Ég er Einar Örn, (x-1977) ára og bý ásamt eiginkonu minni, Margréti Rós og þremur börnum í íbúð í Axelsberg hverfinu í Stokkhólmi.
Ég vinn sem framkvæmdastjóri Zócalo staðanna í Svíþjóð, en þeir eru 14 í dag í Svíþjóð og Danmörku. Ég byrjaði að blogga á þessari síðu árið 2000 – og hef haldið þetta út með löngum hléum þennan tíma. Bloggið hefur þróast mikið á þeim tíma og vonandi batnað líka.
Ég blogga hérna um pólitík, ferðalög og í raun allt annað sem mér dettur í hug. Ég held utan um ferðalögin mín hér en á síðustu ferðum hef ég skrifað hingað inn nokkuð ítarlegar ferðasögur. Einhverjir hafa haft gaman af þeim og það hefur haldið manni við efnið. Ég er útskrifaður hagfræðingur frá Northwestern háskóla í Chicago.
Þú getur sent mér póst eða fylgst á Twitter.