« Flottur jakki | Aðalsíða | Jól »

Skata

23. desember, 2005

Ég fór í hádeginu á mitt fyrsta skötuhlaðborð. Pabbi var búinn að reyna að draga mig í hlaðborð í nokkur ár og ég ákvað loksins að skella mér með honum þetta árið. Hef alltaf haft lúmskan grun um að skötuát snúist meira um að sýna karlmennsku, heldur en að bragðið sé svo gott. Það er að það væri voðalega macho að segjast borða vel kæsta skötu. Ég vildi því sannreyna þá kenningu.

Ég fór á Tvo Fiska, þar sem hlaðborð var. Ég fékk mér milli-kæsta skötu og hellti einhverri fitu yfir. Settist svo og smakkaði smá bita.

Í raun er þetta ólýsanlega vondur matur. Ég hef borðað ýmsan óþverra í gegnum árin á ferðalögum mínum um heiminn og hef gengið svo langt að borða maura og tarantúlur. En það kemst hreinlega ekkert nálægt skötunni í vondu bragði. Ég kúgaðist við það eitt að setja matinn uppí mig, því skatan hefur ekki bara bein áhrif á bragðlaukana, heldur er einsog bragðið sprautist um allan munninn og maður fyllist af einhverju skrýtnu og viðbjóðslegu lofti í munninum.

Ímyndið ykkur versta fisk, sem þið hafið smakkað. Ímyndið ykkur svo að einhver helli terpentínu yfir fiskinn og kveiki í honum. Sá hinn sami mígur svo ofaná fiskinn til að slökkva eldinn. Og til að toppa það, þá er hellt myglaðri mjólk yfir. Þá held ég að við getum farið að nálgast bragðið á skötunni.

Mér finnst frábært að einhverjir einstaklingar hafi hugrekkið til þess að borða þennan mat. En ég hef hins vegar komist að því að þetta er ekki fyrir mig.

Einar Örn uppfærði kl. 14:39 | 258 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (10)


vá, eins og talað frá mínu hjarta!!!!

Marella sendi inn - 23.12.05 17:15 - (Ummæli #1)

Ó hvað ég er sammála. Ég borða aldrei skötu. Kærastan fer yfir til sinnar fjölskyldu í kvöld að borða þennan viðbjóð og ég er búinn að tilkynna henni það að hún verður að taka leigubíl (minn bíll kemur ekki nálægt þessum óþverra), og ég mun standa tilbúinn með smúlinn þegar hún kemur heim. Læt hana strippa í anddyrinu og set kalda bununa á hana …

svo má hún koma heim til sín. :-)

Kristján Atli sendi inn - 23.12.05 17:56 - (Ummæli #2)

Skata er stórgóð. Enda er ég alinn upp við skötuát. Ég get samt vel skilið sjónarmið þeirra sem bragða hana fyrst á “gamals aldri”.

Gummi H sendi inn - 23.12.05 20:10 - (Ummæli #3)

Össss, þetta er nú ekki Íslendingur að tala þarna hjá þér. Ekki furða að þú leitir út fyrir landsteinana.

Held að það sé e-h til í þessu með karlmennskuna hjá þér. Vel kæst skata, kartöflur, hroðmaur (held ég að það heiti) eða hansatólg (stafsetning???) og svo bjór og brennivín er hefðin. Það er hins vegar ekki mesta karlmennskan að þola þetta held ég - heldur er það lyktin. Í mörg ár hef ég sleppt skötunni sökum lyktar en í fyrra og í ár lét ég mig hafa það. Ég veit ekki, kannski er það undirmeðvitundin sem er að plata mig í að þykjast vera karlmenni… ef svo er, nær hún líka að plata bragðlaukana;

mér finnst skatan góð.

kv, tobs

Tobbi G. sendi inn - 23.12.05 21:35 - (Ummæli #4)

hamsatólg tobbi :-) mér finnst hún líka góð stöppuð með kartöflum en amma mín var með skötu annan hvern laugardag þannig ég borðaði hana nokkuð oft sem krakki.. fékk samt enga skötu fyrir þessi jól :-)

katrín sendi inn - 23.12.05 23:05 - (Ummæli #5)

Ég er nokkuð viss um að maður verði að alast upp við það að borða skötu, örugglega vonlaust að ætla að venja sig á það á fullorðinsaldri.

Ég er búinn að borða skötu síðan ég var pínu lítill og ef aldrei skilið hvað fólki finnst vont við hana, fínn matur. Það er gaman að segja frá því að þessi Þorláksmessa þróaðist undarlega hjá mér og niðurstaðan var sú að þetta er fyrsta skötulausa þorláksmessan hjá mér í örugglega 10 ár.

Sigurjón sendi inn - 24.12.05 00:01 - (Ummæli #6)

Kunnugir segja að þetta snúist allt um að “anda rétt” meðan þú borðar. Annars “færð’ana upp í heila”, byrjar að kúgast og tilheyrandi.

En aldrei myndi ég láta draga mig á skötuhlaðborð. Samt borða ég ýmislegt af þessu íslenska úldmeti, m.a.s. hákarl. En skötu og siginn fisk borð ég aldrei.

Ágúst sendi inn - 24.12.05 01:03 - (Ummæli #7)

Hroðmaur er fyndnasta orð sem ég hef séð.

Tobbi er hinsvegar líklega að meina hroðmör.

pallih sendi inn - 24.12.05 13:38 - (Ummæli #8)

Hva þú kannt bara ekki gott að meta :-)

Hafrún! sendi inn - 24.12.05 21:33 - (Ummæli #9)

Þið eruð yndisleg. Þetta heitir hnoðmör, hnoð=hnoða og mör=fita :-)

Eva (nýr kommentari) sendi inn - 25.12.05 16:49 - (Ummæli #10)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

  • Eva (nýr kommentari): Þið eruð yndisleg. Þetta heitir hnoðmör, hnoð=hnoð ...[Skoða]
  • Hafrún!: Hva þú kannt bara ekki gott að meta :-) ...[Skoða]
  • pallih: Hroðmaur er fyndnasta orð sem ég hef séð. Tobbi e ...[Skoða]
  • Ágúst: Kunnugir segja að þetta snúist allt um að "anda ré ...[Skoða]
  • Sigurjón: Ég er nokkuð viss um að maður verði að alast upp v ...[Skoða]
  • katrín: hamsatólg tobbi :-) mér finnst hún líka góð ...[Skoða]
  • Tobbi G.: Össss, þetta er nú ekki Íslendingur að tala þarna ...[Skoða]
  • Gummi H: Skata er stórgóð. Enda er ég alinn upp við skötuát ...[Skoða]
  • Kristján Atli: Ó hvað ég er sammála. Ég borða aldrei skötu. Kæras ...[Skoða]
  • Marella: vá, eins og talað frá mínu hjarta!!!! ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.