, þá vil ég líka...... (Skoða færslu)

Kæri Davíð

Kæri Davíð,Við erum ekki öll hálfvitar.Með kveðju,fyrir hönd íslenskra kjósenda Einar Örn Einarsson...... (Skoða færslu)

Spurning?

8. júní, 2004
Ef það er ágreiningur í þjóðfélaginu, er það þá alltaf stjórnarandstöðunni að kenna?...... (Skoða færslu)

Guantanamo

6. júní, 2004
Mér hrýs hugur við að setja þennan hryllilega ljóta og appelsínugula “banner” á síðuna mína. En málstaðurinn er góður, svo ég geri undantekningu....... (Skoða færslu)

Til hvers?

3. júní, 2004
Til hvers höfðu RÚV tvo þáttastjórnendur til að spyrja Davíð spurninga í Kastljósi. Hefði ekki verið einfaldara og ódýrara að leyfa Davíð bara að tala allan tímann af blaði? Niðurstaðan hefði verið nokkurn veginn sú sama. Davíð er búinn að...... (Skoða færslu)

Ólafur!

2. júní, 2004
Ég var einmitt að hugsa um hvað það væri lítið í fréttunum þessa dagana. Þá kemur Ólafur Ragnar og reddar málunum. Mér fannst þetta kvót hjá Betu best: mér líður svolítið eins og mér leið þegar brit prime minister [hugh...... (Skoða færslu)

Al Gore

29. maí, 2004
Fyrir alla þá, sem hafa áhuga á bandarískum stjórnmálum, mæli ég hiklaust með þessari snilldarræðu hjá Al Gore (klukkutíma vídeó - vel þess virði!). Gore er óhræddur við að tala hreinskilið um það ömurlega ástand, sem er á stjórn Bandaríkjanna...... (Skoða færslu)

Láttu í þér heyra

18. maí, 2004
Ég er reyndar í vinnu á þessum tíma, en samt gott mál hjá Jens og co....... (Skoða færslu)

Hannes og Sigurður G

3. maí, 2004
Hinn gríðarlegi hugsjónamaður Hannes Hólmsteinn, sem gleymir af einskærri tilviljun hugsjónum sínum á nákvæmlega sama tíma og Davíð Oddson, var í Íslandi í Dag í viðræðum við Sigurð G. Guðjónsson. Hannes, sem ég hélt mikið uppá á unglingsárum mínum, hélt...... (Skoða færslu)

Ef ég væri Davíð...

29. apríl, 2004
…þá myndi ég leggja til frumvarp, sem myndi banna það að hafa SMS-hljóð í auglýsingum. Ég get hreinlega ekki talið hversu oft ég hef stokkið upp til að tékka á símanum mínum þegar SMS-hljóð hafa heyrst í sjónvarpsauglýsingum Símans. Þetta...... (Skoða færslu)

Fjölmiðlafrumvarp, framhald...

27. apríl, 2004
Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins kom með snilldarlega túlkun á könnun í Fréttablaðinu í morgun, þar sem kom í ljós að 77% þjóðarinnar er á móti inntaki fjölmiðlafrumvarpsins. Jú, Íslendingar eru einfaldlega illa upplýstir um frumvarpið og þess vegna eru þeir á...... (Skoða færslu)

ÁTVR og RÚV

26. apríl, 2004
Snilldarpæling hjá Jens Hvað er markaðsráðandi staða?Ég fór svona að velta því fyrir mér, nú er svo á Íslandi að einn ákveðinn aðili er með markaðsráðandi stöðu á t.d. áfengismarkaði nú og á fjarskiptamarkaði osfrv. Má sá aðili eiga áfram...... (Skoða færslu)

Þú skalt ekki gagnrýna Davíð!

Er ekki gaman að búa á landi þar sem löggjöf fer eftir geðþóttaákvörðunum eins manns? Ef að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins samþykkja þetta frumvarp án mótmæla þá minnkar álit mitt á flokknum enn frekar. Ég get rétt ímyndað mér hvurslags andóf...... (Skoða færslu)

Fyrrverandi SUS-arar og gleymdar hugsjónir

1. apríl, 2004
Rosalega er það magnað að sjá gamla SUS-arann Guðlaug Þór verja það að atvinnurekendur geti tekið lífssýni úr starfsfólki þegar þeim hentar. Hugsjónin um réttindi einstaklingsins er fljót að gleymast hjá Íhaldsmönnum. Það er svo sem ekki nýtt að SUS-arar...... (Skoða færslu)

Menning, Part deux

30. mars, 2004
Jens skrifar loksins um laugardaginn og vísar meðal annars á ræðuna, sem var prýðisgóð. Þrátt fyrir að hann búi hjá framsóknarfjölskyldu, þá skilur hann ekki heldur neitt í þeim framsóknarmönnum sem héldu ræður þarna. Skilur einhver framsóknarmenn? Já, og skilur...... (Skoða færslu)

Menning og djamm

28. mars, 2004
Jensi fékk mig til að mæta á samkomu á Seltjarnarnesi í gær. Þar voru fulltrúar frá ungliðahreyfingum allra stjórnmálaflokkana til umræðna um ýmis mál. Aðallega hafði ég áhuga á umræðu um ríkisstyrki til menningarmála, enda Jens með fyrirlestur um það...... (Skoða færslu)

Spánn

14. mars, 2004
Ja hérna, hryðjuverkamennirnir unnu! Ok, kannski ekki alveg. En Sósíalistar unnu kosningarnar á Spáni. Þrátt fyrir ótrúlegan efnahagsbata og almennt gott ástand á Spáni ákváðu kjósendur að spreningarnar í Madrid væru Íraksstríðinu að kenna og felldu ríkisstjórnina. Ég var á...... (Skoða færslu)

Gyðingahatur í Frakklandi

Nidra Poller, bandarískur rithöfundur, sem hefur búið í París undanfarin 30 ár, er flutt aftur til Bandaríkjanna. Ástæðan? Gyðingahatur í Frakklandi hefur aukist svo mikið að Gyðingar óttast um líf sitt í borginni. Poller skrifar góðar ritgerð um ástandið: Betrayed...... (Skoða færslu)

Frjálslyndi

1. mars, 2004
Ja hérna: Arab Big Brother show suspended Our religion has strong values which say boys and girls should not mix together. This programme is a threat to Islam. This is entertainment for animals. Ætli þetta þýði að það verði ekki...... (Skoða færslu)

Hjónabönd samkynhneigðra í Bandaríkjunum

24. febrúar, 2004
Ein ástæða í viðbót til að hata íhaldsmenn: "After more than two centuries of American jurisprudence and millennia of human experience, a few judges and local authorities are presuming to change the most fundamental institution of civilization" ... "On a...... (Skoða færslu)

Stefnuræða Bush

21. janúar, 2004
Ég var að enda við að horfa á State of the Union ávarp George W. Bush og ef eitthvað er, þá hefur álit mitt á Bandaríkjaforseta aukist enn frekar við það áhorf. Neeeei, djók! Alveg magnað bull á köflum í...... (Skoða færslu)

30 sekúndur af GWB

6. janúar, 2004
Bush in 30 seconds er skemmtileg stuttmyndakeppni, þar sem þáttakendur voru beðnir um að gera 30 sekúndna auglýsingu um George Bush. Núna er búið að velja þá, sem komust í úrslit og því miður komst Ryan vinur minn ekki í...... (Skoða færslu)

Hægrisinnuð bókasöfn

5. janúar, 2004
Tómas í Pottinum, sem skrifar um fátt annað þessa dagana en einræðistilburði Heimdellinga, bendir á hálf skrítin vinnubrögð á Frelsi.is. Þar er birt aðsend grein, þar sem sett er útá skoðanir eins stjórnarmanns í Heimdalli. Ritstjórn Frelsi.is ákveður hins vegar...... (Skoða færslu)

Læknisskoðun

16. desember, 2003
Ok, þá er það opinbert. Þeir á Múrnum hafa núna skrifað fleiri greinar um grimmilega læknisskoðun Bandaríkjamanna á Saddam Hussein, heldur en um öll voðaverk sem Hussein framdi meðan hann var við stjórn. Verst af öllu er að stjórnvöld í...... (Skoða færslu)

Gáta dagsins

4. desember, 2003
Ef að Sjálfstæðismenn hækka skatta, en neita því staðfastlega með vanþóknunartón í viðtalsþáttum, hafa þeir þá hækkað skatta?...... (Skoða færslu)

Mitt lið

Ég veit að maður á ekki að hneykslast á Framsóknarmönnum enda hugsa þeir sennilega mjög mikið öðruvísi en við hin. Eeeeeen, þetta svar hjá Dagnýju Jónsdóttir við gagnrýni eðalkratans Ágústs Ólafs á málefni Háskólans er magnað (feitletrun er mín): Í...... (Skoða færslu)

Lok, lok og læs

27. nóvember, 2003
Frábær grein á Múrnum: Fortress Iceland. Hún segir allt, sem mig hefur langað til að segja um meðhöndlun flóttamanna undanfarna daga. Ég er orðinn hundleiður á að þurfa að skammast mín fyrir stefnu framsóknaríhaldsins í flóttamannamálum. Ekki nóg með það...... (Skoða færslu)

Árás

15. nóvember, 2003
Mikið rosalega verður maður reiður að sjá svona fréttir. Það hlýtur að vera erfitt fyrir Arafat aðdáendur að halda því fram að áróður gegn Ísrael sé ekki oft á tíðum and-semitískur. Það er allavegana mjög stutt í gyðingahatrið hjá mörgum....... (Skoða færslu)

Eeeh, hvort vinnur þú í Íslandsbanka eða Landsbanka?

30. september, 2003
Holy shit! Þvílíkur fjölbreytileiki á þessum framboðslista til formannkosninga í Heimdalli. Á þessum lista eru 12 manns. Hérna eru starfsvettvangar þeirra: Háskólanemar: 8 stykki, þar af 4 í lögfræðiBankastarfsmenn: 4 stykki! Þannig að þessi breiði framboðslisti samanstendur af 8 háskólanemum...... (Skoða færslu)

Ungir Davíðsdýrkendur rífast

25. september, 2003
Hó hó hó, það er gaman að sjá únga Sjálfstæðismenn rífast. Það eru víst einhverjar kosningar hjá ungum Davíðsdýrkendum í Reykjavík. Þessi gaur, sem heldur því fram að hann hafi talað um pólitík við nánast alla Verzlunarskólanemendur, tapaði og segir...... (Skoða færslu)

Opið bréf Michael Moore til Wesley Clark

18. september, 2003
Fyrir nokkrum dögum skrifaði Michael Moore þetta opna bréf til Wesley Clark, sem ég var núna að rekast á í gegnum BoingBoing. Þar hvetur Moore Clark til að bjóða sig fram til forseta og virðist sú áskorun hafa borið árangur....... (Skoða færslu)

Gemmér allt! Þú færð ekki neitt!

SH skrifar á Múrinn í dag um Halldór Ásgrímsson og ráðstefnuna í Cancun: Fáfræði Halldórs stendur umræðu fyrir þrifum. Ég átta mig ekki alveg hver stefna Múrsmanna í þessum málum er. Þeir virðast vera á móti auknu frelsi í alþjóðaviðskiptum,...... (Skoða færslu)

Ísrael og Palestína... eða bara Ísrael

16. september, 2003
Via Metafilter rakst ég á tvær mjög góðar greinar um ástandið í Ísrael og Palestínu. Margir telja að draumurinn um tvö sjálfstæð ríki sé vonlaus. Þá er næsti möguleikinn í stöðunni að arabar sæki um að fá að kjósa í...... (Skoða færslu)

Bandaríkjamenn og hinir

11. september, 2003
Ég verð að játa það að mér finnst þessi Onion grein dálítið fyndin: Relations break down between U.S. and Them. After decades of antagonism between the two global powers, the U.S. has officially severed relations with Them, Bush administration...... (Skoða færslu)

Tveimur árum síðar

James Carroll skrifar í Boston Globe: . . . and honoring the victims. At the dawn of the new century, what story do we tell? Does Sept. 11 represent only the experience of American grief, victimhood, justification for revenge?...... (Skoða færslu)

Hversu ríkur ertu?

7. september, 2003
Þetta er mjög athyglisverð síða. Fær mann til að hugsa. Síðan reiknar hvar maður er staddur á listanum yfir ríkasta fólk heims. Ef maður tekur meðal starfsmann á skyndibitastað á Íslandi (einsog t.d. Serrano), þá eru yfir 5,5 milljarðar manns...... (Skoða færslu)

Björn Bjarna og Ann Coulter

4. ágúst, 2003
Ja hérna! Íslenskur ráðherra hrósar Ann Coulter á heimasíðunni sinni!! Gæti Björn Bjarnason mögulega fundið verri stjórnmálaskýranda til að hrósa á síðunni sinni?? Ég stórlega efast um það. Jóhannes skrifar ítarlega um Björn og Coulter á heimasíðu sinni og hvet...... (Skoða færslu)

Næsta spurning

24. júlí, 2003
Vá, mér er farið að líða einsog ég skrifi fyrir Múrinn. Sanchez hershöfðingi hélt blaðamannafund um morðin á sonum Saddams. Ég tel reyndar að þetta hafi verið farsælasta lausnin, en samt þá vakna ýmsar spurningar. Robert Fisk, átrúnaðargoð þeirra Múrsmanna...... (Skoða færslu)

20 lygar um Írak

14. júlí, 2003
The Independent birti í gær þessa grein: 20 Lies About the War. Athyglisvert er að lesa umræður þeirra í Bandaríkjunum, sem verja Bush og þessar lygar hans. Oft eru það sömu menn og kröfðust þess að Bill Clinton segði af...... (Skoða færslu)

Innflytjendur

6. júlí, 2003
Ja hérna, það hlaut að koma að því. Ég er í öllu sammála grein eftir Sverri Jakobsson. Greinin heitir "Þegar sumir verða jafnari en aðrir" og fjallar um innflytjendalöggjöf í Danmörku og svo um nýlegt dæmi frá Íslandi. Hérna var...... (Skoða færslu)

90% lán, kynlíf og brjáluð loforð

28. maí, 2003
Skrítið að enginn virðist hafa spáð í þessu loforði framsóknarmanna um 90% húsnæðislán fyrr en eftir kosningar. Fyrir kosningar hafði fólk aðallega áhyggjur af því að auglýsingarnar fyrir lánin væru of fyndnar eða væru að hvetja til kynlífs hjá ungu...... (Skoða færslu)

Múrsrökleysa

26. maí, 2003
Í dag skrifar Steinþór Heiðarsson ágætis grein á Múrinn um illmennið Efrain Rios Montt, fyrrum herforingja í Guatemala. Steinþór endar hins vegar greinina á þessari málsgrein: Margir fyrrverandi skjólstæðingar og bandamenn Bandaríkjahers í Mið- og Suður-Ameríku munu trúlega fylgjast með...... (Skoða færslu)

Gyðingafordómar

19. maí, 2003
Jens skrifar mjög góðan pistil í dag: Gyðingar og palestínumenn. Ég hef lengi ætlað að skrifa um svipaða hluti, það er að mér finnst ávallt vera afskaplega stutt í fordóma gagnvart Gyðingum. Menn verða að kunna að aðskilja Gyðinga og...... (Skoða færslu)

Menem

15. maí, 2003
Carlos Menem er ansi magnaður stjórnmálamaður. Allt í einu þegar maður hélt að hann gæti ekki hætt að koma mann á óvart, þá toppar hann sjálfan sig. Menem hefur nefnilega dregið sig útúr seinni hluta forsetakosninganna í Argentínu. Hann var...... (Skoða færslu)

Stórkostlegur sigur Sjálfstæðisflokksins

11. maí, 2003
Stjórnmálamenn geta verið magnaðir. Hvernig fara menn að því að túlka sjö prósenta tap, sem sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn? Munurinn á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki var fyrir fjórum árum var 14,1%. Hann er í dag 2,7%. Allir flokkar töpuðu í kosningunum, nema...... (Skoða færslu)

Það er allt að fara til helvítis!!

9. maí, 2003
Ó já, Davíð blessaður stóðst ekki freistinguna og spáði því að ef vinstri stjórn myndi komast til valda þá myndi allt fara til andskotans. Annars var lokaræðan hjá Steingrími í kappræðunum rosalega flott. Verst að ég skuli vera svo ósammála...... (Skoða færslu)

Vá maður, pældu í þessum Úngu Sjálfstæðismönnum!

8. maí, 2003
Ungir sjálfstæðismenn eru þjóðflokkur, sem fer oft alveg óheyrilega mikið í taugarnar á mér á stundum. Þrátt fyrir að ég sé hægri maður og telji mig oft vera sammála þessum krökkum, þá er margt sem rýrir trúverðugleika þessa fólks. Fyrst...... (Skoða færslu)

Skrif um kosningarnar

6. maí, 2003
Stjórnmálafræðineminn Jens PR skrifar tvo góða pistla um kosninarnar. Kosningabaráttan: Málefni Glæsileg skoðannakönnun...... (Skoða færslu)

Stórkostlegt!

1. maí, 2003
Já, í tilefni 1. maí, þá ætla ég að brjóta elstu og helgustu reglu þessarar heimasíðu: Ég ætla að birta niðurstöður úr könnun, sem ég tók á netinu: Jamm, þetta er magnað. Ég er bara helvíti nálægt Nýju Afli. Kannski...... (Skoða færslu)

Femínistaumræðan

30. apríl, 2003
Ja hérna, ræðan hennar Gyðu og mótmæli gegn batman.is og tilverunni eru bara orðin efniviður í Kastljósþátt. Áðan voru Haukur, formaður Frjálshyggjufélagsins og einhver kona úr femínistafélaginu, sem ég þekkti því miður ekki, gestir þáttarins. Allavegana, þá í fyrsta lagi...... (Skoða færslu)

Femínismi og dómstóll götunnar

28. apríl, 2003
Þessar pælingar áttu upphaflega að birtast sem komment hjá Má en ég ákvað að setja þetta bara á þessa síðu. Þetta eru því viðbrögð við þessum skrifum hjá Má og þessum hjá Svansson.net. Mér finnast þessir draumar femínistans Gyðu vera...... (Skoða færslu)

Rumsfeld og al-Sahaf

12. apríl, 2003
Donald Rumsfeld og Mohammed Saeed al-Sahaf upplýsingamálaráðherra Íraka hafa farið á kostum á blaðamannafundum undanfarið. Þó held ég að ekkert toppi Írakann á blaðamannafundum. Rumsfeld átti þó gott komment í gær: Let me say one other thing. The images you...... (Skoða færslu)

Frakkar með Saddam

2. apríl, 2003
Eru Frakkar gersamlega að tapa sér? Relations will be further rent by a second poll, in Le Monde, showing that only a third of the French felt that they were on the same side as the Americans and British, and...... (Skoða færslu)

Að hata Ameríku?

29. mars, 2003
Margir hafa ásakað Michael Moore og fleiri gagnrýnendur Bandaríkjastjórnar um að hata Bandaríkin, sem er náttúrulega fáránleg staðhæfing. Ég rakst á þessi ummæli á Metafilter, skrifuð af þessum notenda [Moore] loves America. He loves it so much that he is...... (Skoða færslu)

Stórfyrirtæki skipuleggja mótmæli

25. mars, 2003
Í kjölfar allrar umræðunnar, sem var hérna á Íslandi um áhrif viðskiptalífsins (og þá sérstaklega einkarekinna fjölmiðla) á stjórnmálin í landinu, þá er nýjasti pistill Paul Krugman athyglisverður Svo virðist sem Clear Channel, sem á 1200 útvarpsstöðvar í USA hafi...... (Skoða færslu)

Írak

23. mars, 2003
Hvað er betra í þynnku á sunnudegi en að lesa um stríðið í Írak? I was a naive fool to be a human shield for Saddam: Frásögn stráks, sem fór sem "human shield" til Írak en vera hans í því...... (Skoða færslu)

Stríð - blogg frá Bagdad

20. mars, 2003
Jæja, þá er þetta víst byrjað. Ég hef nú ekki mikið að segja, enda svosem lítið búið að gerast. Hins vegar þá rakst ég á mjög athyglisverða bloggsíðu, sem er skrifuð frá Bagdad. Já, internetið er magnað....... (Skoða færslu)

Rumsfeld

13. mars, 2003
Andúð á Bandaríkjamönnum fer stigvaxandi þessa dagana. Ég var í gærkvöldi að spjalla við Matt vin minn, sem er frá Bandaríkjunum en við kynntumst í Venezuela og við höfum ferðast saman bæði um Mexíkó og Kúbu. Hann átti snilldar komment...... (Skoða færslu)

Fujimori

10. mars, 2003
Þrátt fyrir að ég sé alltaf að gagnrýna Múrinn á þessari síðu þá hef ég alltaf lúmskt gaman af því að fylgjast með þeim félögum. Einna skemmtilegast er að þeim er annt um stjórnmál í löndum, sem fá litla sem...... (Skoða færslu)

Davíð, Ingibjörg og Baugur

5. mars, 2003
Ég var svo reiður eftir samsæriskenningar Sigurðar Kára í Kastljósi í gær að ég ákvað að drífa mig í að lesa þessa blessuðu Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar. Ræðuna má nálgast á vef Samfylkingarinnar. Ég er alinn upp Sjálfstæðismaður, varð róttækari með...... (Skoða færslu)

Hagfræði og Írak

27. febrúar, 2003
Á Múrnum í dag er grein um Írak. Þar segir meðal annars: Stríðið í Írak snýst nefnilega ekki um að Saddam Hussein sé vondur maður sem George Bush og Halldór Ásgrímsson segja að hafa drepið barnabörn sín (ætli Bush sé...... (Skoða færslu)

"Franskar" kartöflur

19. febrúar, 2003
Þetta er náttúrulega alger snilld. Hamborgarastaður í Norður-Karólínu er hættur að selja "franskar kartöflur" vegna þess að Frakkar eru mótfallnir stríði við Írak. Í staðinn selur hann "Freedom Fries"....... (Skoða færslu)

Hvar varst þú meðan Saddan drap þúsundir

16. febrúar, 2003
Mjög athyglisverð grein í uppáhaldsblaði margra vinstrimanna. Þar skrifar Íraki, sem býr núna í London í tilefni mótmælanna í gær. Hann segir meðal annars: I am so frustrated by the appalling views of most of the British people, media and...... (Skoða færslu)

Norður Kórea

9. febrúar, 2003
60 Minutes þátturinn í kvöld var mjög áhugaverður. Í þættinum var umfjöllun um kommúnistaríkið Norður-Kóreu. Þar var meðal annars talað við þýskan lækni, Norbert Vollertsen, sem vann við mannúðarstörf í Norður-Kóreu í tvö ár. Vollertsen vann við að hlúa að...... (Skoða færslu)

Svar við spurningu dagsins

7. febrúar, 2003
Sverrir Jakobsson skrifar: Stefna Norður-Kóreustjórnar í kjarnorkumálum þessa daga einkennist af taugveiklun og öfgafullum viðbrögðum. Það er ljóst að hún mun ekki leiða til neins góðs. En af hverju stafar taugatrekkingurinn? Og svar mitt... Af því að Norður-Kóreu er stjórnað...... (Skoða færslu)

Hannes Hólmsteinn og 20. öldin

3. febrúar, 2003
Ágúst Flygenring skrifar um 20. öldina hans Hanneser Hólmsteins (og hann vísar líka í aðra pistla um sama þátt). Þetta eru nokkuð skemmtilegir þættir, sérstaklega þar sem Hannes er lunkinn við að finna atriði, þar sem vinstri menn tjá skoðanir...... (Skoða færslu)

Small Earthquake in Chile. Not Many Dead

Jamm, ég vissi að það myndi koma grein á Múrnum, þar sem þeir myndu fara að kvarta yfir athyglinni, sem sjö látnir geimfarar frá Bandaríkjunum og Ísrael fengu í fréttum nú um helgina. Steinþór Heiðarsson tók að sér að skrifa...... (Skoða færslu)

Blogg, Verzló og stjórnmál

2. febrúar, 2003
Vúhú, ég held að ég sé búinn að finna mér nýjan uppáhaldsbloggara, víst að Leti á neti virðist vera hættur. Nýja uppáhaldið er Svansson.net. Guðmundur, sem heldur úti þeirri síðu er hagfræðinemi (fimm plúsar fyrir það) og svo er hann...... (Skoða færslu)

Mín skoðun

29. janúar, 2003
Það lítur kannski fullmikið út einsog ég sé stuðningsmaður George Bush eftir skrif mín á síðunni. Þess vegna vil ég taka eftirfarandi fram: Ég tel að George Bush sé einn alversti forseti, sem Bandaríkjamenn hafa haft yfir sér síðustu áratugi....... (Skoða færslu)

Britney Spears og Írak

28. janúar, 2003
Já, þökk sé leit.is þá virðist lesendahópur þessarar síðu (eða allavegana hópur þeirra, sem rekst inná þessa síðu fyrir slysni) vera nokkuð breiður. Þannig að af 8 nýjustu ummælunum á síðunni eru fjögur um Britney Spears og 4 um Írak....... (Skoða færslu)

Sigurður Kári og Írak

24. janúar, 2003
Ja hérna, ég held að Sigurður Kári sé að breytast í minn uppáhaldsstjórnmálamann. Það er allavegana alveg ótrúlega gaman að horfa á hann í sjónvarpi. Hann virðist vera gjörsamlega ófær um að beita rökum og virðist mæta í sjónvarp í...... (Skoða færslu)

Greyið Hugó

22. janúar, 2003
Sverrir Jakobsson veltir því fyrir sér af hverju Hugo Chavez hafi ekki rétt til að sitja út kjörtímabilið einsog aðrir réttilega kjörnir forsetar. Vissulega hefði Hugo Chavez fullan rétt til að sitja áfram ef hann hefði ekki misnotað sér vinsældir...... (Skoða færslu)

Norður Kórea og leikjafræði

11. janúar, 2003
Ég veit að ÁF er nánast með einkaleyfi á því að kvóta pistlahöfunda NY Times, en ég ætla þó að hætta mér inná hans svæði. Auk þess þá er ég að reyna að forðast það að skrifa langa grein um...... (Skoða færslu)

Ó Jón

9. janúar, 2003
Jens PR skrifar góðan pistil á síðuna sína um bókina hans Jóns Baldvins en hann er búinn að vera að eyða síðustu dögum í að lesa bókina. Ég gaf einmitt pabba mínum bókina í jólagjöf enda hef ég grun um...... (Skoða færslu)

Ekkert stríð fyrir olíu..?

8. janúar, 2003
N.B. Ágúst Flygenring er búinn að benda á báðar greinarnar, sem ég ætla að skrifa um. Hér og hér Thomas Friedman spyr sig hvort hugsanlegt stríð við Írak myndi snúast um olíu. Svar hans er "já, að minnsta kosti að...... (Skoða færslu)

Virkjanahagvöxtur

31. desember, 2002
Kvót dagsins, Eggert Skúlason í Silfri Egils: Ef við viljum hafa hagvöxt, þá byggjum við Kárahnjúkavirkjun. Annars verður enginn hagvöxtur. Er hægt að taka mark á svona fólki?...... (Skoða færslu)

Person of the year

22. desember, 2002
Vá, þeir hjá Time hljóta að vera að djóka. Þeir hafa ákveðið að konurnar, sem klöguðu til yfirvalda brot hjá Enron, Worldcom og FBI sem menn ársins árið 2002. Mikið óskaplega hefur þetta nú verið ömurlegt ár ef þessar konur...... (Skoða færslu)

Báknið burt!!!! ...eða kannski ekki

15. desember, 2002
Helgi Hjörvar er snillingur. Ég var að horfa á Silfur Egils áðan og þar var Helgi í umræðum með Sigurði Kára og einhverjum Framsóknarmanni. Svei mér þá ef Sigurður Kári er ekki að setja Íslandsmet í flokkshollustu. Á tæpum mánuði...... (Skoða færslu)

Guðni

4. desember, 2002
Jammm, ótrúlegt en satt þá er nágranni minn, Guðni Ágústsson vinsælasti ráðherra landsins. Af hverju í ósköpunum? Getur einhver nefnt mér einn hlut, sem hann hefur framkvæmt landsmönnum til hagsbóta síðustu fjögur ár?? Ágúst Flygenring skrifar hugleiðingu um þetta á...... (Skoða færslu)

Osama og kröfur hans

25. nóvember, 2002
The Guardian birtir í dag bréf, sem talið er vera samið af Osama Bin Laden, þótt engar sannanir séu færðar fyrir því. Bréfið er samið til Bandarísks almennings. Í því er margt athyglisvert. Ég tek það þó fram að ég...... (Skoða færslu)

Ömurlegt!

10. nóvember, 2002
Já, þetta Samfylkingar prófkjör var algjört prump. Ekkert nema einhverjir leiðinlegir vinstri menn sem komust í efstu sætin. Ég legg núna til að hægri kratar kljúfi sig út úr flokknum og stofni aftur gamla Alþýðuflokkinn. Ég er þó ánægður með...... (Skoða færslu)

Vinur minn í ísraelska hernum

3. nóvember, 2002
Í síðustu viku birti Kristina, vinkona mín úr Northwestern, pistil í skólablaðinu, þar sem hún talar við David Cohen, vin minn úr skólanum, um deilurnar í Ísrael, en hann var hermaður í Ísraelsher á meðan við hin duttum í það...... (Skoða færslu)

Nei! Bush er ekki Hitler!

30. október, 2002
Ármann Jakobsson skrifar á Múrinn fína grein um dauðarefsingu, sem er án efa einn mesti smánarblettur á Bandaríkjunum. Á mínum þrem árum meðal menntaðs fólks í því landi hitti ég ekki einn mann, sem var fylgjandi dauðarefsingu, en samt virðist...... (Skoða færslu)

Þeir vilja drepa okkur öll

20. október, 2002
Hinn kanadíski Mark Steyn skrifar ágætis grein á The Spectator, þar sem hann fjallar um ástæður hryðjuverka gegn Vesturlöndum. Greinin heitir They want to kill us all og gagnrýnir m.a. friðelskandi Vesturlandabúa fyrir að reyna að afsaka hryðjuverk múslima með...... (Skoða færslu)

Hlutverk Bandaríkjanna

18. október, 2002
Fareed Zakaria, ritsjóri Newsweek skrifar frábæra grein í The New Yorker, sem ég mæli eindregið með. Hann fjallar um áhrif Bandaríkjanna, sem máttugustu þjóðar veraldar, á mjög áhugaverðan hátt. Greinin er löng en hún er þess virði að lesa. Hann...... (Skoða færslu)

Krugman, Indónesía og Írak

15. október, 2002
Paul Krugman skrifar pistil í New York Times, sem nefnist Still Living Dangerously Þar bendir hann á nokkra mjög góða punkta varðandi árásina á Bali og þess hversu litlu stríð við Írak mun breyta í stríðinu gegn hryðjuverkum. Hann bendir...... (Skoða færslu)

Sverrir svarar fyrir sig

9. október, 2002
Sverrir Jakobsson svarar grein minni á ómálefnalegan hátt einsog þeirra Múrsmanna er von og vísa. Það er alltaf stutt í hrokann þar á bæ enda eru þeir fullvissir um að þeir viti meira um flesta hluti en annað fólk. Sverri...... (Skoða færslu)

Múrvitleysa um Brasilíu

Ég er kannski farinn að endurtaka sjálfan mig varðandi þessi skrif um Brasilíu. Hins vegar verð ég að svara þeirri vitleysu, sem Steinþór Heiðarsson skrifar á Múrinn í morgun. Pistillinn heitir hvorki meira nér minna en: Stórsigur Lula – afhroð...... (Skoða færslu)

Sverrir Jakobsson og Brasilía

8. október, 2002
Sverrir Jakobsson, sem skrifar á Múrinn og eigin heimasíðu fjallar um kosningarnar í Brasilíu og kvartar yfir því að Mogginn sé eitthvað á móti hinum endurfædda sósíalista Lula da Silva. Hann endar stutta færslu sína á þessum orðum. (ég vona...... (Skoða færslu)

Lula í The Economist

Besta blað í heimi, The Economist, fjallar í nýjasta heftinu um kosningarnar í Brasilíu og væntanlegan sigur Lula da Silva. Greinin fjallar á mjög jákvæðan hátt um þann ágæta árangur, sem Fernando Cardoso náði í embætti en honum tókst meðal...... (Skoða færslu)

Sósíalistar í Brasilíu... og eignarétturinn

7. október, 2002
Þá virðist sem gamli sósíalistinn Lula muni ekki ná hreinum meirihluta í kosningunum í Brasilíu. Það þýðir að hann mun keppa við einhvern hægri frambjóðenda í seinni hluta kosninganna. Það verður þó að teljast líklegt að Lula vinn sigur þá....... (Skoða færslu)

Ari í ham

2. október, 2002
Ari Fleischer, blaðafulltrúi Hvíta hússins er með einfalda lausn á Íraksdeilunni. Skjóta bara Saddam Hussein Snilld! Af hverju datt engum þetta fyrr í hug?...... (Skoða færslu)

11. september

11. september, 2002
Dagurinn í dag er nokkuð merkilegur. Í fyrsta lagi, þá eru liðin 29 ár síðan illmennið Agusto Pinochet rændi völdum í Chile. Svo á Elizabeth vinkona mín 21. árs afmæli. Síðan þá er eitt ár liðið frá því að ég...... (Skoða færslu)

Rumsfeld og Írak

6. september, 2002
Donald Rumsfeld er ekki mjög hrifinn af Saddam Hussein. Í þessari grein er því haldið fram að Rumsfeld hafi viljað ráðast á Írak aðeins fimm tímum eftir að fyrsta flugvélin hafði skollið á WTC turnunum. Um þessa hugsanlegu árás á...... (Skoða færslu)

Latur forseti

4. september, 2002
George Bush er með eindæmum latur maður. Það er allavegana sú ályktun, sem ég dreg af ýmsu, sem hann hefur gert eftir að hann varð forseti Bandaríkjanna. Til dæmis nennti hann ekki að fara á ráðstefnuna í Suður-Afríku. Ekki vegna...... (Skoða færslu)

Ég ætla að troða Múrnum inní þessa grein!

28. ágúst, 2002
Múrinn er magnað vefrit. Meira að segja þegar þeir eru að tala um málefni, sem koma Bandaríkjunum nákvæmlega ekkert við, þá tekst þeim að tengja landið einhvern veginn við skrif sín. Í grein um íslenskt heilbrigðiskerfi tekst þeim meira að...... (Skoða færslu)

Íhaldssöm ljóska

27. ágúst, 2002
Ann Coulter er án efa einhver sá svakalegasti íhaldsmaður, sem ég hef nokkurn tíma séð í sjónvarpi. Hún var fastur gestur í talþáttum í Bandaríkjunum síðasta mánuðinn minn þar en hún var að gefa út bókina Slander: Liberal Lies About...... (Skoða færslu)

James Baker og Írak

26. ágúst, 2002
Ágúst Flygering minntist aðeins á grein, sem James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna skrifaði í New York Times um helgina undir heitinu The Right Way to Change a Regime. Í greininni gagnrýnir Baker þá áætlun GWB að ráðast inní Írak án...... (Skoða færslu)

Heræfingar á Múrnum

22. ágúst, 2002
Þeir á Múrnum þreytast seint á því að skrifa um Bandaríkin. Í dag skrifar KJ grein um hernaðaræfingar Bandaríkjanna. Það er nokkuð gaman að velta sér uppúr þessum æfingum. Á þessari æfingu þá átti bandaríski herinn að berjast við ófullkominn...... (Skoða færslu)

Skæruliðar í Kólumbíu og Venezuela

7. ágúst, 2002
Að sögn BBC hafa skæruliðar í Kólumbíu sprengt þrjár sprengjur í Bogota í dag, en í dag mun Alvaro Uribe taka við sem forseti landsins. Einnig er á BBC frétt um það hvernig vinstisinnaðir skæruliðar hafa fært sig yfir til...... (Skoða færslu)

GWB

29. júlí, 2002
Þegar að allt er að verða vitlaust í Ísrael, hlutabréfamarkaðir eru í uppnámi og viðskiptaheimurinn er í uppnámi vegna spurninga um siðferði stjórnenda fyrirtækja ákveður George W. Bush forseti Bandaríkjanna að ... ... fara í mánaðarlangt frí Þess má geta...... (Skoða færslu)

Endurtekið efni um alþjóðavæðingu

Stefán Pálsson endurtekur gamla grein sína á Múrnum. Núna heitir greinin Alþjóðavæðing og fótbolti en hún hét áður Alþjóðavæðing fyrir byrjendur. Þarna er Stefán aftur að benda á tölur um vöxt í Suður-Ameríku, sem rök gegn alþjóðavæðingu. Ég svaraði síðustu...... (Skoða færslu)

Mugabe

23. júlí, 2002
Þeir í ritstjórn The Economist eru ekki ýkja sáttir við það að fréttaritara þeirra var vikið frá Zimbabwe. The Economist reynir að bjóða uppá hlutlausan fréttaflutning, sem útskýrir allar hliðar, en það er erfitt þegar um Robert Mugabe er að...... (Skoða færslu)

Gagnrýni á Bandaríkin

8. júlí, 2002
Þrátt fyrir að ég hafi oft varið Bandaríkin þá er ég ávalt fylgjandi góðri og málefnalrgri gagnrýni á landið, enda er hér mjög margt, sem má bæta. Jón Steinsson, sem samkvæmt email addressu, stundar nám við hinn ágæta skóla Harvard,...... (Skoða færslu)

Múrinn og USA. Enn aftur...

6. júlí, 2002
Ég veit að ég ætti sennilega ekki að vera að pirra mig á Múrsskrifum um Bandaríkin. Hatur þeirra á Bandaríkjunum virðist vera ótakmarkað. En samt, þá verð ég að mótmæla því, sem er skrifað í dag. Í grein, sem heitir...... (Skoða færslu)

Múrinn??

30. maí, 2002
Múrinn er vanalega afskaplega vel skrifað vefrit. Ég hef oft verið ósammála þeirra greinum, aðallega vegna þess að þeir telja slæma hluti bara geta gerst ef Bandaríkjamenn hafa eitthvað með málin að gera. Allavegana, þá er í dag grein eftir...... (Skoða færslu)

Sá hlær best...

24. maí, 2002
Pedro Carmone, sem verður að teljast einn allra vitlausasti valdaránstilrauna-kall í mannkynssögunni er búinn að biðja um pólítískt hæli í Kólumbíu eftir að hafa flúið úr stofufangelsi. Carmona þessi reyndi að steypa vini mínum Hugo Chavez af stóli fyrir nokkrum...... (Skoða færslu)

Fyndin mynd

9. maí, 2002
... (Skoða færslu)

Hugo Chavez

25. apríl, 2002
Atburðir síðustu daga í Venezuela hafa verið afar áhugaverðir. Ég ætlaði að skrifa um valdaránið en áður en ég komst í stuð hafði Hugo Chavez náð aftur völdum. Það kom á daginn að yfirmennirnir í hernum voru ekki mikið klárari...... (Skoða færslu)

Helgin, Hugo og misskilningur Stefáns P.

15. apríl, 2002
Ja hérna, ég er að fara í skólann á stuttbuxum í fyrsta skipti á þessu ári. Jibbííí. Veðrið í gær var líka alger snilld. Ég var að keppa í fótbolta og það var svo heitt að ég var nánast örmagna...... (Skoða færslu)

Hugo

12. apríl, 2002
/myndir/hugo.jpg" border="1">Í morgun þegar ég var að fara yfir tölvupóstinn minn þá fékk ég póst frá vini mínum frá Venezuela. Í bréfinu stóð: Amigos se cayo el Gobierno de Chavez!!!! Saludos a todos y felicitaciones Þetta þýðir nokkurn veginn: Ríkisstjórn...... (Skoða færslu)

Grænmeti

19. mars, 2002
Framsóknarmenn eru engu líkir. Þvílík vitleysa. Sjá: 1 - 2...... (Skoða færslu)

Ókeypis til Ísrael

14. mars, 2002
Það er greinilegt að ferðamálaráðið í Ísrael er í ham þessa dagana. Jens PR bendir á kynningu á sólarlandaferðum til Ísrael á Íslandi. Í skólanum mínum var í gær verið að kynna ferðir til Ísraels. Öllum gyðingum á milli 18...... (Skoða færslu)

Innflytjendaeftirlit í hæsta gæðaflokki

13. mars, 2002
Þessi frétt er nokkuð mögnuð. Innflytjendaeftirlitið var að senda staðfestingu til flugskóla í Miami um að umsókn þeirra fyrir vegabréfsáritun fyrir Mohamed Atta og Marwan Al-Shehhi hafi verið samþykkt. Fyrir rúmum sex mánuðum voru þeir félagar önnum kafnir við að...... (Skoða færslu)

Kólumbíski herinn í stuði Ed

6. mars, 2002
Ed Gibson, kennarinn minn í Suður-Amerískum stjórnmálum benti mér á þessa grein á BBC. Hann sagði að þetta myndi ábyggilega ylja manni um hjartarætur. Þessi uppblásni hermaður er nýjasta tæki kólumbíska hersins í baráttunni við skæruliða. Á þeim svæðum, sem...... (Skoða færslu)

Fyrirlitning á frjálshyggju

26. febrúar, 2002
Af einhverjum ástæðum er síðan Nöldur á RSS listanmum mínum, þannig að ég rekst þangað inn öðru hverju. Ég held að ég hafi sjaldan lesið annan eins pistil og þann, sem Ragnar Torfi setur inn í dag. Fyrirlitning þessa manns...... (Skoða færslu)

Kólumbía og gamlir kommúnistar

23. febrúar, 2002
Ástandið í Kólumbíu þessa dagana er afar athyglisvert. Loksins, eftir þriggja ára samningaviðræður við FARC ákvað Andres Pastrana forseti að ráðast á bækistöðvar skæruliðana. Fyrir rétt rúmri viku höfðu leiðtogar FARC samið við ríkisstjórnina um vopnahlé en aðeins nokkrum tímum...... (Skoða færslu)

Alþjóðavæðing, þriðji hluti

12. febrúar, 2002
Ja hérna, Múrinn bara svaraði greininni minni. Þessu bjóst ég nú ekki við. Þeir hefðu þó mátt tengja á síðuna mína, því þá hefði ég ábyggilega fengið fullt af heimsóknum. Sjá greinar Alþjóðavæðing fyrir byrjendur eftir Stefán PálssonAlþjóðavæðing fyrir lengra...... (Skoða færslu)

Alþjóðavæðing fyrir lengra komna

9. febrúar, 2002
Stefán Pálsson skrifar í dag grein á Múrinn um alþjóðavæðingu. Greinin er í raun ekki galin, þar sem hún í raun bara nefnir nokkrar tölur um það hvernig hagvöxtur hefur farið minnkandi í ýmsum fátækari löndum heimsins, svo sem Suður-Ameríku...... (Skoða færslu)

Grænmeti á Múrnum

7. febrúar, 2002
Bravóóóó!!! Góð grein á Múrnum. Lækkað vöruverð - á kostnað hverra?...... (Skoða færslu)

Kyn- og kjörþokki

5. febrúar, 2002
Þetta er tekið af Pressunni, þar sem þeir lýsa mögulegum borgarfulltrúa: Tinna þykir einkar hugguleg og hefur bæði til að bera kyn- og kjörþokka sem getur haft heilmikið að segja þegar höfða á til kjósenda sem vita ekki í hvorn...... (Skoða færslu)

Bandaríkin og illska

3. febrúar, 2002
Eftir að hafa lesið Múrinn undanfarna daga hef ég komist að þeirri niðurstöðu að Bandaríkin eru uppspretta alls ills í heiminum. Reagan hafði rangt fyrir sér. Bandaríkin eru í raun "The Evil Empire"....... (Skoða færslu)

Jón Baldvin og bandaríska leiðin

21. desember, 2001
Ég og Hildur fórum í gær á Kaffi Victor, þar sem við sáum Jón Baldvin tala fyrir fullum sal. Að þessu sinni einbeitti hann sér að því að tala um bandaríska heilbrigðiskerfið og skort á almennum sjúkratryggingum í því kerfi....... (Skoða færslu)

Lengi lifi kreppan og vinstir grænir!!!

6. desember, 2001
Athyglisverð grein á Múrnum um nýlega skoðanakönnun. Þar segir m.a. í lok greinarinnar: Gott gengi VG er auðvitað líka að þakka foringja sem þjóðin hefur trú á og er helsti valkosturinn við Davíð Oddsson sem þjóðarleiðtogi hér á landi. En...... (Skoða færslu)

Mitt kramda hægrikrata hjarta

20. nóvember, 2001
Flest, ef ekki allt, í þessari grein er einsog talað frá mínu hjarta. Ég vil fá gamla Alþýðuflokkinn aftur. Ekki Samfylkingarsamsuðu, fulla af gömlum sósíalistum. Ég vil almennilegan hægrikrata flokk, sem myndi vinna saman með Sjálfstæðisflokki. Það er nefnilega þannig...... (Skoða færslu)

Ríkiseinokun er snilld

Geir bendir á þessa grein af Sellunni, sem er vefrit. Þar skrifar Geir Guðjónsson um ÁTVR. Ríkiseinokun - Þetta er vont orð, það hljómar illa og svona tala bara vondir menn sem vilja lýðræðinu illt o.s.frv… Ég verð að viðurkenna...... (Skoða færslu)

Vitlausir Íslendingar Ég á varla

7. nóvember, 2001
Ég á varla orð yfir þessari hræðslu Íslendinga við Anthrax. Hér í Bandaríkjunum, sem er nota bene EINA landið, þar sem anthrax hefur fundist undanfarið, er nær hætt að fjalla um þessi mál í fréttum. Einu tilvikin, sem hafa sannast...... (Skoða færslu)

The Economist

23. október, 2001
Hér í Bandaríkjunum kemur The Economist ekki í umslagi, þannig að það var ekkert hvítt duft á mínu blaði. Gaman gaman! Alveg magnað hvað þessi hræðsla hefur breiðst út. Ég hélt að Bandaríkjamenn væru slæmir, en Íslendingar eru sennilega alveg...... (Skoða færslu)

Vel skrifaður múr???

11. október, 2001
Það virðast flestir vera sammála um það að Múrinn sé vel skrifað vefrit. Menn, sem tala um ritið hrósa því vanalega fyrir það að þar skrifi klárir menn, sem séu góðir pennar. Ég efast ekki um það. Það er hins...... (Skoða færslu)

Vitleysa

3. október, 2001
Alveg hreint makalaust vitlaus grein á Múrnum: 11.september. Vissulega er það gott mál hjá þeim að rifja það upp fyrir fólki að það séu mun meiri þjáningar annars staðar í heiminum. Hins vegar er loka setningin, þar sem alþjóðavæðingu er...... (Skoða færslu)

"I'm afraid we might have awaken a sleeping giant"

11. september, 2001
Ég er svona aðeins að reyna að átta mig á atburðum dagsins. Þetta er búinn að vera alveg hræðilegur dagur. Ég var á leiðinni í vinnuna þegar árásirnar áttu sér stað. Ég var að hlusta á Howard Stern (sem sendir...... (Skoða færslu)

SUS

14. ágúst, 2001
Það er erfitt fyrir liðsmenn SUS að neita því, sem stendur í þessari grein....... (Skoða færslu)

Árni Johnsen og systir mín

16. júlí, 2001
Fróðlegt að lesa um þessi Árna Johnsen mál heima á Íslandi. Ég er handviss um að Anna systir mín er mjög ánægð þessa dagana, því Árni Johnsen er ekki í miklu uppáhaldi hjá henni. Annars skil ég ekki hvernig Árni...... (Skoða færslu)

USA

5. júlí, 2001
Mér finnst þessi grein á frelsi.is vera hreinasta snilld. Ég hef alltaf verið mun hlynntari því að við Íslendingar ykjum viðskipti við Bandaríkin frekar en Evrópu....... (Skoða færslu)

Vitleysa

1. júní, 2001
Ég var að skoða pólítík.is og fann þar þessa miklu speki: Á frídeginum er einnig mikið um að vera. Sundstaðir fyllast, ísbúllur blómstra, öndunum er gefið, kaffihúsin iða af lífi, garðurinn er tekinn í gegn, bakaríin eru tæmt, pizza er...... (Skoða færslu)

Hetja dagsins!

25. maí, 2001
Hetja dagsins! Sjá frétt....... (Skoða færslu)

Hagfræði

24. maí, 2001
Ég er að skrifa hagfræðiritgerð um nýju frjálshyggjuna (new liberalism). Þá er ekki úr vegi að vitna í Subcomandante Marcos, leiðtoga Zapatista í Mexíkó: To the powers that be, known internationally by the term “Neoliberalism”, we did not count, we...... (Skoða færslu)

Góður dagur!

11. mars, 2001
Góður dagur!...... (Skoða færslu)

Hroki

31. desember, 2000
Ég veit að ég á ekki að vera að gagnrýna Ágúst Flygenring, þar sem ég er viss um að hann lifir á því að fólk sé að hneykslast á honum. Ég hef hins vegar komist að því að hann er...... (Skoða færslu)

Er ég ekki hugsjónamaður?

12. desember, 2000
Það er mér löngu orðið ljóst að Ágúst Flygenring er einn af allra duglegustu pennunum á naggnum. Ég hef í raun oft haldið að hann skrifi með þeim einum tilgangi að hneyksla og fara í taugarnar á öðrum, því sumir...... (Skoða færslu)

Fox

2. desember, 2000
Jens PR minnti mig á að í dag var Vicente Fox svarinn í embætti eftir 71 árs valtatíma PRI. Þetta eru vissulega gleðitíðindi, því PRI (Partido institutionario revoluciónal) hefur hindrað allar tilraunir í lýðræðisátt. Ég ber mikla virðingu fyrir Ernesto...... (Skoða færslu)

Bravó!!

1. desember, 2000
Bravó!!...... (Skoða færslu)

Skúbb

22. nóvember, 2000
Eru menn ekki alltaf að tala um þegar vefleiðararnir eru á undan íslensku fréttasíðunum? Ok, þá ætla ég að skúbba að hæstiréttur í Florida hefur úrskurðað að handtalningin skuli halda áfram. Þannig að Gore á enn möguleika....... (Skoða færslu)

Gore vs Bush

8. nóvember, 2000
Þetta eru án efa þær mögnuðustu kosningar, sem ég hef fylgst með. Ég var byrjaður að fagna í gær, þegar Gore var búinn að vinna Michigan, Florida og Pennsylvania, en svo hrundi þetta allt þegar að, stuttu eftir að Bush...... (Skoða færslu)

Kosningar

7. nóvember, 2000
Ég á enn eftir að klára hagfræðina en það er erfitt að slökkva á sjónvarpinu núna. CNN, Fox og MSNBC eru með stanslaus viðtöl við hina ýmsu spekinga. Ég er afskaplega veikur fyrir pólitík og hef alltaf gaman af því...... (Skoða færslu)

Kosningarnar í Bandaríkjunum

23. október, 2000
Það er með eindæmum gaman að lesa pistla Águsts Flygering um Bandaríkin og málefni þessa ágæta lands. Águst, sem kallaði bandarískan almenning einfaldan fyrir nokkru, fer aftur á kostum í umfjöllun sinni um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í tveim pistlum. Ég...... (Skoða færslu)

Kappræður

19. október, 2000
Annars var ég að horfa á kappræðurnar milli Bush og Gore á þriðjudaginn. Það er alveg makalaus að Bush skuli hafa forskot í baráttunni. Al Gore sýndi það hvað eftir annað að hann hefur yfirburðar þekkingu á öllum málefnum. Bush...... (Skoða færslu)

Gore og Bush

4. október, 2000
Ég var að horfa á kappræðurnar milli Gore og Bush. Þær voru í sjónvarpinu áðan og var stjórnað af hinum mikla snillingi, Jim Lehrer. Að mínu mati þá tók Gore Bush í nefið. En kannski á ég örlítið erfitt með...... (Skoða færslu)

Skoðanir

28. september, 2000
Já, það er erfitt að skilgreina afstöðu mína í stjórnmálum. Ekki einu sinni þetta próf gat ákveðið sig. Samkvæmt því er ég á mörkunum milli þess að vera "libertarian" og "left-liberal". (via Gunnare)...... (Skoða færslu)

Bandaríkin

21. september, 2000
Ég var að lesa grein á heimasíðu Ágústs F. Hún endaði á þessum orðum: Maðurinn sem lifði í eigin veröld. Maðurinn sem var, einsog bandarískur almenningur, einfaldur.Maður er nefndur... Ronald Reagan. Það er gaman að sjá að Ágúst Flygering hefur...... (Skoða færslu)

Cuba si, yanqui no!

4. september, 2000
Geir skrifar mjög góða grein á síðuna sína í dag. Ég var líka staddur á þessum sömu mótmælum en hafði mig svo sem ekki mikið í frammi. Ég man m.a. eftir ágætri ræðu, sem Steingrímur J. Sigfússon hélt á Ingólfstorgi....... (Skoða færslu)

Póstur

30. ágúst, 2000
Ég fékk aftur póst frá Stefáni Pálssyni um Kastljósþáttinn. Hann bendir mér á grein, sem hann skrifaði um sama efni (greinin heitir: Víðimelur 29, ... ellefu árum síðar. Greinin er mjög góð og mæli ég með því að allir lesi...... (Skoða færslu)

Stefán P.

29. ágúst, 2000
Á föstudag fékk ég bréf frá Stefáni Pálssyni, einum af ristjórum Múrsins. Þar setti hann fram nokkra athyglisverða punkta um grein mína um Arnþór Helgason. Stefán segir að Arnþór hafi verið einna virkastur í að mótmæla atburðunum, sem gerðust á...... (Skoða færslu)

Li Peng og Pinochet

24. ágúst, 2000
Þetta er auðvitað hið besta mál. Núna er ég ánægður með þá Björgvin og félaga. Einnig er ég ánægður með að Gróska styðji einnig málið. Án þess að ég sé eitthvað að setja út á þetta framtak þá spyr ég,...... (Skoða færslu)

Núna er hægt að sækja

11. ágúst, 2000
Núna er hægt að sækja nýjasta lagið með Marilyn Manson. Það heitir Love Song....... (Skoða færslu)

Havana

12. júlí, 2000
Ég var núna að horfa á Póstkort frá Havana í sjónvarpinu. Þetta var alveg frábær þáttur. Ég hef horft á þætti með sama stjórnanda og eru þeir allir mjög góðir. Það var gaman að sjá myndir frá þessari yndislegu borg....... (Skoða færslu)

Rökræðum lokið

5. júlí, 2000
Jæja jæja, ætli rökræðum okkar Björgvins sé ekki lokið í bili. Það er alltaf gaman að geta talað um hlutina á málefnalegan og skynsaman hátt. Ég hef séð komment á þetta á nokkrum síðum og vona ég bara að einhverjir...... (Skoða færslu)

Castró

4. júlí, 2000
Við Björgvin höldum áfram umræðum um pólitík. Hann svarar skrifum mínum á síðunni sinni í dag. Svarið er langt og ítarlegt, þannig að endilega kíkið á það. Ég og Björgvin erumsennilega sammála um meira en hann heldur, enda erum við...... (Skoða færslu)

Að flýja sósíalisma og íhaldsstefnu

2. júlí, 2000
Björgvin svarar skrifum mínum fráþví á miðvikudag á heimasíðu sinni. Þar segir hann: "Einar, sem annars hefur ritað ágæta pistla, gerir sig sekan um mjög heimskulega rökvillu í nýjasta pistli sínum. Hann segir það ekki rök gegn sósíalismanumað fólk vilji...... (Skoða færslu)

Frelsi.is um Kúbu

28. júní, 2000
Ég var að lesa grein á frelsi.is">frelsi.is (frelsi.is notar ramma og því er ekki hægt að linka yfir á greinina, sem heitir "Að flýja heimalandið"). Þar er talað um Kúbverja, sem flýja land sitt til að fara til Bandaríkjanna. Er...... (Skoða færslu)

Loksins!

Loksins!...... (Skoða færslu)

Hægrimenn og Jón Ólafss.

23. júní, 2000
Það er alltaf gaman af því að þeir sem kalla sig hægrimenn fagna alltaf frjálsri samkeppni, nema þegar Jón Ólafsson kaupir eitthvað. Þá þarf allt í einu þarf að grípa inní. Hvernig stendur annars á því að Sjálfstæðisflokkurinn, sem er...... (Skoða færslu)

Ég er búinnn að bæta

26. maí, 2000
Ég er búinnn að bæta við myndum á síðuna. Hérna efst í dálknum er tengill yfir á myndir. Ég vonast til að bæta við myndum reglulega....... (Skoða færslu)



EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33