PC

18. janúar, 2007
Í dag fór Apple notandinn ég í verslunarferð til að kaupa ódýra PC tölvu fyrir nýja Serrano staðinn. Það var átakanleg lífsreynsla. Hvað það er sem fær fólk til að kaupa PC tölvu í stað Apple er hreinlega ofar mínum...... (Skoða færslu)

Ó vei, nördaskapur!

9. janúar, 2007
Ég verð að játa það á mig að ég breytist í mesta nörd í heimi í kringum MacWorld þar sem Apple tilkynnir um nýjar vörur. Klukkan 17 í dag stígur Steve Jobs á svið og segir okkur Apple aðdáendum hvað...... (Skoða færslu)

Samkeppni

27. desember, 2006
Hver segir að það sé ekki gagnlegt að vera áskrifandi að The Economist? Í heftinu frá 25.nóvember (vá, ég er bara mánuði á eftir í lestri á blaðinu) þá er skemmtileg grein um daður í vísindahluta blaðsins. IF YOU have...... (Skoða færslu)

2 ný tæki

22. nóvember, 2006
Ég skammast mín ekkert fyrir að vera á tíðum algjörlega tækjaóður. Ég hef núna beðið í næstum mánuð eftir nýjasta tækinu mínu, sem mun eflaust gera líf mitt betra, innihaldsríkara og yndislegra þegar hún loksins kemur. Á meðan ég bíð...... (Skoða færslu)

Neðansjávarmyndir

23. ágúst, 2006
Veit einhver hvar ég get keypt svona vatnsheldan kassa utan um myndavélina, sem ég ætla að kaupa mér? Ég get ekki keypt þetta í gegnum Amazon UK þar sem þeir telja þetta vera raftæki og senda því ekki til Íslands....... (Skoða færslu)

2GB

7. júlí, 2006
Vó vó vó vó vó!!! Hérna mitt í ömurlegu flensukasti með fylgjandi leiðindum fékk ég sendingu með nýjum minniskubb í tölvuna mína. Ég gat því aukið minnið úr 1GB í 2GB. Munurinn er stórkostlegur! Yndislegur! Ótrúlegur! Magnaður! Ég get kveikt...... (Skoða færslu)

Tónar

24. ágúst, 2005
Nýji síminn minn er algjört æði. Eini gallinn er að hringitónarnir eru allir óþolandi. Þar sem að ég gleymi oft símanum á skrifborðinu inní vinnu, þá vil ég hafa tón, sem gerir starfsfólkið þar ekki geðveikt. Veit einhver hvar ég...... (Skoða færslu)

Prentari

23. ágúst, 2005
Já, ég veit að ég á ekki að nota þessa síðu fyrir smá-auglýsingar. En allavegana, mig vantar ódýran prentara. Sjá auglýsinguna mína hér. Væri ágætt ef þetta væri svart/hvítur laser, en er svo sem opinn fyrir öllu....... (Skoða færslu)

Nýr sími. Jei!!!

18. ágúst, 2005
Einsog glöggir lesendur hafa tekið eftir, þá hefur mig langað í nýjan síma í talsverðan tíma. Jæja, í dags varð loksins af því að ég fékk nýjan síma Ég hafði verið spenntastur fyrir Morotola Razr, en eftir að ég spjallaði...... (Skoða færslu)

Tölvuleikir

21. júlí, 2005
Ég hef spilað Grand Theft Auto: San Andreas allmörgum sinnum. Í þeim leik hef ég t.a.m. Drepið fólk með sveðju Drepið hóp af skólakrökkum með handsprengju Lamið gamlar konur til óbóta Keyrt yfir hóp af túristum á skriðdreka. Allt þetta...... (Skoða færslu)

iTunes og Podcast

28. júní, 2005
iTunes 4,9 kom út í gær. Það merkilegasta við þessa útgáfu er að iTunes styður núna Podcast, sem er einmitt algjör snilld! Beisiklí, þá eru Podcasts bara Mp3 skrár með ýmsu efni. Oftast gengur þetta þannig fyrir sig að maður...... (Skoða færslu)

Ég verð að eignast nýjan síma!

14. júní, 2005
Fokk, mig er farið að langa í nýjan síma! Ég hef með ágætu móti getað bælt þessa stanslausu löngun mína í ný tæki í smá tíma. Keypti mér svona síma fyrir 16 mánuðum af því mér fannst hann svo ógeðslega...... (Skoða færslu)

Stórkosleg uppfinning!

30. mars, 2005
Þetta er einhver magnaðasta uppfinning seinni tíma. Starfsmaður hjá MIT hefur hannað nýja tegund af vekjaraklukku. Klukkan inniheldur hjól og nemur hreyfingar. Hún virkar þannig að þegar þú ýtir á Snooze takkann, þá rúllar klukkan sér af náttborðinu og rúllar...... (Skoða færslu)

Langar þig í Makka? (uppfært - búinn að selja)

12. janúar, 2005
Einsog allir vita eru Apple tölvur bestu tölvur í heimi. Stýrkierfið er einfaldara, fallegra og skemmtilegra en Windows og auk þess færðu aldrei vírusa, spyware eða annað óskemmtilegt drasl. Allavegana, ég var að uppfæra yfir í nýjan iMac, sem er...... (Skoða færslu)

Ný tölva!

28. desember, 2004
Jæja, ég er búinn að eignast nýja tölvu. Það eru viss stórtíðindi, þar sem gamla heimilstölvan var orðin meira en 4 ára gömul. Gamla tölvan, sem var Apple Powermac G4 var orðin dálítið lúin, þrátt fyrir að hún hafi aldrei...... (Skoða færslu)

Vá!

26. október, 2004
Vááááá! iPod photo...... (Skoða færslu)

Nýr æPod

18. júlí, 2004
Það er búið að opinbera nýja iPod-inn. Steve Jobs er í viðtali við Newsweek og þeir láku forsíðunni í gær. Sjá hér á engadget Einnig hér er Newseek greinin: The new iPod Svo sem engar byltingar, en hann er með...... (Skoða færslu)

Ég og iPod-inn minn

15. júlí, 2004
Núna er talið að Apple, yndislegasta tölvufyrirtæki muni kynna nýja gerð af iPod í næsta mánuði. Núverandi iPod-ar rúma 40GB af tónlist, en talið er að þeir nýju muni rúma allt að 60GB. Einnig er talið að þeir verði minni...... (Skoða færslu)

Forritari óskast

6. febrúar, 2004
Kannt þú á Access, eða þekkirðu einhvern sem kann vel á forritið? Vantar þig smá aukavinnu? Lestu þá áfram....... (Skoða færslu)

Mac Safari

7. janúar, 2003
Þá er MacWorld búinn og því miður rættist ósk mín um nýjan iPod ekki. Það verður því einhver töf á því að ég fjárfesti mér í slíkum grip. Apple kynntu hins vegar alveg svakalega flotta 17 tommu Powebook fartölvu. Það...... (Skoða færslu)

Tæki

17. júlí, 2002
Ég er löngu búinn að komast að því að ég er algjörlega tækjaóður. Apple var að kynna nýjar vörur í dag og þá fæ ég alltaf í magann, því það er alltaf eitthvað nýtt, sem mig langar í. Mig langar...... (Skoða færslu)

Apple - Switch

11. júní, 2002
Uppáhaldstölvufyrirtækið mitt, Apple er að byrja með nýja auglýsingaherferð. Áður var slagorðið "Think Different", en núna er það einfaldlega Switch. Þessi auglýsingaherferð á aðallega að höfða til Windows notenda til að hvetja þá til að skipta yfir í Mac. Það...... (Skoða færslu)

MacWorld

7. janúar, 2002
Ahh, Gummijoh, Mac hatari náði að skúbba mig varðandi nýja iMac. Hann verður þó ábyggilega ekki sáttur við það að George Lucas kom fram á MacWorld og talaði um hversu mikið þeir nota Apple tölvur við gerð Episode 2....... (Skoða færslu)

Mp3

24. október, 2001
Mig langar í einn svona. Takk fyrir og góða nótt...... (Skoða færslu)

Apple búð

30. ágúst, 2001
Á laugardaginn fórum við Hildur í Woodfield verslanamiðstöðina en þar var einmitt verið að opna Apple búð. Þessi búð er sú fimmta í röðinni af búðum, sem Apple er að koma upp í stærstu borgum Bandaríkjanna. Þeir álíta þetta mikilvægt...... (Skoða færslu)

Neytendamarkaður fyrir tölvur

6. júlí, 2001
Mjög athyglisverð grein á abcnews.com. Í henni er fjallað um það hversu lítið tölvufyrirtæki græða á því að selja beint til neytenda. Hagnaður tölufyrirtækja í dag byggist fyrst og fremst á sölu til fyrirtækja. Höfundur greinarinnar spáir því að tvö...... (Skoða færslu)

Stolinn hugbúnaður

3. júlí, 2001
Skemmtileg grein á Wired. Eftir að nokkrir starfsmenn hafa verið reknir hafa þeir hefnt sín á fyrirtækjunum með því að klaga til yfirvalda að fyrirtækið noti stolinn hugbúnað....... (Skoða færslu)

Microsoft og smart tags

28. júní, 2001
Nú hefur Microsoft ákveðið að taka út "smart tags" úr nýja Windows XP kerfinu sínu. Þetta finnst mér mjög athyglisvert og í raun aðdáunarvert hjá fyrirtækinu.Smart tags áttu að gera það að verkum að hægt var að breyta öllum vefsíðum,...... (Skoða færslu)

Apple búðir

15. maí, 2001
Hið ágæta fyrirtæki Apple, sem er skemmtilegasta tölvufyrirtæki í heimi tilkynnti í dag að flað ætlar að opna 25 Apple búðir um öll Bandaríkin. fietta er í fyrsta skipti, sem Apple opnar sínar eigin búðir. Fyrsta búðin verður opnuð í...... (Skoða færslu)

Íslenskir stafir Jibbíííí

10. maí, 2001
Ég er loksins kominn með íslenska stafi í OSX. fietta kom frá Apple-umboðinu í gær. Reyndar eru ennþá einhverjir gallar. Til dæmis, þegar ég uppfæri í Blogger, kemur þorn eitthvað skringilega út. En ég þekki hvort eð er engan Þorstein,...... (Skoða færslu)

GSM rugl

Ótrúleg snilld!. Ef að GSM símar fara í taugarnar á þér, þá eru þessir menn með svarið....... (Skoða færslu)

Mac OSX

31. mars, 2001
Thetta er fyrsta faerslan skrifud ur Mac OS X. Engir islenskir stafir, en styrikerfid lofar svo sannarlega godu....... (Skoða færslu)

Napster

29. mars, 2001
Það er orðið aðeins erfiðara að finna lög á Napster, eftir að þeir settu alla þessa filtera á. Aðalmálið er að til að komast fram hjá filterunum, þá þurfa menn að breyta aðeins nöfnunum á listamönnunum. Til dæmis ætlaði ég...... (Skoða færslu)

Apple

8. mars, 2001
Því er ekki hægt að neita að nýjasta Apple auglýsingin er hreinasta snilld!! Auglýsing, sem inniheldur De La Soul, Barry White og George Clinton getur ekki klikkað....... (Skoða færslu)

Stórkostlegar uppljóstranir!!

19. febrúar, 2001
Stórkostlegar uppljóstranir!!Ég frétti líka að aðal húsvörðurinn hjá Microsoft hafi nýlega hætt, án allra útskýringa. Fróðir menn telja að þetta sé vegna þess að hann hafi verið ósáttur við Windows XP....... (Skoða færslu)

Windows XP

17. febrúar, 2001
Ég var að lesa athyglisverða grein á MSNBC um nýja Windows stýrikerfið, XP. Þar heldur greinarhöfundur því m.a. fram að Microsoft hafi loksins náð því að toppa Apple í einfaldleika stýrikerfisins. Ég veit ekki hvort þetta er rétt hjá honum,...... (Skoða færslu)

X

14. febrúar, 2001
Ég var nú ekki að meina að Microsoft væri að apa eftir Apple í nafngiftum á nýju stýrikerfunum. Það er hins vegar ljóst að nýja Windows XP er mjög líkt Apple Mac OS X útlitslega....... (Skoða færslu)

Allaire

Ég var að lesa á MAC NN að Macromedia og Allaire væru líklega að sameinast. Macromedia framfremleiðir hinn ágæta Dreamweaver en Allaire framleiðir HomeSite, sem er að mínu mati langbesta vefhvefhönnunarforritið fyrir PC. Það verður fróðlegt að sjá hvað verður...... (Skoða færslu)

Windows XP

13. febrúar, 2001
Microsoft gátu náttúrulega ekki verið eftirbátar Apple í þessum stýrikerfanöfnum. Nýja stýrikerfið hjá Apple heitir OS X en nýja Windows heitir Windows XP. Það er sennilega þetta P, sem gerir gæfumuninn....... (Skoða færslu)

Powerbook

9. janúar, 2001
Það er einfaldlega ekki hægt að neita því að þetta er flottasta fartölvan á markaðnum....... (Skoða færslu)

Office

21. nóvember, 2000
Ég er búinn að vera að nota nýja Office pakkann fyrir mac, Office:mac 2001. Það, sem kemur mér nokkuð á óvart er að þessi útgáfa er talsvert betri en PC útgáfan. Ég er reyndar vanur því fyrir flest önnur forrit,...... (Skoða færslu)

Hvernig í ósköpunum?

2. nóvember, 2000
Hvernig í ósköpunum getur Gummijoh haldið því fram að OS X sé drasl, þegar hann hefur aldrei prófað það? Virkilega "gáfulegt" comment.Ég skal viðurkenna það að Windows 2000 er sennilega öruggasta stýrikerfi í heimi í dag, en OS X verður...... (Skoða færslu)

Nýr makki

11. október, 2000
Þá er ég loksins búinn að fá nýja Makkann minn. Var í gær eitthvað að dunda mér í OS X, sem mér sýnist vera snilld. Útlitið er ótrúlega flott, og mér sýnist flestar breytingarnar vera til hins betra. Það verður...... (Skoða færslu)

Tölvusaga

4. október, 2000
Kristján Ágúst vinur minn sendi mér póst, þar sem hann svarar staðhæfingum gummajoh. Ég ætla að birta það hér:1963 - Douglas Engelbart fær styrk fra stofnun kölluð SRI til að koma á fót rannsóknastofu til að þróa ýmis tölvutengd "kraftaverk"....... (Skoða færslu)

Apple

Ég hef aldrei haldið því fram að Apple hafi fundið upp gluggakerfið. Þeir voru hinsvegar þeir, sem áttu mest í að fullkomna það og gera það vinsælt. Þegar Apple stýrikerfið var orðið vinsælt, þá varð Microsoft að gera eitthvað á...... (Skoða færslu)

Apple hatur

3. október, 2000
Ég næ því ekki hvað gummijoh.net hefur svona voðalega mikið á móti Apple. Ég er nú Apple notandi og kann ágætlega við þetta fyrirtæki. Það er staðreynd að ef Apple hefði ekki verið til þá væri gummijoh ennþá að vesenast...... (Skoða færslu)

GSM

22. september, 2000
Það er dálítið magnað með GSM síma. Heima fara þeir frekar mikið í taugarnar á mér, sérstaklega í partýjum, þar sem fólk gerir ekkert annað en að tala í símann. Hérna í Bandaríkjunum eru svo mjög fáir með síma. En...... (Skoða færslu)

Mac OS X

5. september, 2000
Góðar greinar um Mac OS X eru hér. Núna eru bara 9 dagar þangað til að hægt verður að nálgast Beta útgáfu af OS X. Margir bíða spenntir....... (Skoða færslu)

Photoshop ofnæmi

31. ágúst, 2000
Ég er búinn að fá svokallað Photoshop ofnæmi. Það felst í því að í hver skipti, sem ég sé Photoshop augað stara á mig á stikunni þá fæ ég hroll. Þegar ég verð stór ætla ég að finna upp tæki,...... (Skoða færslu)

PC

23. júní, 2000
Ég er kominn á þá skoðun að allar PC-tölvur eru viðbjóður. Allavegana þá fokkast allar Blogger uppfærslurnar þegar ég geri þær af PC. En hins vegar virka þær alveg þegar ég uppfæri af Makkanum mínum. Ég veit ekki hvort ég...... (Skoða færslu)

Apple

22. maí, 2000
Það var grein í Newsweek fyrir 2 vikum, þar sem Apple eigandi spyr sjálfan sig hvort það sé þess virði að vera trúr Apple. Vissulega er oft erfitt a¦ vera Apple notandi núna þegar Microsoft hefur einokun á öllum PC-markaðinum...... (Skoða færslu)



EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33