Opið á Serrano

5. apríl, 2007
Af gefnu tilefni vil ég auglýsa það hér með að Serrano á Hringbraut verður opinn alla páskana. Öll ESSO stöðin verður opin alla dagana, það er ESSO, Subway og Serrano. Tilvalið fyrir þá, sem eru í bænum og nenna ekki...... (Skoða færslu)

Serrano Hringbraut opnar

28. janúar, 2007
Jæja, okkur tókst víst að opna Serrano. Opnuðum klukkan 5 mínútur yfir 10 í morgun. Það er nokkur framför, því þegar við opnuðum Kringluna þá opnuðum við 5 tímum á eftir áætlun. Í morgun stóðst þetta hins vegar nokkurn veginn....... (Skoða færslu)

Tveir dagar í opnun

24. janúar, 2007
Þetta er hvorki meira né minna en fyrsta myndin, sem er tekin af mér og Emil fyrir framan Serrano stað. Við höfum rekið Serrano í 4 ár án þess að láta taka af okkur mynd saman. En hérna er...... (Skoða færslu)

Hvað ert þú að gera þessa dagana, Einar Örn?

7. janúar, 2007
“Hvað ert þú að gera núna, Einar Örn?” Ég hef sennilega ekki fengið margar spurningar jafnoft að undanförnu. Þessi spurning hefur sennilega tekið við af spurningum um hvað sé í gangi í ástarmálum mínum. Staðreyndin er auðvitað sú að...... (Skoða færslu)

Afmæli

23. nóvember, 2006
Við á Serrano ætlum að fagna 4 ára afmælinu okkar á laugardaginn. Ég veit að eitthvað af fyrrverandi starfsfólki Serrano les þetta blogg og við ætlum einmitt að bjóða fyrrverandi starfsfólki á afmælið. Þannig að ef þú hefur unnið á...... (Skoða færslu)

Einar Örn klikkar

18. nóvember, 2006
Í gærkvöldi fór ég með vini mínum á Óliver. Þar töluðum við um ýmis mál. Þar á meðal kvennavandræði mín og vinnu mína. Ég sagði honum að mér þætti ég of oft taka með mér vinnuna heim og of oft...... (Skoða færslu)

Atvinna

31. júlí, 2006
Við á Serrano erum að leita okkur að starfsfólki í afgreiðslu í vetur. Þetta er semsagt dagvinna. Vaktaálag er sveigjanlegt og laun eru góð. Ef þið hafið áhuga, eða vitið um einhvern, sem hefur áhuga - endilega sendið mér póst...... (Skoða færslu)

Uppsögn

1. maí, 2006
Ég er búinn að segja upp vinnunni minni. Um síðustu áramót hafði ég áttað mig á því að ég var ekki sáttur við þá stefnu, sem líf mitt virtist vera að taka. Ég var alltaf nokkuð ánægður í vinnunni minni,...... (Skoða færslu)

Atvinna í boði

19. febrúar, 2006
Ef þið hafið áhuga eða vitið um einhvern, sem hefur áhuga, þá getiði líka hringt beint í mig í síma 896 9577....... (Skoða færslu)

Atvinnuástand

9. janúar, 2006
athugasemd: Ég var að fara yfir færslusafnið í Movabletype og sérstaklega færslur, sem ég birti ekki af einhverjum ástæðum. Þessa færslu skrifaði ég í hálfgerðu reiðikasti þegar sem allra verst gekk að ráða á Serrano fyrir nákvæmlega tveim mánuðum, eða...... (Skoða færslu)

Nýtt á Serrano - Jibbí

8. desember, 2005
Jæja, mánuði á eftir áætlun, þá erum við búin að uppfæra matseðilinn á Serrano. Staðurinn átti nýlega þriggja ára afmæli og ætluðum við að kynna nokkra nýja rétti í tilefni þess. Sú kynning tafðist þó aðeins, en í dag erum...... (Skoða færslu)

Bestu ár ævinnar?

8. nóvember, 2005
Ég er svo rómantískur að jafnvel þær markaðsherferðir, sem ég stjórna, eru rómantískar. Það kalla ég afrek. Ég er búinn að eyða þremur klukkutímum í gær og í dag í að skrifa eitt bréf. Það er erfitt að skrifa þegar...... (Skoða færslu)

Vinna og tónlist

4. nóvember, 2005
Ég er gjörsamlega uppgefinn. Annan daginn í röð hef ég unnið frá 8 um morguninn til 5 í venjulegu vinnunni og svo allt kvöldið á Serrano. Í gær var ég í vinnu frá 8-23 og í dag frá 8-21. Í...... (Skoða færslu)

Litli staðurinn okkar þriggja ára

2. nóvember, 2005
Það er nánast lygilegt að hugsa til þess, en Serrano, litla barnið okkar Emils er orðinn þriggja ára gamall. Fengum kort frá öllu starfsfólkinu í gær, sem mér þótti geðveikt vænt um. Annars var lítið gert í tilefni afmælisins. Við...... (Skoða færslu)

Laust starf í eldhúsi á Serrano

31. október, 2005
Mér leiðist að nýta þessa síðu sem auglýsingatæki, en ég er í vandærðum. Okkur á Serrano vantar starfsmann í eldhús. Þetta er semsagt vinna frá klukkan 9-5 alla virka daga. Viðkomandi sér um eldhúsið á staðnum. Starfsmaðurinn þarf ekki að...... (Skoða færslu)

Atvinnu-auglýsing

17. júlí, 2005
... (Skoða færslu)

Vinna

13. júní, 2005
Ég er kominn heim úr vinnunni klukkan korter í fimm!! Kraftaverkin gerast enn. Ég ætla að leggjast útá svalir. Er orðinn vel undirbúinn fyrir heimsókn frá Chupa Chups á morgun, svo ég er ekki með vott samviskubit yfir því að...... (Skoða færslu)

Quesadillas!!!

25. janúar, 2005
Stórkostleg tíðindi! Á Serrano getur þú nú keypt ljúffengar Quesadillas. Þetta eru auðvitað stórtíðindi í sögu íslenskra veitingastaða. Ég mæli með Quesadillas með kjúklingi, Steiktu grænmeti og maís. Það var kvöldmaturinn minn í gær. Algjör snilld, þó ég segi sjálfur...... (Skoða færslu)

Aukavinna

20. janúar, 2005
Við erum að leita okkur að fólki á Serrano. Þetta eru vaktir í afgreiðslu á daginn frá 16-20 og svo um helgar. Mjög sveigjanleg vaktaplön. Ef þú, eða einhver, sem þú þekkir, er að leita sér að vinnu með skóla,...... (Skoða færslu)

Saga Serrano

13. desember, 2004
Fyrir nokkrum dögum héldum við Emil uppá 2 ára afmæli Serrano á Pravda, þar sem við buðum samstarfsfélögum, vinum og ættingjum. Ég byrjaði að skrifa ræðu fyrir þann atburð, sem ég hætti við að flytja og úr varð þessi grein...... (Skoða færslu)

Hafnarstræti lokar

2. júlí, 2004
Við erum búnir að loka Serrano Hafnarstræti, einfaldlega vegna þess að staðurinn var ekki að skila hagnaði. Fyrir tveim vikum var ég frekar dapur útaf þessu og skrifaði eftirafarandi færslu, sem ég ætla að birta núna....... (Skoða færslu)

Kit Kat leikur

19. maí, 2004
Ok, ég mæli náttúrulega með þessu: Komdu í Smáralindina á föstudaginn kl 15-19 og leiktu í þinni eigin Kit Kat auglýsingu. Þú gætir komist í sjónvarpið og unnið 200.000 krónur....... (Skoða færslu)

Börn og auglýsingar

19. apríl, 2004
Í Íslandi í Dag var rætt um þá hugmynd að banna auglýsingar, sem beint er að börnum. Í þættinum voru tveir aðilar, sem ræddu um börn, auglýsingar og möguleikann á slíku banni. Áður en ég held áfram tek ég fram...... (Skoða færslu)

Fundastress

4. mars, 2004
Daginn í dag byrjaði ég á námskeiði í því hvernig á að glíma við mikið álag í vinnu. Einsog eftir pöntun varð tíminn eftir hádegi hreinasta martröð. Ég hef sjaldan afgreitt jafn mörg mál á jafn stuttum tíma. Síminn var...... (Skoða færslu)

Fundabakkar og Veislubakkar

11. febrúar, 2004
Smá Serrano plögg. Við erum byrjuð að selja fundabakka/veislubakka á Serrano. Þetta eru flottir bakkar með burrito-bitum og nachos. Pottþétt á fundi og í veislur. Ef þið þekkið einhverja, sem geta nýtt sér þetta þá eru hérna auglýsingar fyrir bakkana....... (Skoða færslu)

Breytingar á Serrano

25. nóvember, 2003
Það er voðalega lítið að gerast í mínu einkalífi þessa dagana, þannig að ég ætla aðeins að skrifa um það, sem við erum að gera á Serrano. Við erum reyndar dálítið á eftir áætlun, en í þessari viku (vonandi fyrir...... (Skoða færslu)

Útvarpsviðtal

31. október, 2003
Emil og ég vorum í viðtali í Viðskiptaþætti Útvarps Sögu í gær. Það var bara nokkuð skemmtilegt og gekk bara ágætlega að ég held. Allavegana, fyrir þá sem misstu af þessu geysiskemmtilega viðtali, þá ætla ég að setja það hérna...... (Skoða færslu)

Breytingar og komment

23. október, 2003
Í gærkvöldi var ég í product myndatöku fyrir Serrano. Þar voru ég og Hans rekstrarstjóri að búa til matinn okkar án tillits til bragðgæða, heldur hugsuðum við aðeins um að maturinn liti sem best út. Þetta getur oft verið talsvert...... (Skoða færslu)

Næturvinna í boði

29. september, 2003
Við á Serrano erum að leita að fólki í næturvinnu á staðnum niðrí miðbæ. Þetta eru vaktir frá klukkan 22-06 á föstudögum og laugardögum. Það er samningsatriði hversu margar vaktir fólk tekur. Við erum að leita að duglegu fólki, sem...... (Skoða færslu)

Afsláttarkort á Serrano

15. september, 2003
Við á Serrano höfum nú tekið upp afsláttarkortakerfi. Það er mikið búið að biðja um þetta og við viljum auðvitað gera vel við okkar fastakúnna. Sumir fastakúnnar hafa meira að segja hótað að hætta að borða hjá okkur nema að...... (Skoða færslu)

Nýr Serrano

30. maí, 2003
Jæja, þá er það skref 2 í plani okkar Emils um að yfirtaka heiminn með mexíkóskum veitingastöðum: Áðan opnuðum við nýjan Serrano stað! Staðurinn er staðsettur að Hafnarstræti 18, við hliðiná Nonnabitum (staðurinn liggur við Lækjartorg). Þarna verður boðið uppá...... (Skoða færslu)

Egils.is

15. mars, 2003
Jæja, þá er nýjasti vefurinn úr minni smiðju kominn í loftið, egils.is. Ég vann þennan vef algjörlega sjálfur, fyrir utan myndina á menuinu, sem er hannað af auglýsingastofu. Ég er bara nokkuð stoltur af vefnum, tel að hann sé nokkuð...... (Skoða færslu)

Kokkur á Serrano

14. febrúar, 2003
Úff hvað þetta er búinn að vera langur dagur. Kokkurinn á Serrano var veikur í dag og því þurfti ég að fylla í skarðið. Þar sem ég er svona 10 sinnum lengur að gera alla hluti en kokkurinn, þá varð...... (Skoða færslu)

Serrano - mexíkóskur veitingastaður

23. október, 2002
Ég hef lítið sagt frá mínu lífi undanfarið á þessari síðu. Aðal ástæða þess er að ég hef verið mjög upptekinn og lítið komist nálægt tölvu. Ég er nefnilega, ásamt Emil félaga mínum, að fara að opna mexíkóskan veitingastað í...... (Skoða færslu)



EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33