« Mögnuð skrif á Pólitík.is | Aðalsíða | Hótelherbergi í Varsjá »

Til útlanda

19. apríl, 2005

Er að fara út í fyrramálið vegna vinnu. Byrja á því að fara til Varsjár í gegnum Stokkhólm. Verð þar í tvo daga. Annan daginn þarf ég að vinna, en hinn ætla ég að nýta í labb um borgina, sem ég gat ekki skoðað mjög vel síðast.

Þaðan fer ég svo á laugardaginn til Stokkhólms, þar sem ég ætla að eyða helginni. Fer svo á sunnudagskvöld til Gautaborgar, þar sem ég fer á fund. Þaðan aftur til Stokkhólms á tveggja daga ráðstefnu og svo heim þarnæsta föstudag.

Á morgun þarf ég sennilega að bíða á flugvellinum í Stokkhólmi í 6 tíma. Það er eins gott að þar sé eitthvað almennilegt hægt að gera.

Veit því ekki hversu algengar uppfærslur verða hérna næstu daga.

Einar Örn uppfærði kl. 23:15 | 123 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (4)


Mikið ferlega fara sumir oft til útlanda :-) Ég er alveg öfundsjúk allavega….(þrátt fyrir að þetta séu vinnuferðir er alltaf gaman að fara út :-) ) Hvað þá ef maður er á launum ..hehe

Tinna sendi inn - 20.04.05 00:15 - (Ummæli #1)

Greyið þú að þurfa að bíða í 6 tíma á Arlanda. Það er með leiðinlegri flugvöllum, sá allra leiðinlegasti sem ég hef þurft að hanga á… oft! Að vísu skilst mér að Gardemo í Osló sé ívið ömurlegri, en það bætir ekki úr skák.

Taktu með þér bók eða tímarit og góða ferð :-)

Sigga Sif sendi inn - 20.04.05 06:05 - (Ummæli #2)

Takk takk, ég var ágætlega undirbúinn undir þennan flugvöll. Það er þó allavegana þráðlaust net hérna, sem gerir mér kleift að vinna, svo tíminn nýtist ágætlega.

En hér með leiðréttist það að Gardemoen er (allavegana í minningunni) talsvert skemmtilegri flugvöllur en Arlanda. Það gæti þó hafa eitthvað með það að gera að síðast þegar ég var þar hafði ég aðgang að business lounge-inu, sem gerir jú alla flugvelli skemmtilega :-)

Einar Örn sendi inn - 20.04.05 13:58 - (Ummæli #3)

Heyrðu…ætlaði ég ekki með þér næst þegar þú færir til útlanda? :-)

RG sendi inn - 20.04.05 19:14 - (Ummæli #4)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu