« Þeir vilja drepa okkur öll | Aðalsíða | Góður dagur »
Serrano - mexíkóskur veitingastaður
Ég hef lítið sagt frá mínu lífi undanfarið á þessari síðu. Aðal ástæða þess er að ég hef verið mjög upptekinn og lítið komist nálægt tölvu. Ég er nefnilega, ásamt Emil félaga mínum, að fara að opna mexíkóskan veitingastað í Kringlunni í næstu viku.
Staðurinn heitir Serrano og verður hann í húsnæðinu, sem Popeye's var í, við hliðiná McDonald's. Þessi staður mun selja úrvals mexíkóskan mat. Á matseðlinum verða burritos, tacos (harðar og mjúkar) og nachos auk eftirrétta. Viðskiptavinir munu geta valið sér innihaldið í burritos eða tacos. Hægt verður að velja úr fjölmörgum tegundum af kjöti, grænmeti, salsa sósum, guacamole, osti og fleiru.
Þannig að þessa dagana erum við á fullu við að gera staðinn tilbúinn. Núna eru iðnaðarmenn að smíða veggi, mála, setja upp kæla og fleira því tengt. Ef allt gengur upp, þá stefnum við að því að opna staðinn 1. nóvember, sem er á föstudag eftir viku. Þessi dagsetning er þó ekki opinber, þar sem við vitum ekki alveg hvenær sum tæki koma til landsins. Vonandi gengur það þó eftir.
Ummæli (13)
Til hamingju með þetta Einar, nú verður maður að bíða eftir að geta prufað.
Þetta eru spennandi áform, ég kem og smakka hjá ykkur næst þegar leiðin liggur á frónið.
Það stingur mig að sjá ykkur tala um mexíkóskan mat, er hann ekki mexíkanskur ?
Ég setti inn spurningu á vísindavefinn rétt í þessu þannig að ef lesendur eru ekki vissir mun úrskurðurinn óumdeilanlegi vera í nánd.
Til hamingju med thetta!
Verdur gaman ad kikja vid thegar madur kemur vid a froninu um jolin.
Vardandi athugasemdina med mexikoskan og mexikanskan tha er haegt ad benda a umraedu sem var fyrir nokkru thegar rikissjonvarpid var ad syna fra HM i knattspyrnu. Thar var theim bent ad thad aetti ad tala um Mexikoa en ekki Mexikana thar sem landid heitir Mexiko en ekki Mexika. Held ad vid getum treyst a islensku ithrottafretta rikissjonvarpsins thvi their eru meistarar i thvi ad islenska allt og thar med eydileggja stemmingu ad miklu leiti, eins og their gera i golfi.
Enn og aftur til hamingju og gangi ykkur vel!
Góð ágiskun nafni.
Síðan var mér bent á svör af vísindavefnum:
http://visindavefur.hi.is/index.asp?id=1031 http://visindavefur.hi.is/index.asp?id=787
Mexíkóskur skal það vera.
Óli
Til hamingju, ég kem til með að éta hjá þér.
Þú ert smekklegur að nota alíslenska orðið mexíkóskur í staðinn fyrir ómyndina mexíkanskur. Lofar góðu um matinn.
Til hamingju með þetta.
Gangi ykkur félögunum vel.
kv. Björgvin Ingi
Frábært! Til hamingju med þetta.
Einmitt það sem vantaði á Íslandi.
Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu
Hljómar rosalega vel! Ætlarðu að hafa taco pescado á matseðlinum?